Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986 47 speki Umsjón: Gunnlaugur Guömundsson „Kæri stjömuspekingur. Til allrar óhamingju er ég mjög óþolinmóð manneskja og þvi vonast ég til að fá svar fljótt. Ég er fædd 07.12. 1948 kl. 9 að morgni í Keflavík. Mér þætti gaman að fá að vita bæði um neikvæðar og já- kvæðar hliðar og hvaða merki passa best við Bogmann." Svar: Þú hefur Sól, Merkúr og Rísandi merki í Bogmanni, Tungl í Fiskum, Venus t Sporðdreka, Mars og Júpíter saman í Steingeit og Vog á Miðhimni. EirÖarlaus í innsta eðli þínu ert þú eirðarlaus og leitandi. Bog- maðurinn þarf frelsi, hreyf- ingu og ferðalög. Eins og þú segir sjálf er hann óþolin- móður og oft fljótfær, vill t.d. framkvæma hugdettur sínar strax. Styrkur hans er fólginn í bjartsýni og jákvæðum við- horfum, í umburðarlyndi og fordómaleysi og hæflleika til að hafa yfirsýn. Sem Bog- maður ert þú hrein og bein í framkomu og segir það sem þér flnnst, getur kannski átt til að vera of hreinskilinn og missa frá þér orð sem þú iðrast síðar. Veikleiki þinn getur legið í skorti á sjálfsaga, þ.e. þú hefúr ekki eirð t þér til að framkvæma ætlunar- verk þín, sérstaklega ef þau kreQast Iangvarandi aðhalds. Nœm Tungl f Fiskum táknar að þú hefúr ákaflega næmar til- flnningar, ert draumlynd og hefúr áhuga á andlegum mál- um og öllu sem er órætt og dularfullt. Sagt er oft um Fiska að annar fóturinn sé á jörðinni en hinn í eilffðinni. Þú hefur sterka tilfinninga- legp samkennd, finnur sterkt til með öðrum og vorkennir þeim sem eiga bágt á einhvem hátt. í raun er þetta erfið staða vegna næmis: Ef fólki f kringum þig Ifður illa þá líður þér illa. Vegna andstöðu frá Satúmusi hefur þú sterka ábyrgðarkennd en jafnfrmt tilhneigingu til að loka á til- flnningar þínar. Þú þarft því að draga þig í hlé annað slagið ogeinangraþig. Dugleg Mars f Steingeit táknar að þú ert skipulögð og dugleg í vinnu, hefur t.d. verkstjómar- hæfileika. LokaÖar til- finningar Mótsagnimar f korti þfnu eru þær að þú ert í innsta eðli þínu, hugsun og fram- komu, hress og létt. Tungl f Fiskum og Venus f Sporð- dreka tákna aftur á móti að þú ert tilfinningalega dul. Þó framkoma þín sé opin, þá átt þú erfitt með að hleypa fólki að þér á tilfinningasviðinu. Eirðarleysið f Bogmanninum stingur einnig f stúf við skipu- lagsþörf Steingeitarinnar. Þig langar því að vera öguð og ert það að mörgu leyti, t.d. í vinnu, en átt samt í stríði við sjálfa þig. Baráttan er á milli þess að vera ftjáls og þess að vera ábyrg gagnvart öðr- um. Listrœn Auk framangreinds gefur Tungl f Fiskum og Neptúnus í Vog á Miðhimni til kynna listræna og andlega hæfi- leika. Það er hins vegar hætt við að þú bælir þann þátt niður f þér eða hafir ekki haft eirð f þér til að þroska hann. Hrútur, Ijón og Tvfburi eiga vel við Bogmanninn. Þar sem tilfinningaplánetur þfnar eru í Fiskum og Sporðdreka eiga þau merki vel við þig ásamt Krabba. DÝRAGLENS HOn hlVtuk. að hafa FENGiÐ TU-SÖGN HJA J: /WAMNl SlNOM r-°~^ '°-2* TOMMI OG JENNI FERDINAND Umsjón: Guðm. Páll Arnarson íslandsmeistaramir í sveita- keppni, sveit Samvinnuferða, eru nýkomnir frá Hollandi þar sem liðið keppti við kvenna- og unglingalandslið Hollendinga. íslandsmeistaramir unnu báða leikina, fyrst rótburstuðu þeir kvennalið Hollendinga með 90 keppnisstiga mun í 28 spila leik, en unglingalandsliðið unnu þeir með minnsta mun, 16—14. Höfðu þá reyndar verið töiuvert undir í hálfleik, en hrifsuðu til sín vinninginn í þeim seinni með því að skora 38 stig og gefa ekkert út. I fyrsta spilinu í leiknum gegn hollensku konunum tók Jón Baldursson upp þessi spil: Norður 4 y ♦ 4 Vestur 4 ÁKD1076 y ák3 4 ÁK6 4- Vestur opnaði á þremur lauf- um og Jón átti að segja. Hann valdi fjögur lauf^ sem sýna hálit- ina í kerfí þeirra Sigurðar Sverr- issonar. Það kom Jóni nokkuð á óvart þegar Sigurður valdi frek- ar spaðann, sagði fjóra spað-J Jón sá ekki fram á að get i kreist út úr Sigurði þær upplýs- ingar sem hann vantaði til að taka ákvörðun um hvort spi'a ætti hálfslemmu eða alslemmu, svo hann ákvað að skjóta bara á sjö, þar og þá. Það lukkaðist ágætlega, því Sigurður átti það sem á vantaði: Norður 4 y 4 4 Vestur 4 ÁKD1076] y ÁK3 4 ÁK6 4- Austur 4 r 4 4 Suður 4 G43 VG 4 DG84 4 KD8653 Á hinu borðinu lét hollenska daman sér nægja að stökkva beint í sex spaða við þriggja laufa opnun vesturs. ísland græddi því vel á spilinu. Umsjón Margeir Pétursson Á ungverska meistaramótinu í ár kom þessi staða upp í skák hins gamalreynda stórmeistara Lengyel og Szuszu Polgar, sem hafði svart og átti leik. Drottning svarts stendur í uppnámi, en ungverska stúlkan skeytti því engu og lék 26. — Rxc4! (Til að svara 27. Rxd4 með Re3*) 27. Rdl - Dxdll, 28. Dxdl - Re3+, 29. Kf2 - Rxdl+, 30 Hxdl — Bb5! og hvftur gafst upp því endataflið er vonlaust. ■í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.