Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 7 Háskóli íslands: Flestir inn- ritast í við- skiptafræði INNRITUN nýstúdenta í Háskóla íslands fyrir næsta skólaár er um það bil að ljúka og höfðu 1366 umsóknir borist 15. júlí sl. Flestir innritast i viðskiptafræði eða 246. Á skrifstofu Háskólans fengust þær upplýsingar að 11 hafí innritast í guð- fræðideild, 165 í lögfræði, 88 í læknisfræði, 18 í lyfjafræði lyfsala, 51 í hjúkrunafræði, 57 í sjúkraþjálfun en þar eru 18 nemendur teknir inn ár hvert og 29 í tannlækningar og verða sjö þeirra teknir inn í deildina að loknu samkeppnisprófí í janúar. I heimspekideild hafa innritast 230 nemendur, í verkfræði 104, í raunvís- indadeild 197 og í félagsvísindadeild 170. Rétt er að taka fram að ekki er lokið við að ganga frá öllum umsókn- um, sem borist hafa með pósti og eru þessar tölur því ekki endanlegar. „Við höldum kettinum ef enginn kaup- ir hann“ — segir eigandi „Vest- urbæjarljónsins“ „NEI, Tommi er ekki seldur — ætli það endi ekki með því að við eigum hann áfram,“ sagði eig- andi „Vesturbæjarljónsins", sem svo mikið hefur verið í fréttum að undanförnu, í samtali við Morgunblaðinu. Eins og fram kom í Morgun- blaðinu í gær hafði kötturinn verið auglýstur til sölu ásamt ektamaka. „Það hringdu fjölmargir en enginn þeirra hvorki kom né keypti. Tommi hefur verið innilokaður síðan á laug- ardag og er orðinn ansi pirraður á inniverunni. Við verðum að fara að hleypa honum út. Það verður bara að koma í ljós hvað nágrannamir gera. Við erum alls ekki búin að gefast upp og höldum auðvitað kett- inum hjá okkur ef enginn kaupir hann,“ sagði eigandi „litla Ijónsins". Gjaldheimtan í Reykjavík: Innheimtan í ár svipuð og í fyrra OPINBER gjöld í ár hafa inn- heimst með svipuðu móti hjá Gjaldheimtunni í Reykjavik og i fyrra. Um síðustu mánaðamót höfðu innheimst 55% af fyrirfram- greiðslu þessa árs, 29,61% af eftirstöðvum fyrri ára og 80,6% af fasteignagjöldum. Þetta er mjög svipað því og hafði inn- heimst á sama tima í fyrra, að sögn Guðmundar Vignis Jósefs- sonar, gjaldheimtustjóra í Reykjavík. I lok júní í fyrra höfðu innheimst 56,26% af fyrirframgreiðslu þess árs, 28,9% af eftirstöðvum og 81,3% af fasteignagjöldum. Upp úr miðjum næsta mánuði má búast við að farið verði að gera lögtök hjá þeim, sem ekki standa í skilum. Árlega eru gerð um tíu þúsund lögtök, giskaði gjald- heimtustjóri á í samtali við blm. Morgunblaðsins í gær. Fyrr eða síðar nær Gjaldheimtan inn nær öllu því fé, sem henni er ætlað að innheimta þótt sumt komi seint og innheimtuaðgerðum fylgi á tíðum mikill kostnaður og fyrirhöfn. Frá stofnun Gjaldheimtunnar í Reykjavík 1962 og til ársloka 1985 hafði stofnunin þurft að afskrifa sam- tals um 278 milljónir króna, eða 1,53% af álögðum gjöldum á þessu 24 ára tímabili. Morgunblaðið/Börkur Kampakátir sæfarendur ÞAÐ var mikil eftirvænting í svip þessara ungu knattspyrnumanna úr Víkingi er þeir í vikunni lögðu upp í siglingu með félögum í Snarfara um Sundin og í kringum Viðey. Sjö hraðbátar tóku þátt í þessum flutningum og skemmtu krakkarnir sér hið besta. . . . að Höfðabakka 9 laugardaginn 19. júlíkl. lO.OOtil 17.00. GM Notið tækifærið til að kynnast og reynsluaka Chevrolet j Monza. 1986 árgerðin er uppseld en þegar er farið að skrá 1 CHEVROLET pantanir úr fyrstu sendingu af 1987 árgerðinni sem væntan- | leg er í september. BiLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 5ÍMI 687BOO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.