Alþýðublaðið - 11.03.1932, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 11.03.1932, Blaðsíða 4
4 S’fePf kæfilegu skatta- og tolla-byrði. Það er lífsvörn íslenzkrar alpý'ðu. a'ð hún láti pað ekki viðgangast að fáir einstaklingar lifi í lúxus og býlífi á kostnað hennar. Enda ætti þing og stjórn að sjá sóma jsinn í pví að sjúga ekki blóðpen- inga út úr fátækri alpýðu með ranglátri tollalöggjöf meðan nokkrir einstaklingar sitja uppi með rnestan hluta pess auðs, sem starfsorka vinnustéttanna hefir skapað á liðnum árum,. Á yfirstandandi harðindatímum krefjast alpjóðarhagsmunir pess, að sú löggjöf ríki, sem jafnar úr pjóðarauðnum, svo að engiinn purfi að svelta, sízt af öllu vinnu- fús alpýða, sem enga ábyrgð ber á afleiðingum rangláts og ger- spilts atvinnuskipulags. Alpýðtan krefst pess, að tekið uerði frá peim, sem eitthvað eiga, til pess að forðast pjóðarsult, en hœtt að rœmi pá, sem ekkei't eiga. 10.—2. ’32. Á. Á. Síðan greinin Einkasiala á bif- reiðum var skrifuð, hefir alpingi komið saman. Það fyrsta, sem frá pví heyrist, er boðsikapur rík- festjórnarinnar til pjóðarinnar um nýja nefskatta og neyzlutolla, svo að ekki mun blása byrlega fyrir réttlætinu í skattamálunum á pessu pingi. Á. Á. Aukaverk presta. Rangt var skýrt frá hér í blað- rnu í fyrra dag um póknun sókn- arpresta fyrir aukaverk, pví fyrir prem vikum kom út ný gjaldskrá, og ber prestum samkvæmt iienni pessi borgun: Fyrir skírn 5 kr., fyrir fermingu með undirbúningj 18 kr., fyrir hjónavígslu 12 kr., fyrir greftrun 8 kr. fyrir vottorð í embættisnafni 1 kr. Lífsvottorð, er prestur gefur vegna me'ölags- greiðslu barna og fjárhagsvoítorð fátækra manna kosta ekki neitt. í pessu gjaldi er ekki innáfalin xæða við jarðarför eða hjóna- vígslu. Fyrir pað á prestur að fá „sómasamlega borgun“ eftir á- stæðum hlutaðeigenda, eins og tíðkast hefir.“ Fjárlög Breta. Lundúnum, 10. marz. UP.-FB, Stanley Baldwin ráðhen'a hefir tilkynt í ne'ðri málstofunni, að fjárlagafrumvarpið verði laigt fyrir pingið 16. april. Alment er fagnað yfir forvaxta- lækkuninni, en við henni höfðu menn búiist áð undanförnu. Til- gangurinn með henni er aðallega að draga úr hinu rnikla aöstreymi erlends fjár, sem af hefir leitt hina miklu verðhækkun sterlings- punds undanfarna tvo daga. — Sumir fjármálamerin búast vfö, að forvaxtalækkunin sé undanfari verðfestingar sterlingspunds. Gera peir ráð fyrir, að eftir verðfest- inguna verði geng'i pess 3,70 miið- að við dollar. Hinir lágu vextir eru taldir nauðsynlegir til pess girða fyrir óeölileg kaup og söiu á steriingspundum, Barátta Indverja gega Bretum. Bornbay. UP.—FB. Raráttan fyrir pví, að indverj- ar kaupi ekki bnezkar afurðir, sem hafin var á ný fyrir nokkra, hefir fyrirsjáanliega pau áhrif, að rík- istekjurnar munu enn rýrna, og pað er einnig fyrirsjáanlegt, að • brezki baðmullariðnaðurinin mun verða fyrir nýjum áföllum, og vafalaust einnig fleiri iðngreinir í Bretlandi. — Með samtoomulagi Gandhi og Irwín i marz í fyrra var fyrri mótspyrnutilraumnni gegn Bretum hætt, En innflutn- ingar jukust ekki frá Bretlandi pann tíma, sem samkomulagið var í gildi. Það má vafalaust rekja að nokkrii lieyti til kreppunnar í Indlandi, en hitt dylst engum, að prátt fyrir samikomxdagið hélt all- ur porri pjó'öemissinna upptekn- um hætti og keypti ekki brezkar vörur. Árið 1930, pegar baráttan' gegn brezkum vörum var háð, var fiutt inn í landið af brezkum baðmullardúkum (til nóvember- loka) 631 000 000 ferh. yardis, en á sama tíma 1929, en pá voru sanftökin um að kaupa ekki brezkar baðmullarvörur, ekki byrj- uð, 1 161000 000 ferh. yards. Hins vegar nam innflutningurinn á sama tíma 1931, pegar samkoimu- Jagið fyrrnefnda var í gildi, 477 000 000 ferh. yards. Svipaða sögu er að segja um ihnflutning á baðmullargarni. — Til nóvern- berloka Í92S var flutt inn í lalnd- i'ð frá Bretlandi 178 000 smál. af stálpynnum, en 110 000 smál. á sama tíma 1930, en að eins 57 000 smál. á sarna tíma 1931. Indland fór að dæmi Bretlands og hvarf frá gullinnlausn, Ver'ð á innflutningsvörum aninara pjóða hefir pví aukist um 20—25<>/o, en samt hefir innflutningur frá Bret- landi rýrnaö mieira en frá öðrum’ löndum, — Þrátt fyrir pað, að baráttan fyrir pví að Indverjar kaupi ekki brezkar vörur, hafi ekki náð tilgangi sínum nema að nokkra leyti, er búist viö að mn- flutningur fari enn minkandi vegna pess, að hagur allrar al- pýðu manna, ekki sízt bænda, er næsta bágborinn, Togamrnir. Gulltoppur kom af veiðum i gær fullíermdur, Bel- gaum fór til Englands í gær. Baldur, Skaliagrimur og Óliafur komu allir úr vetrartegu í morg- un, og er verið að búa pá út á veiöar. Spánskur togari fór lié'ðian í morgun. Um sl®|iiaii ©g wegiiisi Guðm. G. ffagalía fór heimleiðis með Dettifossi í gærkveldi. Clarté heldur fund í kvöld kl. S1/^ að Hótel Borg. Slremtifuiid heldur A. S. V. I K.-R.-húsinu annað kvöld kl. 8V2. Þar flytur m. a. Aðalbjörg Sigurðardóttir erindi, er hún nefnir „Maður og kona“. Sjá auglýsingu! SSðferðispostularalr heitir bráðskemtileg pýzk kvik- mynd, sem Gamla Bíó sýnir í 'fyrsta sinn í kvöld. Aðalhlutverk- ið leikur Felix Bressart, sá hinn sami, er lék a'ðialhlutverkið í „Einkaritara bankastjóran:s“. Dómur er nú fallinn í máli isleifs Briemi. Er hann dæmdur í priggja mánaða fangelsi við venjulegt fangaviðurværi og 4000 krónia sekt og 2160 kr. aukagjald í rík- issjóð. Greiðist petta iinnan 30 daga, en 95 daga einfalt fangelsi feomi í staðinn, ef eigi er greitt. Afmaeli ípróttafélags Reykjavíkur. í dag er flaggað á öllum op- inberum byggingum vegna af- mælis Ipróttafélags 'Reykjavíkur. Gunnar Benediktsson endurtekur enn erindi sitt um Njálsgötu 1 og Krikjustræti 16 á sunnudaginn kl, 2 í Varðiarhús- inu. Harmagrátur útgerðarmanus. Moggi filytur í dag harmiagrát eins útgerðarmanns yfir pví, að togarakaupið skuli ekki hafa feng- ist lækkað. Þeir útgerðarmenn ættu heldur að snúa sér að pvi ao. koma skipulagi á saltfisksöl- una, og láta ekki Kveldúlf og Allianoe og umboðsisölu p-eirra lækka verðið ofan í piað, sem ó- fært er. Ártoók Merkúrs. Fyrir nokkru kom fyrsta árbók félagsins út. — Hefir Merkúr ver- ið starfandi um 18 ára sfceið að málmn verzlunarmanna bæjarins og hefir orðið töluvert ágegnt. Er j í árbófcinni skýrt frá hinum ýrnsu málum, sem félagið hefir unnið að, og er pað mikils vert fyrir fé- lagsmenn, eldri sem yngri, að lesa árbókina 0g sjá hvernig unn- ið hefir verið að málmn peiirra. ■— 1 bókinni er sérstök grein um Sendisveinadeildiha. Hiafa nokkrar villur slæðst par í viðvíkjandi stjórn deildarinnar. Er Adolf Björnsison talinn í stjórn í stað Einars Gíslasoniar (Adolf er fyrsti Varamaður í stjórninni) og Björn er Þorgrímsson en ekki Björns- son. — Ættu sendisveinar að hjálpa til að seiia bókina, sem Höfum ávalt fyrirliggjandi beztu tegund steamnkola. kostar eina krónu, og ættu peir að snúa sér hið fyrsta til skrif- stofu félagsins, Lækjargötu 2. Sendisvemninn. Nœturlœknir er í nótt Kristinfl Bjarnarson, Stýrimannastíg 7, sími 1604. Otvarpið í'dag: Kl. 16,10: Veð- urfregnir. KI. 19,05: Þýzka, L flokkur. Kl. 19,30: Veðuríregnir. Kl. 19,35: Eniska, 1. flokkur. Kl. 20: Fréttir, Kl. 20,30: Umræ'ður um blaðadeilur, II. (Jónas Þor- bergsson, útvarpsstjóri, séra Árni Sigurðísson, Ólafur Friðriksson, ritstjóri). Söngvél: Söngplötur. Gengið í dag: Sterlinigspund kr. 22,15 Dollar — 6,06 Ríkismörk — 144,54 Dansikar kr. — 121,97 Norskar kr. — 120,75 Sænskar kr. — 122,58 íslenzka krónan er í dag 61,68 gullaurum. Hljómsveit Hótel tslands og priggja manna jazz skilar á danz- leik æskunnar á sunnudaginn.. Sjá nánar í aug.1! S. Lmuveiðammir Alden og Gunn- ar Ólafsson fcomu af veiðum í gær, báðir hlaðnir afla. Tvedr norskir línuveiðarar, sem losað höfðu afla sinn í Selfoss, fóru á veiðar í gær. Límuveiðarinn Papey feom frá Hafnarfirði í morgun að leita sér viðg'erðar, Fisktökuskip,- Kongshavn, kom í gær með sement til Hallgríms Beniediktsisonar. Fisktökuskipið Agga fór vestur á Isafjörð. Yfirlýsmg frá Oddi Sigurgeirs- sijni á Skaganum. Ég vildi allra mildilegast gera heyrinkunmugt, að ég, siem í mörg ár réri hjá Einari í Görðum og dró engu sið- ur en duglegustu fiskimenm í pá daga; en vegna pess, að ég var álitinn af fína fólkinu fábjánii, var pað notað til að arðræna mig og svifta kosningarétti, vdð að Einar fékk 100 krónur hjá Halldóri Daiíítelssyni sem meðgjöf. Guð- jmundur í Pálshúsum var pá odd- viti og sá um að ég var sendur sem hver annar sveitalimur, enda pótt ég inni sem hverjum dugleg- um manni sómdi, og nú eru LiÖ- in 30 ár síðan ég var sviftur kosn- ingarétti. Gamall bœjarmaður. Ritstjóri og ábyrgðarenaður: Ólafur Friðriksson. Aipýðuprentsmiðjan,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.