Alþýðublaðið - 24.02.1932, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.02.1932, Blaðsíða 2
/a 1 AIÞtÐÐBLABJB L|ésmseirai- og hjúkr- œaiark venma- skéll íslaaidso Vilmundur Jónsson flyturfmm- varp á alpingi um, LjósmiæÖra- og hjúkrunarkverma-skólia ís- lands, er starfræktur sé í sam- bandi við Landsspítalann. Sé skóláinn í tvieimur deildum, ljós- mæðradeild og hjúkmnarkvenna- deild. N.ámstími Ijósmæ'ðra lengist úr 9 mánuðum í eitt ár. „Er þess fyrir löngu orðin full þörf náms- i(ns vegnia,“ segir í gr.einargerö frv., „en spítalanum jafnfraimt mikil nauðsyn," því að jafnan, þarf þar á starfi Ijósimæðraefnr anna að halda. Til þess að bæta ljósmæðrunum fjárhagslega upp lengingu námstímans, er lagt tií í frv., að námsvistin verði þeirn ókeypis eða ált að þvi, þanni-g að þær fái styrk, er niemi alt að því, sem fæði þeirra kostar í Landsspítálanum, og að þær fái þar ókeyþis húsnæðii, Ijös, hita, viunuföt og þjónustu meðan á náminu stendur. Vegna vimnu þeirra í spítalanum verður þetta honum og þar með ríkiissjóði skaðlaust. Námstimi í hjúkrunarkvenna- deildiinni sé þrjú ár. Verklega tilsögn fái hjúkrunarnemiar í háinr um ýmsu deildum Landisspítal- ans, öðrum ríkiissjúkrahúsum og hinum stærri sjúkrahúsum lands- ins. Er gert ráð fyrir, að hjúkr- unarnemar hafi söimu kjör og veriö hefir, þ. e. ókeypis vist og vinnufot, og laun eftir því, sem um, semst. í greinargerð frum- varpsins segir svo: „Fræðslia hjúkrimarkvenna hér á landi hefir áður farið fram á þann hátt, að þær hafa' hafið námi'ð í stærstu sjúkrahúsunum hér, en farið síðan utan tiil, fraau- háldsnámis í sjúkrahúsiuím í Dan- mörku og Noregii, þar sem þær hafa síðan tekiö próf sín. Pessir samningar við erlendu sjúkrahús- iin fengust fyrir sérstaka náð og að eins þanga'ð til landsspital- inn tæki til starfa. Þeir eru nú fallnir úr gildi og fást ekki framí- lengdir. Hjúkrunarkvennaskólinn er nú þegar teldnn til starfa í lands- spítalanum, sem getur ekki, frem- ur en önnur sjúkrahús, án þess veri'ö að hafa sína hjúkrunarnema, því a'ð samfara náminu leysa þeár af hendi þý'ðingarmikil störf fyrir þap. En aðalniauðsynin er þó að sjá sjúkrahúsiunum jafnian fyiir nægilega mörgum fuílorðn- um hjúkrunarkonum, sem fljótt mundu ganga til þurðár, ef ekki vaeri hægt að ala þær upp hér í landi.“ I greinarigerðinni er einnig skýrt frá því, að frumvarpið hafi verið borið undir stjórn Landsspítalans og stjórnir Ljósmæðraféiagsins og Félags íslenzkra hjúkrunarkvenna, sem allar hafa .lýst sig þvi sami- Era kpsjnkdéiar að anknst kér á landi ? Tíu piltar og stúlkur hafa smitast af Syfilis síðan um nýár hér í Reykjavík, en pað er áður óþekt fyrirbrigði segir Hannes Guðmundsson. þykkar. „Stjórn Ljósmæðrafélags- ins hefir að eins látið í ljós nokkrá óánægju með, að báðir skólarnir skuli látnir vera undir einu nafnii, en játar, að það er ekkert höfuðatriði.“ Leikkvold Mentasbólaas 1932. Saklansi svailarinn. Það hefir verið siður hjá Mentaskólafólki undanfarin ár áð sýnia skemtileiki til ágó'ða fyrir sikólasjóði sína. Að þesisu sinni sýna þeir bráð- smellinn sikopleik eftir Arnold & Back: Saklausi svallarinn. Mentaskólapiltarnir hafa sjálíir séð um alt, siem að leiksýmngunni lýtur, að því undanteknu, að þeir hafa efcld þýtt leikritið, en það hefir Enxil Thoroddsien gert af mikilli prýði, eftiir því seim dóin- greind niemendia nær til. Nemend- urnir hafa húið leikinn á sviö; þeir leika öll hlutverkin og hljóm- sveitina skipa tveir skólapiiltar. Saklausi svallarinn heitir Max Steeglitz. Hann er meðeigandi í verksniiöju, en félagi hans heitir JuMus Seibold. Juiius Seibold er ekki við eina fjölina feldur. Hann heldur framhjá konunnx sinni þótt gamall áé og sköllóttur. Meðeig- endurnir hafa lagt „plan“, og það er að gifta dóttur Seibolds, sem er nýkomin frá Berlín, Stieglitz, eri stúlkan er horium fráhverf, fyrsí og fremst af því að hann er enginn svallari, og svo er hann heldur ekkert glæsimenni og því fær hann þvert nei þegar hann sér stúlkuna og biður hennar. Giamla manninum þykja þetta miður góð málalok, og brýtur hann heilann um hvernig hann fái snúið huga dóttur sinnar. Þeir finna það upp, að láta Stieglitz hafa haldið við leikkonuna frægu Riu Ray, en þegar það hefir frézt í bænum, verða allar vitlausar eftir Stieglitz, og stúlkan fer að gefa honum auga og þau trúlof- aist, en mitit í gleðinni kemur sjálf Riia Ray og kærastinn hennax til hæjiarins, og þá verður nú handa- gangur — það er annars miklu betrá að þið farið sjálf og sjáið leikinn. Hann er bráðfyndinn. Flestir nemendurnir Teika yel, og yrðu sumir þeirra áreiðanlega leikjifi okkar að miklu Uði, ef þeir tækju þátt í starfi Leikfélags- ins oig nytu tilsiagnar Haralds Björnsisioniar. Eiríkur Eiríksson leikuir Seibold. Hutverkio er erfitt, en Eiríkur leysir það prýðilega af hendi, og fáa mun hafa grunað, að hann ætti þetta til. Sania má segja um Ásdísi Jesdóttur, Valgercji Tómas- dóttur, Sonju Benjamínss.on og Árman.n Jakobsson. Hin hlutverk- in eru flest lítil. Ég vil hvetja alla bæjarbúa, og þó sérstaklega skóíafólk, tiil að sæ-kja Leikkvöld Mentaskólans. Næst verður leikið á fimtudag kl. 8V2- E. V. Af tilefni þess, að kynsjúk- dómamálin hafa vakið töluvert mntal hér í borginni, snéri Alþýðublaðið sér í gær til Hannesar Guðmundssonar, seni er isérfræðxngur í húð- og kyn-sjúk- dómum. Fórust lækniinum orð á þessa leið. Við höfum verið tveir læknar, er höfum stundað lækningu kyn- sjúkdóma,. Ég hóf lækningar mín- ar árið 1928, en áður hafði Maggi Magnúss verxð eini læknirinn hér í Reykjiavík, er fékst við kynsjúk- linga. í lögum er svo ákveðið, að stjórnarráðið skuli fela læknum eða sérfræðingum í kynsjúkdóm- um ;að veita sjúiklingum þeim, er þess óska, læknishjálp, og skuli sjúklingar hvorki greiða fyrir hjálpina né fyrir lyf, en aftur á mótí skuli læknarnir fá greidd laun sín frá hinu opinbera. Síðan ég tók til stiarfa, árið 1928, hafa margir sjúklingar fengið ókeypis læknishjálp, en ég svo fengið laun mín greidd úr ríkissjóði. Tók ég á móti þessum sjúklingu'm á sama tímia og ég tók á móti öðrum sjúklingum, en reikningar mínir voru ávalt bornir saman við dag- bækurnar, og gerði landlæknir það. Þeir, sem hafa notið ókeypis lækninga hjá mér árin 1929 og 1930, hafa verið á annað hundrað á hvérju ári, og er það um einn þriðji af kynsjúklingum hér í Reykjavík nú. Við áramótin 1930—31 gerði heilbrigöismál aráðherra þá breyt- ingu á framkvæmd laganna, að við læknarnir skyldum fá föst laun fyrir starf okkar, ki'. 300 á rnánuði hvor, og að sjúklingar, sem vildu fá ókeypis læknishjálp, skyldu koma á sérstökutm tíma txl okkar, í tvær stundir á dag, oig áttum við að skifta dögunutn á okkur. Samningur sá, er við læknarnir gerðum uxn þetta við hexlb rigðism álaráðherra, er sízt verri fyrir okkur en það fyrir> komulag sem áður var. Við fáum föst laun árið um kring, og þau laun fáum við fyrir utan það, sem við vinnum okkur inn á venjuleg- um læknínigatíma okkar. En þetta hlýtur að verða verria fyrir sjúk- lingana — og það virðist mér vera aðalalrioid. Sjómenn komia t. d. í land og geta oft ekki staðið við nema í 1—2—3 klst. Hvernig eiga þeir að fara að? Er líka ráðlegt að skipa sjúklingunum í flokka? Erfiðleikar eru miklir á því, «5 fá fólk til að leita til okkar um læiknimgu við kymsjúkdómum, og leinmitt í þesisu liggur mest hættia um að veikin magnist og breiðist út. Telja menin það' líklegt, að kynsjúkMngar verði djarfari að leita til okkar, ef þeir einir eiga að leita til okkar á vissum tím- um? Þessir sjúklingar vilja helzt fiverfa inn í hóp annara sjúklinga, er leitia til okkar. Samkvæmt ákvörðun helibrigð- ismáiaráðherra eiga þeir sjúkling- iar,' er þurfa að fá ókeypis kti nis- hjálp, því allis ekld að koma tíi ykkar á sama tíma og þið takið á möti öðrum sjúkMngum? segir tíðindamaður blaðsins. Já, — og þetta hefir vakið tölu- verða óánægju meðal sjúklinga. Eru mikil brögð að kynsjúk- dómum hér á landi? Síðustu árin hafæ verið skráðir um 4—500 sjúklingar, þar af um 400 Reykvíldngar. Hvaða ikynisjúkdómur er al— gengastur ? Lekandi er lang-algengasti sjúk- dómurinn. En syfilis er alvarleg- asti sjúkdómurinn. Venjuiegasl hafa um 30 syfiMssjúklingar sótt til lækna árlega, en þeir hafa all- ir smitast erlendis, en nú síðustu mánuðina hafa um 10 sjúklingar smitast hérna heima. Sýnir þetta, að sjúikdómurinn er að- byrja að festa rætur hér, og verð- ur þá að bregða fljótt og vel við- til varnar. Er ekki erfitt að berjast gegn þessiari veiki? Jú, sérstaklega er hættulegt eír sjúklingar draga lengi að leita læknis. Enn frernur er það mjög; ilt að eiga ekki sjúkrahús fyrir kynsjúkMnga, sérstaklega þó sy* fiMssjúklinga. Það er ákaflega erfitt oft að lækna það fólk, semí ekki þorir að fara með lækninga- tæki og lyf heirn til sín, einiuixn á þetta við um ungar stúlkixr. Þrjú Alþýðuflokksfrumvörp .■ fóru ígæ;r í gegn um 1. umræðu, í neðri deild um, að síld, sem seld ler í bræðsluverksmiðjur til vinslu, skuli jafnan vera viktuð, frv. vís- að til sjávarútvegisnefndar, og unx læknishéraðasjóði, visað til alls- herjarniefndar, í efri deild for- kaupsréttarfmmvarpið, er var vís- að til alisherjarnefndar. Skotið var á fundi í ísameinuðu þingi og utanríkismálanefnd end-' urkosin eins og hún var kosin á þinginu í sxxmar. í henni eru: Ás- geir ráðherra, Jón Þorláksison, Magnús Torfason (eina þingnefnd, sem hann er í nú)', Bjarni Ásgieárs- son, Ól. Thors, Jónas Þorbergs- son og Einar Arnórsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.