Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 54

Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986 Innmatur Já, tímamir breytast og fátt hefur breyst jafn mikið og mataræði okkar Islendinga hin síðari ár. Fyrir nokkr- um árum var lítið um ávexti, grænmeti og krydd, en hefur þetta alltaf verið svona? í fyrstu íslensku mat- reiðslubókunum frá Í800 og 1858 er getið um margs konar krydd og grænmeti, en aftur a móti er fátt um ávexti, enda engin furða, þar sem skipaferðir voru stijálar á jjeim tíma og engar að vetrinum. En kjöt og sláturmat hafa Islendingar alltaf borðað — og þeir nýtt allt. I fyrmefndum bókum eru uppskriftir af súpu, Kallunssúpu eða vambarsúpu, sem virðist hafa verið í hávegum höfð. Hér birtist uppskrift af þessari súpu sem er í bók Þóm Andreu Nikkolínu Jónsdóttur frá árinu 1858. „Sauðavambir eru beztar, þó má í óvandaðri súpu allt eins brúka nautsvambir. Vambimar em vel þvegn- ar deginum áður og látnar Iiggja í saltvatni næturlangt. Að morgni em þær aptur þvegnar og skafnar úr volgu vatni. Að því búnu em þær skomar í smáa ferhymda bita, sem liggi í köldu vatni þar til í pottinn em látn- ir. Sömuleiðis er tekið það feitasta úr ristlum, svo sem endagömin og verkuð sem bezt á sama hátt, en ekki í mjög heitu vatni, svo mörinn fari ekki af. Það er líka siður að brúka í þessum súpum kindafætur, þeir em skáldaðir í sjóðheitu vatni, liðaðir sundur og leg- gimir klofnir, og svo verkaðir sem bezt, og svo látnir í kait vatn. Þegar upp er sett, þarf 5 pela af vatni móti hverri vömb og einn hnefa af salti. Þegar hálfsoð- ið er og búið að veiða froðuna ofan af, em rófur og urtavöndur látin í pottinn ásamt smábitum af feita ristlinum, því ekki má láta þá í pottinn jafnt vömb- inni, þar mörinn annars soðnar af bitunum. Þegar allt er soðið, er vöndurinn tekinn upp úr, en aptur bætt í pottinn hveitijafning og litlum bita af smjöri og sykri eptir vild, og ef til em, grænar baunir; en í þeirra stað brúka sumir rúsínur. Sje lítið til af vömb, má sjóða lítið lqötstykki með og þá þarf ekki smjörið. Vel þarf að hræra í með sleif, þegar jafningurinn og smjörið er látið út í.“ Það þýddi líklega lítið að bjóða okkur þessa súpu í dag, en í þá daga var allt nýtt, heili, lungu og svokall- aður „mslakeppur" var búinn til úr ýmsu innan úr kindum svo sem brisi, kirtlum og jafnvel lakanum. En við borðum til allrar hamingju ýmsan innmat enn- þá, svo sem lifur, hjörtu og ným, enda er þetta hollur matur og ódýr. I því, einkum lifur, er mikið jám og A-vítamín, auk margra fleiri hollra næringarefna. Nú er þetta fáanlegt ferskt og ófryst og eins gott og kostur er á. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Djúpsteikt hjörtu 6 hjörtu 1 dl matarolía í löginn safi úr 2 sítrónum IV2 tsk. fínt salt V< tsk. pipar 1 msk soyasósa V2 dl tómatsósa 10 dropar tabaskósósa olía til að steilq'a úr, það þarf ekki mikið af henni. 1. Skerið hjörtun í sneiðar langsum, takið úr þeim æðar og taugar og fjarlægið eitthvað af fituvefnum ofan á þeim. 2. Blandið saman matarolíu, sítrónusafa, salti, pipar, soya- sósu, tómatsósu og tabaskósósu. 3. Leggið hjörtun í löginn, látið þekja þær alveg, hreyfíð öðm hveiju við þessu svo að lögurinn fari jafnt um bit- ana. Látið standa á eldhúsborðinu í 2 klst. 4. Hitið matarolíuna, þerrið sneiðamar með eldhúspappír og steikið í feitinni í 3—4 mínútur á hvorri hlið. 5. Leggið sneiðamar jafnóðum á eldhúspappír. Meðlæti: Brauð smurt hvítlauks-dill ijómaosti eða annað brauð eða franskar kartöflur og hrásalat. Athugið: Þegar hjörtun em steikt á þennan hátt, verða þau mjög meyr og góð, raunar eins og úrvalskjöt. Lifur með blaðlauk (púrru) 1 lifur, u.þ.b. 750 g 2 msk. matarolía + 1 msk. smjör 1 meðalstór blaðlaukur 1 tsk. salt V« tsk. pipar V2 tsk. soðkraftsduft 2V2 dl vatn 2 msk. ijómaostur án bragðefna hveitihristingur eða sósumaizenamjöl 1. Skerið lifrina á ská í þunnar sneiðar, gætið þess að skera frá allar taugar. 2. Setjið 1 msk. af matarolíu á pönnu, steikið helming lifr- arinnar í því. Stráið salti og pipar yfír þegar þið hafíð snúið lifrinni vð. Setjið í pott. Steikið síðan seinni hlutann á sama hátt. 3. Setjið smjörið í pott, hafíð hægan hita. Kljúfíð blaðlauk- inn, notið það af grænu blöðunum sem er heillegt. Skerið í stóra bita. Sjóðið í smjörinu í 7—10 mínútur. Setjið sam- an við lifrina í pottinum. 4. Setjið soðkraftsduft og vatn út í og sjóðið við vægan hita í 5 mínútur. 5. Hrærið ijómaostinn út í og síðan hveitihristing eða sósu- maizenamjöl. Látið sjóða upp. Meðlæti: Soðnar kartöflur, soðið hvítkál eða blómkál. Nýru með ýmsu kryddi 10 nýru 1 tsk. salt 5 svört piparkom 1 meðalstór laukur 15 g smjör 1 stór hvítlauksgeiri 3 msk. matarolía 1 lárviðarlauf 4 negulnaglar 1 tsk. soðkraftsduft 2V2 dl vatn hveitihristingur eða sósumaizenamjöl V2 msk. ijómaostur án bragðefna V2 dl þurrt sherry (má sleppa) 1. Leggið nýrun í kalt vatn í 1 klst., takið þá af þeim himn- una, skerið úr þeim fituvefínn, taugar og æðar. Skerið nýrun síðan í sneiðar. Þerrið vel með eldhúspappír. 2. Hitið IV* msk. af mátarolíu á pönnu, steikið helming nýmanna í feitinni, setjið í pott, steikið síðan hinn hlutann á sama hátt. 3. Hitið smjörið í potti, gætið þess að það brenni ekki. Afhýðið 0g saxið laukinn og hvítlaukinn og sjóðið í smjör- inu. Það á ekki að brúnast. Setjið með nýmnum í pottinn. 4. Stráið salti yfír nýrun, setjið síðan piparkom, negul- nagla og lárviðarlaufið í pottinn. Hellið vatninu yfír ásamt soðkraftsdufti. Látið sjóða við vægan hita í 15 mínútur. 5. Hrærið ijómaostinn út í, setjið síðan hveitihristing eða sósumaizenamjöl út í og jafnið sósu. 6. Setjið sherry út í ef þið notið það. Meðlæti: Kartöflustappa eða soðin hrísgijón.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.