Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 Áfangastaður: Mývatn og nágrenni eftirSigvrð Sigurðarson Mývatn og nágrenni telst án efa til eins fegursta staðar á öllu ís- landi. Tugir þúsunda ferðamanna gera sér grein fyrir þessu, en ferða- mannastraumurinn til Mývatns getur orðið allt að hundrað þúsund manns á einu sumri, og er hér átt við útlendinga og íslendinga. Margt veldur, en þó einkum einstæð nátt- úrufegurð og stöðugt veðurfar. Á sumrin er oft langtímum saman sólskin og tiltölulega lyngt, nokkuð sem þekkist ekki eins vel sunnar í landinu. Nýtur Mývatnssveit góðs af Vatnajökli sem tekur til sín regn í sunnanátt. Lítið er vitað um upphaf búsetu í Mývatnssveit, en þó hafa fundist merkar fornminjar á þremur bæjum og þá einkum , í Baldursheimi. Skammt frá Skútustöðum er Þang- brandspollur, en í honum skírði Þangbrandur kristniboði Mývetn- inga til kristinnar trúar. A Skútu- stöðum hefur lengi verið kirkjustað- ur og stendur þar kirkja sem byggð var á árunum 1862 til 1863. Kirkja hefur staðið frá upphafi kristni í Reykjahlíð. Mývetningar hafa alla tíð haft framfæri sitt af sauðfjárrækt, sil- ungsveiði og eggjatöku. Á undan- förnum áratugum hefur þó þjónusta við ferðamenn færst mikið f auk- ana. Hótel Reynihlíð er mjög veglegt hótel á íslenskan mæli- kvarða. Hótel Reykjahlíð er sumarhótel og víða um sveitina má fá svefnpokapláss og tjaldsvæði eru nokkur. Nýleg sundlaug er í sveit- inni, matvöruverslanir og ferða- mannaverslanir. Kísilgúrnám í Mývatnssveit hófst 1966 og nokkru síðar verksmiðjurekstur. Skammt er í Kröflu og Kröfluvirkjun, sem veitir mörgum íbúum sveitarinnar atvinnu, beint og óbeint, og er mik- ið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Þá er ótalin önnur þjónustufyrirtæki fyrir ferðamenn, eins og ferðaskrif- stofan Eldá og áætlunarbflaakstur Jóns Árna Stefánssonar. Af þessu má ljóst vera að byggð- in við Mývatn stendur mjög traust- um fótum með fjölbreyttum atvinnurinstri. Hér verður nú fjallað stuttlega um Mývatn og nágrenni Frá Dimmuborgum. þar er nokkuð mildð kjarr. bruna og að Hverfjalli. Þaðan má annað hvort fara að Lúdent eða í Dimmuborgir. Sé farið að Lúdent er best að fara sömu eða svipaða leið til baka. Dimmuborgir eru hrikaleg nátt- úrusmíði, sem varð til fyrir þá tilviljun að stór hrauntjörn tæmdist skyndilega og stóðu þá hraunstrýt- ur eftir í margvíslegum og furðuleg- um myndunum. Þekktust þessara myndana er Kirkjan, há og falleg hvelfing. Frá Dimmuborgum er farið eftir þjóðveginum til baka. Höfði er almenningsgarður en er í raun tangi sem gengur fram í Mývatn að austanverðu. Þetta er einn fegursti staðurinn við vatnið sökum sérkennilegra hraunmynd- ana og mikils gróðurs. Skammt frá eru Kálfstandarklasar, þekktar hraunmyndanir, súlur og gatklett- ar. Ekki má gleyma Kröflu, sem er skammt austan við Mývatn og Námafjall. Krafla er í raun mó- bergsfjall sem er um 818 m hátt. Kringum fjallið er askja, um 8 km og það sem þangað er að sækja. Því miður hefur það viljað bregða við að íslendingar hafi Mývatn sem áningastað á hringleið, en ástæða er fyrir fólk að stoppa nokkra daga á Mývatni og kynnast staðnum og nánasta nágrenni. Gönguleiðir og staðir Fjölmargar góðar gönguleiðir eru í Mývatnssveitinni, bæði á fjöll og milli staða. Þá má ekki gleyma að í kringum Mývatn er ágætur veg- ur, sem hentar vel fyrir hjólríðandi fólk, en á hótel Reynihlíð er reið- hjólaleigá að sumarlagi. Um þriggja klukkustunda ferð er kringum Mý- vatn á hjóli og á leiðinni má víða stoppa og skoða. Af gönguleiðum má nefna göngu á Vindbelgsfjall, sem stendur við norðvestanvert vatnið. Nokkur spölur er að fjallinu eftir slóð frá Vagnbrekku, en um 45 mínútna gangur er upp á topp. Þaðan er skemmtilegt útsýni yfir Mývatn og nágrenni, allt suður f Vatnajökul og Trölladyngju. Það kemur ferða- fólki ekki síst á óvart að sjá Sandvatn, sem er norðan við Vind- belg. Sandvatn er að norðanverðu umlukið eyðisöndum en mjór kjarr- kragi er með ströndinni. Vindbelgur er aðeins 529 m á hæð yfir sjávar- máli, en um 400 m yfir umhverfinu. Hlíðarfjall er skammt fyrir ofan Reykjahlíð. Þangað er nokkuð lang- ur gangur en af fjallinu er mjög gott útsýni yfir Mývatn og Kröflu- svæðið. Af fjallinu má glögglega sjá eldána sem rann 1729 og fór yfir þrjá bæi. Á kafla rann þessi eldá í mjórri kvísl sem nú heitir Eldá. Hraunið rann í Mývatnseldun- um frá Leirhnúki og allt í Mývatn. Það heitir Eldhraun. Hraunið rann umhverfis kirkjuna og kirkjugarð- inn í Reykjahlíð, án þess að skaða hana og hafa menn það sem dæmi um þá helgi sem á kirkjunni hvíli. Reykjahlíðarbærinn fór hins vegar undir hraun og má enn sjá móta fyrir honum ef grannt er skoðað. Hverfjall setur mikinn svip á Mývatnssveit. Fjallið er í raun geysistór sprengigígur, einn sá feg- ursti á íslandi og í röð þeirra stærstu í heiminum. Að dýpt er hann um 140 m og um 1,3 km í þvermál. Lúdent er líka mjög stór gígur, sem myndaðist vð gjóskugos fyrir um 6000 árum. Ummál gígsins er nær 1 km. Sunnan við gíginn eru klepra- og gjallgígir, sem nefnast Horft í austur af Vindbelgjarfjalli i áttina að Námafjalli. Á milli er Neslándatangi, Ytriflói fjær. Lúdentsborg. Mæla má með gönguleið frá Reykjahlíð að Grjótagjá, sem hér áður fyrr var mikið notuð til baða. Grjótagjá er mikil jarðsprunga og er vatn í henni víða. Nú er hún óhæf til baða vegna þess hversu heit hún er. Hitinn í gjánni jókst við upphaf Kröfluelda 1977. Frá Grjótagjá er farið um Hverfjalls- í þvermáli. Þarna urðu mikil elds- umbrot á árunum 1724—1729 og svipaðir atburðir hófust að nýju 1975. Á árunum 1975 til 1984 urðu þarna 9 eldgos og stóð það lengsta í 14 daga. Kröflusvæðið er eitt af háhitasvæðum landsins og var byggð jarðgufuvirkjun þar á árun- um 1975—1977. Sú virkjun er nú í eigu Landsvirkjunar, minna en Kröflufjall, fagurlita og dalbotninn skreyttur gufupípum. Myndin er tekin af Námafjalli og horft er yfir þorpið í Reykjahlíð og Ytriflóa. Myndin er tekin af Vindbelgjarfjalli og lengst í fjarska er Búrfell. Næst er Buðlungaflói og handan vegarins fyrir miðri mynd skagar út í vatnið tangi er heitir Vindbelgur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.