Morgunblaðið - 27.06.1986, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.06.1986, Qupperneq 34
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1986 Dálagleg ráðgjöf og fram- . úrskarandi sölumennska eftir Magnus Sigwjónsson Mér skilst að öll sveitarfélög Suðurlandskjördæmis séu orðin aðilar að „Sass“, þ.e. Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga. Engum dylst að þessi samtök eru þörf og hafa miklu hlutverki að gegna í kjördæminu og ekki síst í atvinnuuppbyggingu þess. Þetta kjördæmi byggði og byggir enn dugandi fólk með framtíðar- * drauma. Úti fyrir eru einhver gjöfulustu fískimið landsins. í kjördæminu eru ein blómleg- ustu landbúnaðarhéruðin auk þess að vera vel sett gagnvart höfuð- markaði afurðanna. í þessu kjör- dæmi er framleiddur stærstur hluti þeirrar raforku sem nú flæðir um landið og er undirstaða undir allt atvinnulíf, stórt og smátt. í þessu kjördæmi er einnig að finna nær ótakmarkaðan jarðhita, sem ekki má telja til ómerkari auðlinda en jarðolíu, ef rétt er til skoðað. Yfír hveiju er þá að kvarta, . vantar ekki bara áræði og hugvit til að nýta þessa guðsgjöf og rétta stefnu í stjómun þess fjármagns, sem þarf til að leysa þessi öfl úr læðingi til hagsbóta fyrir íbúana og um leið fyrir landið í heild. Hér er virkilega þörf fyrir sterk samtök sem létu að sér kveða. Á hinn bóginn hef ég verið að velta því fyrir mér hvort þetta sé bara viðbót á þunglamalegu eða óstarfhæfu kerfí í frumskógi stjóm- málanna. j Ef til vill væri ekki úr vegi að fólk almennt fari að hugsa alvar- lega um þessi mál, eiga fmmkvæði að hlutunum, hætta að láta aðra hugsa fyrir sig, hætta að vera spottabrúður misvitra sérfræðinga, ráðgjafa og stjómmálamanna. Rétta úr þreyttu baki, leggja illa launað brauðstritið á hilluna í bili og skoða sinn gang. Er ekki eitthvað bogið við þetta allt saman? Bændur, sem framleiða mjólk, sjá fram á stórfellda kjaraskerðingu vegna mjólkurkvótans, þó er vitað að mjólk er mesta heilsulind bæði bömum og fullorðnum, í hennar stað flæðir um landið ávaxtaglund- ur frá suðurlöndum, sem fólki er talin trú um að sé hollara og betra en hefur lítið fram yfír blátært vatn annað en sykurinn. í Þýskalandi stóðu læknar frammi fyrir þeirri staðreynd að unglingar eftirstríðsáranna þjáðust í óeðlilegum mæli af sjónkvilla. Þeir leituðu orsakanna. Hvar var það efni að finna helst sem hafði vantað í fæðu fólks á stríðsámnum? Svarið var „í smjöri" og skýringin var einföld, á stríðsámnum var allt smjör notað í hergagnaiðnaðinum. Svo einfalt var það. Við skulum hugsa til bamanna sem aðeins fá gervismjör á brauð- sneiðina sína í skólann og kók eða ávaxtaglundur með. Við verðum að stór draga saman sauðfjárbúskap, útflutningur á kjöti borgar sig ekki, allir þekkja hinar margumtöluðu útflutningsbætur. Þó vitum við að hér er um mikla gæðavöm að ræða á heimsmæli- kvarða og til skamms tíma var stærsti vaxtarbroddur íslensks iðn- aðar vömr úr ull og gæmm. Þá vom sumir famir að gæla við þá hugsun að kjötið yrði algjört auka- atriði í sauðijárræktinni, samanber fiskurinn af grásleppunni. Ég man þegar verið var að flytja út dilkakjöt héðan til Bandaríkjanna eftir 1960. Kjötinu var pakkað inn í grisjur, látið standa á brettum, illa yfírbreitt, á hafnarbakkanum, í hvaða veðri sem var uns því var skipað um borð og þá dengt í lest eins og skreið. Bæði við útskipun og uppskipun rifnuðu þessar grisjur og kjötið varð skítugt og óhijálegt. Það sagði mér kunningi minn, sem var á ferð í Bandaríkjunum um þessar mundir og var þá boðið ásamt fleirum í skoðunarferð til Iceland Seafood Corporation, að á ferð sinni um sali fyrirtækisins þurftu þeir að ganga í gegnum kæligeymslu þar sem gaf að líta fleiri tonn af þessu íslenska dilka- kjöti, það var vægast sagt ekki í lystvekjandi ástandi. Þessi vinur minn spurði hveiju þetta sætti. Honum var sagt að fyrirtækið hefði verið beðið að geyma þetta um tíma en hluteigendur hefðu í hyggju að koma þessu á markað sem hunda- kjöti, annars yrði því hent. Við- staddir voru beðnir að hafa ekki hátt um þetta. Skömmu seinna kom frétt í dagblöðunum hér heima eitthvað á þessa leið: „íslenskt dilkakjöt ekki talið hundamatur úti í Bandaríkjun- um“. Kjötinu hafði þá verið hent og hver skyldi hafa tapað, ekki út- flytjandinn. Það var þá, eins og nú, gjaldstofn í ríkiskassanum, sem heitir ennþá útflutningsbætur, þangað sóttu útflytjendur þann mismun sem varð á útflutningi miðað við fullt verð á innanlands- markaði og skipti þá engu hvort kjötið seldist eða því hent, þeim var alveg sama, þeir fengu sitt og allir blómstruðu á kostnað ríkisins. Skoðum nú aðeins útgerðarmál- in. Er það ekki kaldhæðnislegt ef það verður hlutskipti íslensks sjáv- arútvegs að flytja út allan okkar físk óunninn í gámum eða unninn og frystan um borð í skipunum. Innan tíðar fæst enginn sjómaður á skip, sem landar í frystihús, hér er alvarlegt mál á ferðinni og í dag er það mál málanna, ekkert minna. Þessi atvinnuvegur er Qöregg þjóð- arinnar og verður það um ókomna framtíð, ef flöreggið brotnar er bókstaflega úti um okkur. Það þarf engan hálærðan sérfræðing til að sjá það. Sjávarútvegur, þróttmikill landbúnaður og góðar samgöngur eru stolt og styrkur hverrar þjóðar og verða það um alla framtíð. í skjóli þessara þátta á svo iðnaður- inn að þróast, skapandi aðstöðu, tækni, uppbyggingu og úrvinnslu. í dag er hér mikið spáð í laxeldi og er það vel, hefði átt að hlusta fyrr á Eyjólf Konráð, sem barist hefur fyrir þessu í fleiri ár við lítinn skilning. Nú, allt í einni svipan, hafa opnast augu manna og gengur eins og faraldur í dag, heil sveit í þessu kjördæmi er að verða eitt allsheijar Laxalón. Enginn veit hvort það dæmi gengur upp og óttast margir að um offramboð verði að ræða. Ég held þó að ef alls hreinlætis er gætt ættu íslendingar að geta orðið öðrum fremri í fískirækt, því enn er landið að mestu laust við þá mengun láðs og lagar sem hijáir svo mörg þjóðlönd þessa heims. Refaræktin er líka að hasla sér völl hér, eins og víðar um landið. Þar óttast menn einnig offramboð, eins og sýndi sig á síðasta skinna- uppboði, alls staðar er áhætta, en muna skulum við það að mesta og besta trygging fyrir góðri afkomu er fyrsta flokks vara, ekki magn. Éin er sú búgrein, sem of lítill gaumur hefur verið gefínn, en á stóran möguleika í þessu kjördæmi, en það er komrækt. Klemens heit- inn Kristjánsson, tilraunastjóri á Sámstöðum í Fljótshlíð, ræktaði kom í um 30 ár. Ég á skýrslur sem Klemens heitinn gaf mér, sem sanna að uppskerubrestur varð aldrei, aðeins fá ár skiluðu ekki hagnaði, flest árin skiluðu góðri uppskeru og mörg verulegri. I skógrækt er nú sýnilegur ár- angur, eftir margra ára þrotlausa baráttu framsýnna manna. Væri það ekki snjallræði að skattleggja allt innflutt timbur til íslenskra nytjaskóga? Sjálfsagt mun flestum fínnast Magnús Siguijónsson „Með öðrum orðum, við þyrftum að breyta neysluvenjum þjóðar- innar, en skyldi það takast? - Þetta gekk nú aldrei svo langt að á það reyndi, því þegar við fórum að keyra þessar vélar hrundi þetta í höndunum á okkur, það biiaði meira og minna.“ nóg um skattlagningu hérlendis, en ég held að þessu fé yrði vel varið. Ég vildi sömuleiðis leggja til og ætti raunar að vera okkar siðferði- leg skylda við menntun trésmiða og kenna þeim að rækta og um- gangast viðinn úti í náttúrunni, gefa þeim þar fræ og plöntur til gróðursetningar. Það er ekkert sjálfsagður hlutur að fá allt frá útlöndum. Þegar Iandið okkar býður upp á sömu möguleika eigum við að svara því og umgangast eins og menn, en ekki skrælingjar, og með skjólbelta- ræktun myndi þetta land gjörbreyt- ast til allrar ræktunar og veðurfars og verða eftirsóknarverðara til nátt- úruskoðunar bæði fyrir innlenda og erlenda. Ylrækt er stundum í kjördæminu í verulegum mæli, bæði með blóm- um og grænmeti, en þar virðist markaður mettur og þó mikið hafí verið rætt og ritað um útflutning í stórum stíl hafa þær bollaleggingar ekki skilað neinu og gufað upp í kerfinu. Þegar minnst er á ylrækt kemur Hveragerði ósjálfrátt upp í hugann. Þar virðist vera að vakna fyrir alvöru vitund um möguleika staðar- ins og ætti ef til vill að breyta um nafn hans og hann Bragagerði, því þar er að verða mikil bragarbót á mörgum sviðum sem Bragi f Eden á mestan heiðurinn af. Hveragerði er þegar orðin mikil heilsulind fyrir landann. Þar mætti auka stórlega við og í náinni fram- tíð mun stórlega aukast ferða- mannastraumur þangað með til- komu hins glæsilega hótels, Arkar- innar, hans Helga. Á sviði ferðamála á Suðurland mikla möguleika. Við strandbyggj- ar mænum til Ölfusárbrúar, sem hringtengir alla þessa staði, til hagsældar og öryggis alls Suður- lands. Hér hefur á undanfömum árum blómgast iðnaður í húsasmíði. Tré- smíðaverkstæði og húsasmiðjur hafa vart annað eftirspum á um- liðnum árum, og byggingariðnaður allur blómgast. En nú er svo komið, fyrir ófremdarástand í þjóðmálum, að þessi fyrirtæki em nær verkefna- laus og trésmiðir sækja vinnu í stór- um stíl á Stór-Reykjavíkursvæðið. Það er því margt á sviði atvinnu- mála ótryggt eins og sýnt hefur verið fram á, og við getum spurt: Þarf nokkum að undra þótt sveitar- félög og íbúar þessa kjördæmis grípi til allra tiltækra ráða sem mættu verða til uppbyggingar at- vinnumálum í kjördæminu? Er nokkur furða þótt atvinnumála- nefndir sveitarfélaganna og ein- staklingar líti vonaraugum til Samtakanna og iðnráðgjafa sem starfar á vegum þeirra? Er nokkur furða þó mænt sé á hvert tækifæri til eflingar einhvers konar iðnaði, þegar svo illa gengur í hinum hefð- bundnu atvinnuvegum? Ég held varla, annað væri algjör uppgjöf. Inn í þessa mynd, undir þessum kringumstæðum, rekur frelsandi engil á fjömr Samtakanna, danskt ráðgjafarfyrirtæki, „Skankey". Það hefur þó komið á daginn að þessi „Lúsifer" er í engu eftirbátur þess eina og sanna og undan sauðagær- unni glittir í skottið. Hugmyndir, ráðgjöf og heilu fyrirtækin renna á færibandi frá Kóngsins Kaupmannahöfn og hrannast upp hjá Samtökunum og iðnráðgjöfum um allt land. Að vísu ekki gefíns en nógu er úr að moða og hafí heimsbyggðin haldið Dani lélega sölumenn þá afsannast það hér með. Margir hafa þó viðurkennt það síðar að hafa efast um heilindi þessarar sölumennsku, þar sem vitað er að í Danmörku ríkir at- vinnuleysi og sala á velmegandi atvinnufyrirtækjum úr landinu vart hugsanleg nema þama væri kominn íslandsvinur á borð við Rasmus Kristján Rask en sleppum því, það er gott að vera vitur eftir á. Ég trúi því ffekar að hér sé verið að hefna fyrir sölumennsku Einars heitins Benediktssonar, sem varð þjóðsagnapersóna á tímabiii vegna viðskipta sinna við Dani. Mitt sveitarfélag fór ekki var- hluta af þessum gylliboðum „Skan- keys“ og hreifst með inn í þennan dansk-íslenska darraðardans og auglýsti hér fyrirtæki til kaups, sem svo Stjömuplast sf. keypti og ég undirritaður er forsvarsmaður fyrir. Þann 18. september 1984 mætti ég, ásamt fleirum, á fund með atvinnumálanefnd Stokkseyrar og iðnráðgjafa, Þorsteini Garðarssyni. Var þar kynnt danskt fyrirtæki sem boðið var til sölu af ráðgjafarfyrir- tækinu „Skankey". Kaupverð og arðsemisútreikn- ingar voru lagðir fram af iðnráð- gjafa. Áhersla var lögð á að hér væri á ferðinni gott fyrirtæki en gefínn mjög stuttur frestur til ákvörðunar um kaup á því eða til 1. október. Aðrar upplýsingar vom þær að þessi verksmiðja væri í gangi en eigandinn væri að fara á eftirlaun og vildi nú selja verksmiðj- una á einu bretti á vildarkjömm. Seinna upplýstist það, að verk- smiðjan hafði staðið um árabil á búgarði í Eskebjerg, en núverandi eigandi hafði keypt þann búgarð með tilheyrandi og var búinn að setja þar í gang tijárækt og þurfti því að Iosna við þessar gömlu vélar og lager og þá varð Island fyrir valinu, sem er svo ákjósanlegur staður fyrir skransala, samanber grein sem birtist í sænsku tímariti og þýdd var hér og birt í NT. A þessum fundi á Stokkseyri var sýndur pakki með sýnishomi af því sem verksmiðjan átti að fram- leiða, var þar ekkert undanskilið, vom það plastprófíllistar, sem nota átti í gardínubrautir og vermihús. Okkur þótti það álitlegt og sýndist mér, sem unnið hef mikið að því að selja „slottslista" í glugga og dyr og notuð em hundmð kflómetra af árlega, að hér væri stór mögu- leiki. Eg spurðist sérstaklega fyrir um þetta- og var þá bent á grein í kynningarbæklingi frá Skankey, sem hljóðar svo í íslenskri þýðingu: „Af öðmm efnum sem hægt er að framleiða í vélunum má nefna stangarefni með svipuðu formi og rennibrautimar hafa.“ í pakkanum var líka sýnishom af gylltum hand- klæðaklemmum og þessum marg- umtöluðu gardínubrautum úr áli með öllu tilheyrandi. Seinna kom í ljós að verksmiðjan gat aðeins steypt tappa og króka í brautimar. Við vissum alltaf að álbrautimar yrðu innfluttar en ekki annað, hvorki plastbrautimar né þeir tapp- ar eða burðarvinklar fyrir brautim- ar. Það var fullyrt á þessum fundi að í verksmiðjunni yrðu burðarvin- klar stansaðir, til þess væri þessi stóra pressa o.s.frv. en það fór á sama veg, þá stensia sem fylgdu varð að fara með í aðra verksmiðju eða flytja þá inn. Við urðum því fyrir miklum vonbrigðum þegar vélamar komu og ekki síst þegar lagerinn var skoðaður, 3,5 km af svörtu brautar- efni svo til eingöngu, sem ekki var sýnt við kynningu, þar voru braut- imar állitaðar. Þrátt fyrir þessi vonbrigði vildum við ekki gefast upp. Við höfðum skriflegt loforð frá Iðnlánasjóði, Byggðasjóði og munnleg loforð frá banka og Iðnþróunarsjóði Suður- lands um íjárstuðning. Stærsta atriðið var að koma þessu á markaðinn, fara að selja. Við hugsuðum okkur að fá leiðrétt- ingu á listavélinni seinna. í markaðskönnun rákumst við yfírleitt á vegg. Engir af stærstu söluaðilum í gardínubrautum litu við þessu og voru reyndar með samskonar brautir sem lítil eða engin sala var í, hér réðu neytendur ferðinni. Með öðmm orðum, við þurftum að breyta neysluvenjum þjóðarinnar, allt og sumt, en skyldi það takast? Þetta gekk nú aldrei svo langt að á það reyndi, því þegar við fórum að keyra þessar vélar hmndi þetta í höndunum á okkur, það bilaði meira og minna. En það gerði bara ekkert til framleiðslunnar vegna, þær vom gjörsamlega óþarfar, við gátum komið þessum brautum á markað með einni handsög og lítilli borvél, rétt eins og kollegar okkar í Reykjavík gera hjá Gluggakappa sf., Reyðarkvísl 12, og Glugga- stangaverksmiðjunni Ljór sf., Hafn- arstræti 1. Engu munaði að flytja inn að auki það lítilræði sem við þurftum af töppum og krókum, sem var það eina sem allar þessar vélar gátu framleitt. Dálagleg ráðgjöf, fínnst ykkur ekki, og framúrskar- andi sölumennska. Það sem rætt og ritað hefír verið um þessi „Skankey“-mál og „töfra- töskuna" er góðra gjalda vert og þar vil ég þakka Margréti Frí- mannsdóttur, sem hefur þó sýnt sterkastan vilja til að uppræta þessa svívirðu. Og ég er hjartanlega sammála Knud Gravad að svona lagað getur ekki og má ekki ganga af sjálfu sér. Ég minnist þess enn þegar hann kom hér síðast, hvað hann hló hressilega þegar hann færði okkur gluggamódel með gardínuuppsetn- ingu á danska vísu og var hans framlag samkvæmt samningi. „Ég smíðaði gluggann og konan saum- aði gardínurnar," sagði hann og veltist um. Mér er þetta ekki minnisstætt fyrir það að módelið væri ekki rétt smíðað heldur hitt hvemig hann hló. íslendingar era margir vissulega litlir mannþekkj- arar. Ég býst við því að eftir öll skrif um þetta mál gæti fólk haldið að hér í sveitunum væra algjörir dreif- býlisbavíanar á ferð, gem létu undir höfuð leggjast að bjarga sér, eða hefðu nokkra tilburði til þess. Maðurinn með „töfratöskuna" kom því svona aðeins á framfæri um daginn. Eg hefi stundum spurt sjálfan mig að því hvaö það væri nú eigin- lega sem ég hef ekki starfað við um ævina. Ég hef verið bóndi með stórt bú, ég rak verktaka- og bygg- ingarfyrirtæki um tíma, sem vann mest að því að byggja votheystuma með sænsk-smíðuðum skriðmótum, ég átti prýðileg samskipti við Svíana og bændur á Suðurlandi. Þessi byggingaraðferð var mjög tæknileg og ekki færri en um 70 tumar voru byggðir af þessu fyrir- tæki um Suðurland. Ég hafði þá einnig viðskipti við danska fyrir- tækið Rimas as. í Kaupmannahöfn, keypti af þeim rörasteypuvélar,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.