Alþýðublaðið - 09.03.1932, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.03.1932, Blaðsíða 4
4 •TftÞVBOafcftÐfB Á þessum tveimur útgáfuárum hafa félagsmenn, er verið hafa frá stofnun þess, fengið 27 króna ^pirði í hókum fyrir 20 krónur eða með öðrum orðum grætt meira en tvo þriðju hluta af ársgjaldi á því að vera í félaginu, miðað við það að kaupa bækurnar hjá bók- sölum. Á sama hátt hafa þeir, sem verið hafa að eins síðara árið félagar, grætt meiria en þriðjung ársgjalds á þessu eina ári með því að fá Almanak alþýðu 1930 í kaupbæti auk þess að eiga fyrir bragðið Almanak alþyðu frá upp- hafi, en það getur vafalaust orðið fémæt eign, þegar fram líða stundir, því að mörgum þykir gaman að því að eiga slík safnrit í heild. Til þess að greiða fyrir því hefir félagið ákveðið, að nýir félagar . skuli enn eiga kost á þessu, þannig, að þeir fái tvo fyrstu árganga Almamksins ó- keypis, mn leið og þeir greiöa ársgjaldið 1932. Eins og sjá má af félaga- skránni, sem nú er prentuð aft- an til í Almanakinu, hefir fé- lagatalan aukist á þessu ári um nokkuð á níunda tug. Meðfram vegna þess hefir félagið treysí sér til að gefa út talsvert meira að arkafjölda en í fyrra, en að nokkru stafar það af því, að fé- lagið komst að góðum kjörum um útgáfuna á Jimmie Higgins, og kemur það nú félagsmönnum til góða á þann hátt, að þeir fá nú töluvert meira fyrir peninga sína en síðast. Ef reiknað er með tilliti til þess, að Almanakiið er leturdrýgra en hinar hækurmar, má telja, að félagar liafi árið 1930 fengið rúmar 38 arkir með sama lesmáli og er á „Brotið land“ eða „Jimmie Higgins", en árið 1931 rúmlega 50 arkir, og má það kallast mikil aukning á útgáfunni. Því miður sér félagið ekki fram á, að hægt verði að halda útgáf- lunni í tilsvarandi liorfi árið 1932, nema félagatalan vaxi enn að mun. Heitir því félagiö á félags- mennina að duga nú sem bezt að því að efla félagið með því aö hvetja nýja menn til að ganga í það. Ætti ekki að teljast nein frekja að ætlast til þess hjá’þjóö, sem hefir annað eins bókamanna- orð á sér og Islendingar, að í slíku félagi sem þessu væru ekki minna en 1000 félagar, enda myndu menn þá fá hjá því ódýr- ari bækur á íslenzku en nokkurs staðar annars staðar. Bókmentafélag jainaoaTmanna hefir valið sér það verksvið að bæta vandfylt skarð í bókmenta- starfsemi íslenzku þjóðarinnar, því að mjög trúlegt er, að bækur á því sviði, sem það starfar á, kæmu alls ekki út að öðrum kosti. Með því að styðja það og efla vinna menn því beint að því aö gera andlega menningu þjóðar- innar meiri og auðugri og þjóð- ina sjálfa hluttakanda í nýjum og gagnlegum menningar\'erö- mætum. Á árinu 1932 hefir þegar verið ráðið, að félagið gefi út auk Al- manaksins nýtt sagnfræðirit ís- lenzkt, er snerti mjög kjör vexka- fólks hér á landi á fyrri öldum. Enn fremur er gert ráð fyrir þriðju bókinni á því ári, en ekki er enn afráðið, hver hún verður.“ Pað er mjög eðlilegt, að félagið eigi örðugt uppdráttar, meðan fé- lagar þess eru ekki fleiri en enn þá er. Það ætti líka að vera aug- Ijóst af því, sem hér hefir verið sagt, að félagið verðskuldar efl- ingu og stuðning, og hann ætti líka að vera auðfenginn — bæði með því, að áhugamenn um bók- mentir gengju í félagið, og eins, að hið opinbera veitti þessu mentafyrirtæki alþýðu sæmilegan styrk. Það hefir áreiðanlega styrkt margt, sem ekki er rétt- bornara til þesis. Alpingi. í gær voru frumvörp Jóns Bald- vinssonar um styttingu á vinnu- tíma sendisveina og um forkaups- rétt kaupstaða og kauptúna á hafnarmannvirkjum og lóðum bæði afgreidd til 3. umræðu í (e'íri déild. Einnig afgreiddi neðri deild til efri deildar frv. Vii- mundar Jónssonar um Ljós- mæðra- og hjúkrunarkvennia-skóla íslands. Par hófst 2. umr. um frv. Vilmundar um viktun síldar, svo sem nánar segir í annari grein. ¥alt ei' að treysta „Mogga“. Valt er að treysta „Mogga“„ Það fókk Jón Auðun að reyna i gær. Hann bar það fram á al- þingi, að Vilmundur Jónsson landlæknir hefði fleiri launuð störf hjá ríkinu en fyrirrennari hans. Jón hélt víst, að það væri satt, af því að það hefir staðið í „Mogga“. En það upplýstist þá, að óður en Vilmundur tók við landlæknisembættinu höfðu fylgt því þrjú launuð störf. Af þeim hafði hann afsalað sér einu (for- stöðu Ijósmæðraskólans) og flutt frumvarp á alþingi um, að svo verði framvegis. Og sjálfur hafði hann iækkað launin við annað af þeim, sem eftir voru, í samræmi við lækkun dýrtíðaruppbótarinn- ar. Svona fór ■ fyrir Jóni Auðuni af því að hann trúði „Mogga“. HOfnin. Pýzkur togari kom hingað í gær. Tveir norskir línu- veiðarar eru hér að losa fisk. Franskur togari kom í gær að taka fiskilóðs 'handa sér og öðr- um togara. Geir kom frá Eng- landi í nótt. Franskur togari er á leið hingað. Nokkur orð til guðsbarnanna á Njálsgötu 1. Jesú sagði dærnið ekki, svo þið veiðið ekki dæmdir: sakfellið ekki svo þið verðið ekki sakfeldir. Með þessum orðum áminnir hann oss um að dæma ekki meðbræður vora né systur, því það er hans en ekki mannanna. En það lítur ekkt út fyrir að allir muni eftir þessu ef marka má af guðs börn- unum á Njálsgötu 1. Það er sorg- legt til þess að vita að fólk sern telur sig guðs börn, frelsað fyrir náð hins mikla rneistara Jesú frá Nasaret skuli vera fult af dómsýki um aðra meðbræður sína og syst- ur, það er i alla staði á móti guðs orði að gera þetta, og guð vill að aliir komist til þekkingar á sannleikanum og vissulega erum við öll guðsbörn en ekki djöfuls- ins, kærleiki guðs og miskunsemi nær til vor allra. Engin taki orð mín svo, að ég álíti alla jafngóð börn, það tr nú þvi miður ekki, en það er ekki okkar að dæma hveijir eru beztir, við vitum það öil að ekki eru öll börn jafn góð börn, En engu síöur eru þau börn sinna foreldra fyrir þvi, og ekkert foreldri útskúfar barni sínu þó þvi verði eitthvað á, en reyna heldur að teiða það á rétta braut og þannig fer guð að. Og allir hafa einhverjar dygðir tíl að bera. Hjá surnum eru þær áberandi en öðr- um ekki; rödd guðs hljómar í hverri sál. Það er nú siður, en svo ég sé aé halda á móti þvi að sumir geti frelsast í Jesú, öðr- um fremur, en það verður að sjást annars verður því ekki trúað. Á samkomu á Njálsgötu 1 núna nýlega, reis kona upp úr sæti sínu og vitnaði um frelsið í Jesú. Hún talaði samt aðallega um djöfuiinn. Margir brostu undir vitnisburði hennar. Reiddist þá guðslambið og sagði: þér hlægið þegar faðir yður er nefndur. Þeir sem svona tala eru ekki frelsaðir Guðs andi hefur ekki sérstaklega bústað í sálum þeirra. Mig skal ekki furða þó fólk hneykslist á þeirra heimsku og illgirni sem kemur fram í svona dömum um ineðbræðrur sína og systur og þ ð er alveg vist nð enginn verður leiddur nær Jesú en hann er nú með þessari að- ferð. Þessar samkomur á Njáls- götu 1 eru langtum nær að vera ókristilegar en kristilegar og ég er viss um það að forstöðumenn þeirra gerðu guði þægt verk að leggja þær alveg niður. En ef þeir atla að halda þeim áfram þá að endingu nokkur heilræði; safnið öllum saman í náðarfaðm Jesú Krists en vísið engum til djöfuls- ins, náðarfaðmur hans stendur okkur öJlum opinn. Biðjið ekki heimskulegar bænir í Jesú nafni, til dæmis um brauð handa þeim svanga eða föt handa þeim klæða- litlu, guð hefur ætlast til að við sæum um þetta siálf, að við eigum ekki að lifa einungis fyrir sjálfa kkur heldur eirnig fyiir eðra Sýnið trú yðar í orðum og gerð- um þá mun yður takast að vinna eitthvað fyrir málef.-d Kr sts, þegar þér hafið fært yði.r þessar bend- ingar í nyt þó ófullkomnar séu tekst af yður ómakið að kalla á lögregluna. Jón Guðm. Jónsson. Café Mine&i«>3oirg« Matsveina- og veitingaþjóna-fé- lagið lætur þess getið, að með- limir þess hafi stöðvað vinnu í Café Minni-Borg, vegna van- greiðslu á vinnulaunum til starís- fólksins, og framferðis veitinga- mannsins, Erlendar Erlendssoniar, gagnvart þvL Væntir því félagsstjórnin, að fé- lagsbundið fólk og aðrir fari ekki til vinnu í vieitiingahúsinu þar til kaupið hefir verið greitt og ann- að lagfært, sem valdið hefir vinnustöðvun þessari. Félagar! Vinnið ckki á þeian stöðum, þar sem félagar ykkar eru beittir misréttii. Styðjið pá í barátturml Om d&gfiitm og vegjiam ÍPAKA í kvöld kl. 8V2. Mætið stundvíslega. Mjólkursalar kærðir. NýJega hefir heilbrigócisfullitrú- inn (Ágúst Jósefsson), kært sex mjólkursala fyrir að hafa sélt í búðum sínum nýmjólk, sem var undir því fitulágmarki, sem til- skilið er í reglugjörð um mjó'lk- 'ursölu í Reykjavík, en það er 30/0. Mjólkursalar þessir hafa a'lir ver- íð sektaðir um 50 kr. hver. Matsveina og veitingaþjónafélag í lands heldur framhaldsaðalfund aöra nótt kl. 12 á miðnætti í Uppsöl- um. Aðaifundur H. í. P. verður á sunnudaginn kemur kl. 2 e. h. í K.-R.-húsinu (uppi). Nœturlœknir er í nótt Óskar | Þórðarson, Öldugötu 17,uppi, sími 2235. Milliferðaskipin. Brúarfosis fór austur uin land í gær. Otvarpið. í kvöld: Kl. 16,10: Veðurfregnir. Kl. 18,15: Háskóla- fyrirlesíur (Ág. H. Bjarnason). KI. 19,05: Þýzka, 1. flokkur. Kl. 19,Q0: Veðurfregnir. Kl. 19,35: Enska, 1. flokkur. Kl. 20: Erindi: Frá út- löndum (séra Sig. Einarsson). KL 20,30: Fréttir. Kl. 21: Tónleikar (Útvarpskvartettinn). Sönigvél. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur Friðrikssotii. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.