Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 18.07.1986, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JÚLÍ 1986 45 Fáránlegir for- dómar gegn sauðfé Fyrrverandi fjárbóndi og hestavinur skrifar: „Níðskrif gegn sauðfé hafa birst alloft undanfarnar vikur í Velvak- anda og eru höfundum sínum síst til sóma. Eru þeir hver öðrum brjóstumkennanlegri og hlægilegri, útvarpa fáfræði sinni og hleypidóm- um gegndarlaust og vita lítið hvað þeir eru að skrifa um. Þar fer lítið fyrir sanngiminni og fá ábyrgir sauðfjáreigendur ekki að njóta sannmælis. Vanþekking bréfritara og forheimskandi ofstæki leynir sér ekki. Stöðugt eru notuð niðrandi orð eins og t.d. „vargur", „rollu- karl“, „gróðurböðull" svo eitthvað sé nefnt af þessari lágkúru. For- dómar þrífast hvergi betur en í fáfræði. Mesta beitarálagið á Reykjavík- ursvæðinu er vegna hrossa en ekki kinda, enda hefur hrossum ijölgað gífurlega. Sauðfé er aftur á móti orðið svo fátt á þessum slóðum að ekki er hætta á að það valdi of- beit. Ær eru ólíkt fyrirferðarminni skepnur en hestar og t.d. hundar. Öllu alvarlegri vandamál tengjast hestamennsku borgarbúa en sauð- ijárhaldi, svo sem hrikaleg gróður- spjöll í sumum hestagirðingum og óvarkámi stöku hestamanna þegar þeir ríða með 2 til 3 hesta í taumi, jafnvel öjvaðir, á ijölfömum vegum þannig að umferðarhætta skapast af. En það er sjaldan minnst á slíkt. Hverjum dytti í hug að leggja það til að banna ætti alla hestaeign í þéttbýli vegna framkomu sumra hestamanna? Það virðist ekki vera Hver er munur- inn á opinberri og óopinberri heimsókn þjóð- höfðingja? Bergþóra Sigurðardótttir skrifar: „Mér leikur forvitni á að vita hver sé munurinn á opniberri og óopinberri heimsókn þjóðhöfðingja. Em allir vissir um að Danadrottn- ing hafi viljað ferðast með halarófu af fólki á eftir sér og sitja veislur? Mikið get ég vorkennt þessu fyrir- fólki að fá aldrei um ftjálst höfuð að stijúka. Það er kannski ekki allt- af svo auðvelt að koma því kurteis- lega áleiðis að það vilji ekki allt þetta umstang — ef það felst ekki í því að heimsókn sé óopinber." sama hver í hlut á. Hestamönnum hefur alltaf verið gert hærra undir höfði en sauðfjáreigendum, því til er nokkuð sem heitir hrossasnobb. Sama má segja um hunda sem í sumum tilvikum virðast vera nokk- urs konar stöðutákn i þéttbýli. Þó að fólk sé bitið og flutt á sjúkrahús er reynt að þagga slíkt niður. Fæst slysanna eru kærð. Það þykir bara fínt að hafa grimman, sígjammandi hund við dymar hjá sér eins og í útiöndum. En ef kind kemst óboðin inn í garð eða skógarreit og sést narta í blóm eða hríslu ætlar allt vitlaust að verða og fólk hringir á lögregluna í dauðans ofboði. Þessu er ég þó alls ekki að mæla bót því að lausagangur búfjár í þéttbýli á ekki að þekkjast. Með góðu skipu- lagi er auðvelt að hafa stjóm á þeim málum þannig að allir megi vei við una. En öfgamar gera eng- um gott.“ HaM ávallt viðurkanndan örygg- isbúnaA tiltaakan. Sinnið viðhakM á bátnum hvanaar aam timi gafat Hafið um borð varaárar og riaði, tóg, lagufaari og austurtrog. Einnig (jóa, flautu og blys til markiagjafa. Áfangi má ALDREt hata um hðnd I bátafarðum. Bakkua ar óhaiH hvarri áhðfn og má aldrai aitja undir atýri. Fjórar járnbentar sem hitta í mark Hljómplötur Sigurður Sverrisson Rainbow Finyl vynil Það var svo sem auðvitað að ekki væri hægt að láta Rainbow liggja of lengi ósnerta í gröfínni. Hálft annað ár er nú liðið frá því sveitin hélt sína hinstu tónleika og hálft þriðja ár er liðið frá því síðasta plata sveitarinnar kom út. Dánarorsök Rainbow var endur- fæðing Deep Purple eins og allir vita sem eitthvað fylgjast með í rokkinu. Þetta tvöfalda albúm Rainbow er þó betra um flest en margar sambærilegar plötur, sér í lagi vegna þess að á henni er að fínna fágætar tónleikaupptökur auk upptaka úr hljóðveri sem aldrei voru þrykktar í plast. Það verður því ekki með sanni sagt að hér sé um líkræningjahugsunarhátt- inn að ræða eins og svo oft vill verða í sambærilegum tilvikum. Eins og gefur að skilja eru upptökumar, sem hér em dregnar fram í dagsljósið, býsna ólíkar — sumar frábærar, aðrar þess eðlis að þær hefðu betur verið geymdar í kistunni. En á heildina litið er þetta ómissandi gripur fyrir for- fallna aðdáendur Ritchie Black- more. Aðrir sannir rokkarar ættu líka að hafa lúmskt gaman af. Menn sem ekki bregðast Van Halen 5150 Það fara fáir f skóna þeirra Van Halen-drengja. Það er ekki það, að þeir séu svona smá- eða stórfættir, heldur hitt að hér er á ferð einhver allra besta rokksveit nútímans. Skilningurinn á milli meðlima kvartettsins er ótrúlegur og þar veit hver upp á hár hvað honum ber. Hver hefði annars trúað því að óreyndu að 5150 væri frumraun söngvarans Sammy Hagar með Van Halen? Það er hreint ekki að heyra að sveitin sakni David Lee Roth hið minnsta. En að Sammy Hagar slepptum er það Eddie Van Halen, gítar- snillingurinn hollenskættaði, sem allt snýst um í þessari sveit og skal nokkum undra? Leikni hans er slík að mér er til efs að nokkur gítarleikari rokksins standist hon- um snúning. Vissulega hefur tónlist Van Halen slípast með árunum en sveitin heldur þó bersýnilega enn fast í rætur sínar. Dægurlög á borð við Why can’t this be love og Jump (af 1984) eru fljótt fyrir- gefín í ljósi annars efnis. 5150 er hágæðaplata — ekkert minna. Á bak við lás og slá Dokken Under lock and key n Dokken er einhver frambæri- legasta þungarokkssveitin vestan hafs um þessar mundir og þessi nýjasta plata Don Dokken og fé- laga staðfestir það. Þó er ekki laust við að yfirbragðið sé heldur mildara en var á eldri plötum sveitarinnar. í Dokken leynist einhver efni- legasti gítarleikarinn í þunga- rokkinu í dag, George Lynch. Menn á borð við Vivian Capmbell í Dio (er reyndar nýhættur þar) segjast fylgjast grannt með Lynch til þess eins að læra af honum! Under lock and key hefur að geyma nokkur prýðisgóð lög en þess á milli finnst mér herslumun- inn vanta. Bestu lög: The Hunter, Lightning strikes again og Till the livin’end. Heimtir úr helju Aerosmith Done with mirrors Það hlýtur að teljast kraftaverk að hafa heimt Aerosmith úr helju eftir margra ára dásvefn. Þannig túlka ég a.m.k. eigin viðbrögð við þessari nýjustu plötu fímmmenn- inganna. Hún er í einu orði sagt. frábær. Eftir fádæma velgengnisskeið um miðjan síðasta áratug sem náði líkast til hámarki með plöt- unni Rocks 1976, tók að halla undan fæti hjá Aerosmith og að endingu leystist sveitin upp. Hún tók saman á ný 1982 en þá vant- aði enn Joe Perry og Brad Whitford af upprunalegu meðlim- unum fímm. Þeir eru báðir með á Done with mirrors og árangur- inn er skotheldur. Tónlist Aerosmith hefur lítið breyst frá því hún var á toppnum fyrir áratug. Lögin eru kraft- mikil, drifín áfram af hugmynda- ríkum hljóðfæraleik og afbragðs söng. Það fara ekki margir í fót- spor Steve Tyler. Hafi menn saknað Aerosmith er týndi sauð- urinn snúinn aftur. Done with mirrors er sjálfkjörin i safn rokk- arans. Ferðafólk heim- sækir Hólminn Stykkishólmi. Undanfarið hefur verið góð- viðri hér um slóðir og hafa menn notað sér góða veðrið i auknum mæli. Ferðir um Breiðafjörðinn eru nú tíðar, bæði hvað Baldur áhrærir og eins Brimrúnu, sem fer daglega skemmti- og skoðun- arferðir og vekja þær mikla ánægju enda farið um sérkenni- lega og forvitnilega staði. Fólk kann alltaf betur og betur að nota sér þjónustu þessa og skoða leyndardóma BreiðaQarðar. Það hefur verið mikið að gera á hótelinu héma, þó sérstaklega um helgar. Tjaldstæðin hafa verið mikið notuð enda öll aðstaða þar hin ákjósanleg- asta og fólk lýsir ánægju sinni óspart yfír dvöl þar. Stykkishólms- hreppur hefur vandað val tjaldstæð- isins, sem er á fögrum stað í útjaðri Stykkishólms. Bflastæði eru þar malborin og rúmgóð og öll snyrtiað- staða vel úr garði gerð. Þá er hótelið þama skammt frá og þjónusta þar öll hin ákjósanlegasta. Auglýsingar 22480 Afgreiðsla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.