Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 15 * Leikhúsviðburður á Islandi Frá sýningu Odinleikhússins. eftir Jónu Ingólfsdóttur Árið 1964 stóð ungur ítalskur innflytjandi í Osló og vildi verða leikstjóri. Leikhúsin í Noregi höfn- uðu honum á þeirri forsendu að hann hefði enga reynslu eða viður- kennda menntun og væri ekki altalandi á norska tungu. Þetta var Eugenio Barba. Hann gafst ekki upp, enda ákveðinn að eðlisfari, safnaði um sig hóp ungs áhugasams fólks sem hafði fallið á inntöku- prófi í leiklistarskólanum í Osló og þau byrjuðu að æfa í október 1964. Leikhúsið kölluðu þau Odin-leik- húsið í höfuðið á æðsta guði ásatrúarinnar, Óðni. Aðstæður til starfseminnar voru heldur bág- bomar; þau unnu á daginn til að hafa í sig og á og æfðu svo í gömlu loftvamarbyrgi á kvöldin. Þessi vinna var erfið, ekki síst vegna þess að þau voru sífellt í vamar- stöðu gagnvart áleitnum spurning- um fólks um hvað þau væru eiginlega að gera, hvers vegna þau kölluðu sig leikhús og sýndu aðeins eina sýningu eftir heils árs vinnu. Óþjálfaðir leikarar og reynslulaus leikstjóri. Þegar bæjarstjóm lítils bæjarfé- lags í Danmörku, Holstebro, bauð þeim aðstöðu og fastan rekstrar- styrk í bænum þáðu þau það með þökkum, enda orðin langþreytt á skilningsleysi norskra yfirvalda á starfsemi þeirra. Núna, rúmum 20 árum síðar, er litið á Odin-leikhúsið sem leiðandi afl í þróun leiklistar í heiminum og til Holstebro kemur árlega fjöldi leikhúsfólks hvað- anæva úr heiminum til að kynnast starfsemi leikhússins. Öðruvísi leikhús En hvað er það þá sem gerir Odin-leikhúsið svo frábrugðið því leikhúsi sem við eigum að venjast? Eugenio Barba dvaldist þrjú ár í Póllandi, eitt ár í háskóla og tvö ár í Opole þar sem hann fékk tæki- færi til að fylgjast með vinnu Grotowskis og leikhúsi hans sem Grotowsi sjálfur vildi frekar kalla leikhústilraunastofu (teaterlabor- ium) en leikhús. Og því er ekki að neita að rætur Odin-leikhússins liggja að miklu leyti í hugmyndum Grotowskis um vinnu leikarans og tilgang leikhússins sem slíks meðal almennings. Líkamlegt atgervi og þrotlaus þjálfun er lykilatriði í vinnu Odin-leikhússins. Þegar Barba er spurður að því hvað liggi eiginlega að baki velgengni leikhússins svarar hann gjaman: „Geta leikaranna minna byggist á afskaplega ein- földum hlut: mikilli vinnu. Og þessi vinna byggist hvorki á innblæstri, tilfinningum eða hugmyndafræði heldur á líffræðilegum, líkamlegum og leikrænum grundvelli. Odin- leikhúsið var upphaflega lokuð stofnun þar sem leikararnir unnu fyrir luktum dyrum og oft leið lang- ur tími á milli þess að almenningur fengi tækifæri til að sjá afrakstur vinnunnar í formi leiksýningar af einhveiju tæi. Ýmsar sögusagnir spunnust um hvað færi fram á leik- húsinu; þau voru furðufuglar sem ekki hugsuðu um neitt annað en sjálf sig, leikstjórinn átti að níðast á leikurunum, loka þá inni og léti þá þræla frá morgni til kvölds og sumir héldu því jafnvel fram að þau einöngruðu sig eingöngu til að fólki fyndist þau meira spennandi. En sýningar þeirra vöktu hvarvetna athygli, fólk átti ekki orð til að lýsa hrifningu sinni í bókstaflegri merk- ingu, enda höfða verk þeirra frekar til tilfinninga fólks en skynsemi og því oft erfitt að skilgreina hvað það er sem manni fínnst svona gott við sýningar þeirra. í upphafi sýndu þau aðeins í litlu húsnæði þar sem fáir komust að í einu. Sýningarnar einkenndust af einfaldleika í allri umgjörð og þau fengu það orð á sig að vinna þeirra höfðaði meira til menntamanna og þeirra sem stunduðu leiksýningar en almenn- ingur hefði engan möguleika á að skilja hvað fram færi. Upp úr 1970 hófst nýtt tímabil í sögu leikhússins. Þau ferðuðust út um allan heim (Ítalíu, S-Ameríku og víðar) léku á götunni, notuðu stultur og stórar trommur og bún- ingarnir urðu um leið litríkir og áberandi. Þau hófu skipulagt nám- skeiðahald, fengu til sín utanað- komandi kennara og litla lokaða leikhúsið í Holstebro opnaðist fyrir umheiminum. Vinnan Haustið 1981 fékk ég tækifæri til að kynnast Odin-leikhúsinu af eigin raun. Þar voru samankomnir 30 leikarar og 10 leikstjórar frá öllum heimshornum sem áttu að vinna undir handleiðslu leikaranna í heilan mánuð. Allar sögusagnirnar sem mér höfðu borist til eyrna um þrælabúðir þar sem fólk væri vakið klukkan 5 á morgnana og ætti að hlaupa 50 kílómetra og vinna síðan fram á nótt undir stöðugum svipu- höggum frá leikstjóranum reyndust alls ekki réttar. Þrátt fyrir stans- lausa líkamlega vinnu, svita og tár, var það samt þannig að eftir 16 stunda vinnudag fann maður ekki fyrir þeirri yfirþyrmandi þreytu sem manni annars væri eðlilegt. Það var gefandi vinna með líkama og sál sem gaf manni orku til að halda áfram hvað sem á bjátaði. Það eina sem til þurfti var viljinn til að læra og taka við öllum þeim lærdómi sem stóð til boða. Odin-leikhúsið leggur mikla áherslu á menntun og þroska leikar- ans og þess vegna halda þau námskeið fyrir leikhúsfólk víðs veg- ar um heim. Leikararnir hafa stofnað leikhópa út um allar trissur og einbeita sér að þeirri vinnu jafn- hliða vinnunni í sjálfu leikhúsinu í Holstebro. Þegar Eugenio Barba setur upp sýningu leitar hann gjam- an fanga í fortíðinni, lætur leikar- ana vinna sig fram í gegnum spuna sem hann vinnur síðan úr. SýninginíN’ART’86 Iben Nagel Rasmussen hefur verið með í Odinleikhúsinu frá því að það flutti til Danmerkur og hún er ein af aðaldriffjöðrum leikhússins jafnframt því að hún hefur stofnað sinn eigin leikhóp, FARFA. Sýning- in „Giftur guði“ eða „Hin ómögu- lega ást“ byggir á æfi ballettdans- arans Vaclav Nijinskis sem öðlaðist heimsfrægð 18 ára og var talinn einn færasti ballettdansari heims 28 ára gamall þegar hann kom fram í síðasta sinn. Næstu 33 ár æfi sinnar var hann geðveikur og leit á sjálfan sig sem bæði Krist og brúðguma Guðs. Við hlið sér hafði hann konu sína, Romola de Pulszky, sem var ungversk ballerína og það er um samskipti þeirra sem leikritið fjallar. í leikskránni stendur meðal annars: „Að vera giftur Guði dans- ins sem síðar giftist Guði sjálfum vom örlög þeirra. Þrátt fyrir and- lega og líkamlega örbirgð hans, þrátt fyrir það að hann reyndi að drepa bamið þeirra, þrátt fyrir stríð og fátækt vissu þau bæði hvemig þau gátu varið ómögulega ást sína.“ í leikritinu koma fram tveir leik- arar, Iben Rasmussen í hlutverki eiginkonunnar og Cecar Brie sem Vacklav Nijinski. Verkinu er leik- stýrt af Eugenio Bárba. Sýningam- ar em aðeins þijár 18., 19. og 20. júlí klukkan 20.30 í Iðnó og ég hvet alla eindregið til að næla sér í miða sem fyrst því að slíkur leik- húsviðburður er ekki daglegt brauð hér uppi á hjara veraldar. Forsala aðgöngumiða á hátíðina er í Gallerí Borg við Austurvöll frá klukkan 16 daglega en miðar em einnig seldir við innganginn. Höfundur er nemi við Háskóla íslands. þyrstum íslendingum á öllum aldri, stúdentum jafnt sem öðrum, í ótrú- iega ódýrt ferðalag til Zúrich í Sviss NÚNA Á LAUGARDAGINN! (19/7). Flugvailarskattur ekki innifalinn. Svona tilboð kemur ekki aftur á næst- unni, - það máttu bóka! Hafið samband! SKRIFSTOFA STUDENTA Hringbraut, sími 25822 og 16850 TRYGGIÐ ORYGGI YKKAR HEYRNARHLIFAR PELTOR heyrnarhlífarnar eru viðurkenndar gæðahlífar. Ýmsar útfærslur. Einnig fyrir þráðlausa móttöku. Heyrnartap er ólæknandi. - Notið PELTOR heyrnarhlífar. Skeifan 3h Simi 82670

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.