Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 Viljum ekki komast yfir kjarnorkuvopn — segir forsætisráðherra Pakistans Washington, AP. BANDARÍSK stjórnvöld gerðu Mohammad Khan Junejo, forsæt- isráðherra Pakistans, grein fyrir því í gær, að hemaðar- og efna- hagsaðstoð Bandaríkjamanna við Pakistan yrði stöðvuð, verði Pak- istan sér út um kjarnorkuvopn. Junejo, sem nú er í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum, full- vissaði hins vegar Reagan forseta um það á rúmlega klukkustundar fundi þeirra í Hvíta húsinu, að Pak- istan hefði hvorki vilja né getu til þess að komast yfir kjamorkuvopn. Á fundi með fréttamönnum sagði Junejo, að þeir hefðu einnig rætt fíkniefnavandamálið og kvaðst Howe undirbýr f ör sína til Afríku London, AP. SIR Geoffrey Howe, utanríkis- ráðherra Bretlands, fór í gær til Washington til þess að gera George P. Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, grein fyrir fyrirhugaðri för sinni til Suður- Afríku. Markmiðið með henni er fyrst og fremst að koma á við- ræðum milli stjórnar hvitra manna og leiðtoga blökkumanna í landinu. Howe fór í síðustu viku til þriggja nágrannaríkja Suður-Afríku, það er Zambíu, Zimbabwe og Moz- ambique. Howe heimsótti þessi ríki í umboði Evrópubandalagsins, en á fundi þess 27. júní sl. var ákveðið að bíða með efnahagsþvinganir gagnvart Suður-Afríku, unz ljóst yrði, hvaða árangur yrði af för hans þangað. Fastar er nú lagt að Reagan Bandaríkjaforseta en áður að taka harða afstöðu gegn aðskilnaðar- stefnunni í Suður-Afríku og hefur forsetinn þegar samið ræðu, sem talið er að hann eigi eftir að flytja bráðlega í sjónvarpi. Þó er haft eftir Donald T. Reg- an, starfsmannastjóra Hvíta húss- ins, að í þeirri ræðu komi fram, að ekki sé nauðsyn á strangari refsiað- gerðum gagnvart Suður-Afríku að svo komnu en þegar hafa komið til framkvæmda. Haft er eftir mannréttindafröm- uðinum Jesse Jackson, sem er svertingi, að þau áform að gera blökkumann að sendiherra Banda- ríkjanna í Suður-Afríku verði til einskis nema því aðeins, að samtím- is grípi Bandaríkjastjóm til nýrra ráða til þess að fá enda bundinn á aðskilnaðarstefnuna í landinu. Þannig ætti sendiherrann að hafa Mús tefur júmbóþotu Bangkok, 17. júlí, AP. JÚMBÓÞOTA brezka flugfélags- íns British Airways tafðist um tvær stundir í Kuala Lumpur á leið sinni til Bangkok eftir að músar varð vart um borð. Músarinnar varð vart rétt fyrir lendingu í Kuala Lumpur og gerðu farþegar áhöfninni viðvart. Meindýr eru ta’.in geta valdið skaða með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og því var mýslu leitað hátt og lágt eftir lendingu, en hún fannst hvergi. Reynt var að svæla hana út en ekki er vitað hver örlög hennar urðu. Jafnframt var þotan skoðuð ítarlega innan sem utan og þegar ekkert óvenjulegt kom í ljós fékk hún loks að halda áfram, tveimur stundum á eftir áætlun. heimild til þess að ræða við leiðtoga Afríska þjóðarráðsins, sem eru helztu samtök aðskilnaðarstefnunn- hann hafa heitið því, að pakistönsk yfirvöld myndu herða mjög barátt- una gegn fíkniefnaframleiðendum og senn taka í notkun þyrlur í því skyni að eyðileggja valmúuakra, sem eru undirstaða heróinfram- leiðslunnar. Ennfremur væri til athugunar að herða mjög viðurlög í Pakistan við fíkniefnasölu. I skýrslu, sem samin var á vegum bandaríska utanríkisráðuneytisins í febrúar sl., kom fram, að Pakistan- ar framleiða ekki bara ópíum sjálfir til þess að vinna úr því heróín, held- ur fá þeir einnig ópíum ræktað í Afganistan til heróínframleiðslu sinnar. Með aðstoð Bandaríkjamanna tókst að minnka ópíumframleiðsl- una í Pakistan úr um 800 tonnum niður í 40 tonn á fyrstu árum þessa áratugs, en á þessu ári er talið, að framleiðslan hafi vaxið á ný og verði um 140 tonn. Sjórinn fossar... Sjórinn fossar út úr danska togaranum Anna Sörine, er flot- krani lyftir skipinu upp á yfirborðið. Fyrir rúmum mánuði fékk togarinn á sig tvö ólög í Norðursjónum og sökk á fáeinum mínútum. Þrír af áhöfninni fórust. Togarinn verður dreginn til hafnar og vonast er til, að skoðun leiði orsakir slyssins í Ijós. Var Herbert Meissner njósnari eða ekki? Bonn, AP. DEILAN milli Austur- og Vest- ur-Þýzkalands út af Herbert Meissner hélt áfram í gær. Kröfðust stjórnvöld í Austur- Berlin þess, að hann yrði látinn fara aftur til Austur-Þýzkalands, en stjórnvöld í Bonn kröfðust þess aftur á móti að hann yrði handtekinn fyrir njósnir. Afganistan; Hörð átök í Herat Réttarhöld hafin yfir leiðtognm skæruliða Islamabad, Pakistan, AP. STJÓRNIN í Afganistan hóf í gær réttarhöld yfir nokkrum leiðtogum skæruliða múhameðs- trúarmanna, og voru tveir þeirra dæmdir til dauða, að þeim fjar- stöddum, fyrir landráð. Er talið að ekki hafi tekist að handtaka neinn leiðtoganna. Því séu þeir ekki viðstaddir réttarhöldin. Miklir bardagar geisa nú í borg- inni Herat í vesturhluta Afganist- ans milli stjómarhersins, sem studdur er af sovéska hemámslið- inu þar, og skæruliða. Hefur stjóm- arherinn gert harðar loftárásir á borgina. 600 sovéskir hermenn féllu og særðust í átökum við skæruliða í Afganistan fyrstu fímm mánuði ársins að sögn ótilgreindra heim- ilda. Sömu heimildir herma að á bilinu hundrað til tvö hundruð sov- éskir hermenn falli í hveijum mánuði. Samkvæmt vestrænum heimild- um eru nú um 115 þúsund sovéskir hermenn í Afganistan. Á síðustu sjö árum er talið að fimm til tíu þúsund sovéskir hermenn hafí fallið og særst þar í bardögum við skæru- liða. Ekki var með öllu vitað hvar Meissner var niðurkominn en þó almennt talið, að hann dveldist í austur-þýzka sendiráðinu í Bonn. Þar sem sendiráðið nýtur úrlendis- réttar, þá gátu vestur-þýzk yfirvöld ekki leitað mannsins þar. Herbert Krolikowski, utanríkis- ráðherra Austur-Þýzkalands, kall- aði vestur-þýzka sendiherann í Austur-Berlín á sinn fund í gær og bar þar fram þá kröfu, að Meissner yrði umsvifalaust sendur til Aust- ur-Þýzkalands. Friedhelm Ost, talsmaður vest- ur-þýzku stjómarinnar, sagði aftur á móti, að Meissner hefði af fúsum og fíjálsum vilja leitað hælis í Vest- ur-Þýzkalandi í síðustu viku, en síðan hefði honum snúizt hugur og leitað á náðir sendiráðs Austur- Þýzkalands í Bonn. Meissner var yfírheyrður af vest- ur-þýzkum yfirvöldum í síðustu viku og hélt hann því þá fram, að hann hefði stundað njósnir á ferða- lögum sínum til Vestur-Þýzkalands frá árinu 1980. Þar lýsti hann m.a. austur-þýzkum njósnaforingja að nafni Eberhard, sem vestur-þýzka gagnnjósnaþjónustan þekkti fyrir. Þótti þessi lýsing auka mjög á sann- leiksgildi frásagnar Meissners. Þetta mál hefur vakið enn meiri athygli fyrir þá sök, að Meissner er varaforseti austur-þýzku vísinda- akademíunnar. Símamynd/AP Karen Newman, myndhöggvari leggur hér siðustu hönd á vaxmynd af Söru Ferguson, heitkonu Andrews prins. Vaxmyndin af Söru verður til sýnis á safni Madame Tussaud í Lundúnum og að sjálf- sögðu verður hún sett innan um vaxmyndir af öðrum meðlimum konungsfjölskyldunnar. Orðrómur í Lundúnum: Fóru Díana og Sara á næt- urklúbb í löggubúningum? Lundúnum, AP. SÁ ORÐRÓMUR er nú á kreiki í Lundúnaborg, að Díana prinsessa og Sara Ferguson, unnusta Andrews prins, hafi fyrir stuttu farið saman á næturklúbb þar i borg, klæddar sem lögreglukonur. Þessi orðrómur hefur ekki fengist staðfestur af talsmanni Buckingham- hallar. Gengi gjaldmiðla GENGI Bandaríkjadals hélst stöðugt gagnvart helstu gjald- miðlum Evrópu en lækkaði enn frekar gagnvart yeninu og hefur ekki verið lægra gagnvart því frá lokum siðari heimsstyijaldar- innar. Fyrir hann fengust 156,95 yen. Talið er óliklegt gripið verði til aðgerða til að styrkja stöðu dollarans. Síðdegis í gær kostaði sterlings- pundið 1,5410 dollara (1,5100) en annars var gengi hans þannig að fyrir hann fengust 2,1470 vestur- þýsk mörk (2,1475), 1,7440 sviss- neskir frankar (1,7400), 6,9375 franskir frankar (6,9450), 2,4190 hollensk gyllini (2,4245), 1,475.25 ítalskar lírur (1,477.50) og 1,3753 kanadískir dalir (1,3754). Gull hækkaði í verði og kostaði 347 dali únsan (346,80). Dagblöðin í Lundúnum skýrðu frá þessum orðrómi og höfðu eftir þekktri hástéttarkonu, Juanita Ker- man, að fjórar stúlkur í lögreglu- búningum hefðu komið inn á Annabel-næturklúbbinn og drukkið kampavín í u.þ.b. 20 mínútur áður en þær yfírgáfu staðinn. Einnig sagðist gjaldkeri íhaldsflokksins, Lord McAlpin, hafa séð stúlkumar í næturklúbbnum. „Ég þekkti Söru og Díönu fljót- lega, en ég verð að viðurkenna að dulargervi þeirra var frábært. Mér sýndist þær skemmta sér alveg konunglega," sagði Kerman í sam- tali við blaðamenn. Að sögn hennar, ætluðu stúlk- umar að laumast inn í piparsveina- samkvæmi Andrews og höfðu orðið sér út um einkennisbúninga, hár- kollur og gleraugu frá búninga- leigu. Ekki hafí þeim orðið að ósk sinni, þar sem Andrew breytti áætl- un sinni og hélt samkvæmið annars staðar. Brúðkaup þeirra Söru og Andrews fer fram næsta miðviku- dag. Veður víða um heim Lœgst Hnst Akureyri 12 skýjað Amsterdam 13 20 skýjað Aþona 24 38 heiðskfrt Barcelona 26 mistur Berlín 1S 30 heiðskfrt Brussel 15 30 skýjað Chicago 22 34 heiðskfrt Dublin 13 17 skýjað Feneyjar . 28 heiðakírt Frankfurt 15 28 helðskfrt Genf 17 26 heiðskírt Helsinki 16 24 heiðskfrt Hong Kong 26 30 skýjað Jerúsaiem 20 33 skýjað Kaupmannah. 17 21 skýjað Las Palmas 25 mistur Lissabon vantar London vantar Los Angeles 17 27 heiðskírt Lúxemborg 26 hálfskýjað Malaga 26 léttskýjað Mallorca 28 léttskýjað Miami 27 31 skýjað Montreal 15 27 skýjað Moskva 13 20 skýjað New York 21 27 skýjað Osló 15 26 skýjað Paris 19 30 skýjað Peking 21 30 heiðskírt Reykjavík 10 skýjað Ríóde Janeiro 14 31 heiðskfrt Rómaborg 16 30 heiðskfrt Stokkhólmur 17 25 heiðskfrt Sydney 14 20 heiðskfrt Tókýó 21 24 rigning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.