Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR ll.JÚNÍ 1986 Haukur Böðvars- son - Minning Fæddur 10. mars 1932 Dáinn 3. júní 1986 íslendingar, sem dvelja erlendis, hafa tilhneigingu til að halda hópinn og þannig myndast oft litlar nýlend- ur Islendinga á erlendri grund. Til háskólans í Minnesota í Bandankj- unum hafa allmargir íslendingar sótt framhaldsmenntun sína á síðari áratugum. Er það ekki síst vegna sérstakrar fyrirgreiðslu Valdimars Bjðmssonar, fyrrverandi Qármála- ráðherra Minnesotaríkis, og Qöl- skyldu hans, að íslendingar hafa sótt þangað frekar en annað í Vesturheimi og fleiri hafa unað hag sínum vel þar, m.a. vegna hins ákveðna norræna menningararfs, sem enn ríkir í Minnesota. Þegar ég stundaði framhaldsnám við háskólasjúkrahúsið í Minnesota á árunum 1968 til 1975 var þar jafnan nokkur hópur íslenskra námsmanna, auk þess nokkrar ís- lenskar íjölskyldur, sem sest höfðu þar að og allstór hópur Vestur- Islendinga, sem flestir em afkom- endur landnema sem fluttust til Minneotahéraðs í Minnesotaríki fyrir ríflega 100 árum. Þetta fólk ber ennþá mjög hlýjan hug til ætt- jarðarinnar og heldur uppi ákveðn- um tengslum við íslendinga og er alltaf reiðubúið að rétta landanum hjáiparhönd. Sumir hafa gerst ólaunaðir umboðsmenn Islendinga í Vesturheimi og á ég þá sérstak- lega við Valdimar Bjömsson. íslenski námsmannahópurinn í Minnesota á 7. og 8. áratugnum var ekki stór, en samheldinn og deildi gjaman geði á gleði- og sorg- arstundum, en eins og Tómas segir, gleymir sorgin engum. Þó ekki séu nú meira en 11 ár síðan ég hvarf frá Minnesota hafa 4 einstaklingar horfíð yfir móðuna miklu, 3 konur í blóma lífsins, og nú síðast Haukur Böðvarsson á miðjum aldri. Haukur Hófsós: var þó sá sem jafnan hélt gleðinni hæst á loft á mannfundum í Minne- sota og manni fannst að ætti ekki mikið vantalað við skapara sinn að svo komnu máli. Haukur dvaldist um 20 ár í Minnesota og var því óhjákvæmilega nokkurs konar samnefnari íslendingahópanna á þessum árum, sem breyttust er menn komu og fóru. Haukur kom fyrst til Minnesota á námsstyrk, sem hann hlaut vegna námsafreka sinna í menntaskóla hér heima, og stundaði hann nám í enskri tungu og samanburðarmál- fræði við Minnesota-háskóla og lauk þaðan magistersprófi í þeim greinum. Hann stundaði síðan kennslu auk ýmissa annarra starfa þar í landi, uns hann hvarf heim til íslands fyrir u.þ.b. 10 árum. Hér heima fékkst Haukur við ýmislegt svo sem kennslu og þýðingar, en undanfarin ár starfaði hann lengst af að samningu ensk-íslensku orða- bókarinnar. Haukur var fæddur og uppalinn t Brennu í Borgarfirði, kominn af kjamgóðum borgfirskum ættum og bar með sér einkenni hinnar ramm- íslensku sveitamenningar, sem ekki máðust af honum þótt hann dveldist mikinn hluta ævi sinnar meðal er- Iendra þjóða og blandaði oft meira geði við útlendinga en íslendinga á þeim árum. Haukur var greindur og vel lærð- ur og ófeiminn við að mynda sér skoðanir á mönnum og málefnum og láta þær í ljós á mannþingum, stundum frekar umbúðalitlar eða í því formi að sumum þótti nóg um hreinskilnina. Haukur sóttist lítt eftir þessa heims auði eða gæðum og hélst lítt á fé. Hann vildi frekar njóta augnabliksins, en safna forða í hlöður gnægta eða metorða. Þótt hann væri stundum svolítið hijúfur í tali var lundin viðkvæm og hann upplifði ýmis áföll og skipbrot í lífi sínu og hefur sennilega sótt huggun sína í ríki Bakkusar oftar en góðu hófí gegndi, þótt hann léti hann aldrei ráða yfír sér. Nú, þegar Haukur Böðvarsson er skyndilega genginn á vit feðra sinna, finnum við sem áttum hann að félaga og vini, að það er skarð fyrir skildi og lífið er daufara og lit þess brugðið. Haukur átti það oft til að birtast skyndilega og óund- irbúið og nú hefur hann horfið okkur án alls undirbúnings. Kannske hittumst við aftur jafn óvænt og stundum áður á ókunnri strönd. Þá verður aftur gott að hlýða á Hauk hafa yfir kjamyrtan íslenskan skáldskap og fletta hul- unni af duldum sannleika. Auðólfur Gunnarsson Með fáeinum orðum langar okkur til að minnast vinar okkar og samstarfsmanns, Hauks Böðvars- sonar, þýðanda og fræðimanns. Við fráfall hans er enn höggvið stórt skarð í raðir okkar. Haukur var hafsjór fróðleiks og visku og vegna hlýju hans og hjálpfysi var gott til hans að leita. Hann var boðinn og búinn að leysa hvers manns vanda sem hann gerði bæði vel og greið- lega, hvort sem um var að ræða hversdagslegustu viðvik eða flókn- ustu fræðimál. Fráfall hans bar brátt að og við eigum bágt með að sætta okkur við autt sæti hans. Við viljum þakka Hauki að leiðarlokum lærdómsrík kynni og gott og ánægjulegt sam- starf og sendum aðstandendum hans innilegustu samúðarkveðjur. StarfsfólkOrðabókadeildar Amar og Orlygs Það grær snemma í Brennuhlíð, sagði stundum hún Sigríður gamla í Vatnshomi, amma mín og föður- systir Hauks í Brennu, þegar henni þótti seint vora norðan í móti í Skorradal. I dag verður Haukur Böðvarsson kvaddur að Lundi og lagður í þá hlýju mold sem snemma grænkar sunnan í móti í fæðingar- og bemskusveit hans, Lundarreykja- dal. Hraðfrystihúsið hf. á Hofsósi efndi fyrir skömmu til sam- keppni um hönnun á merki fé- lagsins. Fyrstu verðlaun hlaut Auður Eysteinsdóttir fyrir merki það er hér sést. vesta stað og mun báturinn verða í viðgerð á komandi haustmánuðum vegna þess, en þá rennur út frestur Siglingamálastofnunar sem gefinn var þegar þessar skemmdir á bátn- um komu í ljós. Er þetta alvarlegt mál fyrir útgerðina sem einmitt þessa dagana virðist vera að jafna sig eftir byijunarörðugleika vegna bátakaupanna. — Ófeigur Haukur fæddist 10. mars 1932 í Brennu, sonur hjónanna Ásthildar Vigfúsdóttur frá Gullberastöðum og Böðvars Jónssonar kennara og bónda í Brennu. Þau vom bæði gáfað mannkostafólk. Haukur missti móður sína aðeins sjö ára gamall er Ásthildur lést 1939. Eftir það stóð Pálína föðursystir hans fyrir búi með bróður sínum. Haukur fór til mennta, var fyrst í Reykholtsskólanum, en síðan Menntaskólanum á Ákureyri þar sem hann lauk stúdentsprófi 1954 með ágætiseinkunn, hæstur sinna bekkjarsystkina. Veturinn eftir var hann í Háskóla íslands, en haustið 1955 fór hann til Bandaríkjanna og lagði stund á heimspeki, almenn málvísindi og ensku, lengst við University of Minnesota þar sem hann lauk BA-prófi 1958 og MA-prófi í ensku 1960 með ágætum vitnisburði. Minning: Þann 27. maí sl. andaðist í New York Hjörvarður Harvard Ámason listfræðingur, 77 ára að aldri. Hjörvarður var víðkunnur á alþjóða- listavettvangi sem rithöfundur, kennari og forstöðumaður lista- stofnana. Hann var af jslensku bergi brotinn í báðar ættir. Á íslandi dvaldi Hjörvarður á ámnum 1942- 1944 á vegum listadeildar upplýs- ingaskrifstofu bandaríska sendi- ráðsins í Reykjavík. Kynntist hann þá fjölda mörgum listamönnum og listunnendum, sem hann hélt tryggð við æ síðan. Hann flutti fyrirlestra við Háskóla íslands og í útvarpi. Víðkunnastur er Hjörvarður af rit- störfum um listir, einkum málara- list og höggmyndalist. Aðalverk hans er Saga nútímalistar — „The History of Modem Art“, sem hefur verið gefin út í stóm upplagi og er kennslubók við fjölda listmennta- stofnanir. Bókin sem er 740 blaðsíð- ur í stóm broti með samtals 1.549 myndum, kemur út í haust í þriðju útgáfu. Önnur vel þekkt ritverk Hjörvarðar em „Sculptures of Jean-Antoine Houdon" og rit um Alexander Calder og fleiri kunna myndhöggvara. Eftir hann liggja og fjöldi greina í blöðum og tímarit- um um listir og listamenn. Á ámnum 1961 og þar til hann lauk ævistörfum 1969 var Hjör- Næstu árin kenndi hann ensku við nokkra háskóla í Miðvesturríkj- unum, svo sem Wisconsin State University Eau Claire 1960—1'62, Winona State College í Minnesota 1962—'65, University of Minnesota 1965—1'67 og Stout State Univer- sity Menomonie í Wisconsin 1967—’69. Hann var síðan búsettur í Minneapolis við ýmis störf til árs- insl974. Árið 1969 kvæntist hann banda- rískri konu, Marie Josephine Rathke, en þau slitu samvistir eftir skamma sambúð og vom bamlaus. Eftir nærri tveggja áratuga dvöl í Bandaríkjunum kom hann heim 1974. Fyrst kenndi hann ensku við menntaskólana við Hamrahlíð og í Kópavogi, en hafði síðan um nokkur ár aðalstarf við Iceland Review og nú síðast vann hann að útgáfu orðabóka hjá Bókaútgáfu Amar og Örlygs. Auk þess stundaði hann ávallt nokkur þýðingarstörf fyrir stofnanir og einstaklinga, og á ég honum þökk að gjalda fyrir vandað- ar þýðingar í Studia Islandica. Það var sammæli dómbærra manna að Haukur væri einhver sá íslendingur á okkar tíð er hefði mesta þekkingu og frábærast vald á enskri tungu, em og kennslustörf hans við bandaríska háskóla gleggstur vitnisburður um það hvert álit þarlendir menn höfðu á þekkingu hans. Þó að við Haukur kynntumst ekki náið, ræktum við ávallt frænd- semi okkar og urðum góðir málvinir eftir heimkomu hans. Raunar fannst mér hann aldrei koma heim nema þegar talið barst að dölum Borgarfjarðar. Ella dvald- ist hugur hans löngum við víðar sléttur og djúp fljót Vesturheims. Mörg ár ævi sinnar þar hafði hann átt heima nær bökkum Missisippis varður varaforseti framkvæmda- stjómar Solomon R. Guggenheim stofnunarinnar, sem stýrir Guggen- heim-listasafninu í New York. Frá 1947-1961 var hann prófessor og forstöðumaður Listadeildar Minne- sota-háskóla. Frá 1951-1961 var hann forstöðumaður Walker Art Center í Minneapolis. Hjörvarður stundaði nám við Northwestem- háskóla og að Princeton, þar sem hann lauk meistaraprófi í listfræði. Hann vann og við Frick-safnið og Hunter-skólann í New York á ámn- um 1930-1932. Hjörvarður Ámason fæddist í Winnipeg 24. apríl 1909. Foreldrar hans vom Sveinbjöm Ámason frá Oddastöðum i Lundareykjadal og kona hans María Bjamadóttir frá Langholti í Borgarfirði og einnig ættuð frá Efstadal í Laugardals- hreppi. í grein, sem Valdimar Bjömsson skrifaði hér í Morgun- blaðið á sjötugsafmæli Hjörvarðar, gerði hann ítarlega grein fyrir ættum Hjörvarðar og ætla ég mér ekki þá dul að reyna að betmmbæta þar um. Aðeins skal þess getið hér, að eiginkona Hjörvarðar, Elisabeth f. Yard, dó fyrir nokkmm ámm. Böm þeirra era Jón Yard lögfræð- ingur í New York, sem situr í stjóm Islenska-Ameríska verslunarráðs- Full atvinna þrátt fyrir togarafæð Hofsósi. NÝLEGA var af hálfu Hraðfrystihússins hef. Hofsósi boðið til samkeppni um merki félagsins. Var samkeppnin auglýst hér í Hofsósi og bámst hvorki meira né minna en 60 tillögur. Nefnd, skipuð fulltrúum starfs- fólks frystihússins og stjóm þess, var fengin til að kveða á um bestu tillöguna. í síðustu viku var svo ákveðið hver tillagan væri best að mati dóm- nefndarinnar og reyndist Auður Eysteinsdóttir, kennari, höfundur hennar. Á stjómarfundi HFH í síðustu viku skýrði framkvæmdastjóri frá því að ársuppgjöri 1985 væri að ljúka og virtist afkoma frystihússins 1985 vera allgóð. Þá kom fram að þrátt fyrir að tveir af toguram Utgerðarfélags Skagfirðinga væm frá vegna endur- bóta og bilana, hafi verið ákveðið að ráða allt það fólk sem beðið hafi um vinnu sumarmánuðina og verði í stómm dráttum hægt að halda uppi atvinnu fyrir stæfsfólk hússins þrátt fyrir að aðeins einn togari er nú í brúklegu ástandi. Ástæður til þess að unnt verður að halda uppi vinnu við þessar að- stæður em meðal annars þær að talsverð vinna er nú við silingsmót- töku frá bændum í Skagafirði og víðar en starfsmenn HFH hafa feng- ið góðan marka erlendis fyrir silung. Ennfremur berast alltaf dálítið af bátafíski. Stæsti báturinn, Hafborg SK-50 er nú á rækjuveiðum og kom inn í gær eftir þijá sólarhringa með milli sjö og átt atonn sem mun vera nokkuð gott. Hafborgin er nýkomin úr slipp en þar kom í ljós að fúi er í skipinu á Hjörvarður Harvard Arnason listfræðingur Beckers FÚAVARNAREFNI Á GÓÐU VERDI Allar vífctir verða fegrunarvifcur með Becfcers Vörumarkaðurinn hi. Ármúla 1a. Sími 91-686117.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.