Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 5 Tíu daga menninff- arhátíð í Reykjavik N’ART ’86, 10 dag'a listahátíð með norrænum listamönnum og skemmtikröftum hefst i dag. Opnunarhátíðin verður i Hlaðvarpanum kl. 17 og um leið verða opnaðar þar tvær myndlistarsýningar. I efri sal Hlaðvarpans verður sýning Ednu Cers Winberg frá Svíþjóð. Flest verka hennar eru unnin í batik og er efniviðurinn að mestu norræn goðafræði. Í efri sal Hlaðvarpans verður síðan sýning norrænna myndlistarmanna sem verið hafa á ferð um ísland fyrri hluta mánaðarins. Nefnist hún Glöggt er gests augað. Um kvöldið verður leiksýning í Iðnó með danska leikhópnum Farfa og í tjaldi sem reist hefur verið fyrir framan Háskólann verða rokk- tónleikar með íslensku hljómsveit- unum Kukl og Vondervools og finnsku hljómsveitinni Sielun Velj- et. Hátíðin er hugsuð sem kveðja til Reykjavíkur í tilefni af 200 ára afmæli borgarinnar og lýkur henni 27. júlí. Á morgun verður síðan skrúð- ganga frá Lækjartorgi kl. 13.30 að tjaldinu fyrir framan Háskólann. Þar verður fyrsta sýning 40 sænskra barna og unglinga sem nefna sig Ludvika Mini Cirkus. Þau ætla að sýna fimleika, trúðaleik og ýmsar aðrar listir sem tíðkast í fjöl- leikahúsum. í Hlaðvarpanum hefst kl. 15 rammheiðinn fyrirlestur um seiðlist, blót og fomnorræna menningu. Það er Yggdrasill, norræn samtök um „shamanisma“ sem standa fyrir fyrirlestrinum en síðar ætla þau að gera betur og magna seið að kvöld- lagi í Hljómskálagarðinum. Kl. 17 verður síðan opnuð sam- sýning 50 norrænna listamanna í Borgarskála við Sigtún. Þar mun og íslenski dansflokk- urinn ásamt dómkómum frumflytja verk eftir Láru Stefánsdóttur sem var samið sérstaklega fyrir hátíð- ina. í Borgarskála sýnir einnig fínnski leikhópurinn Porquettas. Hann ætlar að frumflytja verk sem byggt er á sögu Michael Toumiers um Robinson og Fijádag. í skálanum verður einnig flutt verkið Subito, sviðsverk fyrir saxó- fón, slagverk og dansara. Flytjend- ur em Cecilia Roos og Elsie Petren frá Svíþjóð og Steingrímur Guð- mundsson. í tjaldinu ætlar Mimensemblen, hópur sænskra látbragðsleikara, að sýna nýjasta verk sitt, Utangarðs- maðurinn, sem byggt er á skáld- sögu Hermans Hesse, Steppuúlfur- inn. í tjaldinu verður einnig fjöldi tón- leika og ber þar hæst jasstónleika tríós Niels-Henning Örsted-Peder- sen. Femir rokktónleikar verða í tjaldinu, bæði með innlendum og erlendum flytjendum. Þar koma fram Centaur, Greifamir, Bjami Tryggvason, Fölu frumskógardrengimir, Bubbi Mort- hens, fínnska rokkhljómsveitin Sielun Veljet og sænska rokkhljóm- sveitin Aston Reymers rivaler. Fleiri jasstónleikar verða, Mas- qualeros, kvintett Arild Andersen, heldur eina tónleika í tjaldinu. Nk. mánudag verða flutt verk eftir Láms H. Grímsson í tjaldinu. Flytjendur em Guðni Franzson, Þóra Stína Jóhansen og Wim Hoog- ewerf. Loks verður lokahátíðin haldin í Uorgunblaðið/Júllus Tríó Niels-Henning Örsted-Pedersen. Frá vinstri: Palle Mikkelborg, Kenneth Knudsen og Niels-Henning. tjaldinu. Þar ætlar Ludvika Mini Cirkus að sýna, leikhópurinn Veit mamma hvað ég vil mætir með ýmsar furðuvemr og fyrir utan á að halda mikla flugdrekahátíð. í Iðnó mun danski leikhópurinn Farfa sýna „Giftur Guði“, leikrit sem fjallar um hluta af ævi rússn- eska dansarans Nijinski. í Iðnó ætlar Revíuleikhúsið að sýna Skottuleik eftir Brynju Bene- diktsdóttur. Þetta er bamaleikrit sem fjallar um þtjár nútimaskottur ogvar sýnt hérlendis síðasta vetur. í Félagsstofnun stúdenta ætlar Stúdentaleikhúsið að fmmsýna sjónleikinn „De kommer med kista og henter mig“. Höfundur og leik- stjóri er Magnús Pálsson. Á Kjarvalsstöðum ætla Ulf og Lefki Lindahl að kynna tónskáldin Grieg, Sjögren, Blomberg og Kark- off og leika verk þeirra ijórhent á píanó. Þar ætlar Daninn Mogens Ellegárd líka að leika á accordeon, og loks ætlar Svedenborgarkvart- ettinn, strengjakvartett ungra tónlistarmanna frá Sinfoníuhljóm- sveit sænska útvarpsins, að íeika laugardaginn 26. júlí. I Hlaðvarpanum mun danski rit- höfundurinn Jon Thöyer flytja fyrirlestur um valdabaráttu á Sturl- ungaöld. Einnig mun Finninn Lauri Nyknopp leika einleik á saxófón. Öll kvöld meðan á hátíðinni stendur verður opinn klúbbur í Fé- lagsstofnun stúdenta. TOYOTA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.