Alþýðublaðið - 08.03.1932, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.03.1932, Blaðsíða 2
I ALÞÝÐUBLAÐIÐ Leigjendafélag Reykjavíkur Stofnað í gærkveldi. Undanfarið hefir að nofckru ver- ið unnið að því að undirbúa stofnun félags mieðal leigjenda Jiér í bænum og í gærkveldi var haldinn stofnfundur félagsins. Mættu um 60 manns á þessum fundi; er það lítið af öllum leigj- endahópnum hér í Reykjavík. Þessi litla fundarsó'kn mun hafa stafað af því, að fundurinn hafði ekki verið vel auglýstur. Guðjón B. Baldvinsson verka- maðui’ hóf umræður og lýsti nauðsyninni fyrir því, að leigj- endur hér í borginni mynduðu með sér félag til að reyna með því að hafa einhver áhrif á verð húsnæðis og gæði þess. Kvað hann það myndu verða mikið starf, sem fyrir félaginu lægi, og lýsti síðan starfi undirbúniings- nefndar og las upp frumvarp að lögum fyrir félagiÖ, er nefndin hafði sarnið. Guðmundur Guð- mundsson innheimtumaður taiaði nokkur orð um lögin og starf fé- lagsins og hvatti til að það yrðií stofnað. Var síðan gengið til at- kvæða um Iögin, og þau samþykt breytingalaust eða breytingalítið. I stjórn félagsins voru kosnir; Formaður: Guðjón B. Baldvilns- son verkamaður, ritari: Kristján S. Kristjánsson bankaþjónn, gjald- keri: Vilhjálmur S. Vilhjálmsson blaðamaður, meðstjórnendur: Adolf Petersen veikamaður og Loftur Þorsteinsso'n járnsmiður. Auk þess var kosin varastjórn og endursikoðendur. Eftir að kosningum var lokið I neðri deild var í gær frv. um, að iðnaðarnefnd verði bætt við fastar nefndir alþingis, sam- þykt við 2. umræðu. Viðbótartil- laga Vilmundar Jónssonar um, að einnig verði bætt við heilbrigðis- málanefnd, var feld með jöfnum atkvæðum (12:12). Þá kom til umræðu frumvarpið um innflutningsbann á kartöflum. Héðinn Valdimarsson andmælti því fyrstur. Benti hann á, að af því myndi bæði stafa verðhækk- un á kartöflum fyrir neytendur og aö innflutningshaftastefna á nauðsynjavörum kallar á sarns konar stefnu meðal erlendra þjóða gagnvart íslfenzkum vörum, og í þriðja lagi bjóði slík innflutnings- höft upp á að vanda síður sams konar innlendar vörur. Urðu miklar umræður um frv., með og móti, og lauk umræðunni ekki í gær. Jörundnr flytur frv. það um nijbýli og ríkisstyrk til ódýrra lána til nýbýla, er hann flutti á síðasta vetrarþingi. Nú fylgir með iþað bráðabirgðaá'kvæði, að stjórn- talaði Vilhjálmur S. Vilhjálmsson um, starf félagsins og aðstæður þess. Kvað hann það sízt van- þörf, að stofriað væri slíkt félag sem þetta, en Iltil líkindi væru til að það gæti orðið að miklu gagni nema að leigjendur flyktu sér um það, allir sem einn. Benti hann á nauðsyn þess, að félagið starf- aði eingöngu að því, er lýtur að húsnæði, gæðum þéss og Ieigu, en léti sig ekki önnur mál skifta. Kvað hann von sina vera þá, að leiga færi lækkandi úr þessu hér í borginni, bæði vegna hinna hag- kvæmu kjara, er tnenn fengju í Verkamannabústöðunum og eins fyrir tilverknað Leigjendafélags- ins, sem hlyti að geta unnið stór- virki fyrir lesgjendur, ef þeir sjálfir vildu. Auk hans tóku til máls. Guðjón B. Baldvinsson, Ágúst Jónsson, Guðmundur Guðmundsson og Loftur Þorsteinssio'n. í félagið gengu á þessum fundi menn úr öllum stéttum. — Bráð- lega mun féiagjð opna skrifstofu og láta fara fram meðlimasöfnun i bænum. Ársgjaldið er afarlágt, að eins 3 krónur. Var það haft svona lágt til þess, að ertginn léti það hamla sér frá þáíttökú í fé- laginu. Leiguverð á íbúðuim hér í horg- inni hefir komiö svo illa við maiigan manninn, að þess er að vænta, að allir leigjendur flykki sér inn í félagið og efli það til þess að það geti einhverju um þokað í rétta átt. in megi fyrstu 5 árin draga úr eða fella alveg niður þenna ríkis- styrk. — Svo er ákveöið í frv., að skilyrði fyrir því, að nýbýláng- ur geti fengið slíkt kjaralán til bygginga, ræktunar og bústqfns- kaupa, sé það, að hann sanni, að hann sé svo efnum búinn, að hann geti skuldlaust keypt svo stórt land til nýbýliisdns, að það fóðri minst 20 nauígripi þegar það er fullræktað og 'auk þess sé nóg beitiland handa gripunum smieð í kaupunum. — Ríkistillagið er ekki œtlað peim, sem eru fá- tœkari en svo, að peir hafi pessi fjárráð. Tveimnr lltmjrndiim stolii. í morgun kl. A1/?, var brotist inn í sýningarherbergi ólafs Magnúss'onar, sem er beint á móti Góðtemplarahúsinu, og þar stolið tveimur lituðum ljósmyndum, mjög dýrurn. Fólk vaknaði við er það heyrði rúðubrot og sá þjófinn fara með myndirnar uhdir hend- inni. Briand iátinn. París 7. marz, U. P. F. B., Briand andaðist kl. 1 e. h. Bana- mein hans var hjartaslag. Siðar: Briand lést í ibúð sinni í París. Hafði hann fyrir skömmu farið til sveitarseturs sins og átti þar við lasleika að stríða. Læknar hans höfðu bannað honum að fara til París, en hann skeytti því engu, því hann gerði sér eigi Ijóst, að lasleiki hans var alvarlegs eðlis. Versnaði honum skömmu eftir komuna þangað. Misti hann með- vitundina í morgun og andaðist* sem fyr segir, kl. 1 e. h. Briand var 69 ára að aldri. París, 7. rnarz. UP.-FB. Tardieu hefir tilkynt, að út- för Briands fari fram á kostnað rí'kisins og með svipaðri viðhöfn og útför Fochs hershöfðingja. Búist er við, að lík Briands verði jarðsett á filmtudag á sveitar'seitri hans, Cocherel. París, 7. marz. UP.-FB. Opinberlega er tilkynt, að Bri- and verði jarðsettur á ríkisins kostnað á laugardaginn keimur. Útförin hefsit kl. 2 e. h. Borfoa barnið. New-York, 8. marz. U. P. FB. Lögreglan hér hefir handtekiö tvo karlmenn og eina konu, sem skrif- aði Lindbergh og bað hann að koma sjálfan kl. 8 e. h. til Croy- den í nánd við Pennsylvania járn- brautarstöðina Jiér í borg. í bréf- inu stóð, að hann yrði að hafa lausnarféð, 50 000 dollara, með- ferðis, ella yrði barnið drepið. — Maður úr ríkislögreglunni, sem er líkur Lindbergh í útliti, og kona nokkur fóru á tiltekinn stað í stað Lindbergh-hjónanna, en leynilögregla var á vakki í kriinig. Þegar fólkið kom á vettvang var það þegar handtekið. Lögreglan hefir einnig til rann- sóknar bréf, sem fanst á Elmira- póststofunni í New-York. Bréf þetta er til Lindberghs, en óund- irskrifað. í bréfinu er þess kraf- ist, að 500000 dollariar verði af- hentir í Mansfield, Pennsylvania, á tilteknum tíma og stað, og lof- að að skila barninu aftur, þegar þetta hafi verið gert. Keflavík. Verklýðsfélag Keflavíkur sendi sýslumanninum í Hafnarfirði svc> j hljóðandi skeyti í morgun: „Félagar Verklýðsfélags Kefla- víkur biðja um lögregluvemd handa Axel Björnssyni, svo hann komist ferða sinna óáreittur. Út« gerðarmenn, hafa ofbeldishótanir i frammi." Úfl* AsfiSBStPfðÍUIB. Shanghaá, 7. marz. UP.-FB. Kuomin-fréttastofan tilkynnir, að samkvæmt upplýsingum frá kínversku herstjórninni kl. 6 e. h. (Shanghai-tími) hafi bardagar ver- ið háðir í Kiating, Kwangtu og Taichong. Flóttamenn hermia, að Kianting standi í björtu báli Fyrirspurn. Hvað ber prestum þjóðkirkj- unnar fyrir alls konar aukaverk? Þjóðkirkjamaður. Fyrir skírn ber presti 3 álnir á landsvísu, fyrir hjónavígslu 6 álnir, fyrir greftrun 6 ájnir og fyrir fermingu 12 álnir. Fyrár að gefa fæðingarvottorð eða skím- arvottorð ber presti 1 fisk. Hér í Reykjavík gildir 1 alin 1 kr. 60 aur. (1 fiskur 80 aura). Prestunum ber því 4 kr. 80 aurai fyrir skírn, 9 kr. 60 aura fyrir hjónavígslu og greftmn og 19 kr„ 20 aura fyrir fermingu. En fyrir vottorð 80 aura. . ;• „ Leiðrétting. • Með því að fréttagrein sú, ex birtist frá aðalfundi Trésmiðafé- lags Reykjavíkur, er óvandvirkn- islieg í mörgum atriðum, langar mig til að biðja fyrir eftir farandi leiðréttingu: Ritari félagsins heitir Guðm. H. Guðmundsson, en ekki Guðm. R. eins og segir í „Vísi“. Þá hefir láðst að geta féhirðis, sem er Valdimar Runólfsis'on. Enn ■ fremur heitir varameðstjórniand- inn Kristvin Guðimundsson, ekki Kristinn eins og er í Alþbl. og Vísi. Tryggingarsjóður heitir sjóð- ur sá, er Brynjólfur N. Jónsson er féhirðir fyrir, ekki byggingar- sjóður eins og stendur í Alþbl. og Vísi. Æskilegast væri, að 'fréttir væru. sem áreiðanlegastar, fyrst þær em á annað borð sagðar. R. Guðmundss. trésm. Leiðrétting samhljóða þessarf.' hefir Alþbl. borist frá Trésmiða- félaginu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.