Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 Hann hækkaði í kræklu sem bognaði í keng, 5. grein: Brauðið og smérið eftir Asgeir Jakobsson Þótt Coldwater og Iceland Sea- food reyndust þjóðinni þarfa fyrir- tæki á sínum tíma, þá varð þróunin sú, eftir að fyrirtækin höfðu verið gerð að fiskréttaverksmiðjum, að liér heima urðum við í vinnslunni fyrir þau eins og sá maður, sem slær kornöxin á akrinum, malar komið, bakar brauðið, sker af því skorpurnar og síðan í sneiðar pakk- ar þeim snyrtilega inn og sendir langan veg og dýran þeim manni, sem rífur utan af umbúðimar, smyr sneiðarnar, pakkar þeim inn á ný og fer með þær til kaupmannsins og selur dýrt. Hann lifir góðu lífi þessi, en hinn, sem vann allt við brauðið nema smyija það, naslar skorpumar af brauðinu heima í koti sínu og hefur ekki einu sinni lýsisbræðinga að viðbiti. En það er honum huggun í fátækt sinni, að sá, sem smurði og seldi, lagði inn á reikning hans í hinu fjarlæga landi og þar á skorpukarlinn orðið nokkra eign, en hún bætir honum ekki daglegt viðurværi, hann verður að láta sér nægja að vita af henni þama, enda dygði hún honum lítið, það sem skiptir hann máli, er hitt hvað hann þarf mikið til sín þessi sem smyr sneiðina. í margvíslegum erfiðleikum sjáv- arútvegsins á undanfömum árum í óðaverðbólgu, rangri gengisskrán- ingu, dýrri olíu og loks raunvöxtum, hafa menn jafnan gengið út frá því sem gefnu, að frystivinnslan á Bandaríkjamarkað væri sjávarút- vegnum til hagsbóta og þar þyrfti ekki að leita neinnar orsakar til erfíðleikanna. Menn stæðu þó ekki nú jafngapandi yfír vanhæfni frysti- vinnslunnar til að mæta samkeppni, ef þeir hefðu kíkt fyrr og betur á það dæmi allt. En svo lokaðir hafa menn verið og af ýmsum ástæðum, að enginn ráðandi maður hefur anzað þeirri spurningu, hvað þessi markaður kostaði okkur. Ásamt Verðlagsráði og sleifar- laginu í frystivinnslunni, voru og em fiskréttaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum grundvallarskekkja í sjávarútvegsdæminu. 0 Uttekt í báða enda Um 1970 var öllum, sem málum voru kunnugir, orðið það fullljóst að frystivinnsla okkar gat ekki greitt markaðsverð fyrir físk, sem unninn var á Bandaríkjamarkað. Þá hefði átt að taka frystivinnsluna út í báða enda, vinnulagið hérlendis og sölukostnaðinn erlendis, ásamt því að leggja niður Verðlagsráð. Afsakanlegt var þó að menn færu sér hægt vegna þorskastríðanna og þá ekki í önnur hús að venda um skeið með sölu frysts físks en til Bandaríkjanna, en engin afsökun fyrir aðgerðarleysinu eftir 1976 að bókun 6 tók gildi, og hvort tveggja gerðist að tollar féllu niður á Evr- ópumörkuðum og við höfðum svipt markaðsþjóðirnar 200 þúsund tonna árlegum afla. Evrópumarkað- ir biðu okkar opnir og fiskvana. En það fór svo, að þjóðin virtist ekki átta sig á að það væri eitthvað athugavert við vinnulagið í frysti- vinnslunni, fyrr en farið var að reka frystitogara. Þá fór almenningur að spyija sig, hvemig þetta mætti vera, að það þyrfti ekki annað en setja frystigræjur um borð í skip og ýta því frá landi, þá fengist ágætis útkoma. Þjóðin fór svo 1983 að átta sig á að eitthvað væri bogið við hinn endann líka, frystimarkaðinn, þegar frystihús, sem við sjálfír íslendingar höfðum sett upp í Grímsbæ, gátu keypt físk á þreföldu verði við frystihús hér heima. I skýringum frystihúsamanna hérlendis kom upp allt það, sem vanrækt hafði verið að gera hér til að laga frystivinnsludæmið. Frystihúsin í Grímsbæ keyptu þann físk, sem þeim hentaði og borguðu hátt verð eða lágt eftir fískgæðum og samkeppni á mörk- uðunum, þau vom miklu minna vélvædd en okkar og fjárfestingar- kostnaður þeirra miklu minni og þau gátu unnið í neytendapakkn- ingar (ræða formanns SH á aðal- fundi). Þetta síðasta hefði formaðurinn getað orðað skeleggar þannig: „Þessi frystihús hafa ekki fískréttaverksmiðjur milli sín og verzlanakeðjanna, heldur selja beint úr húsum sínum til verzlana." En það verður nú biðin á að SH-ingar viðurkenni, að það sé Coldwater, sem sé að drepa þá. „Fyrr skulu stundir íjörsins dvína." Eg er þó ekki í nokkrum vafa um það, sem ég hef klifað oft á, að sú mikla fjárfesting og mikla fólkshald, sem fylgir vinnslunni á Bandaríkjamarkað sé önnur megin orsök hinna sífelldu vandræða frystihúsanna hérlendis og einnig „Fyrirtækin úti með samanlagt eitt þúsund manns í vinnu (Cold- water 600 og- Iceland Seafood tæp 400) fá fjórðungi meira í sinn hlut en frystivinnslan hér með 6—7 þúsund manns í vinnu á Banda- ríkjamarkaðinn og marga milljarða króna í fjárfestingu til þeirrar vinnslu.“ því, að þau geta ekki greitt mark- aðsverð fyrir físk og reynast ekki samkeppnisfær, hvorki við frysti- togarana vhérlendis né frystihús í næstum löndum og ekki heldur ferskfískmarkaði. Að þeirri lausn SH og SÍS á vandanum að setja upp frystihús í Englandi likt og fisk- réttaverksmiðjurnar í Bandaríkjun- um kem ég að síðar. Sölu- og fískréttaverksmiðjumar í Bandaríkjunum taka 30—50% af söluverðmætinu, jafnar sig upp með 40%, trúi ég um árin, og það er alltof mikið, þegar við bætist hversu dýr vinnslan hér heima er fyrir þessar verksmiðjur. Nú er enginn að tala um að leggja Coldwater og Iceland Sea- food fyrir róða, heldur að það sé gert upp á hveijum tíma, hvort vinnsla borgi sig fyrir þessi fyrir- tæki og þá hvaða vinnsla, en ekki pressast við undir líf og blóð að vinna sem mest af físki fyrir þau, hveiju sem til er kostað, þegar ann- arra markaða er völ, sem betur gæti borgað sig að vinna á í einn eða annan tíma. Við höfum oft verið sviptir mörk- uðum og jafnan fundið nýja. Getum við ekki skipt um markaði nema vera neyddir til þess? Það er nærtækast að taka dæmi um, hver hlutur Coldwater og Ice- land Seafood er í endanlegu sölu- verðmæti frysta físksins af tveimur síðustu árunum, 1984 og 1985. (Það athugist við þá lesningu, að nú tek ég heildarútflutningstölur, en í samanburðardæminu við fersk- fískmarkaðina í 4. grein minni tók ég útflutningsverðmæti á flökum og blokk, sem unnin er úr sömu físktegundum og seldar eru á fersk- fískmörkuðum. Inn í heildarútflutn- ingstölunum nú er skelfískur og rækja.) Árið 1984 var útflutningsverð- mætið til Coldwater og Seafood 5,7 milljarðar en fyrirtækin seldu fyrir 13,6 milljarða. Bæði seldu eitthvað fyrir aðra þetta ár og það gæti hafa numið einum 2 milljörðum og þau þá selt okkar físk fyrir 11,6 milljarða og tekið í sinn hlut um 50% af endanlegu söluverðmæti það árið. 1985 var flutt út héðan til fyrirtækjanna fyrir 8,1 milljarð en þau seldu það ár fyrir 14,4 millj- arða og líklega hafa þau bæði selt eitthvað meira fyrir aðra en okkur í fyrra en 1984, líklega fyrir eina 2,5 milljarðar, og hafa því ekki þetta ár fengið í sinn hlut af endan- legu söluverðmæti okkar físks nema um 30%. Þetta rokkar þannig milli ára vena misjafnra birgða fyrir- tækjanna, þegar upp er gert árið og einnig vinna þau misjafnlega mikið í fískrétti frá ári til árs. Ef gert ráð fyrir að til jafnaðar- verði eftir úti í Bandaríkjunum 40% af endanlegu söluverðmæti frysts físks á þann markað, þá höfum við þetta dæmi: Af hveijum 100 krón- um í endanlegu söluverðmæti taka sölu- og fiskréttaverksmiðjurnar 40 krónur og þeim 60, sem eftir eru þá oftast skipt nokkuð jafnt milli veiða og vinnslu hér heima, sem fyrr er lýst, og hafa þá frystihúsin hér í sinn hlut um 30 krónur. Fyrir- tækin úti með samanlagt eitt þúsund manns í vinnu (Coldwater 600 og Iceland Seafood tæp 400) fá fjórðungi meira á Bandaríkja- markaðinn og marga milljarða króna í fjárfestingu til þeirrar vinnslu. Eg hef ekki sundurgreindar tölur þess, hvernig heildar fjárfesting og árleg fjárfesting skiptist á físk- vinnslugreinarnar, en það fer ekki á milli mála að hlutur frystivinnsl- unnar fyrir Bandaríkjamarkað er þar lang stærstur. Síðastliðið ár, 1985, var varið 1,1 milljarði til húsa, véla og tækja í fiskvinnslunni (tölvuvæðing og fleira) og þá var heildarfjármagn bundið í húsum, vélum og tækjum á verðlagi ársins 10,7 milljarðar. Kröfur sölu- og fiskréttaverksmiðj- anna hafa aukizt ár af ári um bætta forvinnslu hérlendis og ekki stendur á að sinna kröfunum. „Við erum að vigta okkur í hel“ er haft eftir góðum og gegnum frystihúsamanni og þannig orðar hann þennan síaukna kostnað við að vigta fískinn þangað til 1212 grömm af físk- þunga uppúr sjó eru orðin að 389 grömmum í flökum eða blokk á Bandaríkjamarkað. Fínt skal það vera. Engir maðkar ... Nú skyldu menn hafa það í huga, að það er að mínum dómi, sem þekki marga þeirra manna, sem hér eiga hlut að máli, óþarft að gera því skóna, að hér séu einhveijir maðkar í mysunni. Það er um sölu- og fiskréttafyrirtækin að segja, að þau kaupa dýrt efni og af því eru eggin dýrust til fiskréttavinnslunn- ar, auglýsingakostnaðar er gífur- lega mikill í þessu landi auglýsing- anna, og það er við marga að eiga áður en fískurinn er kominn í verzl- anir og í þessu landi vilja menn hafa nokkuð fyrir snúð sinn, þó hann sýnist ekki stór, þá er og það, að í Bandaríkjunum verða fyr- irtæki að sýna hagnað, ef þau eiga að fá einhveija fyrirgreiðslu svo sem í bönkum og núllrekstur okkar þekkist ekki í þessu markaðslandi okkar. Sölu- og fiskréttafyrirtæki verða að standa traustum fótum fjárhagslega, ef þau eiga ekki að verða undir í samkeppninni. Bæði SH og SÍS forðast eflaust af þessum orsökum að ganga mjög nærri þeim með verð héðan að heiman. Og framan af, meðan þessi fyrirtæki voru að byggjast upp, varð að leggja þeim fé héðan, en það er liðin tíð Bæði fyrirtækin ganga orðið fyrir eigin fjármagni. Þótt þama hafí myndazt eignir, sem frystihúsin hér heima eiga að nafninu til, þá not- ast þær ekki nema til að tryggja stöðu fyrirtækjanna úti og eru trú- lega ekki svo miklar, að þær skipti umtalsverðu máli fyrir „statusinn“ hérlendis, heldur snýst málið um það, hversu dýr þessi markaður er okkur bæði í vinnslu og sölu, og það liggur ekki í einhverri smáræð- is eignamyndun um árin, heldur árlegum rekstrarkostnaði sölu- og fískréttaverksmiðjanna, sem verður að borgast með ofangreindum hætti, lágu fískverði, lágu kaupi og ofQárfestingu í húsum, vélum og tækjum. FHAMKV’ÆMDAFÓLK • Skortur á réttum upplýsingum getur kostað ykkur stórfé og óþarfa fypirliöfn. HúsTDyggjandimi kostar ekki nema 220 krónur og fæst í byggingavöruverslmmm eða á blaðsölustöðum. Meðal efxiis í nýjasta tölublaði Húsbyggjandans: Húsbyggjajidinn heimsækir Hllmar Jónsson og Elínu Káradóttur í Hafnarfirði.útgefendur Gestgjafans. Einnlg Önnu Alfreðsdóttur og Finn Björgvinsson, arkitekt á Hávallagötu í Reykjavik. Byggingalausnir: Frágangur timburþaks og steypts útveggjar, einangrun utan á steyptan útvegg, fróðleg grein um hljóðeinangrun húsa — Hvað er X-steypa? — Garðskálar: Sannkallaður suxnar- auki - Sól og skjól, mikilvægast við hönmm garðsins - Hvernig á að leggja korkflísar? - Reykja- vík 300 ára — Birtir brátt yfir lánamálum húsbyggjenda — Teikningasafh — Innréttingar — Þjón- ustulistinn Hvað fæst hvar? — Eldvarnir - Fastelgnamarkaðurinn — Gólfefni og kynning á ýms- um nýjungum í byggingariðnaðinum og margt fleira.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.