Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. JÚNÍ 1986 61 Könnun dómara á raunverulegum leiktíma íknattspyrnuleikjum á íslandi: Um helmingur leik- tímansfer ítafir! KLUKKAN í leikjum í 1. deild f knattspyrnu gengur f 90 mfnútur en samkvæmt könnun, sem fjórir dómarar gerðu á 7 leikjum f 1. deild f fyrra, er knötturinn úr leik aðeins rúmlega annan hálfleikinn, eða innan við 50 mínútur að meðaltali. í leikjunum 7 voru rúmlega 40 leikbrot f leik, knötturinn ú rleik liðlega 100 sinnum og leikræn- ar tafir 45. Mestar eru tafirnar þegar knötturinn er úr leik eða um 23 mfnútur f leik. Allt eru þetta meðaltalstölur. Grétar Norðfjörð, fyrrverandi formaður Knattspyrnudómara- sambands íslands, átti hug- myndina að könnuninni. Hann fékk þrjá dómara til að aðstoða sig við tímatökurnar, þá Jörund Þorsteinsson, Guðmund Har- aldsson og Magnús Theódórs- son. Tilgangur Tilgangurinn hjá Grétari og félögum með könnuninni var að vekja knattspyrnuforystuna, leik- menn, þjálfara, dómara, áhorf- endur og aðra sem tengjast leiknum á einn eða annan hátt til umhugsunar um gang leiksins, sýna fram á viss vandamál og koma af stað umraeðum um hvernig megi leysa þau. Framkvæmd Umræddir fjórir dómarar sáu alfarið um framkvæmdina. I upphafi var áformað aö kanna leiki á öllum völlum, þar sem LEIKBROT: Aukaspyrnur og rangstaða. ÚR LEIK : Innvörp, hornspyrnur og markspyrnur. LEIKRÆNAR TAFIR: Mörk skoruð, leikmannaskipti, markmaður með knöttinn og meiðsli. ÞROTTUR - ÍBK 1 : 0 Leikinn 16/61985 Tapaður leiktími 48.20 mín. ÚRLEIK 28.01 mín. VIKINGUR - ÍA 2:3 Hversu oft 35 - 109 - 41 - Leikinn 29/61985 LEIKBR0T 9.23 mín. Tapaður leiktími 42.30 mín. leikir í 1. deild fóru fram, en þar sem 2 dómaranna voru stöðugt sjálfir viö dómgæslu, voru aðeins 7 leikir kannaðir: 3 á Laugardals- velli, einn á Valbjarnarvelli, 2 á KR-velli og einn á Kaplakrikavelli. Öll liðin í 1. deild léku í þessum 7 leikjum. Dómarar leikjanna vissu ekki af könnuninni en tóku eftir að einhverjar tímatökur áttu sér stað. Tekinn var tími sem for í leikbrot (aukaspyrnur í vörn og sókn, rangstaða), tími þegar knöttur var úr leik (innvarp, horn- spyrna, markspyrna) og tími sem for í leikrænar tafir (mark skorað, leikmannaskipti, markvörður með knöttinn, meiðsli). Leikirnir, sem kannaðir voru, dreifðust yfir keppnistímabilið. Tveir þeirra fóru fram í júní, einn í júlí, einn í ágúst og 3 í september. Veður í leik Þróttar og ÍBK 16. júní var suðvestan kaldi, nokkur vindur og lítilsháttar rigning á köflum. Leikur Víkings og ÍA fór fram 29. júní í logni og sól á köflum. Kalt var í veðri og rigning seinni hlut- ann þegar KR og Valur léku 8. júlí. Leikur Víkings og KR fór fram 20. ágúst og var ausandi rigning í fyrri hálfleik, þurrt í þeim seinni, en logn og hlýtt. Leikir Þróttar og Þórs, Akureyri, og FH og Fram fóru fram 7. september og var sól og að mestu logn. KR og Víðir léku 8. september og var hæg gola, kaldi og sólarlaust. ÞRÓTtUR - ÞÓR 0 : 0 Niðurstöður Niðurstöður könnunarinnar eru birtar í sérstöku súluriti. Leikbrot tefja leikinn um 10 mín- útur að meðaltali. Langmestur tími fer í aukaspyrnur í vörn. Samtals tefja leikbrot leik í mest tæplega stundarfjórðung en minnst í 6 mínútur. Leiktíminn styttist um 25% vegna þess hve lengi knötturinn er úr leik. í öllum leikjunum fer mestur tími í innvarp, en mikill tími fer einnig í markspyrnur. Minnstur tími fer í hornspyrnur. Leikrænar tafir stytta leikinn um 8 mínútur að meðaltali. Mesta töfin er þegar markvörður er með knöttinn. Um könnunina í 7. grein knattspyrnulaga KSÍ stendur m.a.: „Leiktíminn skal vera tvö 45 mínútna tímabil .. . þó þannig: a) að bættur skal upp í hvorum hálfleik fyrir sig, allur sá tími, sem fer forgörðum vegna slysa eða annarra orsaka og ákvarðar dómarinn, hver sá tími skuli vera.“ Dómararnir sem framkvæmdu könnunina sögðu að dómari í knattspyrnuleik stöðvaði yfirleitt ekki klukkuna, nema um augljós- ar tafir væri að ræða. En margt smátt gerir eitt stórt og könnun- in, sem er sú fyrsta sinnar teg- Tapaður leiktími 39.54 mín. ÚRLEIK 23.22 min. LEIKRÆNARTAFIR 9.45 mín. KR - VALUR 1:2 Tapaður leiktími pH . j-RAM 1 . 5 Hversu oft 38 - 107 - 42 - Leikinn 8/7 1985 LEIKBR0T 9.27 mín. 41.48 mín. Tapaður leiktími 36.17 mín. Leikinn 7/91985 LEIKBROT 11.09mín. ÚRLEIK 26,29 min. LEIKRÆNARTAFIR 5.52 min. URLEIK 17.03 mín. LEIKRÆNARTAFIR 8.05 mín. VIKINGUR- KR 0:2 Hversu Leikinn 20/81985 oft 42 106 56 Tapa*“ kr-víðir LEIKBROT 9.12mín. URLEIK 19.56 mín. I LEIKRÆNARTAFIR lO.OOmin. Hversu oft 26 1:1 Leikinn 8/91985 Tapaðurleiktími 26.20 mín. LEIKBR0T 5.59 mín. 96 URLEIK 20.21 min. TÍMIEKKITEKINN Morgunblaótó/ GÓI • Dómararnir sem fram- kvæmdu hina merkilegu könnun um leiktafir í 1. deild f knatt- spyrnu. Frá vinstri: Guðmundur Haraldsson, Magnús Theódórs- son, Grétar Norðfjörð og Jör- undur Þorsteinsson. undar hér á landi, leiðir í Ijós að allar tafir stytta raunverulegan leiktíma um sem svarar nærri öðrum hálfleiknum. Langmestur tími fer í innvarp. Dómararnir sögðu að þar sem áhorfendur væru hringinn í kring- um völlinn og nálægt eins og á Kaplakrikavelli væri töfin minni. Best væri samt að hafa auka- knetti til taks, þegar knötturinn færi út af. Guðmundur Haralds- son benti á að sums staðar í Skandinavíu væri sérstök bolta- geymsia til hliðar og aftan við mörkin og þegar knötturinn færi aftur fyrir væri næsti knöttur tekinn úr geymslunni. Einnig væru aukaknettir sums staðar hafðir meðfram hliðarlínunum og hefði slíkt fyrirkomulag reynst vel. Við núverandi aðstæöur er knötturinn úr leik vegna inn- varpa, horn- og markspyrna, sem samsvarar um hálfum hálfleik og þessar tafir ætti að vera auðvelt að stytta. Leikbrot taka um 10 mínútur í leik. Að mati dómaranna eru leikbrotin fleiri eftir því sem leik- völlurinn er minni. í þessu sam- bandi bentu þeir á leik Þróttar og Þórs, Akureyri, sem fram fór á Valbjarnarvelli. f þeim leik voru dæmd 47 leikbrot og styttist leiktíminn þeirra vegna um 14 mínútur og 51 sekúndu. Leikur KR og Víðis fór hins vegar fram á stórum KR-vellinum og þar voru dæmd 26 leikbrot sem tóku 5—59 mínútur. Varnarauka- spyrnur taka langmestan tíma og þann tíma þarf að stytta. Leikrænar tafir stytta leiktím- ann um rúmlega 8 mínútur að meðaltali. Lítill tími fer forgörð- um eftir að mark hefur verið skorað og einnig taka leikmanna- skiptingar skamman tíma. Þegar um meiðsli er að ræða stöðvar dómarinn yfirleitt klukkuna, þannig að þau tefja leikinn lítið. Það er hins vegar markvöröurinn sem á mesta sök á leikrænum töfum. Þetta er vandamál sem nokkuð erfitt er að eiga við og það er vert umhugsunarefni hvernig bregðast skuli við þess- um vanda. Könnun dómaranna fjögurra er mjög merkileg og framtak þeirra ber að lofa. Niðurstöðurn- ar sýna svo ekki verður um villst að vandamáiið er mikið og nauð- synlegt er að gora hér breytingar á. Þó dómararnir hafi aðeins mælt tafir í 7 1 ,-deildarleikjum má áætla að vandamálið sé almennt. Tiltölulega lítill munur er á heildarttma sem fer í tafir í hverjum leik. Klukkan gengur í 90 mínútur í hverjum leik í 1. deild. AÖ raun- verulegur leiktími, timi sem knötturinn er í leik, skuli vera innan við 50 mínútur er hrikaleg staðreynd. Vandamálið er Ijóst og við því þarf tafarlaust að bregðast á réttan hátt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.