Alþýðublaðið - 03.03.1932, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 03.03.1932, Blaðsíða 2
t I i ' í....................; ALÞÝÐUBLAÐIÐ Liðhlanpar Alþýðafiaibsins. Enginn maður innan alþýðu- samtakanna á íslandi hefir átt .slíkt tækifæri til þess að vinna alþýðunni gagn sem Einar 01- geirsson. Með samkomulagi við Jónas frá Hriflu, er Einar gerði bak oið fé- }aga sínaj í Alþýðuflokknum, tókst honum aþ tryggja sér fram- kvæmdastjórastöðu við Sildar- einkasöluna. Og nú lá leiðin op- in fyrir honum að framkvæma eitt af mikilvægustu stefnuskrár- atriðum Alþýðuflokksins: sildar- eánkasöluna. Frá öndverðu hefir rikisrekstur á ýmsu'm sviðum og einkasala á aðalafurðum landsins verið \pungamiðjan í stefnuskrá Alþýðu- flokksins, og það af mörgum á- stæðum, þó ekki sé nefnt hér annað en það, að ólikt auðveld- ara verður að pjóðnýta þau fyr- irtæki, sem ríkisrekstur er á, en hin, sem eru í eigu einstakra manna, og að meðan stjórnleysi það ríkir á sölu innlendu afurð- anna, er við öll könnumst svo vel við, verður sultur qg atvinnu- leysi annaðhvort ár hjá verka- lýðnum. Með því nú að vinna starf sátt dyggilega hefði Ei'nar Olgeirsson getað unnið verkalýðnum ómet- anlegt gagn, og hefði vitneskj- an um það átt að vera nóg til þess að koma honum til þess að leggja fram alla starfskrafta sína (en hins vegar átti það heldur ekki að spilla starfi hans, að hann' átti að fá það mjög vel borgað, það er 15 þús, kr. árs- laun). Þegar Einar mallaði það við Jónas, að hann yrði framkvæmd- arstjóri við Síldareinkasöluna, hlaut hann að vita að hann hafði sáralitla þekkingu á því starfi, er hann ætlaði að taka að sér, en hann hefir vafalaust treyst á með- fæddan dugnað sinn til þess að setja sig inn í starfíð, og hafði þar meö réttu á töluvert að treysta. En eins og Ádam gamli var ekki lengi í Paradís, eins var Einar ekki lengi með allan hug- ann í Einkasölurmi. Um það ieyti sem sá tírni nálg- aðist, að hann sökum kunnug- leika síns á starfinu för að verða; þvi vaxinn, var Brynjólfur Bjarnason búinn aö koma honum á þá skoðun, að allar einkasolur og allur ríkisrekstur væri frá hin- um vonda, og væri aðallega til gagns fyrir Kveldúlf og Pál frá Þverá! Einar breytti því gersam- lega um starfsaðferð. í stað þess að reyna að tryggja framtíð síld- veiðanna með því að tryggja framtíð einkasölunnar, með ein- lægu starfi fyrir hana, og þar með vinna verkalýðnum á sjó og landi ómetanlegt gagn, fór Einar að vinna á móti Einkasölunni. í Þóttist vera að draga taurn verka- lýðsins, en var þó raunverulega að reyna að kaupa lýðhylli sprengingaflokki þeim, er hann og Brynjólfur voru þá að magna, Þessi stefnubreyting Einars væri lítt skiljanleg, ef hann hefði ekki sýnt það í fleiru, að hann er maður með afbrygðunr áhrifa- gjarn og fljótur að skiftá um skoðun, eins og sjá má af því,- að 1929 kom hann á hlutaskiftum á síldveiðaskipum á Norðurlandi, en 1930 um haustið var hann orðinn hinn grimmasti inóti þeiim! Öréttmætt væri í gnein um lið- hlaupa Alþýðuflokksins að minn- ast ekki meir en gert hefir verið hér á Brynjólf Bjarnason, því það er hann, sem fyrst og fíiemst hefir unnið að sprengingu Al- þýðuflokksins. Eins og kunnugt er, þá voru upprunalega allir verklýðssinnar þeirrar skoðunar, að nauð-syn bæri til að verkalýðurinn væri aliur sameinaður í Alþýðuflofekn- um, og það jafnt hvort sem menn væru lýðræðisjafnaðarmenn eða. kommúnistar, og enn pá er meg- inporri alls verkalýðs pessarar skoðimar. En Brynjólfur Bjarna- son, seni ætlaði að verða leiðtogi verkalýðsins, en gat það ekki, sá að lokuni ekki aðra leið til þess að verða foringi, en að stofna sérstakan fiokk. En til þess þurfti hann að mynda sér aórar skoðanir en þær, sem Alþýðu- flokkurinn hafði og það gerði hann líka myndarlega, pví hann tók hreinlega upp skoðanir Morg- unblaðsins um að einkasölur og ríkisrekstur vœri stórskaðlegur, en gengur þeirn mun lengra en Moggi, að hann heldur því iram, að þær séu sérstaklega skaðlegar fyrir verkalýÖinn! Eins og við var aö búast og jafnan er siður um liðhlaupa, hafa þeir Einar og Brynjólfur snúist heiftúðlega gegn sínum gamla flokki, Aljþýðuflokknum, heiftúðlegar en nokkurntíma auð- valdið sjálft. Og þó Þverár-Páll og Öli Thors fussi sennilega við þeim Brynjólfi og Einari, þá eru þeir þó samherjar í því áð reyna að rífa niður samtök yerkalýðs- ins, og fer vel á því að „Verk- lýðsblaðið" njóti að nokkru fjár- styrks frá sömu lindum og Moggi. Einar og Brynjólfur nota líka nákvæmlega sömu aðferðirnar gegn verklýöSsamtökunum og auðvaldið: þa'ð er að svívirða þá menn, sam verkalýðurinn hefir feoisið sér fyrir forgöngumenn. Einar og Brynjólfur hafa báðir ritað nafnlausar níðgreinar í „Vierklýðsblaðið“ uin þá, er sitja í stjórn aðalverklýðsfélaganna hér og í stjórn Alþýðusambandsins og hefir þetta útibú auðvaldsins haldið uppi rótarlegri rógi en nokkurntíma auðvaldið sjálft. Má segja a'ð þeir félagar haldi sér vel fast við sinn keip; úr því þeir halda að þetta sé vegurinn fyrir þá. Þesisir menn halda að Tnttngu máaaða gðmlu barni stolið. Þjéfsrnir krefjasf 5© fnisBsnd dollara fjrrlr aH sleppa f&wio, Charles A. Lindbergh. Hopewell í New-Yiersiöy í morfg- un. U. P. FB. Ríkislögneglan í Niew-Yersey í Bandaríkjunum hef- ir árangurslaust leitað í heilan sólarhring að bófum, sem námu á brott tuttugu mánaða gamlan son Charles A. Lindberghs flug- kappans fræga. Hafa bófarnir- sent Lindbergh orðsendingu þess efnis, að þeir heimti að hann. láti þá fá 50 þúsund dollara (um þrjú hundruð og tuttugu þúsund' íslenzkra króna), og skuli þeir þá gefa honurn barnið aftur. Rík- islögreglan hefir ráðlagt Lind- bergh að greiða féð. Lindbergh varð hei:msfræguv, fyrir að verða fyrstur til að fljúga einn yfir Atlantshaf frá York til Parísar, og varð hanní fyrir þetta eftiriætisgoð allra Am- eríkumanna, enda hafa þeir eng- an mann dáð eins mjög í ræðiji og riti á síðari ármni. LindbergK er af sænskum ættum. Hann gift- ist fyrir um tveimur árum dótt- ur ræðismanns Bandaríkjanna í New-York til Parísar, og varð lianu Mexíkó, Morrows. Var Morrow vellauðugur maður, og er hiann lézt, þá erfði kona Lándberghs mikið fé. Þessi bófaaðferð, að ræna börn- um ríkra inanna og kref jast lausn- argjalds fyrir þau, er afartíð t Bandaríkjunum og víðar, þar sem stigamenskan er mikil og algeng. Innbrot i nótt. i Tf©If drengir, 10 og 11 ára, brjótast mn í HIjóðfærabúsið» og fara með peningakassann með sér. — TMjnn að npp Biis pá kesKsst. í nótt um klukkan 1 sáu lögregluþjónar tvo litla drengi vera á gangi hér á götunum. Gáfu lögregluþjónarnir sig á tal við þá, og varð það úr að þeir tóku þá meö sér upp á lögreglu- stöð til að fá þar að vita hjá þeim hvað þeir væru að gera svo sieint úti. Er á lögreglustöð- ina kom var leitað á drengjunum, og kom í Ijóis, að þeir voru með mikla peninga. á sér, auk þess sem þeir voru með buddur og ýmsar aðrar leðurvörur í vösunum. Var nú gengið á þá og sögðust þeir þá hafa farið inn í Hljóðfæra- húsið í Braunsverzlun og stolið þar bæði peningum og öðru- Er lögreglan fór að athuga vegsum- merki kom í ljós, að drengimir höfðu brotið glugga Vallarstrætis megin við verzlunina og &kriðið þar inn. Peningakassann höfðu þeir brotið upp með steini, eftir- að þeir höfðu draslað honum með sér út og inn í næsta port. 1 kassanum voru 400 krónur í pen- ingurn og auk þess ýms skjöl og bækur, peningana höfðu dreng- irnir tekið, en látið hlitt vera. Piemngakasisinn er -stór og þung- ur, og er alveg ótrúlegt hvernig drengjunum hefir tekist að kom- ast með hann út. Drengirnir eru 10 og 11 ára að aldri. hægt sé a'ð verða forgöngumemn verkalýðsins án þess að vinna star'f, bara ef nóg er rægt. Þeir eru eins og kerlingin, sem hélt að ekki þyrfti að róia, „hér hafa þeir hitann úr“, sagði hún og, fráus við 'árarhlunninn. Ólafur Friðriksson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.