Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 29
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 Morten Herzum og Ole Cordsen, — danskir „roligans". Ragnar Pálsson og Bryndís, — stutt stans á Akureyri. (Morgunblaðið/SAS) m m lé* Þett setinn bekkurinn á tjaldstæði Akureyringa TJALDSTÆÐIÐ á Akureyri liggur báðum megin við Þórunn- arstræti, ofan við Sundlaug Akureyrar. Tjaldstæði þetta er jafnan mikið sótt af ferðamönn- um, jafnt innlendum sem erlend- um. Blaðamaður Morgunblaðsins átti í gær leið um tjaldstæðið og tók þá nokkra tjaldbúa tali. “Voðalega fínt að vera hér,“ sögðu þær Barbara Hamburger og Karen Frech frá Sviss. Þær stöllumar, sem koma frá Zurich, komu í fyrradag til Akur- eyrar og ætluðu í dag að halda áleiðis til Hafnar í Homafirði. Báð- ar voru þær á því Akureyri væri fallegasta „sveit" á íslandi. Barbara kvaðst hafa verið hér í eina átta mánuði og unnið í sveit; nánar tiltekið að Djúpadal í Saur- bæjarhreppi. Nú er hún hins vegar á leið heim að læra sjúkraþjálfun. Karen hefur verið hér í tvo mán- uði, en ætlar að vera á íslandi í eitt ár og vinna á sama stað og Barbara var. Báðar töluðu þær ágæta íslensku enda sögðust þær vera „btjálaðar" í ísland og allt er því viðkæmi, nema knattspymu. „Höfum ekki fundið betra tjaldstæði," sögðu þau Ragnar Pálsson frá Selfossi og Bryndís Ólafsdóttir frá Þorlákshöfn. Þau Ragnar og Bryndís kváðust vera á hringferð um landið og að- eins verða eina nótt á Akureyri. Næst væri ferðinni heitið til Hvammstanga eða Blönduóss; „fer eftir efni og ástæðum hvort verð- ur.“ Tjaldstæðið á Akureyri fannst þeim heldur bert, en þó kváðust þau ekki hafa fundið neitt betra. Helsti kostur þess fannst þeim vera ná- lægðin við sundlaugina. Ragnar og Bryndís lögðu af stað í ferð sína á föstudag í síðustu viku og áætluðu að hringferðin tæki 10 daga. Að sögn þeirra gengur ferðin sam- kvæmt áætlun. „Er náttúruunnandi," segir Þjóðverjinn Burkhardt Stoppel. Burkhardt starfar sem félagsráð- gjafi í bænum Öhringen, gömlum rómverskum bæ í nágrenni Stutt- gart. „í Þýskalandi er mikið þétt- býli, þung umferð og lítið af óspilltri og ómengaðri náttúru. ísland er hins vegar Gósenland náttúruunn- enda eins og mín, og hér vil ég helst vera.“ Þrátt fyrir ást sína á náttúrunni, kvaðst Burkhardt ekki tilheyra flokki græningja í Þýska- landi, en vissulega hefði hann samúð með baráttumálum þeirra. Hinn þýski félagsráðgjafi kvaðst hafa verið á ferð um ísland í fjórar vikur og færi aftur til Þýskalands þann 8. ágúst. Hann sagðist hafa verið eina þrjá daga á Akureyri og á morgun færi hann til Mývatns. Herra Stoppel sagist vitaskuld halda með Vffi Stuttgart í þýsku Bundesligunni og Ásgeir væri „sinn maður“. „Okkur líkar ekki við þétt- býlisstaðina á íslandi," sögðu Danimir Morten Hertzum og Ole Cordsen. Morten og Ole koma báðir frá Kaupmannahöfn; Morten er 21 árs gamall tölvufræðinemi og Ole er tvítugur hagfræðinemi. Þeir félag- arnir hafa verið á íslandi í tvær vikur og verða hér eina viku enn. Þeir komu til Akureyrar á miðviku- dag frá Mývatni, og voru í þann mund, er blaðamaður átti við þá tal, að leggja af stað til Húsavíkur. Þeim félögunum líkaði bærilega við Akureyri og sögðu tjaldstæðið vera ágætt, en heldur væri þangað lang- ur gangur og upp í móti neðan úr bænum. „Okkur líkar vel við náttúruna á Islandi, en hins vegar erum við lítið hrifnir af bæjunum; síst af öllu Reykjavík,“ sögðu félag- arnir 'dönsku. Þeir kváðust hafa dvalið þrjá daga í Skaftafelli og einnig hefðu þeir barið Gullfoss og Geysi augum. Til Akureyrar komu þeir frá Mývatni. „Höfum verið að skoða Akur- eyri“, sögðu þau Þóra Arsæls- dóttir og Hjálmur Hilmarsson frá Reykjavík. Þau Þóra og Hjálmur kváðust hafa verið á Akureyri síðan á að- faranótt mánudags, „og ætlum að vera hér um kyrrt, þar til við verð- um búin að fá leið á staðnum." Þau áætla að fara til Hríseyjar, og við tækifæri ætla þau að skreppa í Vaglaskóg, en að lokinni dvölinni hér hafa þau í hyggju að fara til Laugarvatns. Þeim Hjálmari og Þóru líkaði mjög vel við tjaldstæðið. Krefjast þess að fáafhent 81,87% hlutabréfa í Akri Akureyri. EIGENDUR kjúklingastaðarins Crown Chicken á Akureyri, sem í vetur áttu í viðræðum við for- ráðamenn Akurs hf. - sem rekur Sjallann - um hugsanleg kaup á skemmtistaðnum, hafa nú krafist þess fyrir fógetarétti á Akureyri að þeim verði afhent 81,87% hlutabréfa í fyrirtækinu. Munn- legur málflutningur fór fram í fyrradag og krafðist lögmaður eigenda Crown Chicken, Helga Birnis Helgasonar og Jóns Rafns Högnasonar, að þeir fengju inn- setningu í bréfin. Helgi og Jón gerðu í vetur kaup- leigusamning við forráðamenn Sjallans, Þórð Gunnarsson, Jón Kr. Sólnes og Aðalgeir Finnsson, og deilan nú snýst um það hvort samn- ingurinn hafí verið efndur og hvort þeir Helgi og Jón „eiga skýlausa kröfu til að fá þennan hluta í hend- ur,“ sagði Ásgeir Pétur Ásgeirsson, héraðsdómari hjá bæjarfógetanum á Akureyri, sem hefur málið með að gera, í samtali við Morgunblað- ið. Þremenningarnir halda því fram að samningnum hafi verið rift með samþykki beggja aðila - og að hann sé því ekki í gildi lengur, að sögn Ásgeirs Péturs. „Málið snýst um hvort þeir eigi, á grundvelli samningsins, að fá bréfin í hendumar - og þar með stjómina á rekstri Sjallans." Að sögn Ásgeirs Péturs er niður- stöðu að vænta svo fljótt sem auðið er, „helst í næstu viku. Hér er um mikla hagsmuni að ræða og ég þarf að kafa vel ofan í málið," sagði hann. Verði kröfunni framgengt mun áfrýjun til Hæstarétar ekki fresta því að Helgi og Jón fái hlutinn af- hentan. Lögmaður þeirra lýsti því yfir í fyrradag að næði krafan ekki fram að ganga yrði farið í skaða- bótamál og jafnvel krafist lögbanns á rekstur Sjallans. Þeim Barböru Hamburger (til vinstri) og Karen Frech frá ÍIviss finnst Akureyri falleg sveit. Burkhardt Stoppel þýskur félagsráðgjafi, allra náttúruunnenda." — „ísland er gósenland Þóra Ársælsdóttir og Hjálmur Hilmarsson ásamt Ársæli Frey, sem virtist ekki vera alls kostar hrifinn af myndatökunni. Litla stúlkan heitir Magndís Huld og var í heimsókn úr næsta tjaldi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.