Morgunblaðið - 21.08.1986, Side 5

Morgunblaðið - 21.08.1986, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 5 Líklegt að klaustur- dagbók Laxness verði gefin út á næstunni LÍKLEGT er að á næstunni verði gefin út dagbók, sem Halldór Laxness hélt er hann dvaldi í klaustrinu Clervaux í Frakklandi, auk sendibréfa sem Halldór hefur skrifað ýmsum málsmetandi mönnum í gegnum tíðina. Þetta kemur fram í viðtali við sænska bókmenntafræðinginn Peter Hallberg í nýjasta hefti tímaritsins Mannlífs. Það er for- lagið Vaka, Helgafell, sem myndi standa að útgáfunni, en hjá því forlagi er nú í undirbúningi út- gáfa á greinum skáldsins frá þriðja og fjórða áratugnum, sem ekki hafa áður komið út á bók. Útgáfa dagbókar Halldórs Lax- ness frá Clervaux og sendibréf- anna mun ennþá vera á umræðustigi, en bréfin ritaði Halldór m.a. til Jóns Helgasonar, Einars Olafs Sveinssonar og Jóns Sveinssonar, Nonna. Halldór Laxness Grefill bauð lægst í Norðausturveginn SEXTÁN verktakar gerðu tilboð í lagningu Norðausturvegar um Hof í Vopnafirði, sem Vegagerðin bauð nýlega út. Lægsta tilboðið var frá verktakafyrirtækinu Grefill á Breiðdalsvík, 7.982 þúsund kr., sem er 81% af kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Önnur tilboð voru á bilinu 8,9 milljónir til 14,8 milljónir. Kostnaðaráætlun vega- gerðarinnar fyrir þennan 6,9 km vegarkafla var 9,9 milljónir kr. Stefán Guðjónsson Sauðárkróki á Skagastrandarvegi. Tilboð hans átti lægsta tilboðið í lagningu Skagafjarðarvegar frá Daufá að Varmalæk. Lengd vegarins er 3 km og var tilboð Stefáns 2,2 milljónir kr., sem er 64% af kostnaðaráætlun er hljóðaði upp á 3,4 milljónir kr. Vegagerðin fékk 10 tilboð í veginn. Þorvaldur Evensen á Blönduósi átti lægsta tilboð í styrkingu 17 km var 1.781 þúsund, sem er 76% af kostnaðaráætlun. Þá hefur Vega- gerðin einnig opnað tilboð í yfir- lagningu olíumalar á Akranesvegi. Aðeins eitt tilboð barst, frá Loft- orku sf. í Borgamesi kr. 1.485 þúsund kr., sem er 13% yfir kostn- aðaráætlun Vegagerðarinnar. Tilboð 30% yfir nafn- verði hluta- bréfanna TVÖ ÁLITLEG tilboð bárust í niðursuðu-og fiskvinnslufyrir- tækið Norðurstjörnuna í Hafnar- firði og og hljóðaði annað upp á rúmar 60 milljónir króna en hitt var 55,5 milljónir króna. Nafn- verð hlutabréfanna er hins vegar um 46 miljónir, og eru tilboðin því nokkuð fyrir ofan það, eða sem svarar 30%. Upphaflega bárust þrjú tilboð en að sögn Þórðar Friðjónssonar, stjómarformanns Framkvæmda- sjóðs, fullnægði þriðja tilboðið ekki tilsettum skilyrðum. Hærra tilboðið af hinum tveimur var frá Rafni A. Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Norðurstjörnunar, fyrir hönd ýmissa aðila sem hyggjast stofna hlutafélag um rekstur fyrirtækisins. Meðal þeirra em Jón Erlingsson, fiskverkandi og útgerðarmaður í Sandgerði, og útgerðarfélagið Njörður hf., en það hefur séð Norð- urstjörnunni fyrir hráefni. Aðstandendur hins tilboðsins óskuðu nafnleyndar. Þórður sagði að þrátt fyrir misjafnlega há tilboð vildi hann vekja athygli á að ekki væri hægt að bera þau saman á grundvelli krónutölunnar, því útborganir og greiðslur væru misjafnar og ýmis önnur tæknileg atriði ósambærileg. Land og synir í breskum og sænskum sjón- varpsstöðvum KVIKMYND Ágústs Guðmunds- sonar, Land og synir, verður sýnd á Channel 4, í Bretlandi næstkomandi miðvikudagskvöld. Stöðin keypti sýningarrétt að myndinni fyrir fjórum árum, fyr- ir milligöngu norsks umboðsað- ila. Kvikmyndin Land og synir var sýnd í sænska sjónvarpinu fyrir þremur vikum, en upphaflega var hún sýnd í kvikmyndahúsum þar í landi. Að sögn Ágústs Guðmunds- sonar hlaut myndin fremur vinsam- leg ummæli í sænskum blöðum. Kvikmyndin verður sem fyrr seg- ir sýnd á Channel 4 í Bretlandi næstkomandi miðvikudagskvöld kl. 10:45. I Bretlandi eru nú fjórar sjónvarpsstöðvar, þar af tvær ríkis- reknar. Channel 4 er önnur tveggja sjálfstæðra stöðva sem rekin er með auglýsingatekjum. Stöðin keypti sýningarréttinn að myndinni fyrir fjórum árum og sagðist Ágúst ekki hafa vitað að til stæði að sýna hana fyrr en sagt var frá því í dagskrár- kynningu. Ágúst er nú staddur í London og sagðist hann ætla að horfa á myndina í sjónvarpinu á miðvikudagskvöldið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.