Morgunblaðið - 05.10.1986, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDÁGUR 5. OKTÓBER 1986
Fyrir ári hófst undir-
búningur að viðamikilli
bókasýningu sem og bóka-
og bókasafnsþingi í
Gautaborg, þvi fjölskrúð-
ugasta sem hér hefur
verið haldið. Hugmyndin
var að leiða saman fjóra
aðila: Útgefendur, höf-
unda, bóksala og bóka-
verði, I þeim tilgangi að
þeir bæru saman ráð sín
og reynslu meðal annars
með spurninguna hvernig
helst bókin lifandi leiðar-
ljósi.
Bókasýning og þing það
sem haldið var dagana 21.
til 24. ágúst síðastliðinn
ber að hluta til svarið í
sjálfu sér. Það haft sam-
band við höfunda héðan
og þaðan úr heiminum,
einkum þá sem „selja“.
Höfundarnir eru meðal
þeirra sem halda fyrir-
lestra um verk sín og
ýmis málefni þeim tengd.
I kjölfarið eru umræður,
þar sem bæði lærðir og
leikir hafa möguleika á
að koma með fyrirspurnir
og geta athugasemdir.
&é***ááu*
noruk
Frá bókasýningu.
„Bara hluti af
sannleikanum"
Heyrt og séð á bókaþingi í Gautaborg
Fjögur hundruð og
sjötíu fyrirtæki
Ætli sé ekki öruggara að mæta
á spariskónum, sagði vinkona mín
áður en við lögðum upp til að kynna
okkur sem biaðakonur á hinu mjög
svo vel kynnta og virðulega þingi.
Til enn frekara öryggis tróðum við
þægilegri skónum í skjóðuna, ef ske
kynni að við yrðum sárfættar af
að ramba um hina víðáttumiklu
bókasýningu. Sýningar- og þing-
staðurinn „Svenska Mássan" er
nefnilega engin smásmíði. Þar eru
haldnar hinar ýmsu sýninga allt
árið um kring á þijú þúsund fer-
metra svæði á fýrstu hæð bygging-
arinnar og á efri hæðinni eru
ráðstefnusalimir, vinnuherbergi
blaðamanna og móttaka þinggesta.
Þar gerist margt í senn og raunar
útilokað að ætla sér að fylgjast með
öllu, þó svo maður hafi hlaupaskó
á fótnum. Það er engin tilviljun hve
vel er búið að blaðamönnum í þessu
húsi, hvað snertir ritvélar, síma,
upplýsingaþjónustu og húspláss
fyrir blaðamannafundi. Allar sýn-
ingar, sem og bókasýningar, eru
að sjálfsögðu fyrst og fremst sölu-
sýningar. Sýningaraðilar gera flest
til að kynna sína vöru. Strax á
fyrsta degi bókasýningarinnar vom
á annað hundrað blaðamenn mætt-
ir.
Fyrirtæki sem tóku þátt í sýning-
unni vom 470 talsins, útgefendur
í meirihluta, að kynna nútíma Norð-
urlandabókmenntir og þýddar
heimsbókmenntir. Auglýst var að
áttatíu og þrír höfundar yrðu við-
staddir almenningi til handa að
árita bækur og kynna verk sín.
Meðal höfunda sem tóku þátt í þing-
inu var Bandaríkjamaðurinn Ken
Foliett, sem er meðal mest lesnu
spennubókahöfunda á Vesturlönd-
um í dag. Hann sió fyrst í gegn
með bókinni „The Eye of the
Needle" (1978). Upphaflega mun
hann hafa skrifað undir höfundar-
nafninu „Simon My-les“ og hans
fyrsta bók í spennusagnabransan-
um, „The Big Black", kom út undir
því nafni árið 1974. En „Simon
My-les“ . náði engum meiriháttar
vinsældum. Hins vegar var síðasta
bók Kens Follett, „Lie Down with
Lions", númer eitt á bandaríska
vinsældalistanum seinnihiuta vetrar
1986.
Og faðir Drekans var mættur í
eigin persónu, þ.e.a.s. Lee Falk,
höfundur teiknimyndasögunnar um
Dreka (sem áður var kallaður
Skuggi). Anthony Burgess var
einnig meðal fyrirlesara. Margir
muna eflaust mynd Stanieys
Kubrick „A Clockwork Orange"
sem gerð var eftir samnefndri bók
Burgess. Á síðustu tuttugu og fimm
árum hefur Anthony Burgess sent
frá sér ijörutíu bækur. Hann er
einnig kunnur tónlistarmaður og
tónskáld og byijaði rithöfundarferil
sinn 42 ára að aldri, eftir að lækn-
ar tilkynntu honum að hann væri
haldinn banvænum sjúkdómi. Sein-
ustu bók sína nefnir hann „The
Pianoplayers".
Doris Lessing, sem var gestur
Listahátíðar sl. sumar, var meðal
þátttakenda á ráðstefnunni, en
seinasta bók hennar, „The God
Terrorist", kom út í sænskri þýð-
ingu í haust. Austurríski barna-
bókahöfundurinn Christine
Nöstlinger var einnig mætt. Hún
hefur hlotið ýmsar viðurkenningar
fyrir verk sín, m.a. Nóbelsverðlaun
barnabókmenntanna og H.C. And-
ersen-heiðursmerkið. Hún er án efa
einn mest lesni bama- og unglinga-
bókahöfundurinn í Svíþjóð.
Régine Deforges kom frá Frakk-
landi en bók hennar, „Stúlkan á
bláa hjólinu", hefur hingað til selst
í fimmtán löndum, þar á meðal ís-
landi, þar sem hún kom út í íslenskri
þýðingu 1985. Innan Skandinavíu
telur Régina sig eiga stærstu les-
endahópana í Noregi og Danmörku,
þeim löndum sem voru hemumin á
seinni stríðsámnum. í Frakklandi
einu hefur tríólógía hennar um
seinni stríðsárin selst í sex milljón-
um eintaka og kvikmynd er í
undirbúningi.
I persónulegu viðtali er Régine
spurð að því hveija hún telji ástæð-
una fyrir velgengni sinni.
__ „Nútímaleg Gone with the Wind
(Á hverfanda hveii) með djarfri
kvenhetju, hættulegum, fögrum
karlmanni, stjómmálum, stríði,
harmleikjum, erótík, sögu — já, ein-
faldlega góð saga sem megnar að
hrífa lesendurna," álítur þessi
fimmtíu og eins árs gamla skáld-
kona, sem annars tekur það að
sauma krosssaum fram yfir allt
annað. „Krosssaumurinn var fyrsti
listræni tjáningarmáti kvenna,"
segir Régine Deforges, sem ólst upp
hjá strangtrúuðum nunnum í Suð-
ur-Frakklandi. Hvemig henni tókst
að finna tón sem snerti milljónir
lesendagetur hún ekki útskýrt. Hún
svarar því til að margir, að minnsta
kosti í Frakklandi, séu með slæma
samvisku og síðan lýsir hún því sem
hún sjálf minnist úr stríðinu.
Régina er sjálf bókaútgefandi í
París ásamt elsta syni sínum og
eiginmanni, Pierre Wiazemski. Hún
segist daglega fá 5-10 handrit til
yfirlestrar. Einkum hefur hún
áhuga á að styðja við bakið á yngri
höfundunum. Sjálf hafði hún skrif-
að tug bóka og unnið alls kyns störf
áður en hún sló í gegn með Bláa
hjólinu, en þriðji og síðasti hluti
tríólógíunnar kom út síðastliðið ár.
Hún er enn að borga sektir fyrir
að hafa gefið út klámfengnar gleði-
sögur eftir Aragon árið 1968, í sínu
nýstofnaða forlagi. En helst vill hún
ná að skrifa sjálf eins mikið og
möguiegt er — minnsta kosti 30
skáldsögur í viðbót, segir þessi ung-
lega skáldkona á sextugsaldri,
iðandi af lífí. „Það erfíðasta við að
skrifa er líkamsáreynslan. Ég verð
fljótt þreytt, verð að hvíla mig mik-
ið, verð aum af spennu í kroppnum."
Talandi bækur og
teygjanleg hugtök
Úr einu í annað. Þannig er það
á bókaþingi, svo margt gerist og
er sagt í kringum mann og á neðri
hæðinni „tala verkin". Ég tek mér
góðan tíma til að ráfa um sýningar-
svæðið, ákveð að láta það fyrir
augu berast sem vill. En það eru
ekki bækur sem eru frekastar á
athygli mína til að bytja með. Það
eru alls kyns skilti, myndir, jafnvel
bómullarbolir með áletrun eins og
„Það var nú ekkert grín fyrir Kafka
heldur". Ég fæ bijóstmerki með
mynd af eyra sem er auglýsing frá
nýstofnaðri hljóðbókaútgáfu og á
merkinu stendur: Ekki trufla! Ég
er með bókina í eyranu. — Já, það
er augljóst að hljóðbókin á að ryðja
sér til rúms, hugsa ég, ekki bara
fyrir blinda og sjóndapra, heldur
einnig fyrir þá sem vilja nýta
tímann meðan þeir vaska upp, vinda
úr leppum sínum eða yfírleitt vinna
þau störf sem ekki truflast af góðri
sögu. Útgáfufyrirtækið er að sjálf-
sögðu með auglýsingabækling, eins
konar leiðbeiningar um það hvemig
njóta megi góðra bókmennta á ferð
og flugi, og auðvitað í biðröðunum
— hvað sem er.
Það sem kemur mér næst mest
á óvart á sýningunni er allur sá
töivubúnaður sem kynntur er og
það sem kemur mér mest á óvart
er að sjá sýningarbás með skóm
mitt í öllu saman. Hvað hafa skór
með bækur að gera?
Sænskumælandi Finni varð fyrir
svörum, sagði að skósmiðurinn í
fyrirtækinu léti sér meira annt um
þá sem skrifuðu bækurnar en bæk-
umar sjálfar og þá einkum um
fætur höfundanna. Þar sem ég sá
að skómir sem verið var að kynna
voru þægindaskór fremur en tísku-
skór, tók ég skýringuna góða og
gilda. Skógerðarmaðurinn ÓIi Wa-
age kraup fyrir framan viðskiptavin
meðan á samtalinu stóð og áður
en ég kveð átta ég mig á því að
þar er Islendingur á ferð, sonur
Steinars Waage, skósmíðameistara,
að kynna fyrirtæki sitt, „01e-Skor“.
„Yfírleitt er ég kallaður Óli skór,“
sagði svo íslendingurinn sem lét sig
hafa það að kynna skó á bókasýn-
ingu.
Ég held áfram rambi mínu og
tek að furða mig á því hvað bækur
em í rauninni yfírlætislaus vara í
sjálfu sér. Mitt í öllu auglýsingadót-
inu í básunum liggja þær hjálpar-
vana og umkomulausar. Eins og
bækur geta verið fullar af lífí séu
þær Iesnar. Án efa er það persónu-