Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 © 1986 Universal Press Syndicate /,Ég trái þi/i cÁ þjððrdejcni ié 'jjOÍdta \jzx&, er\ ekjci fyr'ir-hDlic í útiörváum." Áður en sjónin skertist átti ég svo fallegan hund. Reyndar bað ég um venju- legan skammt, en ekki allt í einu! HÖGNI HREKKVlSI „pAU BRO Þí’ISI APVBHA HKlF/N HVORt AF Ök)K.O I ÁRARALIC?. - HÖöNI 0/3 MAIARK/5TAN. " Flytjum inn maríubjöllur grenilúsinni til höfuðs Gestur Sturluson skrifar: „Velvakandi. Eins og flestir vita sem lesa pistla þína hafa orðið þar nokkur skrif um úðun tijáa við meindýrum. Laugardaginn 12.7. birtist grein eftir Gísla Guðmundsson sem hefur yfírskriftina: „Á að hlífa tijánum á kostnað hollustunnar?" Vegna þess að í þessari grein er vikið nokkrum orðum að greinarkomi sem ég hafði fyrir nokkru skrifað í pistla þína og beint er til mín spurningu, verð ég að svara hér í fáum orðum. Gísli segir meðal annars: „Gestur Sturlu- son tók hér til máls og spurði hvort við ættum að una því að garðaúðun afleggist og barrtrén okkar eyði- leggist. Ég spyr á móti. Viljum við hafa þann hátt í okkar samfélagi að við hlífum tijánum á kostnað hollustunnar? Við höfum lús á grenitijám. Vitað er að til eru skor- dýr sem halda þessum lúsum í skeflum í grannlöndunum, er þar átt við maríubjöllu og fleiri. Með því að úða eyðum við ekki eingöngu grenilúsinni heldur einnig maríu- bjöllu og öllum öðrum gagnlegum skordýrum sem jafnframt eru fæðu- stofn fuglanna. „Þessu vil ég svara á þann veg, að ekki þarf að velja milli hollustu og barrtijáa vegna þess að lyf þau sem notuð eru á barrlúsina eru meinlaus öðrum dýr- um en henni eða svo til fullyrða garðyrkjumenn. En svo er þetta með maríubjölluna og er ég hrædd- ur um að hún sé hér ekki í garðtijám því ef svo væri ætti hún að geta haldið lúsinni í skefjum. Því er Sýnið Andrés og* Mikka á miðvikudögum L.D.R. skrifar: “Nú er verið að sýna Andrés önd og Mikka á sunnudögum kl. 18:10. Mér fínnst þessi tími ömurlegur. Mér fínnst að það ætti að breyta tímanum eða endursýna þættina, til dæmis á miðvikudögum í barn- atímanum. Eg vona að þessu verði breytt kæri Velvakandi." spumingin: Væri ekki reynandi að flytja hana inn grenilúsinni til höf- uðs? Þetta hefur oft verið gert með góðum árangri erlendis, að ein skor- dýrategund hefur verið látin halda annarri í skefjum. Væri þetta ekki verðug verkefni fyrir skordýrafræð- inga að vinna að? Þá er þetta útrætt mál af minni hálfu og að endingu þakka ég Gísla Guðmundssyni góð orð og vinsemd í minn garð.“ Víkverji skrifar Víkveiji var á ferð um Veiðivötn fyrir skömmu í yndislegu veðri og yndislegri ferð. Vakti það undr- un Víkveija, að leiðin upp í vötnin var ekki sérlega vel merkt. Þrír bílar voru í samfloti og sá á fremsta bílnum hefur margsinnis farið inn í Veiðivötn, en farið aðra leið en valin var í þetta skipti, svo að hann var ekki öruggur um leiðina, en tókst að komast klakklaust á áfangastað. Ferðafélaga Víkveija varð á orði þegar honum fannst að ekið hefði verið töluvert lengi án nokkurra skilta: „Ætli við lendum ekki bara á Akureyri?" Reyndin varð einnig sú, að fólk úr hópnum með þijú börn, varð að fara í bæinn á undan hinum og var komið eitt- hvað áleiðis veginn að Jökulheimum þegar það uppgötvaði á hvaða leið það var. Nú er ekki óalgengt að uppi í óbyggðum séu leiðir lítið sem ekk- ert merktar. En Víkveija finnst gegna öðru máli þegar um Veiði- vötn er að ræða. Alls kyns fólk, sem ekki er vant að ferðast um óbyggð- ir, kaupir þar veiðileyfi, og ætti að vera sjálfsagt að leiðin þangað sé vel merkt. XXX Iþessari sömu ferð veitti Víkveiji því einnig athygli hversu tijá- gróður er orðinn algengur við bóndabæi. 0g í kauptúnum úti á landi er fólk strax farið að gróður- setja í kringum nýreist hús. Þvílíkur munur! Og nú síðast hafa Reykjavíkur- borg og Skógrækt ríkisins tekið höndum saman og ætla að gefa Reykvíkingum kost á að kaupa ódýrt land við bæjarmörkin til þess að rækta í. Það er lofsvert framtak. í höfuðborginni hefur verið stig- vaxandi áhugi á gróðursetningu bæði hjá fyrirtækjum og einstakl- ingum. Það virðist orðið æ algeng- ara að fólk gangi fyrst frá lóð og húsi sínu að utan áður en það lýkur endanlega við húsnæði sitt að inn- an. Og forráðamenn nýrra fyrir- tækja eru orðnir meira og meira vakandi fyrir að helluleggja og gróðursetja strax í kringum fyrir- tæki sín. XXX En það er einkennilegt hversu illa gengur að kenna Islending- um snyrtilega umgengni. Fyrir nokkrum árum var áróður í gangi, sem var svohljóðandi: Hreint land — fagurt land. Virtist þetta hafa sín áhrif, og betri umgengni varð bæði úti á landi og á höfuðborgar- svæðinu. Hægt og sígandi fór þetta á verri veg og það er alls ekki óal- geng sjón að sjá í dag bæði full- orðna og börn henda bréfadrasli hugsunarlaust í götuna, út um bílrúðuna eða tæma öskubakkann úr bílnum á gangstéttina. Víkveija finnst þetta hinn mesti sóðaskapur og skorar á íslendinga alla sem einn að endurvekja hugtak- ið: Hreint land — fagurt land.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.