Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 27 Morgunblaðið/Júlíus Frá afhendingn bifreiðarinnar. Frá vinstri: Trausti Þorláksson, Bergsteinn Gunnarsson, Dorn frá framleiðendunum, Guðmundur Tómasson, Hjálmtýr Agústsson, Sigurður Ingvarsson, Hallgrímur Gunnarsson og Guðmundur Bergsson. Slökkviliðið í Ólafsvík fær nýjan slökkvibíl SLÖKKVILIÐIÐ í Ólafsvík hefur nú fengið nýjan vestur- þýskan slökkvibíl til afnota. Bíllinn er byggður hjá Albert Ziegler í Vestur-Þýskalandi á Mercedes Benz grind. Hann er með drifi á öllum hjólum og á að geta náð um 100 km hraða fullhlaðinn. I honum er rými fyr- ir sex slökkviliðsmenn auk bílstjóra og útbúnaðar. Einnig eru í honum tvö sett af reykköf- unartækjum sem slökkviliðs- menn geta spennt á sig á leiðinni á brunastað. I bílnum er færanleg rafstöð og ljósabúnaður sem nota má til að lýsa upp slysstað auk ýmiss búnaðar sem sérhæfður er til slökkvistarfa. Fiskifélag íslands: Útvegur kominn út ÚTVEGUR 1985, rit Fiskifélags íslands, kom út fyrir skömmu. í ritinu er að finna tölulegar upp- lýsingar um flesta hluti, sem sjávarútveg, veiðar og vinnslu varðar. Þessi útgáfa er með svip- uðu sniði og fyrri útgáfur, en í lesmál hafa nú verið settar myndir í stað taflna til að gera textann læsilegri. I Útvegi er að fínna upplýsingar um stjórnun fiskveiða, aflabrögð og gæftir, fjármunamyndun og íjár- munaeign, skipastólinn, vinnuafl í sjávarútvegi, kjaramál sjómanna, afla, hagnýtingu fískafla, útflutn- ing sjávarafurða og lög og reglu- gerðir settar á síðasta ári um sjávarútveg. í ritinu eru 48 töflur um alla helztu þætti sjávarútvegs hér á landi, yfír heildarveiði í norð- anverðu Atlantshafí og afla helztu ^ fiskveiðiþjóða heims. Útvegur er að mestu unninn úr gögnum Fiskifélagsins, en þó hafa aðrir aðilar einnig lagt til efni. Má þar nefna skýrslur um útflutning sjávarafurða, sem unnar eru úr gögnum frá Hagstofu Islands svo og skýrslur um vinnuaflsnotkun. Töflur um ijármunamyndun og íjár- munaeign eru fengnar frá Þjóð- hagsstofnun og töflur um afla annarra þjóða eru unnar úr útgáfu Alþjóðahafrannsóknaráðsins (ICES) og Matvæla- og landbúnað- arstofnunar Sameinuðu þjóðanna <' (FAO). Útvegur er prentaður í Steindórs- prenti. Rauði kross íslands Reykjavíkurdeild heldur námskeið í almennri skyndihjálp Það hefst þriðjudaginn 22. júlí kl. 20.00 í Nóatúni 21. Leiðbeinandi: Guðlaugur Leósson. Nánari upplýsingar og skráning þátttakenda í síma 28222. Öllum heimil þátttaka. Rauði Kross'lsiands Fatlaðir: Bæklingur um vinnu „ÚT AÐ VINNA“ nefnist bækl- ingur sem Félagsmálaráðuneytið og Samráðsnefnd um málefni fatlaðra hafa gefið út. Honum er ætlað að leiðbeina fötluðum sem ætla út á vinnumarkaðinn. Í bæklingnum er að finna upplýs- ingar um gildi vinnunnar fyrir einstaklinginn, hvernig fólk á að leita að vinnu, um ferðaþjónustu fatlaðra, um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, um reglugerð um öryrkjavinnu, laun og áhrif þeirra á tekjutiyggingu, verndaða vinnu- staði, og nokkur gagnleg heimilis- föng. LETOBEININGAH FYHIR FATLABA SEM ÆTLA ÚT AÐ VINN A Af hverju Hvad get ég atvinnu? unnið? •'Al j-jf v&'tpka, «*!<<*■ e 'VK <:>( í iv «.vl«'« íi pM i\l. ej ****!> Freistanai verðlœkkun. Með steikinni í kvöld. SÖLUFÉLAG GARÐYRKJUMANNA Buricna úisala •** _ Selium um helgina mikið magn af frábærum burknum áhálfvirði. Verð kr.220 Áðurkr.^ Minni burknar kr. 15 Áður kr. %f Blóm um^ interfk>ra VÍÖaVCrOla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.