Morgunblaðið - 12.09.1986, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. SEPTEMBER 1986
4-
Morgunblaðið/Einar Falur
Svipmynd frá lóðinni við bifreiðaverkstæði lögreglunnar við Síðumúlann, sem nágrannamir eru heldur
óhressir með frágang á og segja valda miklum óþægindum hjá nærliggjandi fyrirtækjum, m.a. vegna
moldryks, er taki að þyrlast upp með haustinu.
„Ofurseldir moldryki við Síðumúlann“
„SLÆMUR frágangur á lóðum
lögreglunnar hér við Síðumúlann
skapar óviðunandi ástand hjá
öðrum fyrirtækjum við götuna,"
sagði Vilhelm Ingólfsson, hár-
skeri á rakara- og hárgreiðslu-
stofunni Aristokratinum
Síðumúla 23, í samtali við Morg-
unblaðið í vikunni.
En hér um bil beint á móti Aristo-
kratinum er að fínna bifreiðaverk-
stæði lögreglunnar og stóra auða
lóð, ómalbikaða, sem Vilhelm segir
vera mörgum er starfa við Síðumúl-
ann mikinn þymi í augum vegna
ryks, sem þar þyrlast upp og berst
um nágrennið.
„Þama er ekkert nema möl og
mold og nokkrir njóiar og um leið
og fer að hausta verður vonlaust
að hafa í gangi loftræstingu í nær-
liggjandi húsum," sagði Vilhelm.
„Húsin númer 19 til 33 við Síðumúl-
ann em alveg ofurseld moldrykinu,
þar er ekki hægt að opna glugga
og hér á stofunni þurrkum við af
minnst þrisvar á dag. Eilífur
giuggaþvottur hefur lítið upp á sig
því moldrykið sest jafnóðum aftur
í þykkum lögum.“
Vilhelm sagði að oft væri búið
að fara fram á úrbætur í þessu
SKIPTARÁÐANDI í Reykjavík
hefur synjað Naustinu um áfram-
haldandi greiðslustöðvun.
Þrír mánuðir em iiðnir síðan
Naustið fékk heimild til geiðslu-
máli, en sér þætti að það minnsta
sem hægt væri að gera væri að
rykbinda lóðina. Hann sagðist undr-
andi á afskiptaleysi þess opinbera
af þessu svæði, sérstaklega þar sem
það stingi mjög í stúf við góðan
frágang hjá öðrum opinberum fyrir-
tækjum í nágrenninu, t.d. lóðum
Pósts og síma og Rafveitunnar við
Armúlann.
stöðvunar til að koma lagi á rekstur
sinn. Nú fóm forráðamenn staðar-
ins fram á tveggja mánaða fram-
lengingu greiðslustöðvunar, en var
synjað sem áður sagði.
Synjað um áframhald-
andi greiðslustöðvun
Iceland Seafood Corporation:
Metsala í
ágústmánuði
17% söluaukning fyrstu átta mánuði ársins
METSALA varð hjá Iceland Sea-
food Corporation, dótturfyrir-
tæki Sambandsins í Bandaríkjun-
um, í ágústmánuði síðastliðnum.
Heildarsala í mánuðinum varð
15,2 milljónir dollara, eða tæp-
lega 618 milljónir íslenskra
króna. I verðmætum er þetta um
16% meira en í sama mánuði í
fyrra.
Að sögn Eysteins Helgasonar,
forstjóra Iceland Seafood Corpo-
ration, er heildarsala fyrirtækisins
eftir fyrstu átta mánuði ársins
102,8 milljónir bandaríkjadala, eða
tæplega 4,2 milljarðar íslenskra
króna. Er það 17% aukning miðað
við sama tímabil árið 1985.1 magni
er hér um að ræða 73,2 milljónir
punda, sem er um 7% aukning frá
því í fyrra.
Eysteinn Helgason sagði að
aukningin hefði orðið svipuð í öllum
helstu vörutegundum. „Þetta er
vissulega skemmtilegur endir á
glæsilegum ferli fyrirennara míns,
Guðjóns B. Ólafssonar, en þetta var
hans síðasti mánuður hjá fyrirtæk-
inu,“ sagði Eysteinn ennfremur.
Sjálf stæðisflokkurinn:
Prófkjör í
Reykjavík
18.október
FUNDUR fulltrúaráðs sjálfstæð-
isfélaganna í Reykjavík sam-
þykkti í gærkvöldi að efna til
prófkjörs 18. október nk. um
skipan framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins fyrir næstu alþingis-
kosningar.
Samkvæmt tillögunni sem sam-
þykkt var á fundinum verður
prófkjörið bundið við flokksbundna
sjálfstæðismenn 16 ára og eldri.
Ætlast er til að þátttakendur raði
frambjóðendum á listann og mega
þeir velja fæst átta og flest tólf.
Sami háttur var hafður á í prófkjör-
inu fyrir borgarstjórnarkosningam-
ar, sem fram fóru fyrir rúmu ári.
Ekki útlit fyrir
Þorsteinn Pálsson:
Hugað að bandarísku
skattabyltingunni í
fjármálaráðuneytinu
RÁÐSTAFANIR hafa verið gerð-
ar tíl þess í fjármálaráðuneytinu
að athuga möguleika á þvi að
breyta íslenskum skattalögum til
samræmis við þau sjónarmið,
sem ráða þeim miklu umskiptum
á bandarískum skattalögum, sem
nú standa fyrir dyrum.
Þorsteinn Pálsson, Qármálaráð-
herra, greindi frá þessu í ræðu á
fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélag-
anna í Reykjavík í gærkvöldi. í
máli ráðherrans kom fram, að
bandarísku skattabreytingamar,
sem nefndar hafa verið skattbylt-
ing, felast einkum í því að fækka
undanþágum og ýmsum ieiðum ein-
staklinga og fyrirtækja til að greiða
lægri skatta, en lækka hins vegar
skatthlutföllin verulega.
Fjármálaráðherra sagði, að það
væri iíklegt að aðrar vestrænar
þjóðir yrðu að huga að samskonar
breytingum og Bandarikjamenn
væm að framkvæma. íslendingar
hlytu einnig að gera það. Hér væri
s vínakj ötsútsölu
EKKI er útlit fyrir að svínabændur fari að dæmi sauðfjárbænda og
kjúklingabænda og setji kjötið á útsölu. Halldór H. Kristinsson í
Hraukbæ í Eyjafirði, formaður Svinaræktarfélags íslands, segir að
birgðastaðan í svínakjötinu sé í lagi og góður sölutími í uppsiglingu.
hins vegar um flókið og viðamikið
mál að ræða.
Halldór sagði að vissulega væri
nokkur taugaspenna á kjötmark-
aðnum vegna útsölu á öðru kjöti
og hvalkjötsæðisins, en bjóst við
að svínabændur stæðu þetta af sér.
Hann sagði að það hefði einnig
áhrif að verð á svínakjöti væri lágt,
það hefði ekki náð að jafna sig eft-
ir verðlækkunina sem varð í fyrra-
haust. Sem dæmi um þetta nefndi
Halldór að verð til framleiðenda af
svínakjöti í besta flokki væri nú 181v
króna hvert kfló, en hefði verið
komið í 203 krónur í ágúst í fyrra.
Enn vantaði því verulega upp á að
verðið væri sambærilegt.
Samband ungra jafnaðarmanna vill varnarliðið á brott í áföngrim:
Ekki vísbending um að Alþýðu-
flokkurinn breyti um stefnu
Jón Baldvin Hannibalsson segir flokkinn hafna hlutleysi og
styðja sameiginlegt öryggiskerfi lýðræðisríkjanna
JÓN BALDVIN Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, segir að
ályktun Sambands ungra jafnaðarmanna um síðustu helgi, þar sem
hvatt er til þess að vamarliðið hverfi af landi brott í áföngum, sé
ekki vísbending um að flokkurinn kunni að breyta um stefnu í vam-
ar- og öryggismálum.
Þór Whitehead
skipaður prófess-
or i sagnfræði
DR. ÞÓR Whitehead hefur verið
skipaður prófessor i sagnfræði
við heimspekideild Háskóla ís-
lands af Sverri Hermannssyni,
menntamálaráðherra, frá og
með 15. september.
Þór fæddist í Reykjavík 19. ágúst
1943. Hann varð stúdent úr Versl-
unarskóla Islands 1967, með
BA-próf í ensku og sagnfræði frá
Háskóla íslands 1970, MA-próf í
sagnfræði frá Georgiu-háskóla í
Bandaríkjunum 1972 og D. Phil.-
próf í sagnfræði frá Oxford-háskóla
í Bretlandi 1978.
Þór hefur undanfarin ár verið
settur prófessor við háskólann.
Þór Whitehead
„Nei, alveg afdráttarlaust ekki,“
sagði Jón Baldvin, þegar blaðamað-
ur Morgunblaðsins spurði hann um
þetta atriði. „Það fer ekkert á milli
mála,“ bætti hann við, „að það er
massívur meirihluti innan Alþýðu-
fiokksins fyrir þeirri grundvallaraf-
stöðu að við höfnum hlutleysi,
treystum því ekki að það verði virt
°g byggjum okkar afstöðu í ut-
anríkismálum á grunnhugmyndinni
um sameiginlegt öryggiskerfi lýð-
ræðisríkjanna og höfnum einhliða
aðgerðum."
Jón Baldvin kvaðst ánægður með
stjómmálaályktun ungra jafnaðar-
manna og ályktanir þings þeirra í
heild, sem bæru vott um góðan
skilning á helstu pólitísku vanda-
málum sem við væri að glíma.
Ályktun þingsins um utanríkismál
kvað hann sýna vaxandi skilning á
þeim vandamálum, sem við væri
að fást í samskiptum íslendinga við
aðrar þjóðir. Ungir jafnaðarmenn
gerðu sér t.d. grein fyrir því, að
afvopnun hlyti að fara fram í áföng-
um og vera gagnkvæm. Hitt væri
ljóst, að árum eða áratugum saman
hefðu þing ungra jafnaðarmanna
ályktað gegn her í landi, en í þetta
sinn hefði slík ályktun aðeins verið
samþykkt með mjög naumum
meirihluta.
Formaður Alþýðuflokksins sagði
að upphaflega hefði verið lögð fram
á þinginu tillaga um uppsögn vam-
arsamningsins við Bandaríkin, þ.e.
endurskoðun hans, sem hann væri
hlynntur, þar sem samningurinn
væri að mörgu leyti orðinn úreltur.
í þessari tillögu hefði einnig verið
hvatt til umræðna um sameiginlegt
eftirlit vestrænna ríkja á Norður-
Atlantshafi, en hún hefði ekki náð
fram að ganga. Sú ályktun um ut-
anríkis- og öryggismál sem
samþykkt hefði verið væri ekki í
samræmi við stefnu Alþýðuflokks-
ins, en væri hins vegar miklu nær
henni en nokkru sinni fyrr.