Morgunblaðið - 17.06.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.06.1986, Qupperneq 2
2 B MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR17. JÚNÍ 1986 • Willum Þórsson ofsakátur og öm Bjarnason eklci. Myndin var tekin um miAjan síAari háifleik, sekúndu- broti eftir aA KR komst yfir f leiknum meA skallamarki Willums af stuttu færi. KR í efsta sæti eftir góðan sigur KR-VÖLLUR 1. deild: KR-UBK 3:1 (1:1) Mfirk KR: Ásbjöm Bjömsson é 21. min, Willum bórsson á 56. mín. og Júlíus Þorfinnsson á 66. min. Marfc UBK: Magnús Magnússon á 16. mfn. Áhorfandun Um 500 Dómari: Magnús Theodórsson og dæmdi þokkalega. Gul spjöid: Benedikt Guðmundsson UBK, Hákon Gunnarsson UBK og Ágúst Már Jóns- sonKR. EINKUNNAGJÖFIN: KR: Stefán Jóhannsson 2, Hátfdán Örfygsson 3, Ágúst Már Jónsson 3, Loftur Ólafsson 3, Jósteinn Einarsson 2, Sæbjörn Guómundsson 2, Júlíus Þorfinnsson 2, Gunnar Gislason 3, Willum Þórsson 2, Bjöm Rafnsson 2, Ásbjörn Bjömsson 2. Samtals: 26 UBK: öm Bjamason 2, Heiðar Heiðarsson 1, Benedikt Guðmundson 2, Magnús Magnús- son 3, Ólafur Bjömsson 2, Guðmundur Guð- mundsson 2, Guðmundur Vatur Sigurðsson 2, Gunnar Gyifason 2, Jóhann Grétarsson 2, Jón Þórir Jónsson 2, Hákon Gunnarsson 1. Þorsteinn Geirsson vm og Rögnvaldur Rögn- valdsson vm léku of stutt. Samtala:21 Á laugardegi Brasilía, á sunnu- degi KR og UBK, á mánudegi Argentína. Samanburðurinn er auðvitað ekki sanngjarn. En þegar horft er á heimsins bestu knatt- spyrnulið leika listir sínar dag eftir dag fer ekki hjá því að áhorfanda finnist svolítiö lítið til barningsins i íslensku knattspyrnunni koma. Leikurinn á KR-vellinum var tíð- indalítill og að flestu leyti dæmi- gerður fyrstudeildarieikur. Bæði liðin eiga stóra og kraftmikla varn- armenn, ágætlega spilandi miöju- menn og netta sóknarmenn. Allir leikmennirnir hafa hinsvegar varn- arskyldu — sóknarmennirnir eiga aö trufla varnarmenn andstæðing- anna, miðjumennirnir eiga að passa sína menn, eins og varnar- mennirnir — og þegar varnarhiut- verkið er betur leikið en sóknar- hlutverkið þá verður leikurinn, þrátt fyrir góðan vilja leikmanna, að röð návígja á miðvellinum. UBK Texti: GuAjón Amgrfmsson Myndir: Ragnar Axelason Sigur KR-inga var verðskuldað- ur. Þeir voru meira með boltann og byggðu sóknir sínar mun betur upp en Blikarnir, sem virtust treysta alltof mikið á Jón Þóri einan frammi. Fyrsta markið áttu þó Blik- arnir. Magnús Magnússon stökk þá hátt í loft upp, umkringdur KR-ingum, og skallaði hornspyrnu félaga síns fast og glæsilega í netið. Þetta vará 16. mínútu. KR-ingar jöfnuðu 5 mínútum síð- ar, einnig eftir hornspyrnu. Blikar náðu ekki að hreinsa frá og eftir nokkurn hamagang barst boltinn til Ásbjörns Björnssonar sem þrumaði af tveggja metra færi í markið. KR gerði síðan út um leikinn með tveimur mörkum um miðbik síðari hálfleiks. Fyrst skallaði Will- um Þórsson vel tekna aukaspyrnu Hálfdans í Blikamarkiö af um það bil 20 sentimetra færi, og tíu mín- útum síöar potaöi Júlíus Þorfins- son öðru inn af stuttu færi, eftir að Gunnar Gíslason haföi brotist upp miðjuna og leikið á örn í markinu. Enn tap hjá Eyjamönnum — Ingvarskoraði eina mark leiksins HÁSTEINSVÖLLUR 1. deild: ÍBV-Valur:0:1 (0:0) Mark Vals: Ingvar Guömundsson á 69. mín. GuK spjald: Ársæll Kristjánsson, Val. Dómari: Þorvaröur Björnsson og dæmdi mjög vel. EINKUNNAGJÖFIN: ÍBV: Höröur Pálsson 3, Þóröur Hallgrímsson 4, Jón Atli Gunnarsson 3, Karl Sveinsson 3, Jón Bragi Arnarsson 2, Þorsteinn Viktorsson 2, Lúövík Bergvinsson 2, Skúli Georgsson vm (lék of stutt), Jóhann Georgsson 3, Bergur Ágústsson 2, Ómar Jóhannsson 3, Ingi Sig- urösson 2. Samtals: 29. Valun Stefán Arnarson 3, Jón Grótar Jónsson 2, Hilmar Haröarson 2, Magni Blöndal Póturs- son 3, Ársæll Kristjánsson 2, Guömundur Kjartansson 2, Guöni Bergsson 3, Hilmar Sighvatsson 3, Valur Valsson 4, Ingvar Guö- mundsson 3, Ámundi Sigmundsson 2, Sigur- jón Kristjánsson vm 2. Samtala: 29. Lánieysi ÍBV í 1. deildinni er algjört og enn varð liðið aö sætta sig við eins marks ósigur, þegar Eyjamenn mættu Valsmönnum í Eyjum á laugardaginn. Valsmenn hrósuöu sigri, skoruðu eina mark leiksins og héldu glaöir heim á Hlíðarenda með þrjú stig en Eyja- menn sátu eftir sárir og svekktir, þeir hefðu allavega átt eitt stig skilið úr þessum leik. Slæmt veður var í Eyjum meðan á leiknum stóð, hvassviðri úr vestri eftir vellinum endilöngum. Þrátt fyrir þetta náðu bæði lið að sýna ágætan leik sérlega er þau léku á móti rokinu. í fyrri hálfleik höfðu Valsmenn vindinn með sér en gekk afleitlega að skapa sér marktæki- færi og áttu varia langskot á mark IBV. Eyjamenn léku fyrri hálfleikinn af mikilli skynsemi, héldu boltanum vel og reyndu stuttan samleik. Það var raunar Eyjaliðiö sem átti besta marktækifærið í hálfleiknum er Ómar Jóhannsson komst á síðustu mínútunni í sannkallað dauðafæri og skaut föstu skoti, sem Stefán Arnarson varöi glæsilega í horn. Segja má að Valsmenn hafi aðeins átt eitt umtalsvert mark- tækifæri sem þó kom frekar fyrir tilviljun en eftir snjallan undirbún-/ ing. Ingvar Guðmundsson átti að því er virtist fyrirgjöf fyrir mark ÍBV á 14. mín. en vindurinn tók bottann og feykti honum í stöngina. Jón Grétar Jónsson var of seinn að ná til knattarins í frákastinu. Valsmenn léku mun betur í síð- ari háifleik á móti vindinum, sem þá haföi talvert lægt. Á 55. mínútu óö Jón Grétar Jónsson í gegn en markvörður ÍBV, Hörður Pálsson, varði glæsilega. Eyjamenn sóttu nokkuð stíft en voru algjöriega bitlausir fyrir framan markið. Það var svo á 69. mínútu sem markiö • Ingvar Guðmundsson skoraði sigurmark Vals í Eyjum. ÍBV-Valur Texti HermannJónsson kom, eins og skrattinn úr sauöar- leggnum. Besti maður Valsliðsins, Valur Valsson, hafði sent góða sendingu inní vítateig ÍBV, en Eyja- mönnum tókst aö bægja hættunni frá í bili, því boltinn barst til Ingvars Guðmundssonar fyrir utan víta- teigshornið og fast skot hans rat- aði í markið í nærhornið niðri, óverjandi fyrir Hörð. Eyjamenn gerðu örvæntingarfullar tilraunir til að jafna allar án árangurs. Vals- menn voru mjög ógnandi með snöggum skyndisóknum. Tíminn rann út og Valsmenn fögnuðu sigri. Jafntefli hefði veriö sanngjöm úrsiit þessa fjöruga leiks. Gamla kempan, Þórður Hallgrímsson, átti stórgóðan ieik í vöm ÍBV og athygli vakti ungur bakvörður, Jón Atli Gunnarsson. Þaö eru greinileg batamerki á ÍBV-liðinu en herslu- muninn vantar, það þarf að skora mörk til þess aö vinna leiki. Valur Valsson var bestur hjá Val, geysi- lega snöggurog mataði félaga sína með frábærum sendingum. Vais- iiðið er annars mjög jafnt og til alls líklegt. Rok og markaregn á Skaganum AKRANESVÖLLUR 1. deild: f A - Þór 5:1 (1:1) M6rk lA: Guðbjörn Tryggvason á 15. mfn. og 65. mln., Sigurður B. Jónsson á 55. mín., Sveinbjörn Hákonarson é 71. mfn. og Valgeir Baröason á 90 mfnútu. Marfc Þóra: Krístján Kristjánsson á 29. minútu. Áríorfandur: 613. Dómarí: Guðmundur Haraldsaon og dæmdi hann mjög vel. Gul apjöld: Nói Bjömsson, Þór, og Sigurbjörn Viöarsson, Þór. EINKUNNAGJÖFIN: ÍA: Birkir Kristinsson 2, Heimir Guðmundsson 2, Guöjón Þórðarson 2, Sigurður B. Jónsson 2, Sveinbjörn Hákonarson 3, Guöbjörn Tryggvason 3, Ólafur ÞórÖarson 3, Valgeir Baröason 3, Siguröur Lórusson 2, Júlíus Ing- ólfsson 3, Höröur Jóhannesson 2, Höröur Rafnsson vm. ó 71 .mín. 1. Samtals: 27. Þór: Baldvín Guömundsson 2, Baldur Guöna- son 1, Siguróli Kristjánsson 2, Nói Björnsson 3, Ámi Stefánsson 1, Krístjón Kristjánsson 2, Halldór Áskelsson 2, Júlíus Tryggvason 1, Jónas Róbertsson 3, Hlynur Birgisson 2, Sigur- IA Þor Texti: Steinþór Guöbjartsson bjöm Viöar8son 2, Einar Arason vm. á 46. mín. 1, Siguröur Pálsson vm. ó 71. mín. 1. Semtals: 21 „Það er ekki nóg að spila annan hálfleikinn og við hefðum þess vegna getaö veriö undir 3:1 í hálf- leik. En ég er ánægður meö sigur- inn og við verðum betri með hverj- um leik" sagði Jim Barron eftir stórsigur ÍA á Þór á laugardaginn. Og það eru orð aö sönnu. Leikur- inn var frekar jafn í fyrri hálfleik þar til undir lokin að Þórsarar fengu 3 góð marktækifæri sem þeir klúðruöu. í síðari hálfleik snerist leikurinn við og var alfariö eign Skagamanna. Mikið rok var á Skaganum og var vindurinn þvert á völlinn, sem var þungur vegna mikillar bleytu. Leikmenn reyndu aö láta knöttinn ganga og gekk þaö vel miðað við aðstæður. Á 15. mínútu skoraði Guðbjörn Tryggvason fyrsta mark ÍA. Júlíus Ingólfsson gaf góða sendingu á Guðbjörn sem komst framhjá Árna Stefánssyni og Júl- íusi Tryggvasyni og skoraði örugg- lega. Þórsarar jöfnuðu á 29. minútu og var vel að markinu staðið. Þórs- arar létu knöttinn ganga og Skaga- menn nánast horfðu á. Sigurbjörn Viöarsson gaf á Jónas Róbertsson sem sendi á Kristján Kristjánsson og hann skoraði auðveldlega. Á 55. mín. skoraöi Sigurður B. iónsson annað mark ÍA eftir horn- spyrnu frá Sveinbirni og 10 mín. síöar var Guöbjörn með skallamark eftir langt innkast Guðjóns Þórðar- sonar. Sveinbjörn potaði knettin- um reyndar inn, en hann vildi skrá markið á Guðbjörn. Sveinbjörn skoraði hins vegar 4. markið frá vítateigslínu eftir hornspyrnu Val- geirs á 71. mín. Á síðustu mfnútu leiksins komst Valgeir í gegn og innsiglaöi sigurinn meö góðu marki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.