Alþýðublaðið - 19.02.1932, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 19.02.1932, Blaðsíða 3
ÆfcpYÐfJBbAÐIÐ S DagsbrúnarMiir verður haldinn annað kvöld á venjulegum stað oghefstkl. 8. Dagskrá: Félagsmál, Atvlnnuhorinr í Reykjavík. Kef 1 a v ikur deilan. Félagar sýni .skírteini við dyrnar. Stjórnin. nokkur hundruð árum. Gætii jkbar við bræsnurum! Undir gærunni er úlfurinn ' falinn! . I síðasta tölubl. Tímans (6. iebr.) er Reykjavíkurannáll, þar sem deilt er réttilega á íhalds- stjórnina í bæjarmálum Rvíkur. Sí'ðast í grein þessari er hvatning til verkamanna um aö stofnsetja öflugri félagsskap. Tíðkast nú orðið allmjög í herbúðum Fram- sóknar, að tala hvatningaroröum til verkalýðsiins í þá átt að efla samvimnufélög. I því sambandi er deilt á verkalýðinn fyrir ein- hliða starfsemi, — baráttu fyrir hækkandi kaupgjaldi. Vert er að athuga þetta borgaralega umbóta- skraf Trmans og bera saman við staðreyndiirnar. Framsókn hefir undanfariið haldið dauðahaldi í þessi orð: „Trúin er dauð án verkanna", sem útiiegst: „Látum verkim taia.“ Verkamenn hér í bænum stofnuðu kaupfélag í haust, og var lieitað samvimnu við Framsóknarmenn. En ekki mátu Framsóknarmenn þá þessa við- leitni verkamanna meira en svo, að þeir vildu enga samvinnu hafa. Afleiðimgin varð sú, að stofnuð voru tvö kaupféiög. Starfsemi þeirra verður því miiklu nota- mimni en ef eitt væri, því öllum er ijóst að dreifing á því litla stofnfé, sem hægt var að leggja fram, dregur mikið úr starfsemi og kaupgetu félaganma. Veltuféð mátti sím meira í einum sjóði heldur en tveimur. Enda er engin ástæða fyrir vinnandi stéttir að ganga skiftar til stofnunar á samvinnuféIögum neytenda, ef ekki lægi fiskur fal- inn undir steini. Framsókn er borgaralegur blekkingaflokkur, sem rekur erindi auðvaldsins gagnvart verkalýðnum og vinn- andi bændum. Með róttækum glamuryrðum á að villa verka- lýðnum sýn um hið rétta tniark- mið og réttu stefnu Framsóknar. En orðin duga ekki til lengdar, þegar ósamræmi er miílli þeirra og athafnanna. Tiil hvers niotar Framsóknarflokkurinn kaupfélög sin út um land? Var Hannes J-ónsson á Hvammstanga að efla félagsskap verkamanna þar í haust, þegar hann neitaði að sam- þykkja taxta verklýðsfélagsins ? EÖa ætlaði hann sér að auka kaupgetu almennings með lækk- uðu kaupi? Og hvernig breytir kaupfélagið á Blönduósi nú? Hverra erindi hygst það að reka? Hvernig er hagfræði samvinnu- manna? Ætlast þeiir til að verzl- un kaupfélaganna blómgist, ef kaupgeta almiennings minkar um 40—50°/o? Ég held að Framisókn- armenn ættu að gera upp við sjálfa siig, og svara þessum spurningum í einfagni. Sam- vinnufélög þeirm eru notuð til að ikúga verkalýðiinn í hagsmunabar- áttu hans váíð auðvaldiö, — at- vinnurekendurna, sem Framsókn þykist hata, — í umræddri grein bendir Tíminn á þær staðreynd- ir, hvernig auövaldið plokkar jafnóðum kauphækkumna af verkalýðnum. Og nú spyrjum við verkamenn- irniir: Hvað ætlar Framsókn að gera til að hindra þetta? Ætlar hún að ganga inn á kröfur okkar í dægurbaráttunni? Kann ske Fram-sóknarflokkurinn samþykki tollapólitík Alþýðuflokksins og taki e. t. v. stóratvinnurekstur- inn undir stjórn og í eigu ríkis- ins? Reynsilan svarar, en við segj- tum, að i samræmi við fyrri fram- ■ komu Framsóknarflokksins, þá murn hann berjast á móti þeirni réttiætiskröfum verkalýðsins, er skerða athafnafrelsá!! og arðráns- möguleika yfirstéttarinnai'. Tím- inn hrúgar saman í dálka sína sniðugum tælandi slagorðum. Til- gangurinn er að biekkja verka- iýðinn, slá ryki í augu fátæikra bænda, en vinna með því að efi- ingu íslenzka og brezka auðvalds- ins! Verkamenn! Við hötum og fyrirlítum slíka hræsni! 10. febr. ’32. G. B. B. Nokkur orð til Guðmondai' Hannessonar Ég sat og hlustaði. í gjallar- horninu kvað við rödd, sem sagði: „Þá kemur dagskrá næstu viku.“ Hvað skyldi maður eiga að fá að heyra merkil-egt í næstu viku? hugsaði ég. Svó gleymdi ég að hlusta. Alt í einu hrekk ég við. Hvað heyrði ég? Guðm. Hannesson prófessor um 5 ára áætlun Rússa? Hvenær? Röddin í gjallarhorninu heldur áfram: „Föstudaginn kl. 10,15, 16,10“ o. s. frv. Alt í einu heyriist aftur: „Guðm. Hannesson prófessor flyt- ur framhald á fyrirlestri- sínum lum 5 ára áætlun Rússa.“ Þennan fyrirlestur v-erður gaman að heyra, hugsaði ég. G. H. er stór- gáfaður m-abur og hefir náttúr- lega gert sér mat úr öllum tíð- indunum, sem Rússlandsfararnir komu með. Hann hefir áður ritað um þjóðskipulag og komið með nýjar tillögur. Samanber grein- ina „Goðastjórn". Ég beið með óþreyju eftir fimtudeginum. Og þá vildi svo illa til, að ég gat ekki beyrt byrj- un fyririestursins hjá prófesisorn- um vegna anna. En þegar ég kom inn, heyrði ég rödd prófess- orsins í gjallarhorniinu tala af fjálgledk um áætlanir rússnesku ráðstjómarinnar. Nú bregðast krosstré sem önnur tré hugsaði ég, nú er G. H. orðimn feommún- iisti. Næsti dagur kom, og fram- hald á fyrirlestri G. H. Sama hrifni í röddinni. Alt í einu segir ræðumaður, ab nú hafi hann ekki tímá né tóm til að tala meira um 5 ára áætlunina, því nú þurfi hann að gera sínar athugasemdixl og skýra frá framkvæmdum og afleiðingum. Þetta er nú ósköp eölilegt, hugsaði ég. Hið fyrsta, sem G. H. fann at- hugavert við hugsjón jafnaðar- manna, samei'gnarstefnuna, var það, að bæði Kristur og hinir fyrstu kristnu hefðu fyligt henni og reynt að lifa eftir benni. Auð- vitað hafa jafnaðarmenn sjálfir haldið þessu fram á imdan G. H., en það hefir verið kallað guðlast hjá þeim, og þeiir sjálfir guð- leysingjar. Sennilega sleppur G. H. við þá nafnbót vegna þess, að hann tók það fram, að kristniir menn hefðu lagt þennan ósið nii'ð- ur, og tekið þá leiðina, að láta hvern bjarga sér eins og bezt gekk, edns og gamli Toggi sagði. En hvað ætli Kristur hefði sjálfur sagt um breytinguna? Yfirleitt virtist G. H. vera mjög hrifinn af hugsjónum jafnaðarmanna og telja þær beztar og fegurstar af öllu, sem rætt er og ritað um þjóðféliagsmál. En hann er eða virðist vera ákveðinn á móti því, að mannkynið fái að njóta þess- ara gæða. Hann vill fylgja garnla Togga, en ekki Kristi. Önnur athugasemd G. H. var sú, að Rússum liði illa, og að þeim mundi halda áfram að líða illa, þótt þeiir kæmu 5 ára áætl- (un sinrxii í framkvæmd. Rökin fyr- ir þessari vansælu Rússa voru þau, að með 5 ára áætluninni næðu þeir ekki lengra fram en að standa jafnt öðrum Evrópu- þjóðum. Harður dómur á stjórn- arfar hinna kiapitalistisku landa, en ég er honum sammál-a. Hitt undraði mig, að G. H. skyldi telja þjóðskipulag Rússa óhæft vegna þesis, að það skyldi ekki koma þeim lengra á menningarbraut- inni en aðrar Evrópuþjóðir eru komn-ar. Vill ekki prófessorinn xeikna það út, hve mörg ár það hefir tekið þær að komast af stiiginu, sem Rússar stöðu á 1917 og þangað, sem þær standa nú. Ef til vill telur G. H. hið kapi- tali'stisika þjóðskipulag svo ó- möguliegt, að það 'sé illa að veriði hjá jafnaðarmianinastjórn að geta ekki komið meiru í verk á 10 —15 árum en hinar þafa getað á í þriðja kafla erindis síns gaf G. H. upp ýmsar tölur, sem áttu að sýna alla þá eymd og armæðu, sem Rússar eiga nú við að búa. Tölurnar fóru nú flestar fram hjá mér, en það heyrði ég hann. segja ,að Rússar lifðu nú við ó- hæf húsakynnd, léieg föt, i-lt fæði, lágt kaup, langan vinnutíma og atvinnuleysi í ofanálag. Hann sagði meðalkaup vera 50—75 rúblur á mánuði, og reiknaði þá jrúbluna í 58 aurum, minnir mig. „Vinnutíminn,“ kvað G. H., „er siagður 14 tímar í sveitum." Hæsta tala atvinnuleysingja, sem ég náði í hjá G. H,, var 1000516. Yfirleitt var lýsingin á lífi rúsis- neslkrar alþýðu svo ægiileg, að ég undraðiist að hún skyldi geta dregið fram Iífið. En eftir sögu- sögn G H. gerir hún það á undra verðan hátt. Þar gaf hann upp tölu, sem ég náði. Hann sagöi, að Rússum fjölgaði um 31/2 midljón á ári. Mér kom þessi tala undar- leg-a fyrir sjóniir. Ég sé ekki betur en að hún ósanni alla eymdina, sem G. H. var að lýsa. Mér hefir vexið k-ent, að í hungri og harð- æri fækkaði fólki venjulega, en fjölgaði í góðærum. Fjölgun Rússa virðist mér, eftir þessari kenningu benda á vellíðan, en ekki skort á öllum lífsnauðsynj- um. Frá sjónarmiði læknisins hélt ég að þetta hlyti að lítia þannig út. Að minsta kosti hafa þeir alt af sagt okkur íslendingum, að ó- þrifnaður, óheppilegt fæði og ill föt og húsakynni styttu líf ungra og gamalla. Nokkrum sinnum nefndi G. H. ártöl í sambandi við frásagnir sínar og athugasemdir. Og það þótti mér einikennálegt, að það voru oftast ártölin 1925—’27. f útvarpinu var skýrt frá því, að G. H. ætlaði að tala um 5 ára áætlun Rússa. 1 fyrri hluta erindis síns sagði hann nú raunar frá á- ætlun, lítið frá framkvæmdum, og ekkert frá afleiðingum. Alt eymdarástandið, sem hann sagði frá og gaf í skyn að stafaði frá núverandi stjórnarfai'i Rússa og 5 ára áætluninni, var, eft-ir hans eig- iin sögusögn, afleiðing af fyrver- andd óstjórn.. Það sanna ártölin 1925—1927. Ég veáí ekki betur, en framkvæmdájr á 5 ára áætlun

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.