Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 46
Ferðir og ferðalög Guðjón, strákurinn sem þið kynntust á síðustu bamasiðu er að fara í sumarfrí. Hann ætlar að ferðast með fjölskyldu sinni innanlands í sumar. Guðjón er búinn að skoða íslandskortið vel og vand- lega. Hann hefur fundið átta kaup- tún og kaupstaði sem hann langar að heimsækja. Þessir staðir eru merktir inná kortið með tölustöfum frá 1 til 8. Þeir liggja út um allt land, svo ekki er víst að fjölskyldan vilji koma við á öllum þessum stöðum. í stafagát- unni héma við hliðina getur þú fundið út einn stað sem þau vildu öll fara til. Hann er merktur í stafa- þrautinni með tölunni 9. Hann er ekki merktur á kortið. Ef þú fyllir vel út heitin á hinum stöðunum þá getur þú lesið stafina sem verða f röðinni merktri 9 og fundið út heitið á staðnum sem Guðjón og fólkið hans ætlaði örugglega að heim- sækja í fríinu. Sendu okkur svarið um leið og þú svarar myndagátunni. Fylltu út í stafaþrautinni heitin á kaupstöðunum og kauptúnunum sem Guðjón vill heimsækja. Hvað verður þá eftir í reit 9? Jón Gunnar Gunnarsson Myndagátan 5 Enn á ný bámst mörg svör við myndagátunni. Allir sem sendu inn svör höfðu rétt svar. Á myndinni var tala. Rétta svarið sem dregið var úr bunkanum átti Halldóra Hálfdánardóttir, Amar- tanga 5, Mosfellssveit. Margir hafa talað um að myndagátan væri of létt. Núna ætlum við að bæta úr því. Myndin í dag er örugglega erfíð fyrir marga. Reynið samt að fínna svarið og sendið okkur línu. Heimilisfangið er: Bamasíðan, Morgunblaðinu, Aðalstræti 6, 101 Reykjavík. Sumar og sól! Hver árstími er skemmtilegur og hefur eitthvað skemmti- legt að bjóða uppá. Sumarið er tími fría. Margir ferðast í fríinu sfnu. Sumir fara til útlanda en aðrir ferðast innanlands. I ferða- lögum eru alls konar farartæki notuð, flugvélar, bílar, bæði stórir og smáir, bátar og skip, jám- brautalestir að ógleymdum hest- verða að fínna sér eitthvað annað að gera á sumrin, margir fara á sundnámskeið, aðrir eru með í skólagörðunum og rækta græn- meti. Sumarbúðir eru víða á landinu og margir fá að fara viku eða hálfan mánuð í sumarbúðir. Ymis íþrótta- og leikjanámskeið unum. Á sumrin er oftast gott veður og þess vegna geta allir verið mikið úti. Böm sem búa í sveitum fá oft að vera með í skepnuhirð- ingu og heyskap og fara í útreiða- túra. Borgar- og bæjarbömin em lfka vinsæl. Margir sem eru aðeins eldri reyna að fá sér vinnu og sumir fá það t.d. við að passa yngri böm eða selja blöð. Á næstu bamasmíðum ætlum við að kynn- ast nokkru sem böm eru að fást við í sumar. Vinir frá mörgnm löndum Yngsti viðmælandi okkar á bamasfðunni til þessa er 6 ára og heitir Jón Gunnar Gunnars- son. Fyrsta spumingin til Jóns Gunnars er: Hvar áttu heima? — í uppsölum í Svíþjóð. En þú ert íslenskur, hvers vegna áttu þá ekki heima á ís- landi? — Pabbi og mamma er að læra í háskólanum og ég fylgi þeim. Hvað gerir þú á meðan pabbi þinn og mamma eru í skólanum? — Égferá„dagis“. Hvað er „dagis"? — Það er bamaheimilið mitt. Það er í garðinum hjá húsinu sem við eigum heima í. Ég get verið þar allan daginn. Hefurðu með þér nesti? — Nei, við fáum mat þar. Hvað em mörg böm á heimil- inu? — Við eram fímmtán. Hvað heita vinir þínir? —Einn heitir Peter og er frá Búlgaríu. Hann er 6 ára. Jóhann og Gústaf era báðir 7 ára og era sænskir. Svo á ég líka eina litla vinkonu frá Þýskalandi. Hún er bara tveggja ára og heitir Frið- rikka. Hvað gerir þið á bamaheimil- inu? — Við leikum okkur, teiknum og litum. Þar era líka stórir púðar sem við getum byggt úr. Um daginn byggðum við geimskip. Stundum föram við eitthvað öll saman. Einu sinni fóram við á náttúragripasafn. Við sáum elg, uglu og öm. Þau vora öll upp- stoppuð. Við fóram líka niður á járnbrautarstöð með mömmu einnar stelpunnar. Þú ert orðinn 6 ára, fara krakk- ar í Svíþjóð ekki í sexára bekk? — Nei við byrjum 7 ára í skólan- um. Ég hlakka til að byija í skól- anum næsta vetur. Ég kann að lesa og svolítið að skrifa. Við gemm ýmis verkefni á dagheimil- inu. Það er það skemmtilegasta sem ég geri þar. Hvað gerirðu þegar þú ert ekki á dagheimilinu? — Ég leik mér heima. Spila fshokkíspil við pabba. Á laugar- dögum baka ég oft með mömmu. Síðast bökuðum við snúða. Svo horfí ég á sjónvarpið. Hvað horfirðu á í sjónvarpinu? — Ég horfí mest á bamaefni og íþróttir. Núna ertu kominn heim til ís- lands. — Já, við komum hingað á sumrin. Það er gaman að hitta afa og ömmur. Svo á ég líka frændur, frænkur og vini. Hvað ætlar þú að gera héma í sumar? — Leika mér og svo föram við kannski í ferðalag. Hér kveðjum við Jón Gunnar. Það er alltaf gaman þegar náms- menn erlendis flykkjast heim í fríum hvort sem það era jól eða sumar. Bömin sem fylgja þessum námsmönnum á ferðalögum víða um heim alast upp í mjög alþjóð- legu umhverfí. Við vonum að Jón Gunnar og önnur námsmanna- böm eigi eftir að eiga gott sumar hér á landi. Heilann í bleyti Héma er gáta. Þú mátt hugsa þig um í fímm sekúndur áður en þú svarar. Fyrir nokkru fór Jón út á sjó að físka. Hann beið lengi án þess að verða var, svo að hann ákvað að festa færið við bátinn, fá sér af nestinu sínu og lesa svo restina af bókinni sem hann hafði með sér. Færið var nákvæmlega fjögurra metra langt, og var helmingur þess undir yfirborði sjávarins. Meðan Jón las steig vatnið. Hann las í þijár klukkustundir, og vatnið hækkaði að jafnaði um níu sentimetra á klukkustund. Hve margir sentimetrar af færinu vora undir yfírborðinu þegar hann var búinn með bókina. j.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.