Morgunblaðið - 21.08.1986, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 21.08.1986, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1986 33 AKUREYRI Eldur í bíl ELDUR kom upp í nýjum Volvo- bil á horni Þingvallastrætis og Þórunnarstrætis um klukkan 11 á þriðjudagsmorgun. Engin slys urðu á fólki, en bíllinn er talinn ónýtur. Eldurinn kom upp er ökumaður beið eftir grænu ljósi á gatnamótunum, eldtungurnar stóðu þá skyndilega upp úr vélar- húsi bilsins og fékk ökumaður ekkert að gert. Slökkvilið kom á vettvang og slökkti eldinn. Bíllinn er svo til nýr, keyptur fyrir um mánuði. Ekki var Ijóst í gær hver eldsupptök voru. „Hrefnuveiðimenn gleymdust í kerfinu“ — segir Gunnlaugur Konráðsson útgerðarmaður á Árskógsströnd „VIÐ hrefnuveiðimenn erum látnir líða fyrir það nú að það gleymdist að taka tillit til þáttar hrefnuveiða í afkomu okkar árið 1984 þegar kvótakerfið var tekið upp,“ sagði Gunnlaugur Kon- ráðsson, útgerðarmaður á Árskógsströnd, i samtali við Morgunblaðið. Gunnlaugur hefur stundað hrefnuveiðar undanfarin sumur á 27 tonna bát sínum Sólrúnu EA 151 og er svo um átta aðra hrefnu- veiðimenn á landinu. Hvalveiði- bannið verður í gildi allt til ársins 1990 og er þetta fyrsta sumarið sem þeir fá ekki að veiða hrefnu. „Sumir þessara báta eru það vel settir að þeir geta snúið sér að skel, rækju eða öðrum veiðiskap, en við hér við Eyjafjörð höfum ekkért nema þorskinn að fara í og stunduðum þorskveiðar árið um kring áður en kvótakerfið var tekið upp og áður en við hófum hrefnu- veiðarnar. Nú er hins vegar fátt um fína drætti." Gunnlaugur sagði að svo virtist sem ekki væri hægt að breyta hrefnu í þorsk í kerfinu en slíkar breytingar væru heimilar í sam- bandi við aðrar tegundir. Sóknar- kvótinn í fyrra hefði þó bætt nokkuð stöðuna. „Menn geta sætt sig við kvóta meðan verið er að ná fiskistofnunum upp, en ekki endalaust. Við hrefnuveiðimenn teljum að viðmiðunarárin þijú í aflaverðmæti upp úr sjó, ættu að gilda áfram, hvort heldur sem veiði- skapurinn héti hrefnuveiði, rækju- veiði eða annað, enda ekki okkar sök að við gleymdumst í kerfinu. Nú eru menn t.d. að skila inn síldveiðileyfum sínum og fá í stað- inn aukinn þorskkvóta." Gunnlaugur sagði að 70% árs- tekna sinna væru fyrir hrefnuveið- ar og heldur væri það nú orðið slæmt ef þriggja manna kvótaút- hlutunarnefnd í Reykjavík gæti kippt undan mönnum fótunum á þennan hátt. „Eg hafði útbúið bát- inn á hrefnuveiðar fyrir löngu enda hef ég beðið í allt sumar eftir að fá að taka þátt í veiðum þessara 80 hrefna, sem við áttum að fá að veiða í vísindaskyni. En, útslagið kom ekki fyrr en nú um daginn þegar Bandaríkjamenn settu okkur kosti og við fengum afsvar með veiðarnar. Nú veit enginn hvaða stefnu málið tekur eða hvort hrefnuveiðar hefjist nokkurn tíma aftur, en víst er að fjörðurinn er fullur af hrefnum. Hvað gerist t.d. eftir 1990 þegar öfgasamtök fá að ráða íslenskum hagsmunamálum." Gunnlaugur gerir nú ráð fyrir að fara á snurvoð og veiða kola sem hann hefur reyndar ekki gert í ein 18 ár. „Ég er þó ekki smeykur við tekjutapið, heldur við áhrif hvalsins á lífið í sjónum enda ekkert smá- ræði sem hann þarf að borða. Ég tel að við sjómenn séum komnir í beina samkeppni við hvalina um fískinn í sjónum. Hvalurinn hefur örugglega séð um það hér á árum áður það sem fiskveiðiflotinn sér um í dag,“ sagði Gunnlaugur. Þjóðlegur matur fyr- ir ráðstefnugestina VEIZLUKOSTUR fyrir þátttakendur á 20. norrænu fiskimála- ráðstefnunni sem nú er haldin á Akureyri, hefur verið mjög þjóðlegur. Gestir frá hinum Norðurlöndunum auk Islendinga, hafa verið mjög ánægðir með viðgjörninginn og þótt vel við hæfi að borða hákarl, súran hval og hangikjöt. Á mánudag vai- hádegisverður Sjómannasambands íslands, Far- snæddur í veitingahúsinu Svart- fugli og var þar á boðstólum gi-afíð lamb og lúða í boði fiski- mjölsframleiðenda, Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda og Síldarútvegsnefndar. Um kvöldið bauð bæjarstjórn Akureyrar upp á grafið nautakjöt og hangikjöt. í Mývatnssveit á þriðjudag snæddu gestir grillaðan silung í Hótel Reynihlíð í boði Söiumið- stöðvar hraðfrystihúsanna og verzlunarráðs Islands og síðdegis var sett upp borð undir berum himni við Gijótagjá, þar sem boð- ið var upp á súran og steiktan hval og brennivín í boði ríkisins. Á miðvikudag heimsóttu ráð- stefnugestir Útgerðarfélag Akureyringa og var þar boðið upp á hákarl, harðfisk og brennivín og í hádeginu snæddi fólkið steikta ýsu og graflamb í boði manna- og fiskimannasambands Islands og Fiskveiðasjóðs. Ráð- stefnunni lauk svo með kvöldverði í boði ríkisstjórnar Islands. Það var einróma álit hinna er- lendu ráðstefnugesta, að móttök- ur hér á Akureyri hefðu verið stórkostlegar. Að vísu væri nátt- úrufegurð fyrir hendi, en allur velgjörningur hefði verið í sam- ræmi við hana. Þó voru skiþtar skoðanir um bragðgæði hákarls- ins, en öllum þótti vel við hæfi að bragða á þjóðlegum íslenzkum mat. Það er því óhætt að segja að móttökur og viðgjörningur hafi verið Akureyringum og Is- landi til sóma, en Kristín Magnús- son, deildarstjóri í sjávarútvegs- ráðuneytinu, hefur haft veg og vanda að skipulagningu ráðstefn- m* Morgunblaðið/HG Útgerðarfélag Akureyringa skoðað i gærmorgun. Húshitunarkostnaður Akureyringa þre- til fjórfalt hærri en Húsvíkinga: „Erum sérstaklega heppnir með vatnstökuna á Hveravöllum“ segir Víglundur Þorsteinsson veitustjóri á Húsavík „HITAVEITA Húsavíkur stendur mjög vel enda erum við sérstaklega heppnir með vatnstökuna á Hveravöllum. Þaðan rennur sjálfrennandi vatn alla leið til Húsavíkur og því er dælukostnaður, sem er öðrum hitaveitum oft á tíðum dýrkeyptur, óþarfur á Húsavík. Hann getur orðið allt að 50-70% af kostnaðarverðinu," sagði Víglundur Þorsteins- son, veitustjóri á Húsavík, í samtali við Morgunblaðið. Hitaveitu Húsavíkur var komið á ið. Verðið til notenda var þá ákveðið laggimar árið 1970 og tengdist þá nær allur bærinn í einu. Veitan er tiltölulega ódýr miðað við aðrar veit- ur á landinu. Húsvíkingar gi-eiða fyrir 400 í-úmmetra hús u.þ.b. 13.600 krónur á ári á meðan Reykvíkingar greiða milli 14.000 og 16.000 kónur og Akureyringar rúm- lega 47.000 krónur fyrir sömu húsastærð á ári. Víglundur sagði að veitan hefði verið dýr í upphafi og ýmsar gagn- rýnisraddir á lofti varðandi fyrirtæk- 70% af olíuverði þess tíma. „Við höfum ekki þurft að bora nema eina holu, árið 1974, sem nú gefur 44 sek. lítra af vatni, en frá náttúrunn- ar hendi koma u.þ.b. 34 sek. lítrar. Hitaveita Húsavíkur hefur yfír að ráða 78 sek. lítrum, en fyrirsjáanlegt er að bora verður aftur á næsta ári þar sem veitan er í toppnýtingu nú. Við höfum t.d. fengið fyrirspumir frá mönnum sem hyggja á stórfram- kvæmdir í fiskeldismálum hér og hafa verið að ræða um allt að 20 sek. lítra af vatni, sem er um fjórð- ungur af getu veitunnar nú og ljóst er að bora þarf sérstaklega vegna þeirra framkvæmda ef af verður. Forborun að nýiri holu á Hveravöll- um er raunar lokið.“ Til saman- burðar má geta þess að önnur fiskeldisfyrirtæki á Húsavík nota um 3 sek. lítra af heitu vatni. Unnið hefur verið að tvöföldun stofnæðar hitaveitunnar frá árinu 1977 frá Hveravöllum til Ilúsavíkur, 19,6 km vegalengd, og eftir sumarið nú mun 12,8 km verða lokið. I sum- ar vom lagðir 3,6 km og er kostnað- ur við þá framkvæmd milli 12 og 13 milljónir króna, að sögn Viglund- ar. Engar áætlanir em uppi um hvenær tvöföldun stofnæðai- lýkur. „Við byggðum okkar hitaveitu á mjög hagstæðum tíma miðað við það sem sigldi í kjölfarið, bæði olíu- verðsstríð og verðtryggð lán. Um sl. áramót námu skuldir Hitaveitu Húsavíkur 2,9 milljónum króna, sem hlýtur að teljast smáræði.“ Þá hefur undirbúningsnefnd að hitaveitu í Aðaldal og Kinn farið fram á við Hitaveitu Húsavíkur að fá selt vatn frá Hveravöllum og hef- ur verið gefið grænt ljós á það, að sögn Vilhelms. „Gera má þó ráð fyrir að hitaveita þeirra Aðaldæiinga og Kinnunga muni verða heldur dýr- ari, þar sem um stijálbýlla svæði er að ræða en á Húsavík. Þar í sveit er nú bæði kynnt með rafmagni og olíu, sem er u.þ.b. 5-6 sinnum dýr- ara en hitaveitan á Húsavík." Framkvæmdir við Hlíð boðnar út í einu lagi ÁKVEÐIÐ hefur verið á bæjarráðsfundi á Akureyri að bjóða þær framkvænidir, sem eftir eru við viðbyggingu dvalarheimilisins Hliðar, út í einum pakka að undanskilinni sundlaug. Viðbyggingin er nú því sem næst tilbúin undir tréverk. Ráðgert er að þær framkvæmdir sem eftir eru taki um tvö ár og er verkið áætlað upp á 55-60 milljónir króna. Sigurð- ur J. Sigurðsson bæjarráðsmaður sagði í samtali við Morgunblaðið, að nú í fyrsta sinn hefði verið ákveð- ið að fara breyttar leiðir í útboðum bygginga á vegun bæjarins og því litið til lengri tíma í þeim efnum. Með því væri vonast til að markviss- ari stefna næðist í byggingum á vegum bæjarins, en hingað til hafa áfangar verið bútaðir niður og boðnir út hver fyrir sig samkvæmt fjárhagsáætlunum viðkomandi ára, en nú kæmi þetta verk inn á þijár fjárhagsáætlanir. Sigurður sagði að gert væri ráð fyrir að taka hluta byggingarinnar í notkun að ári, þar sem verkið yrði væntanlega unnið í tveimur áföngum og gæti því fyrri áfanginn orðið tilbúinn á miðju næsta ári. Raðstefnugestir skoða hákarl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.