Alþýðublaðið - 08.03.1932, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.03.1932, Blaðsíða 3
 3 Leikhúsið. Soífia Guðlaugsdrtttir: Fröken Júlia, eftir Strindberg. Söguefniö fröken Júlía er langt fram á tíma náttúrustefnunnar sjaldgæft í bókmentum, næstum ó vi'ð urkvæmi legt. Frá borgara- legu sjónarmiði mátti það ekki fiokkast nema meðal ákveðinna fyrirbæra hnignunar, úrkynjunar og spillingar, — sem sagt full- komdð undantekningarfyrirbæri, án félagslegrar þýðingar og jafn- vel án almenns sálfræðilegs gild- is. Viðfangsefnið fól nefnd'lega í sér tvö forboðin atriði — í fynsta lagi mátti ekki segjasí, að kven- maður drægi karlmann á tálar, og í öðru lagi mátti fín stúlka ekki taka niður fyrir sig í því óleyfilega tilfelli, að hún drægi karlmann á tálar. Það er ekki rneira en röskur áratugur síðan Ásta Nielsen, hin óviðjafnanlega, lék þetta hlutverk, og samt var enn ráðandi sá skilningur á fröken Júlíu, að hún væri úr- kynjunarfyrirbrigði, undantekning og furðuverk, — og í samræmi við það, var hún látin ganga í buxum, með ákaflega stuttklipt ■hár, eins og fáránlegur strákur. En svona er heimurinn orðinn spiltur. Nú leikur frii Soffía Guð- laugsdóttir þetta hlutverk hér úti á íslandi, eins og það væri bara algengur kvenmaður með nokk- urnveginn venjulegu — og ekki neitt sérlega óheitbrigðu — á- stríðulífi, og engum virðist finn- ast neitt út á það að setja, heldur snýst harmur áhorfendanna eink- ■um um það, að hún skuli sjálf að morgni þurfa að súpa seyðið af þessari skemtilegu Jónsmessu- nótt, — með öðrum orðum, að hún skuli ekki vera nógu „eitian- ciperuð“, nógu frí af sér, nógu úrkynjuð, nógu spilt, — í einu orði nógu samræm hinu hvens- dagslega, eins og vér þekkjum það úr nít’manum, sem snúið hef- ir allri þessari spilliingu upp í venjulegan gang lífsins,. Mér dett- ur ekki eitt augnablik í hug að efast um, að þessi sMlningur frú Soffíu Guðlaugsdóttur sé réttur. Auðvitað er söguefnið fyrir löngu orðið jafnhversdagslegt og dóm- kirkjan. Og það sem styrMr skiln- ing frúarinnar á frökun Júliu sem konu með nokkurn veginn eðli- legu ástríðulífi, er hvorM meira né minna en orsakasamband verksins sjálfs, eins og í því ligg- ur frá höfundarins hendi. Það gengur Ijóst fram, bæði af verki hans og skýringu á því ,að það, sem einkurn vakir fyrir honum með Júlíu-gervinu er blátt áfram Mð almenna. Þesisu til sönnunar hans eigin orð um allan þann fjölda af almennum orsökum, sem hann telur að liggi til hinna sorglegu afdrifa fröken Júlíu, sbr. formála hans fyrir verkinu. Eins og gefur að skilja, er það ýmsum tormerkjum bundið að vera í senn leikstjóri og leika kröfufrekt aðalhlutverk, svo vel fari í einum og sarna leik, þótt slíkt sé t. d. gerlegt í kvikmynd- um, þar sem sýnishorn bæði af mynd og tali getur verið leikar- anum sjálfum vísbending um, hvort hann talar eða hreyfir sig svo fullra áhrifa njóti,. Það er enginn vafi á því ,að hin mikla gáfa frú Soffíu hefði komið enn betur í ljósi, ef hún hefði notið leiðbeiningar hjá vönum leik- stjóra. Hún hefði líka notið sín betur, ef mótleikari hennar, hr. Valur Gíslason hefði reynt að tala dálítið Iíka-.a inenskum mönn- um en hann gerði, og ef frk. Emilía Indriðadóttir hefði eklti dregið úr áhrifum hennar með því að leika skopleik, — sem hún gerði reyndar m,æta vel. Danzinn í milliþættinum var stiginn af tilfinningu; unga fólkið hringsnérist þangað til bæði það og aðrir voru orðnir upp- gefnir; síðan stigu Hekla og Saga yndislegan skottis; maður var alt í einu kominn í fyrsta flokks kabarett, enda var ekki laust við, að aðalatriði leiks- ins gleymdist um stund. H. K. L. Hann skant konn sína og var sýkaaðnr. Það er sjaldgæft, að leikarar og aðrir listamenn sýni sitt eigiö líf á leiksviðinu, en nýlega bar það þó við, að Mnn frægi ítalski söngvari Matteo Bruno gerði það. Sagan gerist í Turin. Þar var verið að sýna „Bajazzo" og lék Bruno hlutverk Cainos. Annar þáttur var nýbyrjaður. Söngvar- inn lék sem óður væri, en þö eigi svo, að út af brigði svo rnjög, að áhorfendur tækju eftir því. 1 margar vikur hafði Bruno grun- að, að kona hans, sem hann elsk- aði mjög, drægi hann á tálar óg væri í þingum við annan söngv- ara, — og nú hafði hann fengið vissu sína. Einn af meðleikendum hans hafði hvíslað dálitlu í eyra hans, er útilokaði allan efa. Og meðan hann lék og söng á leik- sviðinu lá kona hans í faðmi friðils síns. Þegar hann gekk inn á leiksviðið leit hann upp í stúlm þá, sem kona hans átti að vera í, en hún var þar ekM,. Sorgbitinn og örvinglaður söng hann hina miklu aríu úr „Le Ba- jazzo“ og meðan áheyrendur hans klöppuðu honum lof í lófa hvarf hann á brott. Fólkið kallaði á hann hvað eftir annað, en það bar engan árangur. Matteo Bruno þaut út úr leikhúsinu upp í bif- reið og ók með ofsahraða heim í gistihúsið, þar sem kona hans og friðill hennar voru. Bruno kom að þeim í faðmlögum,. Hann beið ekki boðanna, heldur þreif til skammbysisu sinnar og skaut konu sína til bana. Friðil henn- ar særði hann hættulega, en sjálfur fór hann til lögreglunnar og sagði frá því, er hann hafði gert. — Almenningur hafði fulla samúð með honum og hann var sýknaður. Nú er hann aftur far- inn að syngja. Lorerats Mop fiðlumeistari. Á fimtudaginn kemur verður nýstárleg skemtun í boði. Lorentz Hop, meistari Noregs í Harðang- urs-fiðluspili, og þar með heims- meistari, ætlar að halda hér hljómleika og spila á hina ein~ kennilegu fiðlu' sína. Þessi maður er afburða-smll- ingur í list sinrn. Hann er ný- kominn heim úr Ameríkuför og hefir fengið ákaflega miMð hrós þar. Blöðin sMifa m. a. urn hann: „Hann bar langt af öllum, með ástríðuþrungnum, einkennilega fögrum og eldheitum leik, og eftir fyrsta lagið ætlaði lófatakinu aldrei að linna. Þetta ætti að nægja til að sýna mönnum, að hér er ekki ummiðl- ungsmann að ræða, og er það alt af sérstök ánægja að fá tæM- færi til að hlusta á það bezta, sem til er í hverri grein listar- innar. X. Fyrirspurn. Herra ritstjóri! Viljið þér fyrir mína hönd og margra annara birta eftirfarandi fyrirspurnir: Er útlendum mönnum hindrun- arlaust að koma Mngað til lands og flytja hér „hljómleika"? Þurfa þeir ekki sem allir aðiir, er hér vilja stunda atvinnu, að sækja um atvinnuleyfi til atvitnnumála- ráðuneytisins ? Ef svo er, eftir hverju er farið um veitingu slíkra leyfa? Fyrirspurnir þessar eru fram- fcomnar vegna þess, að ég sé að lúngað til landsins er kominn norskur rnaður, er leikur á „Harðangurs-fiðlu", og er ætlun- in að halda „hljómleika". „Morg- unblaðið", sem skrifað hefir um Mngaðkomur erlendra listamanna og talið ilt, að miMÖ fé sé á þann hátt borið úr landi, hvetur menn fast til að sækja skemtun þessa manns og telur hann i röð fremstu listamanna. Þótti mér sem von er, giein þessi koma úr hörðustu átt, einkum þar sem V(altýr) rómar mjög tæki þetta og setur það á borð með fiðlum. Nú vita allir þeir, sem eitthvað þekkja til, að „Harðangurs-fiðla“ er ekkert hljóðfæri listar, að eins fiðluafbrigði, sem notað er í Nlok'- egi einum og alls ekki það, sem V(altýr) vill vera láta. Er ilt til þess að vita, að nú, þegar krepp- an lamar alt viðskiftalíf vort, skuli erlendir menn, sem ekM hafa hér neina viðdvöl, fara burt með of fjár, en landsins eigin börn verða að svelta heilu og hálfu hungri. Það er mælt, að vér séum gestrisnir, fslendingar, en ,nú er hungur og dauði fyrir durum vor- um, hávaði almennings verður að neita sér um mjólk og eldsneytí og börn að ganga klæðlítil til skóla. Á slíkum tímum er gest,- risni ekk iMð fyrsta. Þakka ég yður svo fyrir kurt- eisi yðar, herra ritstjóii, svo og velvild. Hljómsve itarma T)ur. Bæknr Bókmentafélags iafnaðarmaiaa 1931. I. Annað starfsár Bókmentafélags jafnaðarmanna er nú liðið, og hefir félagið heldur færst í aúk- ana á árinu, þegai’ þess er gætt, að bæði eru bækur síðasta árs stærri að arkafjölda en árið á undan, og svo hefir félagsmönn- um fjölgað að mun. Bækur síðasta árs eru þó ekM nema tvær að tölu eins og árið á undan, ársritið „Almanak al- þýðu“, 8 arkir og myndir, og skáldsagan „Jimmie Higgins, verkamaður í heimsstyrjöld“, eftir hið heimsfræga Bandaríkjaskáld, Upton Sinclair, sem fjöldi bók- mentamanna víðs vegar um heim vill nú að fái bókmentaverðlaun Nobels, Lesendur Alþýðublaðsins kannast nokkuð við söguna, sem í útgáfunni er 39 arMr að stærð, því að nokkur hluti af henni kom um tíma neðanmáls í blaðinu. Þó var það eMd nóg til þess, að lesendur fengju næga þekk- ingu á henni og bókmentalegu gildi hennar, og er þvi rétt að geta hennar hér nokkru nánara. „Jimmie Higgin(s“ stingur að því leyti einna mest í stúf við þær útlendar skáldsögur, sem hér eru mest þýddar og lesnar, að höfuðpersóna hennar er ekki rík- ur og fallegur aðalsmaður, sem ekkert þarf að hafa fyrir lífinu annað en verða „skotinn" í fal- legri og fátækri almúgastúlku, er einhverjir erkibófar, sjaldnast minna peningaðir, en snögt um Ijótari, þurfa endilega að tefja fyrir honum að ná í, en tekst ekki betur en svo, að á endanum hefir hann það þó af, og þá kem- kir í ljós, að stúlkan er ekki að eins jafnfalleg og sá elskulegi að- alsmaður, heldur líka jafn-auðug og jafn-tiginborin, ef til vill að eins getin í einhverju broti af saklausum lausaleik. Höfuðper- sónan í „Jimmie Higgins“ er af alt öðru sauðahúsi. Það er ó- breyttur verkamaður með þessu hversdagslega nafni sögunnar,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.