Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.08.1986, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. ÁGÚST 1986 25 New York: Starfsmaður SÞ hand- tekinn fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna New York, AP. RÉTTARHÖLD hófust í New York í gær yfir sovéskum starfs- manni Sameinuðu þjóðanna, en hann er ákærður fyrir njósnatil- raun í þágu Sovétríkjanna. Talið er að maðurinn, sem heitir Gennadiy Fedorovich Zakharov, sé njósnari KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna. Bandaríska alríkislögreglan (FBI) handtók Sovétmanninn á laugardaginn þegar hann reyndi að fá starfsmann vopnaframleiðanda til liðs við sig. Dæma má Sovét- manninn í lífstíðarfangelsi fyrir vikið, en hann nýtur aðeins tak- markaðrar friðhelgi stjórnarerind- reka. Zakharov er sakaður um að hafa greitt 1.000 bandaríkjadali fyrir skjöl, sem fjölluðu um þotuhreyfil í bandarískri herþotu, en ekki var greint nánar frá eðli skjalanna. Maðurinn sem seldi Zakharov skjöl- in hefur verið í sambandi við FBI í þijú ár vegna þessa máls. Hann er ekki ríkisborgari í Bandaríkjun- um, en hefur dvalist þar í nokkur ár. Zakharov reyndi að fá manninn á mála hjá sér meðan hann var við nám í Queens-háskóla, en hann hafði þegar samband við FBI og bauð fram aðstoð sína. Bandarískir embættismenn hafa, lengi haldið því fram að höfuðstöðv- ar Sameinuðu þjóðanna væru miðstöð sovéskrar njósnastarfsemi í Bandaríkjunum. í fyrra kallaði Reagan Bandaríkjaforseti þær „njósnahreiður“ og í mars á þessu ári var Sovétmönnum gert að fækka starfsmönnum sendinefnda sinna úr 279 í 170 fyrir apríl 1988. Brasilía: Skipuleg sala á kornabörnum Itajai, Brasilíu. AP. LÓGREGLAN í Itajai hefur skor- ið upp herör gegn starfsemi ættleiðingarfyrirtækja, sem hafa selt að minnsta kosti 1.500 börn úr landi á síðustu fjórum árum. Það eru einkum efnuð hjón frá ísrael, Bandaríkjunum, Kanada, Frakklandi og Italíu, sem hafa keypt hvít komabörn og flutt þau úr landi. Börain sem hafa verið seld eru einkum úr suðaust- urhluta Brasilíu en þar búa margir afkomendur innflytjenda frá Vestur-Þýskalandi. Samkvæmt brasilískum lögum mega^útlendingar ættleiða böm og flytja þau úr landi. Talið er að í Brasilíu séu fimm milljónir munað- aralausra bama. Hins vegar heimila lögin ekki ættleiðingar í ágóðaskyni. 26 menn hafa verið ákærðir sökum þessa og er hámarksrefsing íjögurra ára fangelsi. Lögreglan telur að þeir sem selja börnin segi foreldmnum að þeir verði lögum samkvæmt að greiða allt að 400.000 krónur til yfírvalda vegna ættleiðingar. Lögleg ættleið- ing kostar hins vegar um 20.000 krónur. Ættleiðingarfyrirtækin hafa spillta embættismenn á sínum snæmm og geta þau gengið frá ættleiðingu á innan við tveimur vik- um. Ef löglega er staðið að málum getur ættleiðing aftur á móti tekið marga mánuði. Að sögn lögreglumanna fóm konur á vegum ættleiðingarfyrir- tækjanna inn í fátækrahverfi Itajai og Curitiba og þóttust vera félags- ráðgjafar. Þeim tókst að telja fjölmargar mæður á að gefa böm sín til ættleiðingar. í kúbönsku fangelsi. Myndin var tekin á laun. r, péu um 150, sem neiti að láta „end- prhæfa“ sig og séu af þeim sökum beittir líkamlegum og andlegum pyntingum. í því efni vitnar hann m.a. í skýrslur Amnesty Intemat- ional. Valladares segist hafa skrifað bók sfna til „að allur heimur fái að vita um glæpi Kastrós, pyntingam- ar og mannréttindabrotin. Þegar menn gera sér grein fyrir þeim munu þeir finna fyrir sama hryll- ingnum og þegar skýrt var frá grimmdarverkum Stalíns“. Suður-Afríka: Faðir fjórbura myrtur Höfdaborg, AP. FAÐIR fyrstu fjórburanna, sem getnir voru í glasi í Suður-Afríku, var myrtur á lieimili sínu í gær. Lögreglan hefur handtekið sex manns, sem grunaðir eru um aðild að morð- inu. Arásarmennirnir stungu eigin- konu hans hnífi en hún mun ekki vera í lífshættu. Einn fjórburanna lést í maímánuði en hinum þremur var ekki unnið mein. Að sögn lög- reglu em þeir nú í gæslu fjölskyldu- vina. Árásarmennimir mddust inn í húsið og skutu Stan Hinrichson í höfuðið jafnframt því sem þeir ráku hann á hol. Allir bám mennimir grímu. Að sögn var engu stolið en fólk- ið sem var handtekið ók bíl Hinrich- son-fjölskyldunnar. Á meðal þeirra sem handteknir vom er kona sem hafði starfað sem þjónustustúlka á heimili fjölskyld- unnar. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir JÓHÖNNU KRISTJÓNSDÓTTUR Sfar forsætisráðherra og núverandi væntanlegur forseti, Bourguiba forseti heldur enn völdum þrátt fyrir háan aldur, Mzali fyrrv. forsætisráðherra féll í ónáð hjá Bourguiba. Tekst Sfar að rétta við efna- hag landsins og halda sér í náðinni hjá Bourgniba? NOKKRAR vikur eru nú liðnar síðan Habib Bourguiba, forseti Túnis, ákvað, flestum að óvörum, að víkja forsætisráðherra sínum og væntanlegum eftirmanni, Muhammad Mzali, úr sessi. í hans stað var skipaður Rachid Sfar, eins og fram kom í fréttum og fréttaskýringu þá. Sfar hefur nú kunngert ráðstafanir i efnahags- málum og meðal annars lækkað gengi túníska dinarsins um tíu prósent. Almennt kom gengislækkunin ekki flatt upp á menn því margs konar áföll hafa htjáð efna- hag Túnis upp á síðkastið; olíu- vinnslan hefur dregizt saman í nánast ekki neitt. Sama máli gegnir um fosfatvinnslu, en fosfat hefur verið ein helzta útflutning- svara Túnis og nokkuð hefur dregið úr ferðamannastraumi til landsins, vegna nábýlisins við Líbýu og ótta við aðgerðir hryðju- verkamanna. I þeim efnahagsráð- stöfunum sem tilkynntar voru nú rétt fyrir helgina vakti athygli, að Sfar greindi ekki frá því að fyrirhugað væri að minnka niður- greiðslur á matvælum. í ræðu sinni á þinginu vék han þó að þeim gríðarlegu fjárupphæðum sem væri varið til að greiða niður matvæli, einkum brauðmeti, sykri, mjólk og matarolíu. Sér- fræðingar segja að Sfar og ráðherrar hans muni í lengstu lög reyna að fara aðrar leiðir en minnka niðurgreiðslurnar. Þegar það var reynt síðast, í janúar 1984, brutust úr heiftúðugar óeirðir í landinu og létust um níutíu manns. Sumir spá því, að Sfar treysti sér ekki til að boða mjög róttækar aðgerðir fyrr en eftir kosningarn- ar í nóvember, þar sem staða hans sem forsætisráðherra sé enn sem komið er ijarri því að vera traust. Því sé þetta aðeins foi-s- mekkurinn og Túnisbúar geti átt von á harkalegri ráðstöfunum, ef Sfar telur sig hafa þann styrk sem nauðsynlegur er. Þó svo að Habib Bourguiba forseti sé orðinn aldurhniginn, virðist hann engu að síður hafa öll völd í gömlum höndum sínum. Því mun Sfar áreiðanlega bíða átekta og ekki að efa að ráðstaf- anir þessar hafa verið gerðar nú með vitund og vilja forsetans. Honum er manna bezt ljóst að Sfar nýtur ekki einróma stuðnings og vill, að minnsta kosti í bili, stuðla að því að Sfar fái tækifæri til að vinna sér traust. Síðan Muhammad Mzali vék úr forsætisráðherraembættinu hefur lítið farið fyrir honum. Stjórnmálasérfræðingar segja, að ákvörðun Bourguiba að láta hann fara frá hafi ekki þurft að koma mönnum jafn mikið á óvart og reyndin varð. Þeir segja að undan- fama mánuði hafí verið ýms merki þess að Bourguiba væri að missa trúna á Mzali og allir embættis- menn sem hafi verið skipaðir síðasta árið hafi verið mismunandi afdráttarlausir andstæðingar Mzali. Nokkru áður en Sfar var gerður að forsætisráðherra vakti til að mynda skipan nýs innan- ríkisráðherra mikla athygli. Hann er Zine al-Abidine Ben Ali, hers- höfðingi og yfirmaður öryggis- þjónustu landsins. Hann er sagður harðlínumaður og vill sýna meiri hörku í samskiptum við stjórnar- andstöðu. Mzali hafði farið með þetta embætti ásamt forsætisráð- herrastarfinu og var vitað, að honum gramdist mjög ákvörðun Bourguiba að draga embættið undan sér. En Mzali var ekki einn um að falla í ónáð. Andstæðingur Mzali til margra ára, forsetafrúin sjálf, Wassila Bourguiba, sem hafði mikil völd bak við tjöldin, var lát- in hverfa úr forsetahöllinni. í hennar stað flutti inn sextug frænka forsetans, Siada Sassi, sem vakir nú yfir Bourguiba nótt sem nýtan dag og illgjarnar tung- ur segja að til þess að fá samtal við forsetann þurfi viðkomandi fyrst að koma sér í mjúkinn hjá henni, eftir hinum aðskiljanle- gustu leiðum. Annar stjórnmálamaður sem hefur greinilega hlotið náð fyrir augum Bourguiba er Mansour nokkur Skhiri, sem fer með mál- efni opinberra starfsmanna og stjómunarlegra umbóta. Sumir telja, að Skhiri stefni hærra og hafi byr í augnablikinu. Þau pólitísku vandamál sem ný ríkisstjórn Sfars glímir við eru margþætt óg forsætisráðherrann verður naumast talinn öfunds- verður af hlutskipti sínu. Þetta á einkum við um efnahagsmálin. Það er greinilegt að þessar fyrstu ráðstafanir, sem minnst var á í upphafi, hafa vakið nokkra furðu, þar sem menn spáðu langtum harðari aðgerðum. Væntanlega hafa þeir Sfar og Bourguiba samt talið ráðlegra að feta sig gætilega áfram. Það er grunnt á ólgunni í Túnis, hvort sem í hlut eiga verka- lýðsforkólfar, sem hafa skert athafnafrelsi eða herskáir múha- meðstrúarmenn, sem vilja að Túnis verði islamskt lýðveldi. Það er að sönnu afar fjarlægt og sá hópur er heldur ekki stór. En hann hefur haft töluverða tilburði í frammi og fordæmt það „óguð- lega ftjálslyndi“ sem hefur sett svip sinn á túnískt þjóðlíf. Þessir herskáu bókstafstrúarmenn vilja og ijúfa að mestu leyti tengslin við Vesturlönd og halla sér að Líbýu og öðrum þeim ríkjum þar sem þeim finnst trúarbrögðin iðk- uð á hinn eina rétta hátt. Meðan Bourguiba ræður í Tún- is verður áreiðanlega ekki breyt- ing á utanríkisstefnu landsins. Og Bourguiba er án efa ófáanlegur til að fara með Túnisbúa aftur í aldir, eins og hefur gerzt í íran síðan Khomeini komst til valda. Hann hefur um margt leitt Túnis- búa fram á svið tuttugustu aldarinnar og hófsemi í trúar- brögðum hefur verið aðal lands- manna. Staða kvenna er langtum betri í Túnis en í flestum öðrum arabalöndum og svo mætti lengi telja. En það sem kemur til með að ráða úrslitum á næstu mánuðum um í hvaða átt Túnis hneigist, er einkum og aðallega undir tvennu komið: heilsufari Habibs Bourgu- iba og hvort tekst að rétta af efnahag landsins. Lánist Sfar að snúa við þessari vondu þróun má búast við að stöðugleiki haldist á öðrum sviðum. (Huimildir: NYT ojf Middle Elast Review.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.