Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR’ 5. OKTÓBER 1986
Rætt við
Kerstin
Guldbrandsen,
blaðamann
sem nýlega gaf
út bók um lausnir
á fólksflótta
frá nyrstu
svæðum
Svíþjóðar
svo að hæstráðendur fínni upp á
einhveiju fyrir það fólk að gera,
þá vill svo oft gleymast að það
er ekki nóg að fólk hafí einhverja
vinnu, það verður að hafa vinnu
sem leyfír því um leið að efla
umhverfí sitt og það verður að
sjá framfarir í sinu umhverfi. Það
verður að skapa aðstæður sem
gefa fólki ástæðu til að vera áfram
í sínu umhverfí og öðrum til að
flytja þangað.
„ÞAÐ ER mjög athyglis-
vert að koma til Islands,
þó að við séum nú ekki svo
ólík, íslendingarnir og
fólkið í Norður-Svíþjóð.
Samt er mikiil munur á.
Þið eruð stolt en við erum
ekki stolt. Hjá ykkur ríkir
þetta skapandi andrúms-
loft í þjóðfélaginu sem
okkur vantar svo sárlega,
allar bækurnar, óperan,
búðirnar, nýsköpunin í at-
vinnulífinu, svo ég nefni
af handahófi. En við erum
ekki stolt af því að geta
ekki látið hlutina ganga
betur og að peningarnir
okkar þurfi að koma ann-
ars staðar frá, ekki til að
byggja upp, heldur til að
halda sænskum lífskjörum
í sama horfinu. Þetta á við
um marga í Norrbotten og
á öðrum svæðum sem eru
að deyja út.“
Sú sem þetta segir er þó ekki
á því að láta umrædd svæði „deyja
út“, eins og sænski blaðamaður-
inn Kerstin Guldbrandsen orðaði
það í viðtali við blaðamann Morg-
unblaðsins þegar hún kom hingað
til lands nýverið, en heimsóknin
var afmælisgjöf frá vinum og
samst? rfsmönnum á sænska
ríkisútvarpinu/sjónvarpinu.
Heimsóknin var sú fyrsta til Is-
lands, en samskipti íslands og
Norrbotten hafa löngum verið við
lýði, sérstaklega í tíð Ragnars
Lassinantti, fyrrum landshöfð-
ingja þar, sem var mikill íslands-
vinur, en Kerstin dvaldi hér hjá
Önnu Einarsdóttur sem hefur haft
mikið að gera með samskipti ís-
lands og Norrbotten, eins og
annarra svæða Norðurkollu.
Reyndar á Kerstín fleira sam-
eiginlegt með fyrrum landshöfð-
ingja sínum en áhuga á íslandi,
uppbygging á öllum sviðum á
heimasvæðinu er henni ofarlega
í huga í heimsókn sinni, eins og
berlega kemur fram í bók sem
hún gaf út fyrir réttum mánuði
og nefnir „Jomen visst! — Min bok
om Norrbotten". í bókinni fjallar
hún um það mál, sem að hennar
mati er það mikilvægasta í
sænsku þjóðlífí nú, fólksflótta af
landsbyggðinni til Stokkhólms og
lamandi áhrifum hans á mannlífið
í stijálbýlinu. Reyndar gerir hún
meira í bók sinni en að segja frá
stöðu mála, hún bendir á leiðir til
lausnar og kveðst hafa fundið
lausn til að spyma við þróuninni.
MANNLAUST
SVÆÐIER ERFITT
AÐ VERJA
„Ef við byijum á að skoða stað-
reyndir þá búa í Norrbotten
260.000 manns á svæði seyn er
svipað að stærð og ísland. í allri
Svíþjóð eru þó um átta og hálf
milljón íbúa og í sannleika sagt
er svæðið að tæmast. Ef ekki
verður að gert hið bráðasta sitjum
við uppi með mannlaust svæði í
náinni framtíð og mannlaus svæði
er erfítt að veija, hvort heldur er
í hemaðarlegu, menningarlegu
eða öðru tilliti."
BÚA TIL SKAPANDI
ANDRÚMSLOFT
— Hver er þá lausnin?
„Lausnin er í stuttu máli sú, að
í fyrsta lagi verður fólk að gera
sér grein fyrir þróuninni, setjast
niður og ræða málin. Burtséð frá
því hvemig umgengni manna í
milli er, þá verður fólk að geta
rætt málin án allra hindrana. Slík
umræða hjálpar fólki til að gera
sér grein fyrir stöðunni og hvem-
ig má breyta og styrkjá framfarir
á svæðinu, búa til skapandi and-
rúmsloft, eins og ég vil kalla það.
Skapandi andrúmsloft er ná-
kvæmlega það sem okkur vantar
til að hlutimir breytist — við skul-
um ekki gleyma því að þegar
fólksflótti verður frá einum stað
til annars og fólk flýr á vit tæki-
færanna, þá er það fólkið með
kunáttuna, sköpunargleðina og
framtakssemina sem fer fyrst.
Við emm engin undantekning
þama nyrst í Svíþjóð, en okkur
vantar mjög sárlega þessa kunn-
áttu, framtakssemi og sköpunar-
gleði til að gera svæðið freistandi
til búsetu. Það gerist ekkert í landi
þar sem skapandi andrúmsloft er
ekki fyrir hendi — og þá á ég
ekki við skapandi andrúmsloft á
sviðum lista, heldur á öllum svið-
um.
LÖMUNÍ
MANNLÍFINU
Núna ríkir hjá okkur eins konar
lömun í allri uppbyggingu og
áhuga á því að breyta til batnað-
ar. Það er lömun í mannlífínu og
fólk vantar allan metnað fyrir
hönd síns svæðis og allar forsend-
ur fyrir slíkum nauðsynlegum
metnaði. Þess vegna gerist ekk-
ert.“
— Hvemig koma atvinnumál
inn í myndina?
„Meirihluti íbúanna er í vinnu
á vegum ríkisins, ýmist við jám-
brautimar, póst og síma, sjúkra-
húsin og svo framvegis. Fólk sem
vinnur sín tilteknu störf vel, en
veit á hinn bóginn mjög lítið um
hvemig á að byggja verksmiðju
eða efla atvinnulífíð með nýjung-
um. Okkur vantar fólkið með
hugmyndimar og framtakssem-
ina, því að í raun er mjög gott
að búa á svæði eins og Norrbotten
og mannlífið getur verið mjög
þægilegt. Ég hef að minnsta kosti
verið þar í 17 ár og vil hvergi
annars staðar búa. Sjálfsagt
hugsa margir svona, jaftivel af
þeim sem fara.
ALGENGT AÐ UNG-
ARKONURFARI
Það er til dæmis mjög algengt
að ungar konur flytji á-braut og
þar skipta atvinnumálin miklu,
atvinnuframboð fyrir ungar konur
á svæðinu er afskaplega fátæk-
legt, á sama tíma og Stokkhólmur
hefur upp á talsverða fjölbreytni
að bjóða í öllum þjónustugreinun-
um. Svo ég taki mín þijú böm sem
dæmi, þá búa þau öll í Stokkhólmi
og ég fæ ekki séð hvemig þau
gætu búið og unnið í norðrinu þar
sem um er að ræða söngkennara,
danskennara og þáttagerðarmann
hjá útvarpi, sem sé fólk sem ólík-
iegt er að fengi vinnu við sitt
hæfí í Norrbotten.
FÓLKIFINNST
SVÆÐIÐ SITT
HAFATAPAÐ
Astæðan hins vegar fyrir þess-
ari ríkjandi lömun, sem ég vil
kalla svo, held ég að sé að fólki
fínnst sitt svæði hafa tapað, fínnst
of mikið hafa farið úrskeiðis og
vantar allan þrótt til að leggja út
í breytingar. Þó em allir sammála
um að breytinga sé þörf.“
— Hver var aðdragandi þess
að þú settir þínar hugmyndir um
breytingar á blað?
ALLTÍLAGIAÐ
SKRIFABÓKUM
LANDBÚNAÐ, EN ...
„Mínar vangaveltur um þessi
efni hófust út frá fremur persónu-
legum málum í mínu lífi. Faðir
bamanna minna og fyrrverandi
eiginmaður minn, sem er hag-
fræðingur með landbúnaðarmál
sem sitt sérsvið, gaf út bók árið
1966 þar sem hann fjallaði um
nýjar leiðir í landbúnaði og boðaði
grundvallarbreytingar í þeim efn-
um.
í raun fínnst mér ekkert at-
hugavert við að §alla um slíkt,
en ég er ekki eins ánægð með það
sem gerðist í framhaldi af útkomu
bókarinnar. Landbúnaður hafði
áður byggst á fremur litlum ein-
ingum, sveitabýlum sem voru í
eigu fjölskyldnanna sem þar
bjuggu, en þær breytingar urðu
á að sveitabýlin urðu stærri og
bændumir mikið færri og mikið
ríkari. Þessi breyting varð byijun-
in á þeirri röngu þróun að fólk
flutti af landsbyggðinni í borgim-
ar.
NÝJUNGAR Á
KOSTNAÐ LANDS-
BYGGÐARINNAR
Þetta er nú ekki eina dæmið,
það er alltaf verið að koma með
nýjungar og breytingar á kostnað
landsbyggðarinnar. Núna er til
dæmis mikið í umræðu að stöðva
nýtingu skóganna, en það er eins
og enginn hafí hugsað fyrir því
hvaða lífsviðurværi býðst fólkinu
sem hefur átt allt sitt undir skóg-
arhöggi og viðarvinnslu. Og þó
Hins vegar má ekki misskilja
mig svo þegar ég tala í upphafi
um sveitabýlin og það allt, að ég
sé að óska eftir einhverri grænni
byltingu með rómantískum blæ,
þ.e. að fólk flykkist á bóndabæ-
ina, alls ekki. Við höfum gert eina
slíka græna byltingu með misjöfn-
um árangri og þurfum ekki aðra.
Ég er mikið fremur að tala um
litlu bæina, eins og þann sem ég
bý í, með 8.000 íbúum og mögu-
leikum á mjög þægilegu og góðu
mannlífí. Að mínu mati veltur það
fyrst og fremst á fólkinu sjálfu,
með aðstoð frá Stokkhólmi, því
það þarf talsvert fjármagn til að
breyta stöðu mála og hjálpa okkur
til að standa á eigin fótum enn á
ný. Við misstum nefnilega undan
okkur fætuma á árunum
1965-67.“
— Heldur þú að þú eigir eftir
að sjá slíkar breytingar verða að
veruleika?
ÞRÓUNINA VERÐUR
AÐSTÖÐVA
„Ég hlýt að gera það, þó að
ég geri mér litlar vonir um að sjá
þær breytingar gerast fyrirhafíi-
arlítið. Én ef menn vilja halda í
menningu og lifnaðarhætti á
norðurslóðum Svíþjóðar þá er
engin spuming um að þróun und-
anfarinna tuttugu ára verður að
stöðva. En hún verður ekki stöðv-
uð með því að láta íbúa lands-
byggðarinnar halda útréttri
hendinni eftir matarpeningum frá
Stokkhólmi, heldur með því að
nota fjármagnið í uppbyggingu
atvinnulífs og menningar og um
leið blómlegra mannlífs á land-
svæði sem er svo vel til þess
fallið."
Erfitt að verja
mannlaus svæði