Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 31.08.1986, Blaðsíða 21
Hún kom til London árið 1955 eftir tveggja ára fjarveru og Arthur þurfti víst ekki að ganga mikið á eftir henni þegar hann bað hana að vélrita handritið að bók sinni Refleetions on Hanging. Hann byrj- aði fljótt að líta á Cynthiu sem samverkamann sinn og hún tók ekki aðeins þátt í starfí hans, held- ur líka ástarlífi hans við og við. Ástarævintýri Koestlers Hann sagði henni t.d. frá ástar- ævintýri sínu, sem þá var nýlokið. Arthur hafði verið í tygjum við fjöl- margar konur, en Cynthia sagði að þau kynni vektu enga afbrýði i bijósti sér. Hún væri „heppin að fá að eiga þátt i lífi hans“. Og fyrr en varði fékk hún ósk sína upp- fyllta að eilífu. Fyrst í stað hélt hann reyndar uppteknum hætti við kvenfólk, en bað Cynthiu seint sama ár um að taka að sér sex mánaða verkefni; að vélrita handritið að bókinni The Sleepwalkers. Hún tók boðinu fegins hendi og yfirgaf nýja kærasta sinn í New York til að flytj- ast til London þar sem hún tók meira eða minna að búa á heimili Arthurs. Upp frá þessu voru þau alltaf saman og giftu sig tíu árum síðar. Vegna 23 ára aldursmunar gerðu allir vinir hjónanna ráð fyrir því að Cynthia mundi lifa Arthur. Hún hafði mikinn áhuga á garðyrkju og ég hélt að hún mundi halda áfram að rækta garð sinn í Suffolk eftir dauða Aithurs. Eg minntist á þetta við sameiginlega vinkonu eftir að Koestler-hjónin höfðu svipt sig h'fi. Hún kvaðst þá hafa spurt Cynthiu nokkrum vikum áður út í garð henn- ar. Cynthia hefði svarað á þá leið að hún hugsaði varla lengur um garðinn, því að Arthur hefði ekki tækifæri til að njóta hans. Ég hef rekist á mörg dæmi um djúpa ást konu á manni sínum eða öfugt, en sjaldan eða aldrei hef ég orðið vitni að jafnmikilli tryggð og hún sýndi Arthur, jafnmikilli ást og hún hafði á honum. Hún átti ekki aðeins þátt í lífi hans eins og hún skrifaði sjálf heldur lifði fyrir hann. Og þegar líf hans fjaraði út hlaut hún að missa lífsþrótt sinn. Það er fráleitt að halda að Arthur hefði þurft að segja henni þetta. Ef hann hefði reynt að halda því fram við hana að málið horfði öðruvísi við má telja víst að hún hefði óhlýðnast honum, í fyrsta sinn. ÍíORGUNBLAÐIÐj'SUNNljÓAGUR 3l! AGtjST Hver bar ábyrg’ð á sjálfsmorðinu eftir Stephen Vizinczey I grein sinni segir Harold Harris að Cynthia Koestler hafi verið við „hestaheilsu" þegar hún svipti sig lifi ásamt Arthur Ko- estler, sem var með ólæknandi sjúkdóm. Hann gerir þvi skóna að sjálfsmorð Cynthiu sé Arthur til hróss. Það sýni ást á mikil- menni fram í rauðan dauðann. En þetta er ekki mergur máls- ins. Nær væri að spyija hve mikið Arthur Koestler elskaði konu sina. Karlremba og mennta- mannahroki Gefum okkur að eiginkona kom- ist að þeirri niðurstöðu að án manns síns sé líf hennar sjálfrar einskis virði. Þá er vitaskuld út í hött að leggja það að jöfnu við að eigin- maðurinn fallist á þetta sjónarmið og skipuleggi sjálfsmorð þeirra beggja eða a.m.k. láti undan vilja hennar í þessu efni. Harris gerir engan greinarmun á þessu: „Þegar líf Arthurs fjaraði út hlaut Cynthia líka að missa lífsþróttinn." Mér finnst þetta skýrt dæmi um karl- rembu og menntamannahroka. Hvað hefði Harris sagt ef málið hefði horft öðru vísi við? Segjum sem svo að Cynthia hefði verið 78 ára að aldri og með ólæknandi sjúk- dóm. Væri unnt að réttlæta að hún leyfði hinum 55 ára gamla fræga rithöfundi Arthur Koestler að svipta sig lífi með sér af því að honum væri ókleift að lifa án hennar? Engar ráðstafanir gerðar til að koma í veg fyrir sjálfsmorðið Mín skoðun er sú að enginn heið- virður maður, sem hefði ákveðið sjálfsmorð sitt langt fram í tímann og búið einn með eiginkonu sinni, hefði látið undir höfuð leggjast að haga því svo að hún ætti einhvern að til að hugga sig þegar hinsta stundin rynni upp. Harris heldur því fram að Arthur Koestler hafi verið of veikburða til að telja Cynt- hiu hughvarf síðstu dagana fyrir sjálfsmorðið. En af hveiju gerði hann engar ráðstafanir áður en sjúkdómurinn náði heljartökum á honum. Af hveiju fór hann þess ekki á leit við nánustu vini sína að þeir væru í stöðugu sambandi við þau hjón og sæju til þess að Cynt- hia yrði ekki einsömul þegar sigi á ógæfuhliðina hjá honum? Ef hún hefur talað um að svipta sig lífi við Arthur og engu skeytt um skyn- samleg mótrök, hefði hann átt að láta heimilislækni þeirra vita um áform hennar. Það hefði í raun ein- ungis leitt gott af sér hefði hún reiðst manni sínum fyrir þetta. Það kann svo sem að vera að Arthur hafi verið í sjálfsvald sett að fyrir- fara sér, en honum bar skylda til að að vemda Cynthiu með öllum ráðum. Arthur varð að gefa henni kost á að lifa hann, komast yfír áfallið. Þá hefði ef til vill komið i ljós að hún gæti þrátt fyrir allt lif- að án hans. Fyrir þessar sakir taldi ég Koestl- er bera siðferðilega ábyrgð á dauða Cynthiu í bókardómi um Arthur Koestler, the Story of a Friendship eftir George Mikes. Síðar hitti ég fyrrum heimilislækni Koestler- hjónanna, sem einnig var náinn vin- ur þeirra í 30 ár. Læknirinn sagði mér að fyrir þá sök að Cynthia hefði haft krabbamein væri unnt að réttlæta þá ákvörðun Arthurs að leyfa henni að svipta sig lífi með sér. Eg hvatti lækninn til að koma þessum upplýsingum á framfæri f íjölmiðlum til að hreinsa mannorð Arthurs, en hann vildi það ekki, þar sem Cynthiu hefði verið í mun að halda sjúkdómi sínum leyndum. Af þessari ástæðu gæti hann ekki rof- ið trúnaðarsamband við sjúkling sinn, þótt Cynthia væri öll. Eg taldi það þó skipta meira máli að geta staðreynda en halda loforð hinna látnu. Ég lít svo á að Koestler hafi ver- ið skíthæll ef kona hans var við „hestaheilsu" en saklaus ef hún var haldin krabbameini. Símar 688394 - 688324 Einstaklingsíbúðir Grettisgata. Góð einstlíb. á góðu verði. Ný eldhúsinnr. Verð 800-850 þús. 4ra-5 herb. Vantar 4ra herb. íb. í miðbæ eða Vesturbæ. 2ja herbergja Vantar 2ja herb. íb. í miðbæ eða Vesturbæ. Góðar greiðslur í boöi. Flókagata. Skemmtil. 2ja herb. ib. á jarðh. 75 fm. Verð 1,9 millj. Reykás. 2ja herb. rúmg. ca 80 fm. Stórkostl. útsýni. 50% útborgun. Hraunbær. 2ja herb. íb. á 3. hæð. Nýtt gler. Verð 1,7 millj. Æsufeil. 2ja herb. íb. 60 fm. Falleg eign, gott útsýni. V. 1650-1700 þús. 3ja herbergja Vantar 3ja herb. íb. í Breiðholti eða Árbæ. Góð- ar greiðslur. Vantar3ja-4ra herb. ib. tilb. u. trév. Sterk útb. Hraunbær. 3ja herb. 90 fm góð íb. á 2. hæð. Verð 2,2 millj. Hverfisgata. 3ja herb. 65 fm góð íb. V. 1,5-1,6 millj. Einarsnes. 3ja herb. skemmtileg íb. í þríbýli. Verð 1900 þús. Kleppsvegur. Mjög góö 4ra herb. íb. ca 100 fm. Verð 2,5 millj. Hverfisgata. 4herb. ioofm íb. á 2. hæð. Góð íb. Verð 2 millj. Bein sala. Lindarhvammur. 5-6 herb. 200 fm íb. + 37 fm bílsk. Skemmtileg eign. Verð 4,3 millj. Sérhæðir Víðimelur. 3ja herb. sérhæö. Skipti óskast á 3ja-4ra herb. íb. í Vogunum. Laufbrekka. 4ra herb. 115 fm sérh. m. bílskúrsr. Verð 2,7- 2,8 millj. Raðhús — einbýli Norðurtún — Álftan. Sérl. vandað og glæsil. einb. með góðu útsýni og upphituðu bíla- stæði. Bilsk. Bleikjukvísl. Fokhelt einb. á tveimur hæöum með innb. bílsk. Alls ca 400 fm þ.m.t. ca 70 fm óuppfyllt rými. Möguleiki á tveimur ib. Verð 4 millj. Grundarás. Skemmtil. raðh. á góðum stað í Seláshverfi. 240 fm + bilsk. Verð 6 millj. Suðurhlíðar — vant- ar. Höfum fjársterkan kaupanda að raðh. i Suö- urhlíðum sem má vera á byggingarstigi. Seljendur: Höfum fjársterka kaupendur að íbúðunu f öllum stærðum í öllum hverfum Stór-Reykjavikursvæðinu. Höfum mjög virka og góða kaupendaskrá. Hafðu samband. Skoðum og verðmætum samdægurs. Sölumenn Lögmaöur Reynir Hilmarsson hs. 671158 Skúli Sigurösson Hilmar Karlsson hs. 77600 hdl. hann fram í því að knýja á um breytingar á lögum um sex mán- aða sóttkví innfluttra hunda, katta og annarra húsdýra(l). Fyrst Arthur var svona mikill umbóta- sinni þarf ekki að koma á óvart að honum hafí þótt eðlilegt að líta svo á að dauði hans sjálfs leiddi gott af sér. Vildide^jaá heimili sínu Honum var t.a.m. mikið kapps- mál að fá að deyja á heimili sínu. Hann lagði svo ríka áherslu á það að hann fól konu sinni að leita á náðir dómstóla ef hann yrði flutt- ur á sjúkrahús í því ásigkomulagi að hann væri ekki sjálfráður gerða sinna. Hafði hann hér í huga lög sem kveða á um að dómari verði að úrskurða um lögmæti frelsis- skerðingar. Þetta dæmi bendir til þess að að Arthur hafí gert ráð fyrir því að Cynthia mundi lifa áfram eftir hans dag. Arthur gerði ekki aðeins kröfu um að fá að deyja á heimili sínu, heldur vildi líka velja dauðastund- ina sjálfur. Hann var varaformað- ur samtaka sem beijast fyrir lögleiðingu líknardráps og taldi sig eiga rétt á að svipta sig lífí þegar sjúkdómurinn yrði sér óbærilegur. Og hann hefði ekki neitað Cynthiu um sama rétt, þ.e.a.s. að því tilskildu að hún vildi deyja. Annað atvik sýnir svo að ekki verður um villst að Arthur bjóst við því að Cynthia mundi lifa hann. Um það bil ári fyrir sjálfs- morð þeirra fór hann þess á leit við mig og vinkonu mína, Mari- ettu, að votta undirritun erfða- skrár hans. Bar hann því við að Cynthia gæti ekki gert það þar sem hún væri eiginkona hans og aðalerfingi. Síðustu 10-12 mánuði ævi þeirra hefur því eitthvað gerst sem varð til þess að Cynthia afréð með samþykki hans að deyja með honum. Flestir nánustu vinir Koestler- hjónanna féllust á þá skýringu sem ég gaf í bókinni Arthur Ko- estlcr, the Story of a Friendship: Cynthia hefði gert sér grein fyrir þeirri staðreynd að hún ætti ekk- ert eigið líf. Engum vina þeirra duldist að hve miklu leyti Arthur var þungamiðja lífs hennar. Stundum talaði hún um látinn föður sinn sem hún dýrkaði og fór fögrum orðum um fjölskyldu sína. Þrátt fyrir það var öllum ljóst að hún lifði fyrir Arthur og engan annan. Arthur líkaði stundum tryggð konu sinnar, en oft og tíðum fór hin fullkomna hluttekn- ing í taugarnar á honum. Því hvatti hann Cynthiu til að finna ný áhugamál og vini. Einn hæng- ur var þó þar á; hún þurfti ekki á neinum öðrum að halda en manni sínum, Arthur var henni allt. Hún hlýtur að hafa komist að þeirri niðurstöðu að eftir hans dag yrði líf hennar tilgangslaust. Af hveiju skyldi hún ekki viður- kenna þessa staðreynd og breyta í samræmi við hana? Vizinczey kemur til sögnnnar Margir féllust á þessa tilgátu mína en þó ekki ailir. Einn þeirra var rithöfundurinn Stephen Viz- inezey, sem skrifaði bækumar In Praise of Older Womcn og The Innocent Millionaire. Ég virði Viz- inczey af svipuðum ástæðum og Koestler; hann er frumlegur, hef- ur sjálfstæðar skoðanir á öllum málum og gæddur geysilegum sannfæringarkrafti, raunar má segja að ekkert undir sólinni sé honum heilagt. Stephen var sann- færður um sekt Arthurs; undir engum kringumstæðum hefði hann átt að leyfa Cynthiu að deyja með sér. Hann hafnaði með öllu vamarræðu minni fyrir Arthur. I bókardómi um rit mitt segir hann m.a.: „Mikes er ekki í nokkrum vafa um að Cynthia ein beri ábyrgð á þeirri óhjákvæmilegu ákvörðun sinni að fyrirfara sér 55 ára að aldri. En það er ekkert í frásögn hans sem hrekur þá kenningu mína að siðferðilega bar Koestler ábyrgð á dauða konu sinnar." Hér er sterkt að orði kveðið. Því kom mér það vægast sagt á óvart, eins og nærri má geta, að fá póstkort frá Stephen Vizinczey og konu hans frá Ítalíu stuttu síðar, þar sem segir orðrétt: „Ég tek til baka það sem ég sagði um Koestler. Cynthia sjálf þjáðist af ólæknandi krabbameini." Mér varð bmgðið; hvaðan í ósköpunum höfðu Vizinczey-hjónin þessa vitn- eskju? En þegar ég ætlaði að grennslast fyrir um málið komst ég að því að þau höfðu horfíð í djúp Sikileyjar og ég hafði ekki heimilisfang þeirra. Síðan gerðist ekkert í málinu fyrr en í júní í sumar, þá komu Vizinczey-hjónin til London, en áður hafði ég orðið mér úti um handritið að nýjustu bók Stephens Truths and Lies in Literature. Þetta er safn vel heppnaðra rit- gerða og þar á meðal er dómur hans um bók mína með nokkmm breytingum. Þar segir m.a: „Þótt Mikes hafi ekki rökstutt þá til- gátu sína að Cynthia hafi ein tekið ákvörðun um að deyja hefur kom- ið í Ijós að hann hafði rétt fyrir sér. Það er sorglegt en satt að Cynthia var einnig með ólæknandi krabbamein og vildu hjónin því deyja saman.“ Ég vissi að Stephen hlyti að geta stutt fullyrðingu sína rökum, þótt ég væri vissulega efíns um sannleiksgildi hennar. Þegar við Stephen hittumst sagði hann mér að fyrir Ítalíuför sína hefði hann rætt við góðvin og fyrmm heimil- islækni Koestler-hjónanna. Þá hefði læknirinn skýrt frá því að ásakanir Stephens á hendur vini hans Arthur í bókardómnum hefðu fengið svo mjög á hann að hann hefði ákveðið að leysa frá skjóðunni. (Þar sem hann hafði látið af starfí heimilislæknis Ko- estlers-hjónanna þegar þau frömdu sjálfsmorðið gerðist hann ekki sekur um að bijóta eið Hippó- kratesar.) Það vakti þó furðu mína að Cynthia virtist vera við hesta- heilsu síðustu vikurnar fyrir sjálfsmorðið, en þá hitti ég hana mörgum sinnum. Á móti kemur að ég er ekki sérfræðingur í sjúk- dómsgreiningu, jafnvel ekki mannglöggur. Að minnsta kosti er víst að uppljóstmn læknisins gerir að verkum að auðveldara er að skilja ástæðu þess að Cynt- hia svipti sig lífí og þau orð sem hún bætti við sjálfsmorðsyfirlýs- ingu Arthurs: „Ég get ekki lifað án Arthurs." í stað þess að telja Cynthiu vera fórnarlamb Arthurs má líta svo á að hún hafi kosið það virðu- lega hlutskipti að deyja með honum. Dauðinn var ekki langt undan og hjónin sem alltaf voru sem eitt ákváðu að ganga saman til móts við hann.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.