Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. OKTÓBER 1986
B 19
Stofnanakeppi
Stofnanakeppni Bridssambands
íslands og Bridsfélags Reykjavíkur
verður spiluð núna í október. Skrán-
ing er þegar hafin hjá Bridssam-
bandi Islands (s: 13350).
Fyrirkomulag verður með sama
sniði og undanfarin tvö ár, þ.e.
Monrad-fyrirkomulag alls 9 um-
ferðir með 8—10 spilum í leik, þijú
kvöld. Fyrirtæki, stofnanir og félög
mega senda ótakmarkaðan fjölda
sveita. Þátttökugjald pr. sveit er
kr. 6.000, en í hverri sveit mega
vera allt að sex spilarar. Spiladagar
verða sem hér segir: 1,—3. umferð
miðvikudaginn 29. október, 4.-6.
umferð laugardaginn 1. nóvember
og 7.-9. umferð þriðjudaginn 4.
nóvember.
Spilað verður í Hreyfílshúsinu
v/Grensásveg og hefst spila-
mennska kl. 19.30 á kvöldin og kl.
13 á laugardeginum. Nv. stofnana-
meistarar eru sveit Ríkisspítala
(karlar), fyrirliði Sigurður B. Þor-
steinsson.
Landsbikarkeppni
Landsbikarkeppnin virðist ætla
að vera vinsæl hjá bridsfélögunum.
Flest (öll) stóru félögin verða með,
en eins og komið hefur fram er
landskeppnin spiluð á spiladögum
félaganna, vikuna 13.—17. október.
Tölvugjöf hefur verið send for-
mönnum allra félaganna, þannig
að þá er það einungis skráningin
sem eftir er, en félögin verða fyrir-
fram að skrá keppendur í næstu
viku (nöfn og nafnnúmer) til að
mæta spilagjafaþörf er að keppni
kemur.
Bridssamband
Reykjavíkur
Reykjavíkurmótið í tvímennings-
keppni verður í nóvember. Undanr-
ásir verða spilaðar í Hreyfíls-húsinu
sem hér segir: 1. umferð fímmtu-
daginn 20. nóvember, 2. umferð
laugardaginn 22. nóvember og 3.
umferð sunnudaginn 23. nóvember.
Úrslitakeppnin verður svo á sama
stað helgina á eftir, laugardaginn
29. nóvember og sunnudaginn 30.
nóvember. (Laugardag, sunnudag
og sunnudagskvöld.)
Vakin er sérstök athygli á
breyttu fyrirkomulagi á tvímenn-
ingskeppinni. í stað þess hefð-
bundna fyrirkomulags sem verið
hefur síðustu árin (og gengið sér
til húðar að mati flestra) þar sem
27 efstu pör úr undanrás auk meist-
ara fyrra árs hafa komist í úrslit,
verður úrslitapörum fækkað niður
í 20 pör og spiluð 5 spil milli para,
alls 95 spil í úrslitakeppninni. Þessi
20 pör verða fundin eftir nýrri að-
ferð. Meistarar síðasta árs eru inni
í myndinni að þessu sinni. Hin 19
pörin koma sem hér segin Eftir
tvær fyrri umferðimar í undanrás,
mynda 24 efstu pörin úrvalshóp og
keppa um 16 sæti í úrslitakepp-
inni. Hin pörin sem lenda í 25.
sæti og neðar eftir tvær fyrri um-
ferðir í undanrásum mynda annan
hóp og keppa um 3 sæti í úrslita-
keppninni. I þeim hópi er heimilt
að hætta keppni eftir tvær um-
ferðir í undanrás, sem þó enginn
skyldi gera, því skor allra para (í
úrvalshópi og áskorendahópi) gildir
tvöfalt í þriðju umferð.
Með þessari breyttu skipan mála
í Reykjavíkurmóti í tvímenningi
1986 er verið að kanna hvort hægt
er að ná fram eftirfarandi:
a) Meiri keppni í undanrás en verið
hefur
b) Gera mótið sjálft þjálla og aðlað-
andi fyrir keppendur
c) Nota þá möguleika sem tölvuút-
reikningur býður uppá
d) Fá bestu spilarana hveiju sinni
í úrslit
e) Og einfaldlega betra mót
Þessar hugmyndir eru hér með
lagðar fram til kynningar, svo og
til staðfestingar á auglýstum spila-
dögum. Skráning fer fram í félög-
unum í Reykjavík og hefst um
næstu mánaðamót. í beinu fram-
haldi má geta þess að Bridssam-
band Reykjavíkur hefur ákveðið að
hrinda af stað Bikarkeppni í vetur
í Reykjavík. Fyrirkomulag yrði með
svipuðu sniði og Bikarkeppni Brids-
sambandsins og keppt verður um
silfurstig. Tímamörk verða rúm
milli umferða enda hugsað sem létt
viðbót við reglulega vetrarspila-
mennsku Reykjavíkurspilara.
Bridsdeild Breið-
f irðingafélagsins
Lokið er tveimur umferðum af
þremur í tvfmenningskeppni hjá
deildinni. Úrslit síðasta kvölds urðu
þessi:
A-riðill
Kristófer Magnússon —
Friðþjófur Einarsson 193
Gunnar Þorkelsson —
Bergsveinn Breiðfjörð 185
Birgir Sigurðsson —
Hjörtur Sigurðsson 183
Magnús Oddsson —
Jón Stefánsson 177
B-riðill
Ásthildur Sigurgíslad. —
Lárus Amórsson 184
Sveinn Sigurgeirsson —
BaldurAmason 183
Öm Scheving —
Steingrímur Steingrímsson 176
Þorleifur Guðbjartsson —
Jóhann Stefánsson 167
C-riðill
Ámi Þorvaldsson —
Sæmundur Amason 185
Ólafur Ingimundarson —
SverrirJónsson 183
Albert Þorsteinsson —
Sigurður Emilsson 180
Sigríður Ingibergsdóttir —
Jóhann Guðlaugsson 175
Heildarstaðan er nú þessi er eitt
kvöld er eftir:
Gunnar Þorkelsson —
Bergsveinn Breiðfjörð 395
Sveinn Sigurgeirsson —
BaldurAmason 379
Albert Þorsteinsson —
Sigurður Emilsson 365
Sigmar Jónsson -
Óskar Þráinsson 358
Ámi Þorvaldsson —
Sæmundur Ámason 358
Kristófer Magnússon —
Friðþjófur Einarsson 354
Ásthildur Sigurgísladóttir —
Láms Amórsson 353
Hreyfill - BSR
Hafín er einmenningskeppni hjá
bílstjómnum, þriggja kvölda, og em
þátttakendur 40.
Staðan eftir fyrstu umferð:
Kristinn Sölvason 116
Sigurður Blöndal 113
Skafti Bjömsson 112
Guðmundur Ólafsson 109
Guðni Guðmundsson 109
Meðalskor 90
Önnur umferð verður spiluð á
mánudaginn kemur kl. 19.30 í
Hreyfílshúsinu, 3. hæð.
Bridsdeild Húnvetn-
ingafélagsins
Sl. miðvikudag hófst fímm
kvölda tvímenningur með þátttöku
28 para. Spilað er í tveimur riðlum
og er staða efstu para þessi eftir
fyrstu umferð:
Guðjón Bragason
— Davlð Bjömsson 183
Þorvaldur Óskarsson
— Karen Vilhjálmsdóttir 181
Ólína Kjartansdóttir
— Elín Bjömsdóttir 169
Snorri Guðmundsson
— Friðjón Guðmundsson 167
Meðalskor 156
Önnur umferð verður spiluð á
miðvikudagskvöld kl. 19.30 í Ford-
húsinu í Skeifunni.
íslandsmót kvenna
og yngri spilara
Skráning í íslandsmót kvenna og
yngri spilara í tvímenningskeppni,
sem spilað verður helgina 25.-26.
október nk., er hafín hjá Bridssam-
bandi íslands. Bæði mótin verða
með Barometer-sniði og ræðst
spilafjöldi af fjölda þátttakenda.
Frestur til að tilkynna þátttöku
rennur út miðvikudaginn 22. októ-
ber og eftir þann tíma geta spilarar
ekki búist við að komast að. Þátt-
tökugjald er kr. 3.000 pr. par.
Bridsfélag
Breiðholts
Að loknum tveimur spilakvöldum
af þremur í hausttvímenningi fé-
lagpins er staða efstu para þessi:
Anton R. Gunnarsson —
Friðjón Þórhallsson 483
Guðmundur Sigursteinsson —.
Sæmundur Jóhannsson 466
Leifur Karlsson —
Sigfús Skúlason 461
Ragnar Ragnarsson —
Stefán Oddsson 458
Baldur Bjartmarsson —
Gunnlaugur Guðijónsson 443
Guðlaugur Sveinsson —
Mag^nús Sverrisson 432
Keppninni lýkur næsta þriðju-
dag. Áthygli spilara skal vakin á
því að þriðjudaginn 14. okt. verður
spilaður landstvímenningur og
verða spilarar að skrá sig hjá Baldri
í síma 78055 eða í síðasta lagi
næsta þriðjudagskvöld. Spilað er í
Gerðubergi kl. 19.30 stundvíslega.
María E. Ingvadóttir
VIÐ TELJUM PAÐ
MIK3Ð HAPP...
f okkar samfélagi eru marglr sem hafa
komist áfram á atorkunnl, ósérhlifnlnnl og
mannkostunum. Elnn slíkur elnstakllngur
er Marfa E. Ingvadóttlr, vlðsklptafræðlngur
og formaður Hvatar, félags
sjálfstæðlskvenna f Reykjavfk.
Við teljum það mikið happ að María gefur nú
kost á sér i stjórnmálabaráttuna.
Marla er traustur málsvari sjálfstæðisstefnunnar.
Viö erum þess fullviss að þekking hennar og
revnsla mun skila sér áþreifanlega i baráttu
Sjálfstæðisfiokksins fyrir bættum lífskjörum.
Því styðjum vlð Marfu í öruggt sætl f
prófkJöri sjálfstæðlsflokkslns i Reykjavfk.
stuðnlngsmenn.
Kosnlngaskrifstofa Maríu er á 3 hæö i
Nýjabióhúsinu við Lækjargötu.
Simar: 12540 - 14494 - 14558