Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 450 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 40 kr. eintakið. Utanríkisviðskipti Stjómvaldsaðgerðir síðustu misseri og kjarasátt, sem ríkisstjómin og aðilar vinnu- markaðarins stóðu að, hafa leitt til verulegrar hjöðnunar verðbólgu. Verðbólga, sem var 130% fyrir þremur árum og þá enn í vexti, er nú komin langleiðina niður í það verð- þróunarstig, sem gengur og gerizt í grannríkjum. Samhliða hefur tekizt að halda uppi fullri atvinnu. Víðtækt atvinnuleysi er nánast þjóðarböl í fjölmörg- um ríkjum heims, ekki sízt í grannríkjum okkar í V-Evrópu. Það hefur hinsvegar tekizt, sem betur fer, að bægja at- vinnuleysi frá íslenzkum þjóðarbúskap. En við eigum engu að síður við ýmis alvarleg efnahagsvandamál að glíma. Ber þar hæst viðskiptahallinn við umheiminn, erlendar skuld- ir og ríkisútgjöld umfram tekjur. Halli á vömskipta- og þjón- ustujöfnuði okkar við umheim- inn 1985 nam 4.816 m.kr., sem svarar til 4,3% af landsfram- leiðslu. Neikvæður viðskipta- jöfnuður var og 5,1% árið 1984. Gert er ráð fyrir veruleg- um viðskiptahalla í ár. Mikill viðskiptahalli okkar við um- heiminn ár eftir ár er vanda- mál, sem huga verður vel að. íslendingar eru, öðrum þjóð- um fremur, háðir utanríkisvið- skiptum. Þeir flytja út hátt hlutfall þjóðarframleiðslu sinnar — og inn umtalsverðan hluta nauðsynja þjóðarinnar. Viðskiptakjör hafa því ríkuleg áhrif á almennan hag í landinu, auk þess að setja mark sitt á viðskiptajöfnuð okkar við um- heiminn. Raunhæfasta leiðin til að stuðla í senn að hagstæð- um viðskiptajöfnuði, sem er öllum þjóðum keppikefii, og bættum lífskjörum, er að auka þjóðarframleiðslu, einkum út- flutningsframleiðslu. En jafn- hliða verður að efla markaðskynningu og sölu- tækni, styrkja samkeppnis- stöðu okkar á arðgæfustu mörkuðum framleiðslunnar. Augu landsmanna eru smám saman að opnast fyrir mikil- vægi þessa lokaþáttar allrar framleiðslu, sölunnar, þess sem endanlega fæst fyrir vöruna. Verzlunin skipar, að þessu leyti, veigameiri sess í sköpun þjóðartekna og lífskjara, en menn gerðu sér aimennt grein fyrir til skamms tíma. Á síðastliðnu ári fóru tæp- lega 40% útflutnings okkar til EB-ríkja og rúmlega 14% til EFTA-landa, það er um 54% til V-Evrópu. Innflutningur frá þessu sama svæði nam rúm- lega 70% heildarinnflutnings. V-Evrópa er því langmikilvæg- asta markaðssvæði okkar. Viðskiptajöfnuður okkar við þetta svæði er hinsvegar óhag- stæður. Hagstæðasta við- skiptasvæði okkar, með tilliti til viðskiptajöfnuðar, eru Bandaríkin. Þau kaupa 27% útflutnings okkar, en aðeins tæplega 7% innflutnings okkar kemur þaðan. A-Evrópuríki kaupa 7,8% útflutnings en selja okkur 8,8% innflutnings. Önn- ur lönd kaupa 11,6% útflutn- ings en leggja til 12,9% innflutnings. Allar framan- greindar tölur heyra til árinu 1985 og eru teknar úr skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis 1986. Það veldur vissulega áhyggjum að í ýmsum löndum verður vart vaxandi þrýstings til að koma á auknum hömlum og höftum gagnvart innflutn- ingi. Fáar þjóðir eiga hagsmuni sína og almenn lífskjör jafn bundna því og íslendingar, ef grannt er gáð, að GATT-sátt- málinn verði almennt virtur í verzlunarsamskiptum þjóða í milli, það er að framleiðsla okkar geti komizt án lítt yfírstíganlegra tollmúra á hefðbundna markaði sína. Sízt af öllu megum við gefa þau tollmúra-eftirdæmi, er ýtt geti undir þá þróun í milliríkjavið- skiptum, sem verst kæmi við heildarhagsmuni okkar sjálfra. Áframhaldandi vöxtur fijálsra viðskipta á grundvelli hins almenna GATT-sáttmála um tolla og viðskipti er fyrst og síðast íslenzkt hagsmuna- mál. í skjóli slíkrar framvindu, sem vonandi verður, getum við styrkt samkeppnisstöðu fram- leiðslu okkar á erlendum mörkuðum. I skjóli hennar get- um við unnið upp þann við- skiptahalla við umheiminn, sem ásamt erlendum skuldum er stærsta efnahagsvandamál okkar á líðandi stundu. Við þurfum í stuttu máli að blása nýju lífí í útflutnings- framleiðslu okkar, framleiðni og hagvöxt, leggja stóraukna rækt við sölu- og markaðsmál, og grynnka á hafsjó erlendra skulda. Við göngum ekki til góðs götuna fram eftir veg til batnandi lífskjara án þess að leggja stóraukna rækt við ut- anríkisviðskipti — og þá fyrst og fremst að styrkja markaðs- stöðu, þ.e. sölumöguleika, íslenzkrar framleiðslu og þjón- ustu erlendis. MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 25 Takmörkun vígbún- aðar á Noregshafi eftir Arne Olav Brundtland GETUR takmörkun vígbúnaðar þjónað öryggishagsmunum Norðmanna á Noregshafi eða verður flotauppbyggingu Sovét- manna einungis svarað með auknum umsvifum flota Banda- ríkjamanna? í Noregi hefur athygli manna beinst að afstöðu ríkisstjórnarinnar til þessa vanda í kjölfar yfirlýsingar Knuts FrydenLund, utanríkisráðherra Norðmanna, á Stórþinginu og þeirra umræðna sem hún hefur skapað um stefnu Norðmanna í öryggismálum. Frydenlund sagði flotaæfingar Atlantshafsbandalagsins mikilvæg- ar en taldi jafnframt nauðsynlegt að hvorki skipulag þeirra né um- fang leiddi til aukins vígbúnaðar Sovétmanna á norðurslóðum. Káre Willoch, fyrrverandi forsæt- isráðherra og núverandi formaður utanríkisnefndar Stórþingsins, gagnrýndi þetta sjónarmið harð- lega. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að yfirlýsing Frydenlunds gæti skapað efasemdir um stöðu Norð- manna innan NATO meðal banda- manna þeirra. Willoch taldi að með orðum sínum væri Frydenlund í raun að lýsa yfir auðsveipni Norð- manna á sviði öryggismála og að afstaða hans gæti rennt stoðum undir málflutning Sovétmanna. > Osamkomulag Menn greinir því ekki á um hvort flotaæfingar Atlantshafsbanda- lagsins í Noregshafi eru nauðsyn- legar heldur er deilt um skipulag og framkvæmd þeirra æfinga og þátt norskra stjómvalda í þeim. Ríkisstjórn Verkamannaflokksins virðist vilja hafa full yfirráð yfir umfangi og skipulagi þeirra. Hægrimenn álíta nauðsynlegt fyrir Norðmenn að njóta verndar Atl- antshafsbandalagsins og fram- kvæmd hennar er í hugum þeirra aukaatriði, sem heppilegast er að vekja ekki máls á. Viðbrögð Sovétmanna Sú grundvallarkrafa Fryden- lunds að flotæfingar NATO leiði ekki til aukins vígbúnaðar Sovét- manna mun ekki reynast auðveld í framkvæmd. Hún varðar raunveru- legan styrk stórveldanna á hernað- arsviðinu. Hættan er sú að menn vanmeti stöðuna því Sovétmenn fullyrða að aukinn vígbúnaður þeirra á norðurslóðum sé til kominn vegna breyttrar flotastefnu Banda- ríkjamanna þar. Ráðamenn í Sovétríkjunum láta ekki uppi hverjar hinar raunveru- legu ástæður vígbúnaðaruppbygg- ingarinnar eru. Ríki Atlantshafs- bandalagsins og Noi-ðmenn sjálfír verða því að grennslast fyrir um þær af eigin rammleik. Kafbátar Að mínu áliti eru Sovétmenn sér- staklega viðkvæmir fyrir því sem kallað er endurgjaldsgeta í umræð- um um ógnaijafnvægið. Þetta á einkum við um kafbáta þeirra sem búnir eru langdrægum eldflaugum. Það er opinber stefna Bandaríkja- flota að færa sér í nyt þennan veikleika Sovétmanna og að beita þá þrýstingi að þessu leyti. Flotaæf- ingar á Noregshafi breyta engu í þessu sambandi því floti Banda- ríkjamanna fylgist grannt með ferðum eldflaugakafbáta Sovét- manna og leitar þá uppi ef því er að skipta. Ef til átaka kæmi væri unnt að leggja strax til atlögu gegn kaf- bátum þessum. Að mínu viti er þetta ekki skynsamleg stefna. Nokkrir þeirra sem telja nauð- synlegt að auka umsvif flotaæfinga Atlantshafsbandalagsins á Noregs- hafi, hafa lýst þeirri skoðun sinni að auka beri leit að kafbátum Sovét- manna. Hins vegar er nánast ómögulegt að greina á milli venju- legra kafbáta og þeirra báta sem búnir eru langdrægum eldflaugum þegar þeir halda sig neðansjávar. Því er nauðsynlegt að stjórnvöld í Noregi sýni varfærni ef þau hyggj- ast hafa umsjón með flotaæfingum Atlantshafsbandalagsins. Hin nýja ríkisstjórn Verkamannaflokksins virðist gera sér þetta ljóst. Gera má ráð fyrir að Sovétmenn geri sínar ráðstafanir ef þeir taka að óttast um möguleika eldflaugakaf- báta sinna til að láta til sín taka á ófriðartímum. Aukinn viöbúnaöur Hið sama gæti einnig gerst ef æfíngar Atlantshafsbandalagsins tækju í auknum mæli að beinast gegn hugsanlegum skotmörkum á sovésku landsvæði. Hugmyndir Johns Lehman, flotamálaráðherra Bandaríkjanna, miða að auknum viðbúnaði Bandaríkjaflota á norður- slóðum og aukinni árásargetu ef til ófriðar dregur. Anders C. Sjaastad, fyrrum vam- armálaráðherra Noregs, hefur gagnrýnt þá sem andmælt hafa hugmyndum um aukinn viðbúnað ríkja NATO á norðurslóðum. Að hans mati gæti sú staða skapast að ekki reyndist unnt að búast til vamar ef átök brytust út. Takmark Norðmanna hlýtur að vera það að ekki verði gripið til neinna þeirra aðgerða sem geta haft aukin áhrif Sovétmanna í ná- grenni landsins í för með sér. Ný sjónarmið Frydenlund, vamarmálaráð- herra, viðraði einnig þá hugmynd á þingi að Norðmenn legðu mat á hvort samningur á milli strandríkj- anna í norðri og stórveldanna, sem gangast fyrir flotaæfingum á þeim slóðum, gæti stuðlað að frekari tak- mörkun vígbúnaðar. Slíkt sam- komulag gæti verið liður í þeim samningi sem stórveldin hafa þegar gert með sér um starfsaðferðir flota þeirra. Tilgangur þessarar hugmyndar, sem að mínu mati er athyglisverð, er sá að koma í veg fyrir að óvissu- ástand skapist. Hægrimenn hafa ekki sett fram hugmyndir sambærilegar þessari. Athygli þeirra hefur einkum beinst að nauðsynlegu mótvægi Atlants- hafsbandalagsins við auknom vígbúnaði Sovétríkjanna. Þetta sjónarmið útilokar ekki takmörkun Knut Frydenlund utanríkisráð- herra Noregp vígbúnaðar en það felur í sér ákveðna vantrú á henni sem raun- hæfum möguleika. Slökun á spennu Frydenlund sagði hina nýju ríkis- stjórn Verkamannaflokksins fyrst og fremst keppa að því að tryggja frið og stöðugleika á norðurslóðum. Þegar Káre Willoch gegndi stöðu forsætisráðherra lýsti hann þeirri skoðun sinni að slökun á spennu krefðist m.a. jafnvægis hvað varðar flotastyrk stórveldanna. í málflutn- ingi Verkamannaflokksins ber ekki mikið á þeirri skoðun að tryggja beri spennuslökun með vopnabún- aði en þar með er ekki sagt að menn líti framhjá þeim möguleika. Ólíkar áherslur flokkanna lýsa fyrst og fremst mismunandi stjóm- málamati þeirra. En ég, líkt og svo margir aðrir, get ekki trúað því að einhverjir kunni að reynast andvíg- ir takmörkun vígbúnaðar á Noregs- hafí að því tilskyldu að slík takmörkun geti í raun aukið öryggi Noregs enn frekar en nú er. Miðjuflokkarnir Frá þingkosningunum árið 1981 hafa miðjuflokkamir jafnan tekið af skarið þegar deilur hafa komið upp milli hægrimanna og Verka- mannaflokksins. I umræðum þeim um utanríkis- mál sem fram fóru á Stórþinginu sagði Harald Synnes, formaður þingflokks Kristilega þjóðarflokks- ins, að flestir gætu verið sammála Frydenlund utanríkisráðherra. Hins vegar sagði Synnes að umfang og skipulag flotaæfínga Atlantshafsbandalagsins mætti ekki gefa Sovétmönnum tilefni til að ætla að þeir stæðu höllum fæti gagnvart NATO. Frydenlund hafði sagt að æfingar NATO-ríkja mættu ekki leiða til aukins vígbúnaðar Sovétmanna á norðurslóðum. Þann- ig gafst Káre Willoch, fyrrum forsætisráðherra, tækifæri til að gagnrýna sjónarmið Synnes með sömu rökum og hann hafði beitt gegn Frydenlund. Johan Buttedahl, þingmaður Miðflokksins, taldi Frydenlund hafa lýst því jafnvægi sem nauðsynlegt væri að ríkti varðandi styrk flota Atlantshafsbandalagsins á þessum slóðum auk þess sem hann studdi það sjónarmið að umsvif flotans mættu ekki leiða til aukins vígbún- aðar Sovétmanna. Afdráttarlausari gat stuðningur miðjuflokkanna við ríkisstjómina tæpast orðið og þar með hafði sjón- armiðum hægrimanna verið hafnað. Hagsmunir Norðurlanda Þrátt fyrir ummæli Knuts Fryd- enlund mun það ekki koma í hlut Norðmanna að segja til um slökun á spennu og takmörkun vígbúnaðar á Noregshafi. Þau ríki sem ráða yfír öflugum flota á þessum slóðum munu taka af skarið ef þau telja takmörkun vígbúnaðar þar þjóna hagsmunum sínum. Hvað varðar flotastyrk stórveld- anna í nágrenni Noregs er mikil- vægt að ákveðnu jafnvægi sé viðhaldið. Þar með er unnt að tryggja að Noregur einangrist ekki frá bandamönnum sínum í vestri á óvissu- eða átakatímum. Þetta at- riði tengist einnig öryggi hinna Norðurlandanna. Norðmönnum er einnig umhugað um að slökun á spennu ríki í sam- skiptum stórveldanna og að því leyti fara hagsmunir Norðurlandanna einnig saman. Því hlýtur frumkvæði Norð- manna varðandi takmörkun vígbún- aðar á Noregshafi að vekja athygli á hinum Norðurlöndunum. Hofundur er sérfræðingur í ör- yggis- ogafvopnunarmálum við Norsku utanríkisstofnunina. Hann erritstjóri tímaritsins Interna- sjonal Politikk. Brunavama- átaki ’86 lokið Ævari Björnssyni flugvirkja veitt gullmerki BI Brunavarnarátaki ’86 lauk formlega síðastiiðinn miðviku- dag. Þá var Ævar Björnsson flugvirki sæmdur gullmerki Brunabótafélags Islands fyrir „skarpa athygli og mikið snar- ræði“ þegar hann kæfði eld í fæðingunni er lítilli flugvél hlekktist á á Reykjavíkurflug- velli og rann á kyrrstæða Fokker-vél þann 8. júlf sl. Ingi R. Helgason forstjóri Bruna- bótafélags íslands sagði í ræðu þegar gullmerkið var afhent að með því að kæfa eldinn áður en hann hafí getað orðið að báli, hafí Ævar sýnt í verki megintilgang bruna- vamarátaksins. Með snarræði sínu, þegar Ævar sótti handslökkvitæki inn í stjómklefa Fokker-vélarinnar og slökkti tvö elda sem höfðu kvikn- að í litlu vélinni, hafí hann hugsan- lega komið í veg fyrir tjón á mönnum og eignum. Gullmerki BÍ hefur áður aðeins verið veitt starfs- mönnum Brunabótafélagsins þegar þeir hafa látið af störfum eftir ára- tuga starf. Bmnavamarátakið var sam- starfsverkefni Bmnabótafélags íslands, Landsambands slökkviliðs- manna, Bmnamálastofnunar ríkis- ins og Storebrand, sem er norskt endurtryggingafélag Bmnabótafé- lagsins. Það miðaði að því að vekja fólk til umhugsunar um þýðingu brunavama á heimilum og fyrir- tækjum. Kjörorð herferðarinnar var „Vertu eldklár". Bmnavamarátakið hófst 3. júní og lauk 16. júlí. Fólst það í því að vel útbúinni slökkvibifreið, sem Storebrand lánaði, ásamt tveim mönnum, var ekið umhverfis landið með viðkomu í 66 kaupstöðum og kauptúnum. AIls vom haldnar 55 slökkviæfingar, sem 650 slökkvi- liðsmenn tóku þátt í. 60 vinnustaða- fundir vom haldnir og um 2.500 manns sóttu fræðslufundi. Sagði Ingi að athugasemdir og ábending- ar sem komu fram í þessum heimsóknum fylltu þykka bók. Morgunblaðið/Börkur „Fyrir skarpa athygli og mikið snarræði sæmi ég þig þessu gullmerki," sagði Stefán Reykjalín, stjórnar- formaður Brunabótafélagsins, þegar hann afhenti Ævari Björnssyni gullmerkið. Þá þakkaði Ingi öllum sem unnu að þessu. Bjöm Hermannsson fí-á Bmnabótafélaginu var fararstjóri, en einnig tóku slökkviliðsmenn og menn frá Brunamálastofnun þátt í ferðinni auk Norðmannanna. Þjón- ustubfll frá Ræsi hf. fylgdi þeim í kringum landið. Bmnabótafélagið bar kostnaðinn af átakinu. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON Mitterrand hefur undirtökin í valdabaráttu þeirra Chiracs HIN MARGUMRÆDDA „sambúð" Francois Mitterrand, Frakk- landsforseta, og Jacques Chirac, forsætisráðherra, hefur stirðnað upp á síðkastið, en á sama tíma hafa vinsældir forsetans meðal þjóðarinnar aukist stórum. Þar við bætist að minna hefur orðið úr efndum fyrirheita, sem stjórn hægrimanna gaf fyrir kosning- arnar í marz, en efni stóðu til. Nú síðast snupraði forsetinn Chirac með því að neyða hann til að leggja fyrir þingið nýtt laga- frumvarp um sölu ríkisfyrirtækja í stað útgáfu bráðabirgðalaga. umbótum í efnahagsmálum og atvinnulífí strax og hún kæmist til valda en þær em ekki ennþá í augsýn. Þær aðgerðir, sem grip- ið hefur verið til, eins og afnám hátekju- og stóreignaskatts og lýmkun heimilda til að segja upp starfsfólki, em almennt taldar hygla forréttindahópum. Chirac lætur ekkert tækifæri til að draga athyglina frá Mitter- rand ónotað. Forsetinn var t.d vart lentur í Sovétríkjunum á dög- unum er Chirac tilkynnti í París að stjóm Nýja Sjálands hefði sam- þykkt að láta iausa tvo franska leyniþjónustumenn, sem dæmdir vom og sátu í fangelsi þar í landi fyrir að sökkva skipi grænfrið- unga, Rainbow Warrior. Leyni- þjónustumennimir, Alain Mafart og Dominique Prieur, verða látin Kvikmyndatökumenn frönsku sjónvarpsstöðvanna beindu vélum sínum meira að Mitterrand og Chirac við hátíðahöld á þjóðhátí- ðardegi Frakka, 14. júlí sl. en sjálfum dagskráratriðum. Fylgst var rækilega með viðbrögðum þeirra því talið var að þau gætu gefíð til kynna eitt og annað um stöðuna í valdabaráttu þeirra tveggja. í fyrsta sinn í sögu fimmta lýðveldisins tók forseti og ríkisstjóm, sem vom í pólitískri andstöðu, við heiðurekveðju þjóð- arinnar á Bastilludaginn. Forset- inn einangraði var rismikill og tignarlegur og hafði æma ástæðu til. Hann var stjarna dagsins ef svo má að orði komast. Hann sat á gullnum stól framan við pall ríkisstjómarinnar í heiðursstúk- unni á Concorde-torginu. Fagurt teppi var undir stól hans en berir spýtuplankarnir undir stólum stjómarinnar, sem sat að baki honum. Þar sat Chirac og var allur á iði. Þeir Mitterrand skoð- uðu síðan heiðursvörð saman, en Chirac gekk þó skrefínu aftar. Forsetinn aldrei vinsælli Sambúð forsetans við hinn forna pólitíska andstæðing hefur nú varað fjóra mánuði og á þeim tíma hefur sól Mitterrands risið. Hann er nú tvímælalaust vinsæl- asti stjórnmálamaður Frakklands, en skammt er síðan hann var óvinsælasti forseti fimmta lýð- veldisins frá upphafí. Hefur honum tekizt að færa sér í nyt að þurfa ekki lengur að taka né bera ábyrgð á ákvörðunum ríkis- stjómar landsins. Mitterrand er nú öðm fremur táknrænn þjóðhöfðingi, en ljóst er að hann ætlaði sér aldrei að hverfa úr sviðsljósinu og hefur honum tekizt að draga athygli þjóðarinnar að _sér og frá ríkis- stjóm Chiracs. Árangurinn er sá, að mikill meirihluti Frakka mun kjósa hann þegar kjörtímabil hans rennur út árið 1988, jafnvel þótt hann verði þá 78 ára gamall. Skoðanakannanir sýna aukið fylgi og vaxandi vinsældir og sam- kvæmt síðustu Sofres-könnuninni nýtur forsetinn stuðnings 68% þjóðarinnar. Aðeins 16% vom óánægð með hann. í sömu könnun var fylgi Chiracs kannað. Hann naut stuðnings 52% aðspurðra og 32% vom andvíg honum. Á þess- ari stundu er gengið út frá því sem gefnum hlut að Mitterrand - verði forsetaefni franskra jafnað- Moskvuferðill jók armanna 1988 og að hann muni hróður Mitterrands leiða flokk þeirra i þmgkosnmgum ef sambúðin slitnaði og efnt yrði til þingkosninga áður. Þeir vom ýmist af frönsku bergi brotnir eða giftir frönskum kon- um. Leysti Mitterrand m.a. mál Jean Dersarkian, Armeníumanns af frönskum ættum, sem fór til Rússlands 17 ára gamall og reynt hefur í nær 40 ár að fá að snúa heim. Á lokadegi Moskvuferðarinnar dró Chirac athyglina til sín með því að fara með nokkra ráðherra sína í franska herstöð og fylgjast þar með heræfingum og halda fund um vamarmál. Samkvæmt stjómarskránni er ábyrgð á þeim málaflokki skipt milli forsetans og forsætisráðherrans. Vamar- málin em helzta áhugamál Mitterrands, en Chirac er staðráð- inn i því að láta til sín taka á því sviði og halda fram forsvarsrétti sínum og stjómarinnar. Reynt á þolrifin Ljóst má vera, að valdatafl og • vinsældakapphlaup Mitterrands og Chiracs heldur áfram og þeir munu seint þreytast á að reyna á þolrif hvors annars. Forsetinn gerðist mjög pólitískur í þjóðhátíð- Mitterrand, Frakklandsforseti, skoðar lifvörð sinn í upphafi hátíðahalda á þjóðhátíðardag Frakka, 14. júlí. Við hlið hans í heijeppanum stendur Michel Fennebresque, hershöfðingi, yfir- maður franska hersins á Parísarsvæðinu. laus en verða að dveljast þijú ár á eyju, sem Frakkar ráða yfir á Kyrrahafí. Er hér um ótvíræðan sigur stjómar Chiracs að ræða og því sætari þar sem stjóm jafn- aðarmanna, sem laut forystu Mitterrands, mistókst á sínum tímá að fá þau látin laus. Fyrrver- andi stjóm var fundið það til foráttu að láta engan þeirra, sem gáfu fyrirskipanir um að sökkva Rainbow Warrior, sæta ábyrgð og ekki bætti úr skák er henni mistókst að fá leyniþjónustu- mennina, sem aðeins fylgdu fyrirmælum sinna yfírboðara, framselda. Óvænt þróun Menn, sem fróðir eru um frönsk málefni, áttu ekki von á því að vegur Mitterrands yxi, sem raun hefur orðið á. Talið er að þróunin hefði orðið önnur ef stjóm Chiracs hefði farið betur af stað en hún hefur gert. Stjómin lofaði skjótum Moskvuferð Mitterrands varð þó aðeins til að auka hróður hans. Viðræður hans við Gorbachev og aðra sovézka leiðtoga hafa orðið til þess að samskipti ríkjanna era nú betri en verið hefur um ára- bil. Tuttugu mál, sem vörðuðu mannréttindi og deilt hafði verið um í áraraðir, vora leyst á svip- stundu. Þau snerast um Rússa, sem synjað hafði verið um leyfi til að fá að yfirgefa Sovétríkin. arræðu sinni og hótaði að láta sverfa til stáls með því að skrifa ekki undir lög um sölu ríkisfyrir- tækja. Chirac hefur látið undan síga og afstýrt stjómarkreppu með því að fallast á þá kröfu Mitterrands að leggja málið fyrir þingið. Mitterrand segist muni staðfesta lögin hljóti þau sam- þykki þingsins. Um er að ræða áform stjómarinnar að selja 65 fyrirtæki, sem flestöll vora þjóð- nýtt á stjómartíma Mitterrands, en einnig banka og tryggingafyr- irtæki, sem Charles de Gaulle þjóðnýtti fljótlega eftir stríð. Mitt- errand hélt því fram í ræðu sinni að engin trygging væri fyrir þvf í lagabálki stjómarinnar að fyrir- tækin yrðu í meirihlutaeign franskra aðila. Varðaði það franskan þjóðarhag, að sögn for- setans, að útlendingar næðu ekki meirihluta í mörgum fyrirtækj- anna, sem m.a. gegndu mikilvægu hlutverki á sviði vamarmála. (Heimildir: Observer, AP, Huvudstadsbiadet) Höfundur er blaðamaður í er- lendri fréttadeild Morgunblaðs- ins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.