Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 23 Náttúruhamfarirnar í Kamerun „Gasið var svo eitrað að allt visnaði — fólk, dýr og gróður“ — segir bandarískur trúboði Yaounde, London, Vatíkanínu, Madrid, AP. HERMENN með gasgrimur töldu í gær lík fórnarlamba eit- urgassins, sem lagði upp úr gígvatni i Kamerún á fimmtu- dag, og leituðu eftirlifenda. Stjóm Kamerún lýsti yfir því í gær að 1.534 hefðu látist af völdum gassins og hafa starfs- menn neyðarhjálpar Samein- uðu þjóðanna, sem staddir em í Yaounde, höfuðborg Kamer- ún, staðfest þessa tölu. Erik Hágglund, talsmaður neyðarhjálpar SÞ, taldi að gasið hefði valdið raski hjá um tuttugu þúsund manns. Stjóm Kamerún hefur sagt að gasið hafí valdið þijátíu þúsund manns sárum og tjóni. Þorpið Nios, sem stendur við gígvatn með sama nafni, varð verst úti. Þar bjuggu um 700 manns. Önnur þorp nærri vatninu urðu einnig illa úti. Fred Tern Hom, hollenskur prestur, sagði að hann hefði farið í eitt þorpið eftir að hörmungam- ar dundu yfír. Þar sá hann karla, konur og böm liggja örend á veg- um, fyrir utan hús sín og í rúmum. í þriðjudagsblaði Daily Mail er vitnað í bandarískan trúboða: „Gasskýið eyddi öllu lífí. Það var engin eldsprengja en gasið var svo eitrað að allt visnaði — fólk, dýr og gróður. Regnskógurinn, sem áður var grænn, er nú líkastur risastóru eyðilandi." Aðrir áttu aldrei lífsvon Annar prestur á svæðinu, John Ambe, lýsti ástandinu í sjúkrahúsi í Wum, sem er næsta stóra borg við vatnið. „Allir, sem færðir vom hingað frá vatninu, höfðu bmna- sár á líkamanum,“ sagði Ambe í viðtali við BBC. „Fólkið var hrætt og ástandið sló alla út af laginu. Aðrir íbúar þorpanna létust af gaseitmn og áttu aldrei lífsvon." Hann sagði að prestar, sem fóm í þorp við vatnið Nios, hefðu greint frá því að verið væri að jarða fólk í íjöldagröfum. Að hans sögn lagði gasið upp úr vatninu á fímmtudag en ekki föstudag eins og hingað til hefur verið greint frá. Enn er ekki ljóst hvaða gasteg- und fólkið varð að bráð. Stjóm Kamerún sagði á sunnudag að brennisteinsvetni hefði losnað úr viðjum á botni vatnsins við sprengingu. Eldflallasérfræðingar telja líklegra að ýmsar gerðir eit- urgasefna _ hefðu komið upp úr vatninu. Ýmsar gastegundanna hefðu verið lyktar- og litlausar og þar á meðal hefði verið kolsýr- ingur. Svæðið, sem hörmungamar dundu yfír, er eitthvert það feg- ursta í Afríku. íbúar þar búa í litlum strákofaþyrpingum í hlíðum hálendis Kamerún. Og þama teygir sig röð eldíjallatinda og djúpra dala inn í austurhluta Nígeríu. Bretar réðu áður yfír svæðinu og var það þá hluti af Nígeríu. Þegar Bretar létu af stjóm ákváðu íbúamir í atkvæðagreiðslu að heyra undir Kamerún. Dr. Guðmundur Sigvaldason jarðf ræðingur. leggst yfir í slíku magni, sem hér um ræðir, finna menn aðeins lykt- ina í fyrsta andartaki. I næsta andartaki em allar lyktarfrumur óvirkar og í þriðja andartaki er maðurinn allur,“ sagði Guðmund- ur að lokum. Eiturgas af rotnandi dýra- leifum losnaði úr læðingi — segir Guðmundur Sigvaldason jarðfræðingur, sem tel- ur hörmungarnar hafa verið af líffræðilegum toga „OKKAR tilgáta er sú að hörm- ungarnar i Kamerún hafi verið líffræðilegs eðlis,“ sagði Guð- mundur Sigvaldason, jarðfræð- ingur og formaður Alþjóðasam- bands eldfjallastöðva, í viðtali við Morgunblaðið. Hann telur að stöðuvatnið Nios sé mjög kyrrt. Efstu lög vatnsins séu súrefnisrík en súrefni minnki eftir því sem neðar dregur. Við slíkar aðstæður myndist í rotn- andi dýraleifum brennisteins- vetni og kolsýringur, sem hafi losnað úr læðingi við jarð- hræringar. Guðmundur var spurður hvort íslenskir sérfræðingar yrðu sendir til Kamerún til að aðstoða þarlend yfírvöld: „Menningar- og fræðslu- stofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hefur boðið fram að- stoð. Ekki er vitað hvort sú aðstoð verður þegin. Aðstoðin yrði í því fólgin að senda á vettvang menn sem veitt gætu sérfræðilega ráð- gjöf. Svo vill til að Alþjóðasam- band eldfjallastöðva hefur komið sér upp miklum upplýsingabanka og við erum ráðgefendur UNESCO í málum af þessu tagi. Veitum við aðallega ráðgjöf um hverja eigi að senda og hvað eigi að aðhafast þegar svona kemur upp,“ sagði Guðmundur. „I þessu máli var eðlilegt að einhver Islendingur færi, annars er það undir hælinn lagt hvort íslendingar eru með í slíkum ferð- um. Það er erfítt að gera sér grein fyrir því hvað er að gerast í Kam- erún og hefur enn ekki verið ákveðið hvort UNESCO sendir hjálp. Fjölmargir aðiljar hafa boð- ið fram aðstoð og því óvíst að þeir telji ástæðu til að leita til UNESCO. Það er mjög á reiki hvað gerð- ist. í fréttaskeytum segir að sprenging hafí orðið, en það er ákaflega óljóst. Einnig er talað um að fólk hafí heyrt eitthvað og annars staðar minnst á jarðhrær- ingar. Víst er að þetta hefur gerst mjög snögglega og því hugsanlegt að einhver hljóð hafi heyrst. Ein- hver hreyfing hlýtur að hafa komið á vatnið þegar gasbólur komu upp á yfirborðið með tölu- verðum krafti. Það á eftir að koma í ljós hvað gerðist. En okkar get- gáta nú er sú að þetta sé líffræði- legs eðlis frekar en af völdum eldvirkni. Þegar dýraleifar rotna í súrefnissnauðu vatni myndast brennisteinsvetni og kolsýringur. Við teljum að þarna hafí orðið einhver hræring og við það hafi gasið losnað skyndilega með fyrr- greindum afleiðingum. Þetta er nákvæmlega það sama og gerist þegar egg fúlnar. Þá myndast brennisteinsvetni og menn geta rétt ímyndað sér hvemig er að vera innilokaður í herbergi þegar þúsund fúlegg eru brotin í einu. En þegar brennisteinsvetni AP/Símamynd Hafin ráðstefna hlutlausra og óháðra ríkja Áttunda ráðstefna Samtaka hlutlausra ríkja hófst í gær í Harare í Zimbabwe. 101 ríki í Afríku og Asíu á aðild að samtökum þessum í gær voru haldnir undirbúningsfundir en sjálf ráðstefnan hefst í dag. Búist er við að harðorð- ar ályktanir varðandi kynþáttastefnu sljórn- valda í Suður-Afríku og stefnu Bandaríkja- stjórnar gagnvart Nicaragua verði lagðar fram á ráðstefnunni. Myndin er frá opnun- arhátíðinni. Kjarnorkuverið í Chernobyl: Meingallað af teikniborðinu Hinn mannlegi þáttur gleymdist Vín, AP. VIÐ hönnun kjarnorkuversins í Chernobyl gleymdist að gera ráð fyrir að starfsmönnum þess gætu hugsanlega orðið á mistök, segir Bryan Edmond- son, þekktur breskur sérfræð- ingur um nýtingu kjarnorku. Margir vísindamenn telja að Sovétsljórnin vilji ekki viður- kenna mistök við hönnun kjarnakljúfsins í kjarnorku- verinu og leggi þess vegna áherslu á að slysið hafi orðið vegna mistaka starfsmanna. í skýrslu Sovétstjórnarinnar um Chernobyl var farið hörðum orðum um vanrækslu starfs- manna þess og þeir gerðir ábyrgir fyrir slysinu. Hins vegar sagði Valery A. Legasov, háttsettur yfirmaður kjamorkumála í Sov- étríkjunum, á mánudag að allir kjamakljúfar, sem væru sömu gerðar og sá sem sprakk í Chernobyl, hefðu nú verið teknir úr notkun til þess að unnt væri að endurnýja þá. Um 500 sérfræðingar frá 50 löndum funda nú í Vín á vegum Alþjóðakjamorkumálastofnunar- innar um hvem lærdóm megi draga af Chemobyl-slysinu og er Legasov fulltrúi Sovétstjómar- innar. Vísindamenn frá Vesturlönd- um hafa látið í það skína að Sovétmenn leggi áherslu á mistök starfsmanna versins til þess að hylma yfír alvarlega hönnunar- galla kjarnakljúfsins. Flestallir kjarnakljúfar í Sovétríkjunum eru sömu tegundar og sá sem spreng- ingin varð í 26. apríl síðastliðinn. Árið 1976 skoðuðu breskir sér- fræðingar sams konar kjama- kljúf í Leningrad og komust að þeirri niðurstöðu að hönnun hans væri ábótavant hvað varðaði sjö mikilvæg atriði. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.