Alþýðublaðið - 10.03.1932, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.03.1932, Blaðsíða 3
«fcpV»UBfe«ÐTÐ 3 skifti, sem rökin hafa snúist vi'ö í munni Jóns Ólafssonar. — Frv. var afgreitt til 3. mnræðu með 13 atkvæðurn gegn 9, en nokkrir deildarmenn voru fjar- staddir. Sú breyting var þó á pví gerð, að tillögu meiri hluta sjáv- arútvegsnefndar, en gegn atkvæö- um Alþýðuflokksfulltrúanna, að sektir fyrir brot gegn lögunum voru lækkaðar um helming frá því, sem Vilmundur hafði farið fram á. Nafnakall fór fram þegar aðálgrein frv. var samþykt. Greiddu íhaldsflokksmennirnir all- ir atkv. gegn henni og ásamt þeim Hannes. á Hvammstanga og Halldór Stef., en aðrir deildar- menn með henni. Sterlingspundið. Lundúnum 9./3. Mótt. 10./3. UP.-FB. Þótt milril kaup á ster- lingspundum færi fram í gær varð þess þó vart, að áhugino fyrir kaupum í gróðaskyni væri dvínandi. Gengi sterlingspunds komst upp í 3,77 dollara, en hrapaði brátt aftur í 3,70 dollara. — Eftirspurn eftir sovereigns má beita búin; verðið, sem var í gær 26 shillings, lækkaði enn í dag í 25 shillings. Lundúnmn, 10. marz: Gengi sterlingspunds miðað vi'ð dollar 3,741/2 er viðskifti hófust, en 3,693/4, er viðsikiftum lauk. New Yoxk, 10. marz: Gengi ster- lingspunds 3,70 dollara, er við- sikifti hófust, en 3,683,4, er við- isikiftum lauk. HlaðatU togarann. Njörður kom af ísfiskveiðum í gær með fullfermí í lest og tölu- vert á þilfari, sem hann hafði fiskað í Jökuldjúpinu, mest síð- ustu dagania. Hann fékk alt af 4—5 poka í togi eftir stuttan tíma. Hann fór til Englands í gær með aflann. Hannes Ráðherra, sem er nýfarinn á saltfiskveiðiar hafði legið með fult dekkið frá kl. 10 f. h. til kl. 5 e. h. Gulltoppur hafði líka orðið að hætta að toga eftir að hafa fengið 14 poka í einu togi, og Belgaum kom inn í morgun drekkhlaðinn, eftir p daga. Seldi hann þorskinn hér við bryggju á 5 aura pundið og 20 þorsika á 6 krónur, og mun þetta vera í iyrsta sinn sem Reyk- víkingar hafia átt kost á að kaupa fisk úr íslenzkum togara. Max Pemberton kom af veibum í 'gær- kveldi, hlaðinn afla; fór áleáðis tiil Englands í nótt. Franskur tog- ari kom í gær, og hafði hann fiskað 170 smál. á stuttum tíma. Hvenær skyldu ráðamenn útgerð- arxnnar álítia að það borgi sig að gera út, ef ekki í svona upp- gripum? Menn stynja undan at- vinnuleysinu og bjargarskorti í landi, en tækin fást ekki til þess að hægt sé að afla þessara verð- mæta, af því þiau eru ekki keypt í því augnamiði að framfleyta fjöldanum, heldur til þess að safna auði á fáar hendur. Leikhúsið. Helge Krog: Áfritið. Þetta er þrýðilega saiminn smá- ldkur eftir norskan höiund. Það er dálítil rannsókn á kvenmanni, sem er ástfanginn alment og yfir höfuð. Ást hennar er nokkurs konar fljótandi, óhlutrænn eigin- leiki, sem á erfitt að semja sig að nakkrum hugsanlegum siðum; — hún er bara skotin í „öllum“, svo þannig er þetta í rauninni sorgarlieilíur. En hann er ákaf- lega hlægilegur. Það er frámuna- lega skoplegt, að stúlkan skuli vera svona mikið ástfangin, og um leið ákaflega leiðinlegt, að hana skuli vanta þá farisælu gáfu að geta gert sér grdn fyrir af hverjmxi hún sé ástfangin. Maðm’ fer ósjálfrátt að leita í hug sér að einhverjum ráðum til þess að hjálpa stúlkunrá; — væri ekki heppilegra að hún skildi við manninn og færi í fiskvixmu, —- eða ætti hún að giftast sjóræn- ingja? Sem sagt, það var erfitt að komast hjá því að láta sig varða hlutskifti kvenmiannsins og elskhuga hennar þriggja meðaxx á þessu stóð, og ástæðan var sú, að maður gleymdi sem snöggvast, að hér væri veriö að leika, en síík æfintýri eru sjaldgæf í Iðnó. Svona vel er þá hægt að leika hér eftir alt saman! Ég man t. d. aldrei eftir að hafa séð Brynjólf jafn-óþvingaðan í hieyfingum á lieiksviðinu, og Mnn marglyndj Indriði var hé!r í isínu bezta gengi, — að ógleymdri ungfrú Arndísi, sem fékk mann blátt áfram til að fara í alvöru að leita sam- bærilegra dæma úr eigin reymslu — og þykjast finna þau. Það verðux ekki sagt um þenn- an leik, að hann sé dramla í ífullri stærð, en hann er miklu fróðlegri en margt, senx meira er fyrir- ferðar, og samansettur með" lið- ugu handbragði, og honum voru sem sagt gerð mjög sæmileg skil bæði frá leikenda hálfu og leik- stjórans. William Heinesen: Ranafeli Þetta leikrit er dns og það væri eftir íslending. Það gerist svo mikið í því, að efnið væri nóg í mörg leikrit og kanski nokkrar doktorsritgerðir, ef vel væri á haldið, — og það engu síður, þótt álitlegur hundraðshluti tilsvaranna væri strikaður út Höf- undinum hefir að eins láðst að ávinna sér vald yfir þeim vinnu- brögðum í sjónleikasmíð, er fela í sér þá þýðingarmiklu tegund áhrifsmeðala, sem verja áhorfand- ann fyrir hinum dularfulla mætti svefnsins. Þessi vinnubrögð eiga ekkert skylt við þau undantekn- ! ingarfyrirbrigði úr miamxlegu lífi, sem viðvaningum er tamast ab álíta nauðsynlegust til að skapa ] drama. Þrátt fyrir þetta er íeikur- xnn ekki með öllu ógáfulegur; jxótt stígandin sé ekki að sama skapi leiksviðshæf sem atburðiitrn- ir eru stórkostlegir, og að minsta kosti þrjú geróskyld leikritsefn/i dragi áhuga áhorfandans hvert frá öðru í þessum stutta tvíþátt- ungi, þá hvílir þó ákveðinn blær, ákveðin örlagakend, ef svo mætti segja, yfir leiknum, — skyldi höf- xmdurinxi ekki vera ljóðskáld? Þessi stemning liggur meðal ann- ars í hinu kaldia, snauða leiksviði, en einkanlega er hún saman dreg- in í hið ömurlega gervi Ólafar, sem frú Ingibjörg Steinsdóttir lék nneð mikilli ábyi*gðartilfinningu, og sýndi um leið, enda þótt hún virðiát hafa nokkra tillxnei'gingu til „yfirleiks“, að hún býr yfir athyglisverðri gáfu, sem Leikfé- lagið ætti að sjá við hana eóns og verðugt væri næst, þegar það fer á stúfana með stykki, sem gefur verulegt tilefnj til vandaðs leiks. H. K. L. Öðnæoia með lðprealuna. Það geiar verið óheppi- iegt að eiga heima par í nánd sem pjófnaður er framinn. Atriði málsins eru þessi: Á þriðjudagsmiorguninn kl. 5—6 voru teknax 3 myndir frá Ólafi Magnússyni ljósmyndara, Templ- arasundi 3. íbúar í húsinu, sem hljóta að vera mjög árvakrir, köll- uðu á lögregluna. Eftir lauslega rannsó,kn á staðn- um komst okkar ágæti Sherlock Holmies að þeirri sjálfsögðu nið- urstöðu, að þýfið myndi vera í einhverju húsi ekki langt frá Templarasundi. Og af þessum sökum fór fram nákvæm húsrannsókn á öllum eða flestum heimilum í nánd, en þó sérstaklega hjá þeitn, sem talið var að befðu áhuga fyrir bstum. — Eða að minsta kosti verð ég að álíta, að svo hafi verið, þar sem ég varð einn af þeim óheppnu, sem féll í klær lögreglunnar sem grunaður. Maður getur varla á- litið að það hafi verið vegna þess J að ég er danskur; skyldi það ekki hafa verið fyrst og fremst vegna þess að ég fæst nokkuð við liti; ég er nefnilega málari Kl. 2 e. h. á þriðjudaginn kom lögregluþjónn inn í verkstæði xnitt á Suðurgötu 3 og bað mig kurtelslega að fylgja sér á lög- reglustöðiria til að tala við yfir- lögregluþjóninn. — Ég gerði það, og var ég yfirheyrður á löglegan hátt, og hlustuðu tvö vitni á fram- burð minn. Ég var spurður að því, hvenær ég hefði háttað og hvenær ég hefði klætt mdg, og svaraði ég því: „Klukkan átta um kvöldið og klukkan 9 um nxorg- uninn“. — Þetta fanst lögreglunni þó ekki nauðsynlegt að spyrja konu mína um, þegar við komuiM aftur heim til mín, fjórir að tölu, þrír lögregluþjónar og ég — hinn grunaði þjófur. Áttu þeir að fram- kvæma húsrannsókn hjá mér. Ég vxl þó geta þess hér, að yfirlög- regluþjónninn hafði gefið lög- regluþjónunum skipun urn að láta ekki bera mifciö á sér, er þeir færu inn á heimili nxitt. En þessu var ©kki framfylgt. Þegar við komum heim var konan mín alls ekki yfirheyrð, en undir eins hyrjað á því að rannsiaka húsa- kynni mín. Auðvitað fundust þessi dýr- mætu listaverk alls ekki hjá mér — og skildu lcg egluþjónarnir því við mig með kveðju og kurteisi. En er það sjálfsagt, að menn þoli slíka framkomu og þessa mótmælalaust. Lögreglan hafði ekkert tilefni til að fremja hús- rannsókn hjá mér. Ég álít að menn eigi ekki að þola slíkt mótnxælalaust. Henry Nielsen, stafamálari, Suðurgötu 3. Drotíinsvik í Berlín. í morgun voru þrír lögreglu- nienn í Bedín handteknir vegna þess, að þeir eru grunaðir um, að hafa gefið þýzku Naz-istunum uþjjíjýsingar um vopnabirgðir lög- reglunnar, en Nazistar hyggja eins og kunnugt er til byltingar. Aipingi. Svo sem nrjnar er sagt í annari grein var í gær frv. Vilm. Jóns- sonar um viktun síldar afgreitt txl 3. umræðusí n. d. í jsömu deild var frv. Jónasar Þorbergssonar og Vilmundar um rafmagnsverð og rafmagnstæki og eftirlit með raf- orkuvirkjum, sem nýlega hefir verið skýrt nánar frá hér í biað'- inu (endurbætur og viðaiikar við lög um raforkuvirki), afgreitt til 2. tunr. og allsherjarnefndar. Frv. um innflutningsbann á kartöflum fór til 2. timræðu. Frv. um iÖnaðarnefndir á alþingi var afgreitt til efri deildar. Efri deild afgreiddi brúarlaga- frv. til neðri deildar. Bergur Jónsson og Magnús Guðmundsson flytja frumvarp uxn, að „Dreka“-félaginu, sem veitt hefir verið hvalueidasérleyf- id, xneð því skilyrði, að það liafi' íslenzk skip til Yeiðanna, verði leyft að hafa þrjú erlend skip þetta ár og næsta ár. Svo sem kunnugt er, hefir félag þetta ekki byrjað á neinurn hvalveáðum enn, þrátt fyrir 'veiðileyfið. Meiri hluti f járhagsnefndar n. d. flytur að ósk fjármáiaráðherra

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.