Morgunblaðið - 05.10.1986, Qupperneq 14
14 B
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
Ljósm./Rúnar Helgi Vignisson
Þegar Steven litli Judkins var 12 ára
sá Berry Gordy, eigandi útgáfufyr-
irtækisins Tamla, nú Motown, að
þarna var kominn prýðis efniviður
í blakka stjörnu. Þessi blindi negra-
strákur þótti syngja undursamlega,
auk þess sem hann hafði náð mik-
illi leikni á munnhörpu og bongótrommur. Gordon
beið ekki boðanna, gerði samning við guttann og
ári síðar var hann búinn að leggja undir sig banda-
riska vinsældalistann. Upp frá því var þessi
músíkalski piltur aldrei kallaður annað en Stefán
Undur — Stevie Wonder.
eftir Rúnar Helga
Vignisson
Nú er undrabamið
lögnu vaxið úr grasi og
ber nafn sitt enn með
reisn. Á 24 ára ferli sínum
hefur Stevie sent frá sér
margt listaverkið og ber
tvöfalda albúmið Songs
in the Key of Life e.t.v.
hæst, en það kom út fyr-
ir tíu árum. Wonder hefur
síður en svo lagt upp
laupana, hann hefur
brallað ýmislegt síðustu
árin, en í fyrra sendi hann
frá sér langþráða plötu.
Bar hún heitið In Square
Circle, í ferhymdum
hring, og um þessar
mundir er Stevie á sam-
nefndu hljómleikaferða-
lagi um Bandaríkin. Hér
segir af viðkynningu við
hinn ferkantaða tónleika-
hring kappans.
Sveipaður bleikum ljós-
geislum fetar Stevie sig
upp á sviðið í ömggri
fylgd Calvins bróður síns.
Hann horfir upp á við eins
og hann gerir á öllum
myndum, brosið fræga og
gleraugun dökku á sínum
stað. Hann tekur sér
stöðu á sviðinu miðju og
um leið og hann hefur upp
raust sína kemur í ljós
að röddin sem svo lengi
hefur ómað um heims-
byggðina er líka á sínum
stað. Það er engum blöð-
um um það að fletta —
Stevie Wonder, maðurinn
á bak við nafnið og
músíkina, er mættur í
holdinu, hversu óraun-
verulegt sem það kann
að virðast þegar maður
þekkir hann aðeins í
fjöldaframleiddu formi.
Að inngöngumarsinum
Ioknum ávarpar hann
áheyrendur, kallar því
næst á trommarann og
spyr hvað hann geti gert
til að hefja herlegheit
kvöldsins. Trymbillinn
þarf ekki að hugsa sig
um tvisvar, hann smellir
kjuðunum í húðimar og
salurinn hefur eignast
sameiningartákn í Master
Blaster. Tónninn er sleg-
inn og næstu þijá tímana
bylgjast Wonder-taktur-
inn um íþróttahöllina í
Iowa City.
rátt fyrir blindu
söngvarans reynast
þessir tónleikar ekki síður
höfða til augans en eyr-
ans. Innan í ferköntuðu
sviðinu í salnum miðjum
er hringur sem snýst all-
an tímann og nærmynd-
um af goðinu er varpað
beint upp á fjóra stóra
skerma yfir sviðinu.
Stundum birtast þar líka
Ijóðræn myndskeið sem
undirstrika boðskap tón-
listarinnar. Þessu til
viðbótar reynast bak-
raddasöngvaramir fjórir
vera hinir liprustu dans-
arar og í nokkrum lögum
fá þeir ballerínu eða dans-
flokk til liðs við sig,
þannig að sviðið iðar allt
af lífí. Sjálfur er Stevie
ekki mikið á ferðinni af
eðlilegum ástæðum, en í
fjörugustu lögunum, s.s.
„Shout“, lætur hann sig
Stevie Wonder á tónleikunum sem fjallað er
um í greininni.
ífer-
hyrndum
hring
Stevie
Wonders
— af tónleikum undramanns
þó ekki muna um að
hoppa og tralla, stundum
óstuddur.
Stevie Wonder lætur
sér greinilega ekki allt
fyrir bijósti brenna þótt
undir smásjá mörg þús-
und augna sé. Hann er
bersýnilega sjóaður
skemmtikraftur, a.m.k.
virkar hann álíka afslapp-
aður og sæti hann að
spjalli heima hjá sér.
Hann rabbar notalega við
áhorfendur, lætur þá
klappa, lætur þá syngja,
lætur þá hugsa og jafnvel
fínna til. Eitt sinn gerir
hann stutt hlé á tónleik-
unum til að borða ijóma-
ís, segist ekki hafa fengið
ís í þijú ár og áfergjan
eftir því.
Á eftir fær hann fólk
til að syngja með sér: „I
love icecream". Hlær svo
stríðnislega. Stríðinn
maður Stevie, sagður láta
vini sína hlaupa apríl á
öllum tímum sólarhrings
allt árið um kring. Hann
kvað geta hermt svo vel
eftir Berry Gordy að rit-
ari hans hafí látið blekkj-
ast einhveiju sinni þegar
hann hringdi í hann og
skipaði svo fyrir að Stevie
Wonder skyldi send ávís-
un upp á hálfa milljón
dollara strax. Ritarinn
hélt að forstjórinn væri
að ganga af göflunum.
n það er ekki stríðnin
sem situr í fyrirrúmi
á þessum tónleikum,
heldur hin jákvæða
mannúðarstefna sem
Wonder hefur tileinkað
sér. Það er af þeim brunni
sem hann eys fyrst og
fremst í tónlistarsköpun
sinni, lög hans eru gjarn-
an óður til lífsgleðinnar
og hins fallega, eins og
t.d. lagið Isn’t She Love-
ly. Stundum gætir þó
trega, en hann leiðir yfír-
leitt til jákvæðrar útkomu
á endanum. Þess vegna
þetta tíða bros og þessar
líflegu höfuðsveiflur í
takt við músíkina. Þannig
sér maður hann fyrir sér
að loknum þessum tón-
leikum.
Stevie flutti flest af
sínum þekktustu lögum,
en þau eru mörg og löngu
orðin hluti af sameigin-
legum músíkforða nú-
tímamannanna, hafa
öðlast sjálfstætt líf.
GARÐYRKJUFÉLAG ISLANDS
Félagar G.í.
Laukarnir tilbúnir til afhendingar.
SNURPUVIR
3“, 31A“ og 31/2“ fyrlrliggjandi.
Fjölmörg loðnuskip hafa árum saman verið
með snurpuvírfrá okkur.
Gæðin því alkunn.
Jónsson & Júlíusson
Ægisgötu 10, sími 25430.
í Kaupmannahöfn
F/EST
í BLAÐASÖLUNNI
ÁJÁRNBRAUTA-
STÖÐINNI,
KASTRUPFLUGVELLI
OGÁ RÁÐHÚSTORGI
Það er samkeppni
milli tannlækna
- segir Ragnhildur Helgadóttir heil-
brigðis- og tryggingaráðherra
„ÞAÐ er samkeppni milli tann-
Iækna,“ sagði Ragnhildur
Helgadóttir heilbrigðis- og
tryggingamálaráðherra en í
grein eftir Hörð Bergmann sem
birtist í Morgunblaðinu l.okt. sl.
segir hann að tímabært sé að
koma á samkeppni milli tann-
læknastofa um verð á þjónustu
þeirra.
„Tannlæknafélagið hefur sett sér
taxta sem sumir fara eftir en aðrir
ekki,“ sagði Ragnhildur. „Verðlags-
stofnun ákveður ekki neitt fyrir þá.
Sú gjaldskrá sem ráðuneytið setur
fyrir tannlækna varðar aðeins þá
hópa sem Ttyggingastofnun ríkis-
ins greiðir fyrir.“ Ragnhildur
sagðist vera sammála Herði um að
taka bæri fé úr tannvemdarsjóði
til að vinna að tannvemdun enda
hefði verið veitt tveimur og hálfri
milljón til þessa málaflokks á þessu
ári, en var fímm hundruð þúsund á
síðasta ári. Þá fullyrðir Hörður að
ekki sé neinn tannfræðingur sem
sinni tannvemd hjá hinu opinbera
og sagði Ragnhildur að það væri
ekki rétt. „Það hefur verið ráðinn
tannfræðingur til að vinna að tann-
vemd í skólum og fræða bömin um
hvað hægt er að gera til að halda
tönnunum heilum, auk annars
fræðslustarfs sem tannvemd varð-
ar,“ sagði Ragnhildur.
Að hálfu ráðuneytisins vinnur
Magnús R. Gíslason tannlæknir að
skipulagningu tannvemdar í
samráði við Tannlæknafélag ís-
lands og tannlæknandeild Háskóla
íslands.