Alþýðublaðið - 04.03.1932, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.03.1932, Blaðsíða 3
Afep? SJUBfeAÐÍÐ 3 Árið 1921 vax hann sviftur ensk- am borgararétti og nafnbótum fieim, er hann hafði pegið í Eng- landi, en hann var áður fluttur úr landi og bjó síðustu ár æfi Sinnar í Berlín, Fyrirspiirn svarað. Vegna fyrirspurnar í Alþýou- ‘biaðinu 22. þ. m. um pað, hvers vegna börnin væru ekki kölluð til barnaspurninga á öðrum tíma en þeim, sem þau eiga að vera í barnaskólunum. Skólastjórar beggja barnaskól- anna og kennarar efri bekkja skólanna sendu nýlega fyrirspurn þess efnis til fræðslumálastjórn- arinnar, hvort skólunum væri leyfilegt að sleppa börnunum úr lögskipuðum kenslustundum vegn;a barnaspuminganna. Sú leið verður líka að álítast fær, að prestarnir boði ferming- arbörnin til sín á þeim tíma dags, sem þau eiga ekki að vera í skólunum. Svar fræðsilumálastjórnarinnar er á þessia leið: FR ÆÐSLUMÁLAST JÓRINN. Reykjavík, 5. febr. 1932. Vegna fyrirspurnar kennaria við barnaskóla Reykjavíkur, dags. 1. þ. m. um það, hvort leyfa beri börnum að vanrækja lögskipaðar kenslustundir vegna barnaspum- inga, er því til að svara, að í fræðslulögunum er ekki gert ráð fyrir, að ágreiningur geti orðið um þetta atriði milli skóla og kirkju, enda mun það ekki hafa komið fyrir fyr en hér í Reykja- vik, að húsnæðisvandræði skól- ans urðu þess valdandi, að kenna varð alla daga frá kl. 8 á morgn- ana til kl. 7 á kvöldin. 1 En þar eð skólaganga er ákveð- in fyrir öll böm með lögum, en ferming ekki lögskipuð, þá er augljóst, að sikólarnir hafa full umráð yfir börnunum þann tíma, sem ákveðið er að þau skuli dvelja í skólanum, Pað er því í valdi skólanna og yfirstjórnar þeirra, hvort leyfa skal börnum að sleppa kenslustundum vegna barnaspurninga eða einhvers ann- ars, og verður það þvi að eins gert, að skólastjóri telji slíka undanþágu ekki koma rnn of í bága við kensluna. Vegna þess, að aðstandendur þeirra barna, sem ganga í barna- skóla Reykjavíkur, munu vilja láta ferma börn sín, þá er æski- legt að samkomulag náist um það milli skólanna og prestanna, að þau börn, sem fermast eiga að vorinu, gætu á þar tilsettum tíma gengið til spurninga, enda mundi annað mælast illa fyrir. Virðingarfyllst, f. h. f. Helgi Elíasson. Stéttiarfélag barnakennara í Reykjavik (H. M. P.). IðnaðffiFHiál. Um leiið og iðnsýningamefndin birtiT ávarp það, sem byrtist hér í blaðinu fyrir nokkru, vill hún gera nokkra grein fyrir þeirri knýj- andi þörf, sem hrint hefir af stað þessu sýningarmáli einmitt nú á yfÍTstandandi erfiðu tínium, svo og hverju slik sýning má til veg- ar koma. Tii að draga úr því atviinnu- leysi, sem alls staðar er fylgi- fiskur fjármálakr-eppu þeiirrar, sem nú gengur yfir heiminn, er það heróp allra þjóða til lands- manna sinna að nota fyrst og fremst iinnlenda framleiðslu og búa sem mest og bezt að sínu. Og hjá mörgum þjóðum þarf enga kreppu til þess að heróp þetta gjalli. Þær eru sívakandi yfiir miesta velfamaðarmáli sínu: efling og notkun innlends iðnaðar og framleiðslu. Við Islendingar höfum hins vegar fram að þesisu Mtið að mestu fara sem vildi um iðnáð vorn. Vdð höfum látíð okkur litlu sikifta afkomu iðnaðarins og lát- ið ráðast hver örlög honum væru sköpuð er þrengdi að þjóðinni á sviði fjármála og viðskifta. Jafnvel löggjafarvaldið hefir á mörgum sviðum og í verulegum jatriðum í tollalggöjöf sinni tekið innlenda framleiðslu þeiirn vand- ræðatökum, sem á ýmsum svið- um skapa erlendri framleiðslu betri aðstöðu hér á1 landi en vorri eigin. Nú hefir ísienzka þjóðin þreytt um skeið fangbrögð við krepp- una og hafa iðnaðarmenn vorir goldið það afhnoð í þedm vi'ð- skiftum, að atvinnuleysi er nú meira meðal þeirra en verið hefir um langt árabil. Og þó höfum vér þá sérstöðu á þessu sviði, að hér á landi þyrfti alls ekkert atvinnuleysi að vera meðál iðn- aðarmanma, ef. þjóðiin notaði fram- ar öðru eigiin framlei'ðslu. Aldrei hefir því verið meiri þörf en nú á aukningu innliendrar framleiðslu tíl að draga úr at- vinnuleysi og fjárhagsörðugleik- um framleiðendo, iðnaðarmanna og þjóðarinnar í heild. Aldrei á síðarii áratugum hefir þjóðinni verið meiri nauðsyn á því en nú, að búa sem mest að sínu í hvívetnia og gneiða götu jnnlendrar framleiðslu með þvi að nota hana undanteknimgarliaust á öllum þeim sviðum, sem unt er. Aldrei hefir íslenzkt löggjafar- vald haft meiri skyldur gagnvart íslenzkum iðnaði en nú, þó ekki væri meira krafist honum til handa í tollalöggjöf vorri en jafnréttis við þann erlenda iðniað, sem hér er boðinn þjóðinni að þarflausu henni til fjárhagslegs tjóns og aukins atvinnuleysis. Islenzka þjóðin greiðir árlega a'ð óþörfu erlendum þjóðum fleiri milljónir krónia í laun fyrir vinnu, sem hún sjálf getur int af hendi. ‘ Höfum vér efni á þessu ? Nei! Því fer fjarri, og þetta verdur að bneytast. (Frh.) Alfiiiigi. Meiri hluti fjárhagsnefndar neðri deildar flytur að beiðni fjár- málaráðherra frumvarp um ríkis- skattanefnd. Séu í henni þrír menn, er fjármálaráðherra skip- ar til 6 ára — þannig, að einn þeirra fer frá annað hvert ár, í fyrstu tvö skiftin eftir hlutkesti —, og tveir varamenn,. Einn nefndarmanna skal hafa þekkingu á landbúnaði og annar á sjávar- útvegi og viðskiftum. Nefndin á að úrskurða kærur, sem fram koma út af úrskurðum yfirskatta- nefnda um álagningu tekju- og eigna-skatts og útsvara, hafa eft- iílit með störfum sikattanefnda, skattstjóra og yfirskattanefnda, og samræma sfcattaframtöl og skattgreiðsluákvarðanir. — Nú er æðsta úrskurðarvald um útsvars- kærur hjá atvinnumálaráðuneyt- inu. — Rikisskattanefndin hafi að- setur í Reykjavík, og sé skatt- stjórinn ráðunautur hennar og lienni til aðstoðar við starfið, að því leyti sem starf hans leyfir og ekki kemuír í bága við endurskoð- un og úrskurði nefndarinnar um hans eigin verk. Við 1. urnræðu um frumvarpið lýsti Ásgeir ráðherra yfir því, að >ef til þesis komi að hann velji ínenn í nefndina, þá skuli hann gera það hlutdrægnislaust, eins og hann væri að skipa dómara. — Allsherjarnefnd n. d. leggur til, að frv. Vilmundar Jónssonar um Ljósmæðra- og hjúkrunarkvenma- skóla íslands verði' samþykt. Pó skrifa nefndarmenn íhaldsflokks- ins undir nefndarálitið með fyrir- vara. Jafnframt flytur nefndin frv. um, að ákvæðið í núgildandi Ijóismæðraskólalögum um, að ríkissjóður leggi til yfirsietu- Ikvennaáhöld í Ijósmæðraumdæm- in, verði flutt yfir í yfirsetu- kvennalögin. Er það samfelling á lögum, en ekld efnisbreyting. Vilmundur flytur þá viðbótar- tillögu við frv. um, að iðnaðar- nefnd verði bætt við fastar nefnd- ir alþingis, að við þær verði einnig bætt heilbrigdismálanefnd. Jón í Stóradal, Guðrún Lár- usd. og Páll Hermannsison flytja frv. um kirkjugarda, að mestu samhljóða kirkjugarðafrv. því, er stjórnin flutti í fyrravetur. Flytja þau frumvarpið samkvæmt ósk séra Þorsteins Briem á Akranesi, er var formaður kirkjumála- nefndarinnar. Jörundur og Bernharð flytja frv. um saudfjármörk, að mestu samhljóÖa frv. því, sem þeir fluttu í fyrra vetur. Landbúnaðarnefnd n. d. flytur frv. um, að hesta og naut, er gelda parf, skuli svœfa áiður en gelding fer fram. Skulu sýslu- nefndir sjá um, að hæfilegn margir geldingamenn, sem kunni að fara með svæfingarefni (Clo- roform) séu í hverri sýslu, og hafi. þeir vottorð dýralæknis eða héraðslæknis um, að þeir kunnl að inna þetta verk vel af hönd- um. Gangi lögin í gildi rnn næstu árarnót. Frumvarpið er flutt sam- kvæmt ósk Dýraverndunarfélags Islands. J. A. J. flytur tvö frv. um: eignarnámsheimildir, aðra handa Hólshreppi í N.-lsafjarðarsýslu (Bolungavík) á landsispiildu við brimbrjótinn þar — ásamt mann- virkjum,, sem á henni eru, — til landtökusvæðis vélbáta og undir fiskverkunarstöð, hina handaEyr- arhreppi til afnota við starf- rækslu bátabryggju í Skeljavík' við Hnífsdal. Fjöldi viðaukatillagna er kom- inn fram við vegalagabreytingar- frv. P. Ottesens, um a'ð taka ýmsa vegi í þjóðvegatölu. Báði nm 30, era Sengn 50 miij. kr. Kaapmennabafnai'brél. 19. febr. 1932. Kaupmannahafnarbœr og krepp- an. Þeir fjárhagsörðugleikar, sem nú ganga yfir og vandræði öll. hafa valdið því, að Kaupmanna- hafnarbær þurfti á handbæru fé aö halda, að öðrum kosti hefði mestur hluti allrar vinnu fyrir bæ- inn stöðvast. — Þetta er þó sízt af þvi, aÖ ill stjórn hafi verið á bæjarmálunum, þvert á móti. Það er viðurkent af öllum flokkum, að fjármál bæjarins séu í bezta lagi. Vitanlega finst ihaldsflokknum (hægrimönnum) ávalt illa haldið á því fé, sem varið er til umbóta eða til b-einnar hjálpar verka- mannastéttinni. Og það er þá líka einmitt þetta fé, sem varið befir verið til vinnuleysissjóðanna, eldi- viðarstyrks til vinnulausra og ellistyrksþega, bygginga o. s. frv., sem meiri hluta bæjarstjórnarinn- ar befir verið legið á hálsi fyrir. En að stjóm fjármála bæjarins getur enginn fundið með neinum rökum. Þetta sýndi sig bezt nú, er bærinn þurfti að halda á láni, 30 milljónum kr. Honum bauðst yfir 50 millj. kr. og mátti þannig hafna nokkrum lánbjóðendum, enda þótt lánbeiðnin í samráði við innanríkisráðherrann væri hækkuð úr 30 millj. upp I 50 millj. kr. — Annað dæmið um skilning manna á fjárþörf bæjar- ins og afleiðingum þessara örð- ugu tíma var hækkunin á bœði ljósi og gasi og akstr-i með stræt- isvögnunum. Hefir enginn urgur heyrst út af því, enda þótt m>argi-' ir eigi í yök að verjast fjárhags- lega á þessum örðugu tímum. Menn skildu það strax, að neyð brýtur öll lög. Tilgáta „Morgun- blaðsins“ um kurr út af þessu er

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.