Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 23 Grænland: Líklegnstu olíu- svæðin eru talin vera við austur- ströndina STOFNUN, sem annast jarðfræðirannsókmr a Grænlandi, hefur nýlega sent frá sér skýrslu um mögulegar olíulindir á landi og hafsbotni. Vænleg svæði eru samtals um 265 þúsund ferkílómetrar, aðallega á hafsbotni. Granlands Geologiske Und- ersagelse (GGU), en svo nefnist stofnunin, telur hafsbotninn út af Norðaustur-Grænlandi líkleg- asta olíusvæðið. Er um að ræða 100 þúsund ferkílómetra svæði norðan við 73. breiddargráðu, einkum nálægt Jameson-landi. Vegna hafíss, sem þekur þetta hafsvæði nær allt árið, álítur GGU, að líða muni að minnsta kosti fimmtán ár, þar til tækni- lega verður mögulegt að hefja þama raunverulega olíuleit. Síðan muni þurfa tíu ár í viðbót til að koma framleiðslunni af stað. Ymis skilyrði þurfa að vera fyrir hendi, til þess að svæði geti talist vænlegt til olíuleitar. Mikilvægast er, að lög af kalk- steini eða sandsteini séu minnst þrír kílómetrar að þykkt, en einn- ig þurfa að vera vísbendingar um fellingar eða misgengi jarð- laga. Enn á eftir að kanna stór svæði á grænlenska landgrunn- inu, ekki síst við vesturströndina. GGU áætlar kostnaðinn við að ljúka rannsóknunum nálægt 100 milljónum danskra króna. Verkum súrrealista stolið í Frakklandi Cahors, AP. NÚ UM helgina brutust lista- verkaþjófar inn í héraðslista- safnið í Cahors, og létu greipar sópa. Þeir stálu þó aðeins níu málverkum, m.a. eftir Picasso, Dali og Magritte. Þjófamir höfðu frið og ró, því safnið var lokað á þjóðhátíðardegi Frakka, 14. júlí. Þjófavamakerfi safnsins fór tvisvar af stað á sunnu- dagsnótt, en öryggisverðir voru lyklalausir og komust því ekki inn, til að athuga hvað væri á seyði. Hins vegar sáu þeir ekkert at- hugavert að utanverðu, og töldu því að um bilun hefði verið að ræða. Myndimar voru fengnar til safns- ins, til þess að minnast 90 ára afmælis André Breton, upphafs- manns súrrealistahreyfingarinnar. Þjófarnir voru mjög vandfýsnir og stálu fjórum myndum eftir Dali, einni eftir Magritte, einni eftir Max Emst, tveimur eftir Miró og einni eftir Pablo Picasso. Myndin eftir Picasso er „portrett“-mynd hans af Breton, en myndin er yfirleitt talin til eins af meistaraverkum Picasso. Greinilegt er að þjófamir vissu nákvæmlega hvað þeir vildu, því þeir létu mjög verðmæt verk eftir Gauguin, Moreau og fleiri ósnert. Verkin sem stolið var hafa ekki verið metin, en safnið hafði tryggt sig gegn atburði sem þessum. Svalbarði: Undirbúa fisk- eldisstöð Osló, frá fréttaritara Morgfunblaðsins, J. E. Laure. NORSKT kolanámufyrirtæki á Svalbarða viU láta kanna mögu- leika á að koma upp f iskeldisstöð þar. Hugmyndin er sú að nota heitt afgangsvatn frá orkuveri fyrirtækisins, sem gengur fyrir kolum, tU þess að hita upp slika eldisstöð. Rækja og önnur sjávardýr vaxa mun hraðar í slíkum eldisstöðvum en í venjulegu umhverfí í sjónum. Hefur dr. Kjetil Nilsen við rann- sóknastöð sjávarútvegsins í Tromsö óskað eftir því, að fyrirtækið leggi fram nákvæma áætlun um hugsan- lega fiskeldisstöð á Svalbarða. Færri dauða- slys í flugi London. MUN færri dauðaslys urðu í flugi á fyrstu sex mánuðum þessa árs en á fyrri hluta ársins 1985, að því er kemur fram í tölum úr tímaritinu Flight Int- ernational. Þijú hundruð og fjörutíu manns létust í tólf flugslysum á fyrri hluta þessa árs, en á sama tíma í fyrra höfðu níu hundruð og þrett- án manns beðið bana í tuttugu og einu flugslysi. Tæplega helm- ingur þeirra, sem fórust á þessu ári, létust þegar kviknaði í mexik- anskri Boeing-flugvél og hún hrapaði í fjallshlíð. Þarfórust 158. 87 fórust þegar Aerovias Cara- velle vél hrapaði í Guatemala í janúar. Til þessa hafa hryðjuverk um borð í flugvélum ekki verið tekin með í tölum tímaritsins og útskýr- ir einn fréttastjóri blaðsins það í leiðara: „Það er vegna þess að hryðjuverk eru stjómmál í sinni hryllilegustu mynd og koma flugi ekki við.“ En hann segir að hryðjuverka- starfsemi og ofbeldisverk fólks, sem á við geðveilu að stríða, séu nú orðin svo snar þáttur í flug- málum að framhjá því verði ekki litið. Kólombía: 600 myrtir á þessu ári London, AP. HERMENN og lögregla í Kólombíu hafa myrt 600 manns á fyrri hluta þessa árs, að sögn talsmanna samtakanna Amnesty Intemational. Þrátt fyrir ítrekuð . áköll samtakanna hafa yfirmenn í her Kólombíu, sem einir hafa rétt til að ákæra her- og lög- reglumenn, neitað að stöðva morðin. Talsmenn hersins segja dauðasveitir óbreyttra borgara ábyrgar fyrir morðum þessum og kveðast lítt geta aðhafst. I skýrslu sem Amnesty samtökin birtu í London segir að hermenn og lögregla hafi myrt námsmenn, kennara, lögfræðinga, sem tekið hafa að sér mál pólitískra fanga, stuðningsmenn vinstri flokka, indí- ána, smáglæpamenn, og samkyn- hneigt fólk. Samtökin hafa skorað á Belisario Betancour, fráfarandi forseta landsins, að beita áhrifum sínum til að binda enda á ódæðis- verkin en svar hefur ekki borist frá honum. Að sögn samtakanna hafa jrfír- menn í her Kólombíu gögn undir höndum sem sanna að her og lög- regla ber ábyrgð á morðunum.í skýrslunni segir einnig að hermenn og dauðasveitir óbreyttra borgara starfí saman að skipulegum morð- um á meintum andstæðingum stjómvalda. Skæruliðahreyfíngin í Kólombíu er ein hin öflugasta í Suður- Ameríku og kemur oft til átaka milli hennar og stjómarhersins. .■SPRENGISAND, Ég fíla Sprengisand AðalvÍnningur:„M-Benz Gazella 1929“. Eftirlíking að verðmæti ca. 1.000.000,- 220 aukavinningar. „TnviaJ Pursuu*" er vkráscit vnrumcrti fjrcifing a Ivlamli ljkifvll»6ij* Ixikur fra Hutn \bhm,gcfinnúi'm*ð Ic»fi llurn Ablnn Inll Ixli. Dregið á Sprengisandi í kvöld kl. 20.00. Komið og verið viðstödd. Frámiði Ókeypis Ef þú kaupir einn hamborgaral (venjulegan) færðu annan frítt | gegn afhendingu þessa miða. Gildir tU og med 20. júlí 1986 VEITINGAHUS Bústaðavegi 153

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.