Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.06.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 17. JÚNÍ 1986 B 7 ■nrjfpr^ ii»i»iis lyiorgunblaðift/Börkur. • Markvörður Eyfellinga þurfti að sœkja knöttinn sex sinnum f netið f leiknum gegn Árvaki á gerfigras- inu á laugardaginn. Friðrik Þorbjörnsson, betur þekktur sem handknattleiksmaður hjá KR, fylgist með. Staðan í 3. deild A-riðill: ÍR 4 3 1 0 9:3 10 Fyikir 4 3 0 1 10:2 9 ÍK 4 3 0 1 5:3 9 Stjarnan 3 2 0 1 11:1 6 Reynir S. 3 111 2:2 4 Grindavík 4 1 0 3 9:7 3 Ármann 4 0 2 2 2:11 2 HV 4 0 0 4 4:23 0 Markahæstu leikmenn: Jónas Skúiason, Stjömunni 5 óskar Theodórsson, Fyiki 3 Gunnar Orrason, Fyiki 3 Heimir Karisson, ÍR 3 Guðni Bragason, Grindavik 3 B-riAill: Leiftur 4 3 1 0 9:2 10 Þróttur, Nes 4 2 0 1 5:4 8 Tindastóll 3 2 1 0 5:2 7 Magni 3 2 0 1 5:4 6 Reynir Á 4 1 1 2 5:7 4 ValurR 3 1 0 2 2:5 3 Austri 3 0 1 2 2:5 1 Leiknir 4 0 0 4 1:10 0 Markahæstu leikmenn: Óskar Ingimundarson, Leiftur 4 Sigurbjörn Jakobsson, Leiftur 3 Sverrir Heimisson, Magna 3 Marteinn Guðgeirsson, Þrótti 3 íslandsmótið 4. deild: Afturelding í ham — í B-riðli þar sem þeir hafa ekki tapað leik A-riðill: S.R. — Haukar 0:3 (0:1): Sigur Hauka í þessum leik var mjög sanngjarn, þeir nýttu færin sín vel á meðan Skotfélagið náði ekki að skapa sér nein umtalsverð marktækifæri. Guöjón Sveinsson gerði öll mörk Hauka. Snæfell — Grundarfj. 3:1 (2:1): Mörk Snæfells gerðu: Sigurður Sigþórsson 2 og Egill Ragnarsson 1. Gunnar Ragnarsson gerði mark Grundfirðinga. B-riðill: UFMÖ - Vfkverji 1:1 (0:1): Mark Hvergerðinga gerði Stefán Erlendsson. Mark Víkverja gerði Svavar Hilmarsson. Stokkseyri — Aftureld. 3:8 (2:6): Afturelding er í gífurlegum ham um þessar mundir, hefur skorað 23 mörk í síðustu 4 leikjum. Stokkseyringar fengu svo sannar- lega að finna fyrir sóknarvfgtönn- um Mosfellinganna en náðu þó aðeins að klóra í bakkann og skora 3 mörk. Mörk Aftureldingar gerðu: Lár- us Jónsson 4, Óskar Óskarsson 3 og Gisli Bjarnason 1. Mörk Stokks- eyrar gerðu: Steingrímur Sigurös- son 2 og Vilhelm Henningsson 1. C-riðill: Leiknir — Grótta2:1 (1:1): Þessi leikur var opin og oft á tíðum all skemmtilegur. Grótta var sterkari f fyrri hálfleik og heföi e.t.v. átt að geta gert út um leikinn þá. í síöari háffleik snerist dæmið við og Leiknismenn voru mun ákveðnari og dugöi það þeim til sigurs. Mörk Leiknis gerðu: Einar Náby og Jóhann Viðarsson. Mark Gróttu gerði Bernhard Petersen. Árvakur — Eyfellingur 6:2 (3:1): Mörk Árvaks gerðu: Friðrik Þorbjörnsson 2, Ámi Guðmunds- son 1 Sigurður Indriðason 1, Björn Péfursson 1 og Haukur Arason 1. Mörk Eyfellinga gerðu: Þórður Ingvason og Erlendur Guðbjörns- son. D-riðill: Bolungarv. — Höfrungar 3:0 (0:0): Þrátt fyrir aö Bolvíkingum tækist ekki að skora fyrr en í síðari hálfleik sóttu þeir látlaust allan leikinn og hefðu mörkin getað orðið fleiri. Mörk Bolungarvíkur gerðu: Sig- urður Guðfinnsson 1, Jóhann Kristjánsson 1 og Friðgeir Hall- dórsson 1. E-riðill: Höfðstrend. — Hvöt 0-1 (0:1): Mark Hvatar gerði Garðar Jón- asson. Vaekur— Kormákur4:1 (1:1): Leiðindaveður setti mark sitt á þennan leik. Mörk Vasks gerðu: Valþór Birk- isson 2, Valdimar Júlíusson 1, Helgi Helgason 1 (glæsilegt skalla- mark). Mark Kormáks gerði Jóhann Finnbogason. F-riðill: Tjörnes — Nupar 1:0 (1:0): Friðrik Jónsson tryggði Tjörnesi öll stigin með marki í fyrri hálfleik. Æskan — HSÞ-b 0:4 (0:0): Mörk HSÞ-b gerðu: Skúli Hall- grímsson 1, Róbert Agnarsen 1, Hörður Benónísson 1 og Ari Hall- grímsson 1. G-riðill: Hrafnkell - Höttur 1:0 (1:0): Mark Hrafnkells gerði Hilmar Garðarsson. Neisti — Huginn 3:4 (1:3): Mörk Hugins gerðu: Þórir Ólafsson 1, Sigurður Kjartansson 1, Svein- björn Jóhannsson 1, Halldór Harð- arson 1. Ágúst Bogason gerði öll mörk Neista. Sindri — Súlan 0:1 (0:1): Súlan nær aö skora fljótlega í fyrri hálfleik og heldur síðan þeirri forystu leikinn á enda þraft fyrir mikla pressu Sindra. Mark Súlunnar geröi Jónas Ól- afsson. Islandsmótið 3. deild: Stórsigur Grindvíkinga — gegn slöku liði HV A-riðill: Reynir S. — ÍK 0:1 (0:0); Reynismenn töpuðu sínum fyrsta leik gegn ákveðnum ÍK- ingum. Liðin sýndu bæði ágætan leik, gott samspil og mikla baráttu. Sigurinn hefði getaö lent hvoru megin sem var en ÍK náði þó aö skapa sér hættulegri færi og skora úr einu slíku. Mark ÍK gerði þjálfari þeirra Guðjón Guðmundsson. HV — UMFG1:8 (0:2): Grindvíkingar höfðu mikla yfir- burði í leiknum gegn HV og hefði sigurinn hæglega getað orðið stærri. Sérstaklega voru yfirburöir UMFG miklir í síðari hálfleik þegar nánast var um algjöra einstefnu að marki HV aö ræða. Mörk UMFG gerðu: Guðni Bragason 3, Ragnar Eðvaldsson 2, Pálmi Ingólfsson 1. Ólafur Ing- ólfsson 1 og Guölaugur Jónsson 1. Mark HV gerði Guöni Þórðarson úr vítaspyrnu. Stjarnan — Fylkir 0:1 (0:1): Þessi leikur var þófkenndur og leiðinlegur á aö horfa og einkennd- ist af miklum átökum jafnra liða. Mark Fylkis gerði Orri Hlöðvers- son. Ármann — ÍR 0:0 (0:0): Þó aö hvorugu liðinu tækist aö skora mark í þessari viöureign fengu bæði liðin nokkur ágæt marktækifæri. Ármenningar hug- suðu greinilega að halda stigi gegn ÍR-ingum sem hafa sýnt mjög góða leiki það sem af er sumri og það tókst þeim. B-riðill: Tindastóll — Austri E. 2:0 (1:0): Tindastóll var sterkari aðilinn í þessum leik og sérstaklega höföu þeir góð tök á leiknum í síðari hálfleik. Sigur þeirra heföi hæglega getað orðið meiri ef ekki hefði komið til góö markvarsla há mark- veröi Austra. Mörk Tindastóls gerðu bræð- urnir Bjöm Sverrisson og Eyjólfur Sverrisson en tveir aörir bræður þeirra spila einnig i liðinu. Þróttur N. — Leiftur 1:1 (0:0): Bæði liðin vom taplaus fyrir þennan leik og var því hór um toppslag að ræða. Þó að allmargir af fastamönnum Þróttar væm á sjúkralista komast þeir í 1:0 um miðjan síðari hálfleik en Leiftur jafnar um 10 mínútum síðar. Leiftur sótti öllu meira í leiknum en Þróttarar beittu skyndisóknum. Þrátt fyrir allmikia sókn Leifturs vantaði í hana brodd til að hún bæri tilætlaðan árangur. Mark Þróttar gerði Birgir Ágústsson en Óskiar Ingimundar- son gerði mark Leifturs. Leiknir F. - Valur R. 0:2 (0:1): Valsmenn vom mun ákveðnari en Leiknismenn og unnu því sann- gjarnan sigur. Markvörður Vals slasaðist í upphafi síðari hálfleiks og þar sem þeir höfðu engan vara- markvörð þurfti einn útileikmanna að fara í markið. Sá átti náðuga daga því ekkert skot kom á mark Valsíhálfleiknum. Mörk Vals gerði Elís Árnason. Magnl — Reynir Á. 3:1 (1:1): Mjög mikið rok var á meðan þessi leikur fór fram og setti það mark sitt á leikinn. Magna tókst að halda jöfnu í fyrri hálfleik á meðan þeir höfðu vindinn í fangið og nýttu sér síðan meðbyrinn í síð- ari hálfleik þegar þeir skoruðu tvö mörk gegn engu marki Reynis. Mörk Magna geröu: Sverrir Heimisson 2, og Þorsteinn Jóns- son 1. Mark Reynis geðri Kristinn Ásmundsson. Æfingagallar verðfrákr. 1.100. kr. 1.435. Joggingskór stærðirö—IOV2 verðfrákr. 1.732. Gaddaskór Hlaupaskór Kastskór Hástökksskór ásamt fleiri gerðum. HEILDSÖLUBIRGÐIR SÍMI 10330 SPORTVÖRUYERSm JNGOLFS ÓSKARSSONAR Klapparstig 4Ö. ÁHORNIKLAPfmJÍGS 06 GRETTISGÖTU S:i17S3 Póstsendum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.