Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JÚNÍ1986 t Maðurinn minn og faðir okkar, HARALDUR S. THORLACÍUS, fyrrv. skipstjóri, Bárugötu 9, Reykjavfk, andaðist í Landspítalanum 9. júní. Steinunn Þ. Thorlacíus, Inga Thorlacíus, Haraldur H. Thorlacíus. t Móðirokkar, MÁLFRÍÐUR GÍSLADÓTTIR, Hringbraut 13, Hafnarfirðl, lést þann 10. júní á Sólvangi í Hafnarfirði. Gfsii Magnússon, Sigurður Magnússon, Jósep Benediktsson, Þórður Benediktsson. t Foreldrarokkar, RÓSA BJARNADÓTTIR OG BOGI MATTHÍASSON, Litlu-Hólum, Vestmannaeyjum, létust af slysförum sunnudaginn 8. júní. Útförin fer fram föstudag- inn 13. þ.m. kl. 14.00frá Landakirkju Vestmannaeyjum. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t ÞORSTEINN STEFÁNSSON, Snorrabraut 35, andaðist í Landakotsspítala 9. júní. Gréta Clarkson, Gordon Clarkson, Stefán Clarkson. t Eiginkona mín, móðir og tengdamóðir, KRISTJANA ÞÓREY TÓMASDÓTTIR, Lindarholti 7, Ólafsvfk, verður jarðsungin frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 14. júní kl. 14.00. Farið verðurfrá Umferðarmiðstöðinni kl. 09.00 sama dag. Vfglundur Jónsson, Ragnheiður Vfglundsdóttir, Úlfar Vfglundsson, Guðrún Karlsdóttir, Guðrún Vfglundsdóttir, Pétur Jóhannsson og barnabörn. t Útför mannsins míns og föður okkar, JÓNS G.SÓLNES, fyrrverandi bankastjóra og alþingismanns, verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 13. júní kl. 16.00. Fyrir hönd aðstandenda, Inga P. Sólnes, Júlfus Sólnes, Gunnar Sólnes, Jón Kr. Sólnes, Inga Sólnes, Páll Sólnes. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, ÁRNA ÁMUNDASONAR, Ljósvallagötu 30. Ingunn Ófeigsdóttir, Grótar Árnason, Sigrfður Sigurðardóttir, Haraldur Árnason, Auður Gunnarsdóttir, Guðrún Anna Árnadóttir, Ólafur G. Karlsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför GUÐJÓNS MAGNÚSSONAR, Hlfðargötu 28, Neskaupstað. Fyrir hönd aðstandenda, Erla Gunnarsdóttir. Aldarminning: Elías J. Pálsson kaupm. og Lára Eðvarðsdóttir í dag, 11. júní 1986, eru 100 ár liðin frá fæðingu Elíasar J. Pálsson- ar fv. kaupmanns og konsúls á Isafirði. Við vöggu hans voru ör- lagadísimar gjöfular mjög. Ásamt mörgu öðru góðu gáfu þær drengn- um litla ianga og farsæla ævi. Þá er Eiías hvarf héðan af heimi vant- aði hann aðeins rúm 8 ár tii þess að fylla öldina. Ástæður mínar þá leyfðu ekki að ég gæti minnst hans hér í blaðinu á hefðbundinn hátt. Þetta verður því aldarminning og þá einnig frú Láru þó að örfá ár vanti þeim megin uppá öldina. Það helgast þá af því að maður og kona eru eitt, eins og þar stendur. Elías Jón hét hann fullu nafni. Hann fæddist á Melgraseyri við ísa^arðardjúp 11. júní 1886. For- eidrar hans voru Páll Jónsson bóndi þar og síðar á Laugabóli í Ögur- hreppi, og seinni kona hans, Olöf Jónsdóttir. Bærinn Melgraseyri er á Langadalsströnd, nokkum veginn fyrir miðju Djúpinu. Þaðan er dýrð- legt útsýni út Djúpið, með Ögumes- ið til vinstri og eyríkið Æðey til hægri. Lengst í fjarska Stigahlíðin með sína ógnvekjandi Ófæm, þar sem úthafið sjálft tekur við. Mikii- fenglegur fæðingarstaður. Sjó- mennimir kölluðu ísafjarðardjúpið Gullkistuna vegna þess hve gjöfult það var af góðfiski. Þama er líka undraheimur fegurðar eins og þeg- ar kvöldsólin í mynni Djúpsins gyllir láð og lög. Þá fegurð festi kennar- inn og listmálarínn Jón Hróbjarts- son á léreftið. Þau ágætu málverk em í stássstofunum víða við Djúp. Vestfirðimir em harðbýlasti hluti íslands. í ísaljarðardjúpi getur gár- að svo um munar. Skemmst er að minnast þegar breskum úthafstog- ara hvolfdi þama í fárviðri og allir fómst að einum undanskildum. í þessu stórbrotna umhverfi fæddist Elías og ólst upp. Mannskaðamir, þegar litlu áraskipin fómst og tugir manna dmkknuðu, vom óskaplegir. Þá syrti yfir litlu býlunum og sorgin var djúp. Án efa hafði þetta allt áhrif á bamssálimar. Mér fannst Elías vera mikill alvömmaður eins og sagt er. Og víst er að hann fann ætíð tii með öllum sem áttu bágt. Rétt upp úr aldamótunum fer Elías suður til Reykjavíkur, í Iðnskólann, og líkur þaðan námi með prófi í húsgagnasmíði. Hann heidur áfram námi pg nú fer hann í Verslunar- skóla íslands. Þar tekur hann loka- próf árið 1911. Um hríð stundar hann síðan verzlunarstörf í Hafnar- fírði. Hin ramma taug kippir nú í svo um munar og í humátt er haldið vestur, á heimaslóðir. Sest að á ísafirði og nú var ekki til einnar nætur tjaldað, því að í nálega 60 ár starfaði hann þar í fremstu röð athafnamanna bæjarins að athafna- lífi og trúnaðarstörfum. Hann byrj- ar með því að gerast sýsluskrifari hjá hinum þjóðkunna Magnúsi Torfasyni, sem þá var sýslumaður og bæjarfógeti á ísafirði. Þrátt fyrir gott og virðulegt starf vildi Elías sem fyrst standa á eigin fótum. Hann hefur því kaupmennsku, fyrst í félagi við annan góðan ísfirðing, athafnamanninn Jón S. Edwald. Rak síðan eigið fyrirtæki í íbúðar- og verslunarhúsi sínu að Hafnar- stræti 1. Árið 1925 stofnar hann Smjörlíkisgerð Ísa^arðar hf. og er framkvæmdastjóri hennar tii ársins 1958, gagnsamt og gott fyrirtæki fyrir alla Vestfirðina. Um tíma rak hann í félagi við aðra íshús á ísafirði. Hann var meðstofnandi tveggja togarafélaga og fiskveiða- hlutafélagsins Hugins, sem gerði út Hugana þijá, hin myndarlegustu skip á þeirra tíma vísu. Hann átti sæti í niðuijöfnunarnefnd og fast- eignamillimati. Danskur ræðismað- urvarhann árin 1948—1962. í einni uppsláttarbókinni stendur þetta um Elías; „Hefur starfað mikið að félags- og menningarmál- um í ísafirði." Þetta eru orð að sönnu svo sem sjá má af eftirfar- andi: Hann var einn af stofnendum Sunnukórsins. Auk þess að annast söng við guðsþjónustur var kórnum ætlað að flytja kirkjuleg tónverk á sjálfstæðum konsertum. Þama var um brautryðjendastarf að ræða hjá þeim ísafirðingum. Elías var einn af stofnendum góðtemplarastúk- unnar Vöku, Oddfellowstúkunnar Gests og heiðursfélagi þar, Rotary- klúbbs Isafjarðar og fleiri félaga- samtaka. Faðir minn var sóknarprestur á ísafirði frá haustinu 1917 til árs- ioka 1938. Allan þann tíma var Elías einn helsti stuðningsmaður föður míns í kirkjulegu starfi. Hann sat Iengi í sóknamefnd, var formað- ur hennar um árabil. Gaman og fróðlegt er að rifja upp atburð í þessu sambandi frá árinu 1934. Suður í Reykjavík var verið að skipta um orgel í Dómkirkjunni. Orgelið sem átti að vflqa var þá ennþá gott orgel, þýskt að mig minnir. Áhugi vaknaði fyrir því að kaupa orgelið vestur, en það kostaði mikið, kr. 5.000.00, og tii þess að koma því fyrir þurfti að byggja við kirkjuna, það kostaði líka peninga. Nú vom góð ráð dýr, þetta tókst. Orgelið var flutt vestur. Bræðumir Sigurður og Pálmar ísólfssynir komu, stiiltu og gengu frá öllu saman. Það varð mikil hátíð í ísa- Qarðarkirkju. Árið 1913 hafði bæj- arstjómin samþykkt að greiða Jón- asi Tómassyni tónskáldi úr bæjar- sjóði kr. 200.00 gegn því „að hann haldi uppi söngskóla og söng- skemmtunum í bænum, og sjái um bænargjörð við bamaskólann." (Jó- hann Gunnar Ólafsson: Bæjarstjóm ísafjarðarkaupstaðar 100 ára). Blessaður Jónas Tómasson stóð nú upp frá litla orgelinu uppá söngloft- inu og færði sig niður til þess að fylla kirkjuna tónaflóði frá nýja orgelinu. Jónas hafði verið fram að þessu allt í öllu við að auðga tónlist- arlífið í bænum, hvflíkur áfangi, nú var bjartara framundan. Áreiðan- lega vom orgelkaupin forsenda þess að það var sæmandi fyrir kaupstað- inn að falast eftir eldhuganum Ragnari H. Ragnar sem organista — og arftaka Jónasar. Að fortíð skal hyggja, það ættu ísfirðingar að gera á aldarafmæli Elíasar J. Pálssonar, en hann átti stóran hlut að orgelkaupunum. Mér hefur orðið tíðrætt um Elías, enda er aldaraf- mælið hans. Ekkert er sjálfsagðara en að hafa frú Lám við hlið hans hér í dag. í öllu því, sem framan hefur verið talið, stóð frú Lára við hlið manns síns, enda hún sjálf mikill skömngur. Frú Lára Eð- varðsdóttir var fædd 7. nóvember 1890. Sjá Vestfirskar ættir, IV. bls. 412.) Þau engu í hjónaband 8. júní 1918. Ekki vom auðfundin samhentari hjón og betur einhuga en Lára og Elías. Heimili þeirra að Hafnarstræti 1 var fágað, myndar- legt og fallegt. Allt rausnarlegt en aldrei neitt í óhófi. Elías átti um skeið við mikla vanheilsu að stríða. Hann leitaði lækninga í Sviss, dvaldi þar í fjallaloftinu á annað ár. Batinn kom og gekk það krafta- verki næst. Annars var hjúskapur þeirra hjóna áreiðanlega einn sam- felldur hamingjudagur. Elías J. Pálsson var hár maður, beinvaxinn, tígulegur í fasi og með göfugmannlegt yfirbragð. Hvar sem hann fór sat prúðmennskan í fyrirrúmi. Frú Lára var hin fríðasta kona og glæsileg. Við sem munum fyrri daga minnumst þess hve mikinn svip þau hjón settu á bæjar- lífið hvar sem þau fóm. „Ár og aldur líða og enginn stöðvar tímans þunga nið.“ Frú Lára varð fyrri til að kveðja, hún andaðist árið 1971. Elías brá fljót- lega búi og kom hingað suður. Dvaldist hann lengst af á heimili kjörsonar síns, Sveins bankaútibús- stjóra, fyrst á Akranesi og síðar á Hvolsvelli. Einnig átti hann mikið og gott athvarf hjá fósturdótturinni Guðbjörgu Kristjánsdóttur hér í Reykjavík. Elías J. Pálsson lést á Hvolsvelli 18. desember 1977. Hann varð bráðkvaddur við rismál, sáttur við Guð og menn. Heiðurshjónin, sem hér hefur verið minnst, lögðu sig fram um að skapa gott og fagurt mannlíf í ísaijarðarbæ, bænum í faðmi fjalla blárra. Megi fagurt mannlíf þróast og þroskast þar um ókomin ár. Sigurður Sigurgeirsson Birting afmæl- is- ogminning- argreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingnr endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar fmmort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningar- greinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.