Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 7
Ö86J TB.fJOA ,V2 HUDAÖU^IVaiM ,CtI<3.AiawUDfl()W' ( MÓRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 " 7 Pamela Sanders Brement sæmd fálkaorðu Pamela Sanders Brement var sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu í síðasta mánuði. Pamela er höfundur bókar- innar „Iceland: 66° North“, sem gefin var út í fyrra. Hún hefur einnig aðstoðað við stofnun sjóðs, sem veitir tveimur íslenskum listamönnum styrk ár hvert til sumarnáms í Haystack-handí- ðaskólanum í Bandaríkjunum. Myndin er tekin í New York, var sendiherra Bandaríkjanna á þegar Hörður Helgason, sendi- Islandi 1981 til 1985, en hann var herra íslands hjá Sameinuðu sæmdur stórkrossi Hinnar þjóðunum, sæmdi Pamelu orðunni íslensku fálkaorðu er hann lét af í júlí. Til hægri er eiginmaður störfum sendiherra í fyrra. Pamelu, Marshall Brement, sem Reykjavík: Tónlistarmót ungs fólks frá höfuð- borgum Norðurlanda TÓNLISTARMÓT ungs fólks frá höfuðborgum Norðurlandanna verður haldið í Reykjavík 29. ágúst til 2. september. Er þetta í fyrsta skipti sem mótið er haldið 200 ára afmæli Reykjavíkur. Þetta er í sjöunda sinn sem mót- ið er haldið, og undanfarin tvö ár hafa nokkrir íslenskir nemendur tekið þátt í því í Kaupmannahöfn og Helsinki. 22 ungir hljómlistar- menn frá höfuðborgum hinna Norðurlandanna koma hingað auk fararstjóra og sameinast meðlimum úr Sinfóníuhljómsveit æskunnar undir stjórn Marks Reedman. Æfð verða tvö hljómsveitarverk, Epitafion eftir Jón Nordal og Karel- ia-svítan eftir Sibelius, sem flutt hér og er það gert nú í tilefni af verða auk nokkurra kammerverka á tónleikum í Menntaskólanum við Hamrahlíð þriðjudagskvöldið 2. september. Aðrir tónleikar verða mánudagskvöldið 1. september í Norræna húsinu þar sem ungu hljómlistarmennimir flytja einleiks- og kammerverk. Hvorir tveggja tónleikarnir heQast klukkan 20.00, aðgangur er ókeypis og allir vel- komnir. (Úr frcttatilkyiiningu.) 0 Utvarpsmálið: Saksóknari áfrýjar ekki ef refsing er skilyrt MÁLFLUTNINGUR í útvarps- málinu, þar sem 10 starfsmenn Ríkisútvarpsins eru ákærðir fyr- ir brot á lögum fyrir að hafa lagt niður vinnu 1. október 1984, fór fram í Sakadómi Reykjavíkur á föstudag. Jónatan Sveinsson, saksóknari, krafðist refsingar yfir tíumenning- unum samkvæmt 176. grein almennra hegningarlaga, en þar segir: „Ef maður veldur með ólög- mætum verknaði vemlegri truflun á rekstri almennra samgöngutækja, opinberum póst-, síma-, eða út- varpsrekstri eða reksti-i stöðva eða virkjana, sem almenningur fær frá vatn, gas, rafmagn, hita eða aðrar nauðsynjar, þá varðar það varðhaldi eða fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef málsbætur eru. Sé brot framið af gáleysi, þá varðar það sektum eða vai-ðhaldi allt að 6 mánuðum." Jónatan lagði á það áherslu í málflutningi sínum að sakborningar yrðu sakfelldir og refsað á grund- velli þessa ákvæðis, en það myndi ekki teljast áfrýjunarástæða af ákæruvaldsins hálfu ef refsing yrði gerð skilorðsbundin. Mestu skipti að sú skoðun ákæruvaldsins, að athæfi tíumenninganna teldist ólög- mætt í skilningi 176. greinar, yrði staðfest og niðurstaðan yrði til lær- dóms. Tímabil verðlækkunar á dilkakjöti senn á enda Eftir verðlækkunina á dilka- kjöti hefur sala á því gengið mjög vel og seldust 780 tonn fyrstu þrjár vikurnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynn- ingu sem landbúnaðarráðuneytið hefur sent frá sér. Þar segir enn fremur að nú muni tímabil 20% verðlækkunar á dilkakjöti senn á enda, því ákvörðun um verðlækkun hafi aðeins náð til 1.800 tonna af kjöti. í verðkönnun sem Verðlagsstofn- un gerði fyrir og eftir verðlækkun i 40 verslunum á Stór-Reykjavík- ursvæðinu og sagt er frá í fréttatil- kynningu þessarri kom í ljós, að verslanir lækkuðu oft dilkakjöt um meira en 20%. Um 60% verslana lækkuðu heil dilkalæri að meðaltalj um 23,6% og hæst um rúm 28%. í einstaka dæmum varð lækkunin jafnvel enn meiri í ákveðnum versl- unum. Farið var í kringum verð- lagninguna á hökkuðu kjöti, en í þeim vöruflokki var rúmlega helm- ingur verslana með undir 20% lækkun, þar af 17 með enga lækk- un eða jafnvel hækkun. Þegar tekið var meðalverð á dilkakjöti í heilum skrokkum, heil- um lærum, lærissneiðum og hrygg, voru 10 verslanir sem komu út með lægst meðalverð. Lægst var Kjöt- miðstöðin, þar sem meðalverð var 243,90 krónur, þá Breiðholtskjör, MAÐURINN sem eftirlýstur var vegna ákæru um nauðgun í fyrrakvöld var handtekinn um nóttina. Var hann yfirheyrður hjá Rannsóknarlögregiu ríkisins í gærdag, en sleppt um kvöldið þar eð samræmi náðist ekki í framburði hans og konunnar sem kærði. Konan tilkynnti nauðgun í íbúð 250,50 kr., Kostakaup, 255,75 kr., Kjöt og fískur, 263,75 kr., Brekku- val, 266,30 kr., Kópavogur 266,50 kr., Melabúðin, 267,25 kr., Víðir í Mjóddinni, 269,95 kr., Víðir í Aust- urstræti, 270 krónur og loks Fjarðarkaup, þar sem meðalverð var 270,55 krónur. í fjöíbýlishúsi í Breiðholti á mánu- dagskvöld og var mannsins leitað fram á nótt. Hann viðurkenndi við yfirheyrslur í gær að hafa slegið konuna, en neitaði að nauðgun hefði átt sér stað. Stóð því staðhæfing gegn staðhæfingu og var mannin- um sleppt vegna skorts á sönnun- um. Kona kærði nauðgnn: Manninum sleppt vegna skorts á sönnunum KAMSRÆKT þú finnur örugglega flokk við þitt hæfi hjá okkur! Haustnámskeið hefjast 1. sept. LIKAMSRÆKT OG MEGRUN fyrir konur á öllum aldri. Flokkar sem hæfa öllum. FRA MHALDSFL OKKA R Þyngri tímar, aðeins fyrir vanar. KERFI A RÓLEGIR TÍMAR fyrir. eldri konur eða þær sem þurfa að fara varlega. _ M LLi i 18fl MEGRUNARFLOKKAR 4x i viku fyrir þær sem þurfa og vilja missa aukakilóin núna. AEROBIC J.S.B. Okkar útfærsla af þrektímum með góðum teygjum. Hörku púl- og svitatimar fyrir ungar og hressar. NY OG GLÆSILEG AÐSTAÐA Suðurver IMUMÉrilMI Hraunberg 83730 INNRITUN HAFIN 79988 Ath. vetrar- námskeið hefst 29. september Lokaðir og framhaldsflokkar. Staðfestið pantanir fyrir veturinn. LIKAMSRÆKT JAZZBALLETTSKÓLA BÁRU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.