Morgunblaðið - 05.10.1986, Side 35
GOTT FÓLK / SÍA
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
35
ORÐSENDING TIL EIGENDA INN-
LEYSANLEGRA SPARISKÍRTEINA
Ýmsir keppast nú við að bjóða eigendum spariskírteina
betri kjör en ríkissjóður. Áður en þú lætur gylliboð
þeirra freista þín skaltu staldra við og velta fyrir þér
nokkrum mikilvægum atriðum.
Vaxtaloforð verðbréfasjóðanna geta ekki talist traust-
vekjandi, því þar er reiknað með sömu verðbólgu og
vöxtum og voru í gildi á síðustu misserum. Þetta er
loforð sem erfitt getur reynst að standa við. Auk þess
er ekki getið um kostnaðarliði s.s. stimpilgjald sem er
0,5% og innlausnargjald sem er jafnvel allt að 3,0%.
Hjá ríkissjóði eru þér tryggðir 6,5% ársvextir umfram
verðbólgu og að auki eru skiptiskírteinin eignaskatts-
frjáls, en eignaskattur er núna 1,20% á ári. Skipti-
skírteinin eru stimpilgjaldsfrjáls og innlausnargjald er
ekkert. - Allt þetta hefur áhrif á raunverulega ávöxtun
sparifjár þíns. En fleira skiptir máli við fjárfestingu en
Verðbréfasalar bjóða þér skírteini með „lágmarks-
áhættu“ eða „dálítið meiri áhættu“. Reynslan hefur sýnt
að gengi einstakra fyrirtækja getur verið fallvalt og því
vafasamt að fjárfesta í skuídabréfum þeirra þótt vextir
sýnist álitlegir. Ríkissjóður er traustasti bakhjarl sem
völ er á þegar þú vilt ávaxta fé þitt. Á bak við hann
stendur öll þjóðin. Spariskírteinin eru algjörlega
áhættulaus fjárfesting.
í auglýsingum verðbréfasjóða er gjarnan talað um
„innlausn daglega“, sem er fullyrðing sem ekki fær
staðist. Ef betur er að gáð kemur í ljós að þeir áskilja
sér rétt til að fresta innlausn telji þeir ástæðu til.
Binditími skiptiskírteinanna er aðeins rúmlega 2 ár en
Verðbréfaþing íslands sér til þess að þú getir losað fé
þitt þótt binditíminn sé ekki útrunninn, þannig getur
þú innleyst spariskírteini þín hvenær sem er.
Spariskírteini ríkissjóðs eru innlent lánsfé allra lands-
manna. Þau eru hemill á erlendar lántökur og skila þér
og þjóðarbúinu í heild góðum arði. Þau stuðla ekki
eingöngu að hagnaði einstakra seljenda - heldur þjóðar-
innar allrar.
r r r
RIKISSJOÐUR ISLANDS