Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 9 Innilegar þakkir til allra sem minntust min á 90 ára afmœlinu. GuÖ blessi ykkur öll. Ólöf Gísladóttir, Neskaupsstaö. Hestaþing Sleipnis og Smára verður haldið á Murneyrum 19. og 20. júlí ’86. Mótið hefst með gæðingakeppni kl. 10 árdegis á laugardag. Unglingakeppni, undanrásir kappreiða, töltkeppni skráð á staðnum. Sunnudagur: skeið, gæðingasýning, úrslit kapp- reiða, mótslit. , .. Nefndin. ISFUGL ALLTAF EFSTUR! Já við höfum lengi verið efstir og fyrstir með ýmsar vinsælar og gómsætar nýjungar eins og t.d.: Helgar^ngur Veislukjúklingurinn OKKAR GRILLPARTY KJCKLINGVR Kjúllettnr m BEINT ÚR FRYSTINUM -TILBÚIÐ Á ÍO MÍN. BARBECUE^ BITAR - og bráðlega er von á enn fleiri nýjungum frá okkur. fcftJdl GOTT-HOLLT !?*III9I OG ÓDÝRT Sími: 666103 NÝTT SÍMANÚMER 69-11-00 Auglýsingar 22480 • Afgreiðsla 83033 Konur og stjórnmál Hlutur kvenna í íslenzkum stjórnmálum, hvort heldur er í sveitarstjórnarmálum eða þjóðmálum, hefur vaxið mjög á síðast- liðnum 15-20 árum. Er það vel. Sjálfstæðisflokkurinn hefur gegnt vissu brautryðjendahlutverki á þessum vettvangi. Fyrsta konan sem kjörin var á þing var úr hans röðum. Sama má segja um fyrstu konuna sem gegndi borgarstjóraembætti og fyrstu kon- una sem gegndi ráðherraembætti. Tvær konur eiga sæti í þingflokki sjálfstæðismanna nú og mættu vera fleiri. Önnur gegnir embætti heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, hin er forseti efri deildar Alþingis. Staksteinar fjalla eilítið um konur og stjórnmál í dag. Konur á þingi Niu konur eiga sæti sem aðalfulltrúar á Al- þingi íslendinga (sjá meðfylgjandi mynd). Þær eru fleiri en nokkru sinni fyrr. Engu að siður er hlutur kvenna smærri á þjóðþingi okkar en granna okkar á hinum Norðurlöndunum. Sterk- ar líkur standa hinsvegar til þess að hlutur kvenna innan islenzkra stjóm- málaflokka eigi eftir að vaxa verulega í fyrirsjá- anlegri framtíð. Ástæður þess em einkum tvær. í fyrsta lagi hafa konur, sem stjómmálum hafa sinnt, staðið sig að minnsta kosti ekki lakar en karlar, svo hóflega sé til orða tekið. í annan stað hljóta stjómmála- flokkar, sem ætla sér að halda velli að ekki sé nú talað um að auka hlut sinn i samkeppninni um fylgi i kosningum, að beita konum i ríkara mæli fyrir vagn sinn. Öðrum kosti höfða þeir ekki til jafn breiðs hóps og ella. Sérstakir kvennalistar hafa efaiítið stuðst við ýmis rök, ekki sizt meðan hlutur kvenna var nánast enginn innan sveitar- stjóma og þings. Hins- vegar gildir sama regla um konur og karla að þvi leyti, að þær liljóta að hafa mismundandi afstöðu til þjóðmála, eftir mismundi lífsviðhorfum og pólitískri satmfær- ingu. Það er til dæmis nánast óhugsandi að kona, sem hefur ríka sannfæringu fyrir þvi að stefna sú, sem þjóðin hefur fylgt í utanríkis- öryggismálum, sé rétt geti léð fylgi sitt Samtök- um um kvennalista. Sama máli gegnir um konu, sem telur rétt að breyta óbeizluðum fall- vötnum okkar í störf, verðmæti og gjaldeyri um stóriðju. í þessum málum — og raunar fleiri — hafa kvennalistakonur jafnvel haft neikvæðari afstöðu en Alþýðubanda- lagið. Með þessum orðum er engan veginn verið að kasta rýrð á hæfni þeirra til þingmannsstarfa. Og þær hafa nákvæmlega sama rétt til sinna skoð- ana að þessu leyti, og þeir, sem gagnstæðar skoðanir hafa. Mergur- inn málsins er einfald- lega sá, að konur hljóta að hafa skiptar skoðanir í stjómmálum, rétt eins og karlar. Og þær hljóta að fylgja sannfæringu sinni, rétt eins og þeir. Konur og Alþýðu- bandalagið Talandi um konur og stjómmál er og fróðlegt að glugga í átök kvenna innan Alþýðubandalags- ins, þar sem allir slást við alla. í júni á sl. ári skrifaði Guðrún Helgadóttir, eini kvenkyns þingmaður Al- þýðubandalagsins, blaða- grein hvar segir meðal annars: „Vitanlega verður kona að vera á Iista (Al- þýðubandalagsins, inn- skot Stakstcina) næst, en til greina kæmi að yrtgja það sæti upp, finna ein hvetja smásnotra stelpu, sem smalar atkvæðum, en þegir síðan og Ies prúð og hljóð stefnu Svavars Gestssonar og Hjörleifs Guttormssonar í öllum málum____En þeir geta kastað þessum þanka aft- ur fyrir sig. í tilefni dagsins ætlar greinar- höfundur hvergi að víkja og væntir þess að eiga framundan langt sam- starf í þágu lands og þjóðar á jafnréttisgrund- velli, þegar hinir kæm bræður hafa skilið hvað jafnrétti er.“ Hér lætur Guðrún Helgadóttir að þvi liggja að einhver öfl í óróa Al- þýðubandalagsins hafi hug á að bola henni af þingi og fá „smásnotra stelpu" í sinn stað. Eftir þessi orð ráðast fram sjö konur og taka Guðrúnu á beinið í Þjóð- viljanum. Þær segja m.a.: „Við mótmælum þeirri skoðun, sem fram kemur hjá Guðrúnu, að jafn- réttismál séu einkamál kvenna og karlar megi hvorki i ræðu né riti fjalla um þau ... Niður- lagsorð Guðrúnar um smásnotra stelpu, sem smalar atkvæðum, em bein móðgun við allar þær konur, sem lagt hafa flokknum lið í störfum undanfarin ár...“ o.s.frv. o.s.frv. Konur em greinilega engir eftirbátar karla í þeirri óróans- og innan- flokksiþrótt sem er ær og kýr Alþýðuandalags- ins. Ljósþráðalína lögð til Hvolsvallar LJÓSÞRÆÐIR eru ein mikilvæg- asta tækninýjungin á sviði fjar- skipta. Þeir flytja mun meira efni og eru miklu fyrirferðarminni en gömlu koparþræðimir. Laugar- daginn 12. þ.m. hófst lagning (jósþráðalinu frá Geithálsi austur að Hvolsvelli, á vegum Pósts og síma og verður hún tilbúin í árs- lok. Þetta er í fyrsta sinn sem ljós- þráðalína er lögð úti á landi, en áður hafa ljósþræðir verið notaðir innan- bæjar í Reykjavík. A þessari línu verður lengra milli magnara en áður hefur tíðkast. Á línan að geta flutt 1920 talrásir fyrst í stað en gamla línan gat flutt 120 rásir, að sögn Bergþórs Halldórssonar hjá Pósti og síma. Tilgangurinn með þessu er að styrkja kerfið á einum helsta álags- kafianum. Aðaisímalínan í kringum landið er hringtengt örbylgjukerfi sem getur flutt 960 línur. Það á að geta annað allri símaumferð þótt hringurinn rofni einhvers staðar, en það eni kaflar þar sem það næst ekki. Á ljósþráðurinn að hjálpa upp á, á einum slíkum kafla. í línunni sem verið er að plægja niður austur eru 6 þræðir en bara 2 verða notað- ir tíl að byija með. Hinir verða til vara. Ljósþræðina má búa þannig út að þeir geti flutt sjónvarpsefni, en eink- um eru þeir hentugir til að flytja stafræn boð. Gamla línan og ör- bylgjukerfið flytja boð hliðrænt. Ný símstöð á Hvolsvelli er stafræn og er því betra að tengja hana um ljós- þræði. Þá er minni hætta á að tölvuboð brenglist ef þau eru send stafrænt. Hliðrænt kerfi sendir hveija talrás sem tíðniband og þarf 4 kílórið und- ir hveija rás. Er þetta ekki ólíkt radíósendingu. Stafrænt kerfi breytir talinu eða öðrum boðum og sendir það sem púlsa. í ljósþráð er einn púls örstutt tímabil þar sem annað- hvort er slökkt eða kveikt á ljósinu. Einnig má senda púlsa með raf- boðum eins og tölvur gera. Hver ljósþráður getur flutt 140 milljónir púlsa á sekundu, en einn púls er það sama og einn biti, sem er eining í tölvuvinnslu. Yfírleitt eru átta bitar notaðir til að flytja hvern staf. 140 milljónir púlsa geta því flutt 17,5 milljónir stafa. Ekki er þetta ódýrara en eldra kerfi, að sögn Bergþórs, ef miðað er við núverandi notkun. Ljósþræðir eru enn dýrir, en ef miðað er við flutningsgetu og framtíðina er þetta ódýrara. Doktor í efnafræði í DESEMBER síðastliðnum varði Hannes Jónsson doktorsritgerð í efnafræði við Kaliforníuháskóla i San Diego. Ritgerðin nefndist „Quantum Meehanical Atom Scattering from Adsorbates at High and Low Cov- erage" og fjallaði um rannsóknir á yfirborði fastra efna með endurvarpi léttra atóma svo sem He og H. Hannes varð stúdent frá Mennta- skólanum við Tjömina 1977 og lauk BS-prófi í efnafræði við Háskóla Islands 1980. Hann stundar nú rann- sóknir við Stanford háskóla í Kali- fomíu. Hannes er kvæntur Ágústu Flosadóttur sem vinnur að doktors- ritgerð í hafeðlisfræði við Seripps hafrannsóknarstofnunina í Kali- fomíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.