Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 35 Minning': •• Guðrún Ossurar- dóttir frá Fossá Fædd 20. janúar 1902 Dáin 7. júní 1986 Hinn 7. júní síðastliðinn andaðist í Sjúkrahúsi Patreksfjarðar Guðrún Ossurardóttir fyrrum húsfreyja að Fossá í Barðarstrandarhreppi. Hún var jarðsett að Btjánslæk 13. júní að viðstöddu fjölmenni. Guðrún var fædd í Kvígindisdal 20. janúar 1902. Foreldrar hennar voru hjónin Jóna María Sigurðar- dóttir og Ossur Amason Thorodds- en. Þau eignuðust 6 böm. Auk Guðrúnar voru það Guðbjörg, Soffía, Ingibjörg, Lilja og Markús Björn. Smábam fluttist Guðrún með foreldrum sínum að Neðri-Tungu í Örlygshöfn, en þar bjuggu þau allan sinn búskap. Um fímm ára aldur fór Guðrún í fóstur til föðursystur sinnar, Kristínar Thoroddsen, sem þá bjó í Ólafsvík, en síðar fluttust þær til Patreksfjarðar. Hjá Kristínu ólst Guðrún upp að mestu leyti, þótt hún dveldist oft hjá foreldrum sínum að sumrinu. Seinna tók Kristín að sér ungan dreng, Guð- mund Sigurðsson, sem systursonur hennar átti, og ólst hann upp hjá þeim að mestu leiti. Guðrún fór snemma að vinna eins og venja var þá með unglinga, en þá var helst að fá vinnu við fisk- þvott úti á plani, en það var bæði erfið vinna og oft var kalt og ónota- legt að standa við fiskstokkana. Um tvítugt fór Guðrún til Reykjavíkur og var þar um tíma í vist eins og þá tíðkaðist. Þar lenti hún hjá miklu ágætisfólki, Halli Þorleifssyni og Guðrúnu Agústs- dóttur konu hans, í Lækjargötu 12. I sama húsi bjuggu séra Bjami Jónsson og Áslaug kona hans, en hún var systir Guðrúnar Ágústs- dóttur. Öllu þessu góða fólki kynntist Guðrún og þarna var henni tekið sem hún væri ein af fjölskyld- unni. Þetta var mikið söngfólk og þegar í ljós kom að hún hafði mjög falleg söngrödd lögðu hjónin sig fram við að kenna henni undirstöðu- atriði í söng og með þeim fór hún ætíð í kirkju og söng þar. Guðrún hafði alla tíð mikla ánægju af að syngja og var ákaflega þakklát þessu fólki fyrir alla þess velvild og hlýju. Um þrítugsaldur fór Guðrún í kaupavinnu að Fossá í Barðastrand- arhreppi en þar bjuggu þá Sigur- mundur Guðmundsson og Kristín Kristjánsdóttir ásamt sonum sínum þremur og höfðu þau búið þar síðan fyrir aldamót. Fljótlega trúlofaðist hún Haraldi, elsta syninum, sem var á sama aldri og hún og þann 30. maí 1936 giftust þau. Þau bjuggu svo þar með foreldrum Har- aldar allt til ársins 1955 að Sigur- mundur lést. Þá tóku þau Haraldur og Guðrún við búinu. Þau vom mjög samhent við að vinna að bú- skapnum og bjuggu stórbúi. Þau eignuðust fimm börn: Kristínu Ing- unni, sem býr í Haga á Barðaströnd, gjft Bjama Hákonarsyni. Þau eiga 7 böm; Ingva Óskar, sem er bóndi á Fossá. Hann er giftur Jón Stellu Jónsdóttur. Þau eiga 2 börn; Maríu Kristínu, sem búsett er í Reykjavík. Hún var gift Víði Hólm Kristjáns- syni vélstjóra. Hann lést fyrir nokkmm ámm; Dóttur sem lést nýfædd; Sigurmund, sem er vél- stjóri. Kona hans er Bima Pálsdóttir og eiga þau eina dóttur. Þau em búsett í Reykjavík. Ég sem þetta rita var barn, líklega 5 ára, á Fossá þegar Gunna kom þangað fyrst og ég man vel þessa fínlegu og broshým stúlku. Ég laðaðist fljótt að henni og var mikið með henni. Hún var mér ákaf- lega góð, en ég gerði nú ekki alltaf eins og hún sagði mér og átti það til að segja henni að það væri amma mín sem réði yfir mér en ekki hún. En aldrei varð hún mér reið. Hún var svo mild og góð og beytti ekki hörku við böm. Bræður mínir, Kjartan og Hrafnkell, komu að Fossá 1938 fimm og sex ára gaml- ir og ólust þar upp frá þeim tíma. Á sumrin vom oft mörg börn á heimilinu. Eitt sumar vom þar tíu böm og það kom að miklu leyti á Gunnu að sjá um mat og annað fyrir fólkið. Éitt sumarið vom tutt- ugu og þrír í heimili. Oft var langur vinnudagur hjá húsmóður á svo stóm heimili. Þægindi vom lítil þá á heimilum í sveitinni þarna. Vatn þurfti að bera í bæinn og gerðu karlmenn það reyndar því það tald- ist ekki kvenmannsverk. En að elda mat fyrir allt þetta fólk á tvíhólfa eldavél sem kynt var með mó og baka öll brauð og kökur, allt var þetta óhemju vinna. En hún Gunna var svo glaðlynd að eðlisfari og átti sér svo mörg áhugamál, að hún átti gott með að finna sér hvíldar- og gleðistundir. Hún las mikið af góðum bókum. Húri hafði einnig mjög gaman af fallegum útsaumi, en það var aðeins fyrstu árin sem hún gaf sér tíma til að stunda hann- yrðir. Hún var mikill náttúmunn- andi og mikla ánægju hafði hún af að fara í reiðtúra um helgar inn í Vatnsfjörð og þar á einum stað þar sem fegurð landsins í Vatns- firði er einna mest, í Hörgsnesi, er grashvammur og þar var eitt stórt og fallegt reynitré. Þarna var áð og maður hvíldi sig undir trénu og hestamir bitu í ró og næði á með- an. Þessi hrísla var alltaf og er enn kölluð „hríslan hennar Gunnu" því að þama var hennar uppáhaldsstað- ur. Nú hefur hríslan sáð út frá sér og er þarna kominn fallegur skóg- arlundur. Einnig varð Gunnu oft gengið upp að Fossinum fyrir ofan bæinn þegar gott var veður. Hún naut þess svo að sitja og hlusta á niðinn og söng mófuglanna. Islensk söngbók í rauðu bandi lá alltaf í kommóðunni og þegar stund gafst tók hún bókina og söng af hjartans lyst. Ég man hve mikið hún söng við börnin sín og með þeim er þau vom lítil. Guðrún og Haraldur höfðu mjög gott lag á bömum og þeirra börn og önnur sem á heimilinu vom fengu gott veganesti fyrir lífið. Heiðarleiki, trúmennska og vin- gjarnleg framkoma vom einkenni hjónanna beggja, og vom þau öðr- um til fyrirmyndar að mörgu leyti. Fyrir tæpum 20 ámm var byggt upp á Fossá, bæði íbúðarhús og aðrar byggingar á staðnum. Har- aldur átti tvær jarðir, Fossá og Hamar. Var nýi bærinn byggður á hamri en heitir samt Fossá. Synir Haraldar og Guðrúnar unnu þar mest að. Ingvi, sonur þeirra, býr nú þar með fjölskyldu sinni. Harald- ur og Guðrún bjuggu hjá þeim þar til fyrir þrem ámm að Iíaraldur veiktist og þurfti að fara á sjúkra- húsið á Patreksfirði. Hann hafði þá einnig misst sjónina að mestu leyti. Síðan hefur Gunna verið að mestu í Haga hjá dóttur sinni, en öðm hvetju á sjúkrahúsinu ef þess þurfti með. Haraldur heldur sér vel andlega þrátt fyrir háan aldur og heilsu- brest. Hann tekur öllu sem að höndum ber með skynsemi og æðm- leysi. Hann hefur nú misst sinn trúa og góða lífsfömnaut. Hjónaband þeirra hafði varað í rúm 50 ár og aldrei borið skugga á. Ég votta honum og börnum þeirra samúð mína. Þegar ég kveð Gunnu hinstu kveðju er mér efst í huga þakklæti fyrir allt sem hún gerði fyrir mig og bræður mína, og einnig dætur mínar sem allar nutu þess að vera á Fossá þegar þær vom í æsku. Blessuð sé minnig hennar. Inga Gunnar Steinsson Fossnesi - Minning Fæddur 4. mars 1927 Dáinn 27. júní 1986 Þann 3. júlí var moldu orpinn í | Stóra-Núps kirkjugarði Gunnar j Steinsson í Fossnesi í Gnúpveija-, hreppi. Hann ólst upp einbimi hjá! góðum foreldrum og gerðist gildurj bóndi þegar hann hafði aldur til ogl hafði fastnað sér ágæta konu, Jó- hönnu Jensdóttur. Allir vegir virtust greiðfærir og bar hvergi skugga á. En skjótt skipast veður í lofti. Sem hendi væri veifað var hann á besta aldri heltekinn sjúkdómi sem varð þess valdandi að hann hlaut að dveljast á sjúkrahúsi hátt á ann- an áratug, lokaður inni í sjálfum sér og átti sér enga leið framar til þess samfélags, sem við flest lifum og hræmmst í. Eins og áður er sagt var Gunnar góður bóndi og þjóðhagasmiður svo sem hann átti kyn til en það dregur skammt ef ekki kemur fleira til. Gunnar var hvurs manns hugljúfi og hygg ég að það sé hvuijum manni drýgst veganesi á langri vegferð. Sú er ástæða þess að ég teikna upp þessi fátæklegu orð þegar dauðastríði Gunnars er lokið, að við vomm næstum jafnaldra og leikbræður frá því er við uxum úr grasi. Margs er að minnast frá þeim tímum en það var milli okkar tveggja og verður ekki tíundað hér. Ég minnist þessa góða vinar og félaga sem í engu mátti vamm sitt vita og þakka honum fyrir það sem hann var mér. Hvíldin mun hafa verið honum kærkomin, en við söknum hans vinir hans og félagar. Öllum, sem vom honum nákomnir, votta ég samúð mína. Sveinn Ágústsson, Ásum ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. f minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Meginregla er að minningargreinar birtist undir fullu höfundarnafni. + Útför eiginmanns mins og stjúpfööur, GUÐMUNDAR ÓSKARS GUÐMUNDSSONAR, bónda, Seljalandsbúinu, isafirði, verður gerð frá ísafjaröarkirkju laugardaginn 19. júlí kl. 14.00. Fyrir okkar hönd og annarra vandamanna, Guðbjörg Jónsdóttir, Bragi Líndal Ólafsson. t Móðir okkar, HALLDÓRA GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR, Oddabraut 10, Þorlákshöfn, verður jarðsungin frá Strandarkirkju í Selvogi laugardaginn 19. júlí kl. 11.00 fyrir hádegi. Fyrir hönd vandamanna, Guðrún Bjarnadóttir, Ása Bjarnadóttir. + Faðir okkar og afi minn, SÆMUNDUR KR. JÓNSSON, veggfóðrarameistari, Nökkvavogi 9, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í dag, föstudaginn 18. júlí, kl. 15.00. Jarösett verður frá Fossvogskirkjugarði. Þeir sem vildu minnast hins látna eru beðnir um að láta Krabbameinsfélagiö njóta þess. Maria Sæmundsdóttir, Kristjana Sæmundsdóttir, Sæmundur Árni Tómasson. + Þökkum af alhug öllum fjær og nær sem sýndu okkur vináttu og samúð við andlát og útför mannsins mins, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÓSKARS JÓNSSONAR, skipstjóra, Hafnargötu 78, Keflavik. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki á Hjarta- deild Landspítalans og Vífilsstaða spítala fyrir góöa umönnun í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Halldóra Jónasdóttir, Hreinn Óskarsson, Guðrún Björnsdóttir, Gróa Hreinsdóttir, Sigurður Hreinsson, Sigrún Júlíusdóttir, Óskar Jón Hreinsson, Jóhanna Helgadóttir, og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð vegna fráfalls MÁLFRÍÐAR GISLADÓTTUR, Hringbraut 13, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki 3. hæðar Sólvangs i Hafnarfirði fyrir frábært hjúkrunarstarf. Vandamenn hinnar látnu. + Þökkum auðsýnda samúð vegna andláts MAGNEU G. GUÐMUNDSDÓTTUR FRANDSEN og biðjum ykkur blessunar guðs. F.h. aðstandenda, Guðrún Lovfsa, Guðmundur Björgvin. + Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ELfSABETAR SNORRADÓTTUR frá Laxfossi. Jón Snorrason, Hólmfrfður Sigurðardóttir og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.