Morgunblaðið - 21.08.1986, Side 22

Morgunblaðið - 21.08.1986, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 450 tonn af brota- járni flutt frá ísafirði Brotajárnshaugar úr sögunni ef til lögur Sindra-Stáls ná fram aö ganga ísafirði. Sindra-Stál hf. í Reykjavík hefur í sumar unnið að hreinsun og brottflutningi á brotajárni á Isafirði. Verkinu stjómar Sveinn Ásgeirs- son verkstjóri hjá Sindra-Stáli. I viðtali við fréttaritara Morgun- blaðsins, sagði hann að þeir ynnu nú að tillögum um hreinsun á brota- jámi um allt land. Þeir munu væntanlega ræða við Samband íslenskra sveitarfélaga um sam- ræmdar aðgerðir í þessum málum. Losun brotajáms er vaxandi vanda- mál á ísafirði vegna síaukinnar notkunar vélbúnaðar og tækja. Þar sem þetta er vandamál sem hijáir allan hinn siðmenntaða heim, em byggðarlög erlendis farin að styrkja mjög endurvinnslufyrirtæki í lönd- um sínum, en um leið lækkar verulega markaðsverð á brotajámi. Sveinn Ásgeirsson er nú í þriðja skiftið hér í sumar og er að ljúka við grófskurð og frágang á brota- jáminu í gáma sem fengist hafa hjá Eimskip, sem sér um flutninga á um 450 tonnum sem send verða héðan í sumar til Reykjavíkur í um 75 gámum. Á sl. ári fluttu þeir á sama hátt 300 tonn af brotajámi frá Skaga- strönd og nú hefur verið samið við bflstjóra á Raufarhöfn um söfnun og frágang á brotajáminu þar, sem síðan verður flutt til Reykjavíkur með Ríkisskip. Þá hefur sveitar- stjómin á Reyðarfírði samið við Lionsmenn um svipaðan frágang. Hugmyndir Sindra-Stáls-manna em, að sveitarfélög komi sér upp sérstökum brotajámsgámum e.t.v. nokkur saman og taki skipulega á móti brotajáminu. Með því má koma í veg fyrir að draslhaugar safnist upp, eins og nú má sjá um allt land íbúnum til ama og aðkomu- fólki til undrunar. Ýmsir erfiðleikar fylgja nauðsyn- legri endurvinnslu í Reykjavík auk markaðssetningar erlendis, en Sindra-Stáls-menn sem hafa sér- hæft sig í þessum málum undan- fama áratugi em tilbúnir að vinna að þessum mikilvægu umhverfis- og þrifnaðarmálum með fullri at- orku, náist um það samkomulag við sveitarstjómimar. Þeir hafa tekið á móti allt að 10.000 lestum af brota- jámi á ári, en undanfarin ár hafa það verið 6-7 þúsund tonn árlega. Vegna dýrra endurvinnslutækja, telja þeir að nauðsynlegt sé að hafa aðeins eina slíka stöð á landinu og benti Sveinn á að þeir notuðu t.d. 450 tonna pressu til að pressa sam- an bflhræ og aðra álíka hluti. Til þessa hafa þeir brennt bílana fyrst, til að eyða óæskilegum aukaefnum, en nú má búast við að það verði bannað innan fárra ára. Þá þarf að koma til kvöm sem hakkar hluti eins og bfla í smátt og flokkar efnin. Hann sagði að þeir hefðu reynt að vera með endurvinnslu á fleiri stöðum eins og t.d. á ísafirði 1976. En kostnaður fór langt fram úr mögulegu söluverði og gáfust þeir upp við svo búið. Sveinn Ásgeirsson sagði að lok- um, að það væri áhugavert verkefni að vinna að þessum málum, sem bæði fegraði og sparaði gjaldeyri. Hann sagði samt að það hefði kom- ið sér mest á óvart að verða vara við fólk, sem leggði á sig krók til að sturta úrgangi á víðavangi í stað þess að láta sig fá það, í þeim eina tilgangi að koma í veg fyrir að þeir hjá Sindra-Stáli græddu á sam- starfinu. I nágrannalöndunum leggja menn á sig ómælt erfiði til að koma úrgangi í endurvinnslu vegna mikilvægis umhverfisvemdar og þjóðfélagslegs spamaðar. Úlfar. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson ísfirðingar hafa í sumar losnað við 450 tonn af brotajárni. Á myndinni sést það svæði þar sem óbrenn- anlegt sorp hefur verið urðað að undanförnu. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Sveinn Ásgeirsson frá Sindra-Stáli hefur ásamt öðrum starfsmanni félagsins unnið að frágangi brotajárns á ísafirði í sumar. Hann er hér við síðustu gámana sem fluttir verða í burtu i næstu eða þar næstu viku. Kona í embætti héraðslæknis BERGÞÓRA Sigurðardóttir heilsugæslulæknir á ísafirði hefur verið skipuð héraðslæknir í Vestfjarðarhéraði og er hún fyrsta konan sem þessu embætti gegnir. Heilbrigðis- og tryggingarmála- ráðuneytið hefur jafnframt í samræmi við 6. gr. laga nr. 59/ 1983, endurskipað eftirtalda heilsu- gæslulækna til þess að vera héraðs- læknar frá 1. júlí 1986 að telja til jafnlengdar 1990: Kristófer Þor- leifsson, Ólafsvík, héraðslækni í Vesturlandshéraði, Friðrik J. Frið- riksson, Sauðárkróki, héraðslækni í Norðurlandshéraði vestra, Ólafur H. Oddsson, Akureyri, héraðslækni í Norðurlandshéraði eystra, Stefán Þórarinsson, Egilsstöðum, héraðs- lækni í Austurlandshéraði , ísleif Halldórsson, Hvolsvelli, héraðs- lækni í Suðurlandshéraði, og Jóhann Ágúst Signrðsson, Hafnar- firði, héraðslækni í Reykjamess- héraði. Störf héraðslæknis í Reykjavíkurhéraði em að lögum bundin við embætti borgarlæknis, sem Skúli G. Johnsen, læknir, gegn- ir. Meginverkefni héraðslæknis samkvæmt lögum nr. 59/1983, um heilbrigðisþjónustu, er að vera sér- stakur ráðunautur ríkisstjómarinn- ar um hvað eina er viðkemur heilbrigðismálum héraðsins. Hann skal fylgjast með því að framfylgt sé lögum og reglum um heilbrigðis- mál í héraðinu. Hann hefur umsjón með heilbrigðisstarfi í umboði ráðu- neytisins, í sjúkrahúsum, heilsu- gæslustöðvum og annars staðar þar sem slíkt starf fer fram. Hann skal annast samræmingu heilbrigðis- starfs í héraðinu. Ennfremur er héraðslæknir formaður heilbrigðis- málaráðs héraðsins, situr í svæðis- nefnd um málefni fatlaðra samkvæmt lögum númer 41/1983, um málefni fatlaðra og í svæðis- nefnd um heilbrigðiseftirlit sam- kvæmt lögum númer 109/1984, um hollustuhætti og heilbrigðiseftirlit, sem fulltrúi heilbrigðisstjómarinn- ar. o INNLENT Breskar fegnrð- ardísir í Svala- fötum frá Henson ÞÁTTTAKENDUR I keppninni um titilinn „Ungfrú Stóra-Bret- land“ komu saman til blaða- mannafundar síðastliðinn mánudag klæddar í sérhannaðan iþróttafatnað frá „Henson" á ís- landi. Bolimir voru kyrfilega merktir íslenska ávaxtadrykknum Svala, enda er Sól hf. sem framleiðir drykkinn helsti stuðningsaðili keppninnar og handhafi einkaréttar á auglýsingum varðandi keppnina, eins og greint hefur verið frá í frétt- um Morgunblaðsins. Keppnin fór fram í London í gærkvöldi og er talið að um 10-12 milljónir hafi fylgst með henni í beinni sjónvarps- útsendingu. AP/Morgunblaðið Akraneskirkia 90 ára Hátíðarhöld á sunnudag- Minnst verður 90 ára af- mælis Akraneskirkju næstkom- andi sunnudag þann 24. ágúst, en hún var vígð 23. ágúst 1896. Hátíðarhald verður þríþætt þennan dag. Kl. 11.00 verður komið saman í kirkjugarðinum í Görðum. Þar mun biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, af- hjúpa minnisvarða, sem Akumes- ingar hafa reist sr. Jóni A. Sveinssyni prófasti og konu hans, frú Halldóru Hallgrímsdóttur. Kl. 13.30 hefst svo hátíðarguðsþjón- usta í Akraneskirkju. Þar predikar biskup, en sóknarpresturinn sr. Bjöm Jónsson ásamt héraðspró- fasti og prestum úr prófasts- dæminu annast altarisþjónustu og kirkjukór Akraness syngur. Org- anisti og söngstjóri kirkjunnar, Jón Ólafur Sigurðsson og Haukur Guðlaugsson, söngmálasljóri, leika á orgel kirlgunnar frá kl. 13.00. Að messu lokinni verður svo gengið til hins nýja og veglega safnaðarheimilis, sem nú er risið gegnt kirkjunni. Þar fer fram vígsluathöfn, sem biskup fram- kvæmir. Á eftir býður sóknar- nefnd öllum þátttakendum upp á kaffíveitingar, þar mun Halldór Jörgensson, kirkjugarðsvörður, flytja erindi í tileftii 90 ára af- mælis kirlqunnar. Formaður byggingamefndar safnaðarheimilisins er Guðmund- ur Samúelsson og formaður sóknamefndar Akraneskirkju er frú Ragnheiður Guðbjartsdóttir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.