Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 11.06.1986, Blaðsíða 62
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR11. JÚNl 1986 Sárt að vera nef- brotinn en ennþá sárara að leika ekki „ÞETTA er virkilega sárt en það væri enn sárara fyrir mig ef ég yrði aft hætta nú í miðju móti,“ sagði hinn ungi miðjuleikmaður ítala, Femando de Napoli, á iaug- ardaginn en hann nefbrotnaði í leik ftala og Argentínumanna eftir að hann lenti f samstuði við vam- armanninn sterka, Jorge Burruc- haga. „Við erum búnir að finna miðju- manninn í okkar lið fyrir næsta áratug," sagði Enzo Bearzot þjálf- ari ítala eftir að de Napoli hafði Þriðja heims lið eru í mikilli sókn ÞOL OG þrek leikmanna Suður- Kóreu á HM hefur vakið aðdáun. Þeir hafa verið á fullu allan tfm- ann og andstæðingarnir Iftið átt f þá aft þvf leyti. Kim Jung-Nam, þjálfari Suður-Kóreu, segir að þess verði ekki langt aft bfða, að lið frá þriðja heiminum skapi sér sess á meðal þeirra allra bestu f knattspyrnu. Jung-Nam segir að knattspyrna stórþjóðanna hafi ekki tekið fram- förum síðasta áratug og sumstað- ar hafi henni hrakað. Ástæðan sé sú að ekki sé upp á neitt nýtt að bjóða. Æfingar og leikskipulag er allstaðar í föstum skorðum og rétt mataræði og læknishjálp verður æ algengara. Lið frá þriðja heiminum vantar aðeins meiri leikreynslu á erlend- um vettvangi, einkum og sér í lagi til að byggja upp sálfræðilega þátt- inn. Jung-Nam segist leggja mesta áherslu á þann þátt fyrir leiki því ef leikmenn fara í leik meö réttu hugarfari er auðveldara að vinna sterkari lið. sýnt snilldartilþrif í leiknum gegn Búlgaríu. De Napoli er ekki nema 22 ára gamall og á því framtíöina fyrir sér sem knattspyrnumaður og hann er ákveðinn í að verða enn betri en hann er núna. „Þessi keppni er mór mjög mikils virði og eitt nefbrot er ekki nóg til þess að ég sleppi því að leika ef ég verð valinn í liðið. Ég er staðráðinn í að standa mig vel fyrst ég fæ tækifæri til að leika hór,“ sagði þessi ungi knatt- spyrnusnillingur. Kappinn leikur nú með Napoli og félagið þurfti aö greiða fjórar milljónir dollara fyrir strákinn. „Hann er einn af fáum leikmönn- um, eins og Maradona, sem getur leikið með knöttinn um allan völl innan um andstæðinga sína án þess að líta niður á knöttinn. Hann veit alltaf nákvæmlega hvar allir leikmenn vallarins eru og þess vegna getur hann gefið þessar snöggu og hnitmiðuðu sendingar sem eru alveg sérlega skemmti- legar," segir Bagni fólagi hans í landsliðinu um þennan skemmti- lega knattspyrnumann. Er stjarna Sanchez á niðurleið í Mexíkó? MEXÍKÓ og írak leika í E-riðli í kvöld og þar verður ein skærasta stjarna heimamanna ekki meðal keppenda. Skærasta stjarnan segjum vift ... jú, Hugo Sanchez er stjarna en dýrðarljóminn f kringum hann hefur minnkað heldur eftir að hann lét verja frá sér vítaspyrnu f leiknum gegn Paraguay á dögunum. Þar missu Mexfkanar af einu stigi, leiknum lauk með jafntefli en ef Sanchez hefði skorað á sfðustu mfnútun- um úr vrtaspyrnunni hefðu þeir fengið tvö stig og væru þá með fjögur stig f stað þriggja eins og Paraguaymenn. Ástæðan fyrir þvi að Sanchez verður ekki með í kvöld er samt ekki sú að hann hefur veriö settur út úr liðinu vegna vítaspyrnunnar frægu heldur hefur kappinn fengið að sjá tvö gul spjöld hjá dómurun- um og fer þá í eins leiks bann. Blöð í Mexíkó voru harðorð í garð Sanchez eftir leikinn við Paraguay og sögðu að hann hefði brugðist föðurlandi sínu. Áhorf- endur á leiknum, sem voru 114.000 talsins, púuðu á hann eftir spyrnuna og það verður því fróð- legt að sjá hvernig kappanum verður tekið í næsta leik Mexíkana Rats einn sá besti — segir Platini um Sovétmanninn HVER man ekki eftir hinu stórglæsilega marki Sovétmanna gegn Evrópumeisturum Frakka f heimsmeistarakeppninni á fimmtudaginn f síðustu viku? Þrumuskot efst f markhornið. Skot af meira en 25 metra færi sem Bats markvörður átti ekki möguleika á að verja. Sá sem skoraði þetta mark er 25 ára ný- liði í sovéska landsliðinu og heitir Vasily Rats. Rats leikur með Dynamo Kiev og með frábærum leikjum þar hefur hann nú veriö valinn í lands- liðið. Fyrir keppnina í Mexíkó hafði hann aðeins leikiö tvö landsleiki, tvo síðustu upphitunarleiki Sovét- mannafyrirHM. „Ég varð ekkert hissa á því að skora þetta mark. Við æfum svona skot mikið og því var þetta ekkert öðruvísi en þegar við erum að æfa. Ég hef ekki trú á að þetta verði fallegasta mark keppninnar. Það eiga margir eftiri að skora fallegri mörk en þetta," sagði hann hlédrægur eftir leikinn við Frakka. Hjá Kiev leikur Rats sem varnar- tengiliður en í HM í Mexikó hefur hann verið sóknartengiliður, leikið stöðu sem hann kann vel við sig í. „Ég kann því vel að leika framar á vellinum. Það er meira að gerast þar og það er líka gaman að eiga tækifæri á að skora. Liðið er mjög samstillt og ég fórna mér fyrir liðs- heildina eins og allir aðrir leik- rnenn." Auk þess að vera jafnvígur á báða fætur tekur hann stór- skemmtilegar hornspyrnur sem allir markverðir óttast mjög. Eftir leik Frakka og Sovétmanna hrós- aði Michel Platini honum mjög: „Hann lék stórkostlega. Hann var bókstaflega allsstaðar á vellinum og ég held bara að hann sé einn besti leikmaður heimsins um þess- ar mundir." „Mér finnst lítill munur á að leika með Kiev og landsliðinu. Lobanov- sky þjálfar bæði liðin, þannig að fyrir mér er þetta eiginlega það sama," sagði þessi nýja knatt- spyrnustjarna Sovétmanna. þar sem hann leikur með. Verður hann tekinn í sátt eða ekki? • Zico hinn brasilfski er byrjaður að æfa aftur með landsliftinu eftir meiðsli sem hann hlaut skömmu fyrir HM. Zico byrjaður að æfa aftur BRASILÍSKA knattspyrnustjarn- an Zico æfir á ný með landsliðinu en hann meiddist á vinstra hné skömmu fyrir sjáifa keppnina og hefur ekki getað leikið með liðinu f þeim tveimur leikjum sem þeir hafa leikið. „Æfingin gekk vel hjá mér núna þó svo ég væri ekkert með bolta. Verkurinn er horfinn og mér líður vel, sérstaklega vegna þess að ég er á batavegi," sagði Zico á mánu- daginn. Menn vonast nú til að hann geti leikið eitthvaö með í þessari keppni en margir voru þeir sem töldu að ferill hans væri nú á enda fyrst hann missti af allri keppninni. Komast Englendingar áfram eða fara þeir heim á morgun? FJÓRIR leikir eru í heimsmeist- arakeppninni í knattspyrnu f dag. Keppninni f B- og F-riðli lýkur þá. írakar leika við gestgjafana frá Mexikó og Paraguay leikur við Belga í B-riðli en f F-riðlinum leika Portúgal og Marokkó annarsveg- ar en Englendigar og Pólverjar hinsvegar. Eftir þessa leiki skýr- ist hvaða lið halda áfram og hvaða lið geta haldið heim á leið. Robson leikur líklega ALLT útlit er nú fyrír að Bryan Robson, fyrirliði enska lands- liðsins, leiki með liði sfnu gegn Póllandi f dag þó hann hafi farið úr axlarlið í leiknum gegn Marokkó á dögunum. „Ég tek auðvitað áhættu með því að leika leikinn en ég gat æft á fullu á sunnudaginn og eins í gær og reikna því fastlega með aö ég leiki gegn Pólverjum. Ég vil vera með í lokabaráttunni fyrir áfram- haldandi keppni," sagð Rob- son í gær. Belgar veröa helst að vinna Paraguay í kvöld ef þeir ætla sér að komast áfram í keppninni, en þó gæti jafntefli dugað þeim. Ef Mexikó vinnur (rak sem ætti að vera nokkuð öruggt þá sleppa Belgar með jafntefli gegn Para- guay til að verða í þriðja sæti og hafa þá fengið þrjú stig sem nægir að öllum líkindum til að komast áfram. Ef írakar vinna og Belgar tapa þá er dæmið flóknara. Bæði liðin væru þá með tvö stig og ef írak vinnur með tveggja marka mun þá eru þau með sömu marka- tölu. Spurningin er þá bara hvort Belgar kæmust áfram með tvö stig en þeir yrðu alla vega í þriðja sæti riðilsins þar sem þeir unnu (rak í leik þjóðanna. Spenna í E-riðli Mikil spenna er í E-riðlinum, þar sem úrslit fást í kvöld. Portúgal mætir Marokkó og Englendingar leika við Pólverja. Ef Englendingar vinna og Portúgal og Marokkó skilja jöfn eru öll liðin með þrjú stig og tiltölulega jafna markatölu þannig að líklega yrði dregið um hver þeirra færu áfram. Ef Portúgal og Pólland vinna þá vinna Pólverjar riðilinn og Portúgal yrði í öðru sæti en Englendingar neðstir og geta þá haldið heim. Þannig mætti lóngi velta sér upp úr hugsanlegum úrslitum en við látum hér staöar numið og sjáum hvernig leikirnir enda í dag. Það má með sanni segja að bæði Pólland og England verði að vinna leikinn í dag. Pólverjar vilja vinna riðilinn og Englendingar verða að vinna eigi þeir að eiga möguleika á að komast áfram í keppninni. Það yrðu meiriháttar vonbrigði fyrir Englendinga ef þeir kæmust ekki áfram og þeir gera örugglega allt sem þeir geta til að bjarga andlitinu á síöustu stundu. Pólverjar gætu leyft sér að leika öruggt og uppá jafntefli en þeir ætla ekki að gera þaö því þá er alltaf hætta á síðbúnu marki frá mótherjunum og það gæti þýtt að þeir yrðu í þriðja sæti, á eftir Portúgal og Englendingum. Portúgalir ætla að vinna leikinn í kvöld til aö eiga möguleika á að vinna riðilinn. Þeirtaka ekki áhætt- una á aö jafntefli dugi því ef Pól- land vinnur þá eru þeir komnir upp fyrir þá. Torres þjálfari Portúgal sagðist ætla að láta leikmenn sína leika sóknarknattspyrnu í leiknum í kvöld og það yrði allt gert til að vinna riðilinn. Það verður sem sagt mikil spenna í sambandi við leikina í kvöld og klukkan 23 í kvöld verður sýndur leikur Englendinga og Pól- verja í sjónvarpinu þannig að við getum orðið vitni að því hvort Englendingum tekst að komast áfram eða ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.