Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 37 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Gestur rafvirkjam. — S. 19637. National olíuofnar Viðgerða- og varahlutaþjónusta. Rafborg sf., Rauðarárst. 1, s. 11141. Innanhússkallkerfi 2ja, 3ja og 4ra stöðva. Rafborg sf., Rauðarárst. 1, s. 11141. Háþrýstiþvottur Kraftmiklar dælur, sprunguvið- gerðir og sílanúðun. Sími 616832 og 74203. Helgarferðir 18.-20. júlí 1. Þórsmörk. Gist i skálum Úti- vistar Básum. Munið að panta tímanlega í sumardvöl. Hægt að dvelja i heila eða hálfa viku. Bás- ar er staður fjölskyldunnar í Þórsmörk. Gönguferðir. 2. Landmannahellir — Land- mannalaugar. Gist í góðu húsi. Gönguferðir um þetta stór- brotna svæði. Markverðir staðir skoðaðir á leiðinni. Brottför föstud. kl. 20.00. 3. Skógar — Fimmvörðuháls. Gengið í Bása. Brottför laugard. kl. 8.00. Ath. sumarleyfisferðin i Lóns- öræfi verður frá 2.-9. ágúst. Aðeins 4 virkir dagar. Miðviku- dagsferð í Þórsmörk 23. júli kl. 8.00. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar: 14606 og 23732. Sjáumst. Útivist. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Helgarferðir 18.-20. júlí: 1) Þórsmörk — gist i Skag- fjörðsskála og tjöldum. Ath.: ódýrasta sumarleyfið er dvöl hjá Ferðafólaginu í Þórsmörk. 2) Landmannalaugar — gist í sæluhúsi Ferðafélagsins i Laug- um. Gönguferðir um nágrenni Lauga. 3) Hveravellir — gist i sæluhúsi Ferðafélagsins á Hveravöllum. Gönguferðir í Þjófadali og víðar. Heitur pollur við eldra sæluhús- ið, sem er nýuppgert og einstak- lega vistlegt. Farmiðasala og upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ferðafélag fslands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU3 SÍMAR11798 og 19533. Laugardag 19. júlí, kl. 8.00 — HEKLA Dagsferð. Gangan á fjallið tekur um 8 klst. fram og til baka. Verð kr. 750. Sunnudag 20. júlí: 1) kl. 8.00 — Þórsmörk — dags- ferð kr. 800. 2) kl. 10.00 — Grindaskörð — Herdísarvík. Gengin verður Göngumannaleið (gömul þjóð- leið). Verð kr. 500. 3) kl. 13.00 - Eldborg - Geitahlið — Herdisarvík. Verð kr. 500. Miðvikudag 23. júli, kl. 20.00 (kvöldferð) — Stóri Bolli — Grindaskörð. Brottför frá Umferðarmiðstöö- inni, austanmegin. Farmiðar við bil. Fritt fyrir börn í fylgd fullorð- inna. Ferðafólag íslands. Elísahet Snorra- dóttir - Minning Fædd 23. október 1894 Dáin 24. maí 1986 Á björtum vordegi gróðurs og upprisu alls lífs þann 7. júní sl. var lögð til hinstu hvílu í Stafholts- kirkjugarði Elísabet Snorradóttir frá Laxfossi í Stafholtstungum. Eftir nokkurra mánaða legu á sjúkrahúsi Akraness lést hún 24. maí á 92. aldursári. Langri ferð var lokið, heilsa og kraftar þrotnir, nema andlegt heil- brigði sem entist til þess síðasta, mál var að búast til heimferðar þar sem eilífðin tekur við með hvfld í föðurfaðmi, með frið fyrir bamið þreytta og upprisu á efsta degi. Elísabet fæddist á Laxfossi þann 23. október 1894 ásamt Sigurði tvíburabróður sínum, síðar bónda á Gilsbakka í Hvítársíðu. Hann lést 1978. Foreldrar Elísabetar voru þau Snorri Þorsteinsson frá Húsafelli og Guðrún Sigurðardóttir frá Efstabæ í Skorrada. Bæði af stórum og merkum ættum í Borgarfirði. En stór ætt og merk segir litla sögu ef manngildið sannar sig ekki í hverri persónu og í Elísabetu og hinum systkinunum efaðist enginn um manngildi hvers einstaklings til orðs og æðis í hlýju og traustu handtaki og hreinu augnaráði. Þar var ekkert misjafnt til. Önnur böm þeirra Laxfosshjóna vom: Ingibjörg, búsett legst í Reykjavík, dáin 1981; Kristín, sem oftast var heimilisföst á Laxfossi, dáin 1981; Þorsteinn, bóndi á Hvassafelli, dáinn 1978; Áslaug, húsfreyja í Efra-Nesi, dáin 1964. Eftirlifandi af átta bama systk- inahópi nú em Jón bóndi sem lengst af bjó á Laxfossi, nú í Borgamesi og Magnús bóndi í Árbæ, sem nú dvelur á Dvalarheimili aldraðra í Borgamesi. Báðir em þeir háaldr- aðir menn, þrotnir að líkamlegum kröftum til vinnu en andlega heil- brigðir og hressir eins og einkennt hefur þau systkini öll til hinstu stundar. Það er ætíð mikið gleðiefni þegar aldraður fær þá ósk sína uppfyllta, senn sé langri ferð lokið og heim- von á næsta leiti, og það var hvíldin langþráða orðin Ellu síðustu mán- uðina. Hún efaðist sjálf ekki að hveiju að hveiju stefndi og var til- búin að mæta guði sínum. Tók hún með sama æðmleysinu og ávallt einkenndi hennar líf alla daga, hvort með eða á móti blés, því að liggja sjúk og þjáð síðustu mánuðina. Hún kvartaði aldrei, hvorki nú né áður, þó hún ætti við sína heilsubresti að stríða, t.d. sinn króníska lungna- sjúkdóm sem olli henni löngum mæði og þyngslum og kostaði sjúkrahúsvistir. Oftar en einu sinni lá hún langar legur vegna fótbrota, þá drap hún tímann sitjandi upp við dogg og saumaði út. Púða einn fallegan á Jakob bróðursonur henn- ar gerðar við slíkar aðstæður. Iðjulaus gat hún aldrei verið og þegar það óhapp henti hana fyrir nokkmm ámm er hún gekk út í góða veðrið sér til heilsubótar að handleggsbrotna, vissi maður ekki svo vel hve mikið hún fann til í handleggnum. Hún sagði jú stund- um að „gifsið væri þungt“ en stundum læddist sá gmnur að manni að þyngra félli henni að sjá pijónana ósnerta dag eftir dag, enda leið ekki langur tími þar til þeir tifuðu aftur af fullum hraða, þó gifsið væri þungt og höndin stokkbólgin. Allur tími sem gafst utan venjulegra heimilisstarfa inn- an húss og utan, sat hún við rokk, snældu eða pijóna og vann og spann ull í undurfallega rósavettlinga sem hún ýmist gaf eða seldi, auk ann- arra ullarplagga til daglegra nota. Vissu hef ég fyrir því að mörg hend- in og margur fóturinn, bæði stór og smár, fékk yl og skjól af pijónles- inu hennar Ellu. Sjálf taldi hún sig þó aldrei jafnfæra í þessari list og Kristínu systur sína og vildi lítið úr gera. Þótt Ella gerði ekki víðreist um dagana, því hún ól allan sinn aldur á Laxfossi utan örfá síðustu árin þega rhún flutti ásamt Jóni bróður sínum og Hólmfríði mágkonu sinni að Skúlagötu 11 í Borgamesi, var undravert hvað hún hafði góða inn- sýn í stað og málefni úti á lands- byggðinni, jafnvel í fjarlægum löndum. En þótt hún sjálf hefði ekki haft aðstæður til að líta slíkt GAUKURINN ’86 verður að vanda lialdinn um verslunar- mannahelgina. Héraðssamband- ið Skarphéðinn stendur fyrir þessari útihátíð í Þjórsárdal. Dansleikir verða föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Þijár hljómsveitir leika öll kvöldin. Það em MX 21, sem er ný hljóm- sveit Bubba Morthens, Skriðjökl- amir frá Akureyri, og hljómsveitin Lótus frá Selfossi. Auk þess verður sérstök hátíð- ardagskrá á laugardags-, og með eigin augum hafði hún næman skilning á þeim breyttu aðstæðum seinni ára, hraða og rótleysi sem einkennir allt í dag. Hún skildi vel löngun fólks til að ferðast og fræð- ast, ekki síst yngra fólksins. Stundum flaug í huga manns að ella hefði fengið að líta öll ríki ver- aldar af Kastalanum, frammi á Rana eða af brún Laxfossfjallsins þar sem sér svo vítt um í mikilli fegurð um héraðið, svo einkenni- lega víðsýn og réttsýn var hún á flesta hluti. Oft heyrði ég hana segja við unga fólkið ef rætt var um fjarlæga staði „þetta átt þú allt eftir að sjá góði minn þegar þú verður stærri". Þetta var hennar hvatning til þeirra yngri að sjá og skoða það óþekkta. Henni fannst það nauðsyn að fólk létti sér upp frá daglegu amstri og liti ókunna staði og atvinnuhætti. Hún taldi þó ávallt aðalsmerki hvers og eins að vera því trúr sem honum var út- hlutað og annast vel sín störf í sveit eða bæ. Kannski það eina sem hún sunnudagskvöld. Þar koma m.a. fram Bjami Tryggvason og hljóm- sveit hans, dúettinn Svart og hvítt, sem samanstendur af Jóni Gústafs- syni og Abudu, leikaramir Sigurður Siguijónsson og Karl Ágúst Ulfsson skemmta, sýndur verður dans og bardagaíþróttir og skotið upp flug- eldum. Einnig munu MX 21 og Skriðjöklar koma fram á tónleikum kl. 15 báða dagana. Sjálfboðaliðar úr 34 aðildarfélög- um Héraðssambandsins Skarphéð- ins munu leggja ffarn sem nemur 6500 vinnutímum við mótshaldið. aldrei skildi til fulls nú á seinni ámm var hvemig bændafólk mátti vera að því að standa niður í Kaup- félagi og höndla í brennandi þerri um hábjargræðistímann „en þetta er víst í tísku núna“, sagði hún og hló „þetta hefði ekki gengið þegar ég var ung, en allt hefur breyst“. Ella var kannski ekki sérlega mannblendin en þó virkilega ræðín og skemmtileg í sínum hóp, stál- minnug og hafði auga fyrir því broslega og gat auðveldlega fengið mann til að hlægja með athuga- semdum sínum um lífið og tilveruna á svo einkar græskulausan hátt. Á Laxfossi var ætíð gestkvæmt og við marga að spjalla, sjálf hafði hún svo skeleggar og heilbrigðar skoð- anir sem hún setti óhrædd fram en tróð ekki uppá neinn. Ella átti afar létt með að umgangast böm og unglinga með öll þeirra ærsl og læti, skildi þau svo afar vel og gat sett sig inn í þeirra áhugamál og framtíðardrauma. Og þau virtu hana og dáðu á móti. — „Ella — hún er einstök" heyrði ég oft sagt. Ávallt minnti hún þau á að vera trú og heiðarleg, gleðjast yfir litlu, vera sparsöm og nægjusöm, forðast allt óhóf og umfram allt tóbak og vín sem hún taldi ljóð á hvers manns ráði sem þess neytti. Stundum heyrði ég hana spyija Pál Þór son minn, ef honum hafði áskotnast aurar: „Leggurðu þá ekki inn í bók- ina þína, Palli minn? Þú manst að þú ætlar að kaupa þér bíl þegar þú verður 17 ára.“ Þannig reyndi hún að beina huga þess unga að notagildi peninga. Það safnast fyrir þó einhvem tíma taki að ná settu marki og heppilegra að safna í stór- an gagnlegan hlut þó síðar kæmi í REGNBOGANUM er verið að sýna kvikmyndina „í návígi“ (At Close Range). Leikstjóri er Jam- es Foley og með helstu hlutverk fara Dean Penn, Christopher Walken og Christopher Penn. Kvikmyndin Qallar um ungan mann, sem tekur föður sinn, glæpa- heldur en henda aurunum í sæl- gæti eða annað álíka fánýti líðandi stundar. Vissuna fyrir því hve greiða leið hún átti að huga og hjarta barnsins fékk ég oft hjá syni mínum er við ræddum um framtíð hans er yrði hann eldri og á góma bar bílprófið væntanlega og fram- tíðarbíllinn sem safnað var fyrir inn á bókina góðu að ráði Ellu. Ætíð endaði sú umræða á þann veg „það get ég sagt þér, mamma, að Ella verður sú lang lang fyrsta sem ég fer með í bfltúr.“ Á því lék ekki nokkur vafi hver skipaði fyrsta sætið í huga hans og hjarta og þar var vel skipað og hann var ekki einn unglinga um að þurfa líta inn á Skúlagötuna og vita hvemig Ellu liði eða heimsækja hana á sjúkra- húsjð í vetur þegar dró að leiðarlok- um. En nú er bíllinn tilvonandi óþarfur í fyrri tilgangi, lagt hefur verið í hinstu för og eftir er lúf minning um sérstæða góða konu sem unni hveijum bletti góðurs og hlúði að ungum vaxtarsprotum sem skutu upp kollinum í gróðri mannlífs og moldar. Konu sem gekk um kring og gerði gott og þjónaði með ljúfu geði allt sitt líf og taldi það svo sjálfsagt frá því fyrsta til þess síðasta. Fátækleg þakkarorð á blaði að leiðarlokum segja fátt. Við höfum margs að minnast og margt að þakka. Vissan um að þó skilji leiðir í bili, verðum við öll saman að lok- um og það ljós lýsir okkur veginn áfram þar til búist verður til heim- ferðar í fyllingu tímans. Og þá sem ætíð áður er það góð tilfinning að eiga von endurfunda. Guð blessi minningu hennar. Ragnhild Hansen mann og foringja bófaflokks, sér til fyrirmyndar og stofnar sinn eig- in flokk ásamt bróður sínum og félögum. Allt virðist ganga vel þar til yfirvöld láta til sín taka og faðir- inn ákveður að koma unglingahópn- um fyrir kattamef. Þá hefjast mikil átök, ekki síst milli feðganna. (Úr fréttatilkynningu.) Strætisvagnar Reykjavíkur: Breytingar á akstursleiðum LAUGARDAGINN 19. júlí nk. verða gerðar breytingar á aksturs- leiðum tveggja vagna, leið 2 Grandi—Vogar og leið 15B Hlemmur—Grafarvogur hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Vagnar á leið 2 Grandi—Vogar munu aka í öllum ferðum frá kl. 07:00 til 19:00, mánudagtil föstu- dags, í Örfirisey að Hólmaslóð með endastöð við Hafnarböðin. Á kvöldin og um helgar aka vagn- amir um Eiðisgranda eins og verið hefur, en þó verður sú breyting á að einungis er ekið að Suður- strönd til móts við bensínsölu á homi Suður- og Norðurstrandar. Brottfarartíma á leið 15B Hlemmur—Grafarvogur breytist í 37 mín. yfir heila tímann 'í stað 38 mín. yfir og frá Reykjafold á heila tímanum í stað 2 mín. yfir. Ný leiðabók kemur út í ágúst. (Úr fréttatilkynningu) V erslunarmannahelgin: Þijár hljómsveitir öll kvöld á Gauknum 1986 Átríði úr kvikmyndinni „í návígi", sem sýnd er i Regnboganum. Regnboginn: „I návígi“ frumsýnd

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.