Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 Verðárækju hækkar um 22% Gott verð á mörkuðum erlendis YFIRNEFND verðlagsráðs sjá- varútvegsins samþykkti á mið- vikudag 22% meðalhækkun á verði rækju upp úr sjó. Verðið Verðlaun fyrir kálfaslátrun - til að draga úr fram- leiðslu nautgripakjöts FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnað- arins leggur til að á næstu mánuðum verði greidd verðlaun til bænda fyrir að slátra ung- kálfum, samtals 3.000 krónur á hvern kálf. Er þetta gert í þeim tilgangi að stemma stigu við framleiðslu á nautgripakjöti sem hlaðist hefur upp á undanförnum mánuðum. Framleiðsluráðið samþykkti þessi tilmæli á fundi sínum á föstu- dag og beinir þeim til landbúnaðar- ráðherra. Lagt er til að Framleiðni- sjóður landbúnaðarins greiði 2.000 kr. út á hvern slátraðan kálf eins og gert var síðastliðið vor. Jafn- framt er óskað heimildar ráðherra til að greiða 1.000 krónur úr kjarn- fóðursjóði í sama skyni, en hætt verði við endurgreiðslu sérstaks fóðurgjalds út á framleiðslu nauta- kjöts, sem ráðið telur að geti verið framleiðsluhvetjandi. Framleiðsluráð telur ungkálfa- verðlaun áhrifaríkustu leiðina til að draga úr framleiðslu nautakjöts. Á undanförnum árum hefur þessi leið verið reynd og hefur þá ungkálfa- slátrun margfaldast. gildir frá 1. október síðastliðnum til 3Ljanúar á næsta ári. Verðið var samþykkt með atkvæðum oddamanns og fulltrúa kaupenda gegn atkvæðum fulltrúa selj- enda. Samkvæmt þessari verðlagningu verður rækjuverðið á bilinu 15 til 62 krónur eftir stærðarflokkum, sem nú verða þrír auk undirmáls- rækju, en voru áður 7. Heildarverð 62 krónur fyrir stærsta flokkinn og skiptaverð 44,02 krónur. Skipta- verð fyrir undirmálsrækjuna verður 10,65 krónur. Verðhækkun þessi stafar fyrst og fremst af verulegri hækkun á markaðsverði rækju. í yfirnefnd áttu sæti Bolli Þór Boliason, oddamaður, Árni Bene- diktsson og Jón Guðlaugur Magnússon af hálfu kaupenda og Helgi Laxdal og Sveinn Hjörtur Hjartarson af hálfu seljenda. MorgunblaAið/Einar Falur Hjólreiðakeppni grunnskóla ÚRSLIT í hinni árlegu hjólreiðakeppni grunn- skólanemenda fóru fram í Reykjavík í gærmorg- un. Ýmsar þrautir, bæði bóklegar og verklegar voru lagðar fyrir keppendur og síðdegis i gær átti að kunngjöra úrslit. Húnaflói: Stórkostlegur samdráttur á rækjuveiðum fyrirsjáanlegur „ÞAÐ er óhætt að segja að útlit- ið hér á Húnaflóanum sé slæmt. Ég sé ekki f ram á annað en stór- Norðurlandskjördæmi vestra: VilhjáJmur Egils- son í framboð? ÝMSIR framámenn Sjálfstæðisflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra hafa farið þess á leit við Vilhjálm Egilsson hagfræðing Vinnu- veitendasambands íslands að hann gefi kost á sér í annað sætið á framboðslista flokksins í kjördæminu við næstu alþingiskosningar. Þetta sæti skipaði Eyjólfur Konráð Jónsson alþingismaður en hann mun láta af þingmennsku fyrir kjördæmið í vor og verða í fram- boði fyrir flokkinn í Reykjavík. Ekki hefur enn yerið ákveðið hvort prófkjör verður viðhaft við val framboðslistans. Pálmi Jónsson fyrrverandi landbúnaðarráðherra skipaði efsta sæti listans við síðustu kosningar og gefur hann kost á sér áfram. Páll Dagbjartsson skóla- stjóri í Varmahlíð, sem skipaði 3. sæti listans, sækist eftir öðru sæt- inu og ólafur B. Óskarsson bóndi f Víðidalstungu, sem síðast skipaði 4. sæti listans, sækist eftir því þriðja. Margir sjálfstæðismenn í kjördæminu, ekki síst á Sauðár- króki og Siglufirði, hafa hins vegar leitað að öðrum frambjóðanda í stað Eyjólfs Konráðs. Hefur verið leitað til Vilhjálms f þessu sambandi, en hann er frá Sauðárkróki .og á þar mikinn frændgarð. Ekki náðist í Vilhjálm i gær til að fá viðbrögð hans en hann er sagður hafa tekið erindi norðanmanna vel. kostlegan samdrátt á veiðum. Það eru fyrst og fremst náttúru- legar aðstæður, sem valda þvi að mun minna er um rækju hér nú en áður," sagði Ingvar Hall- grímsson, fiskifræðingur, í samtali við Morgunblaðið. Ingvar er nú staddur á Húnaflóa á rann- sóknarskipinu Dröfn. Rækjumiðin á Húnaflóa, Miðfírði og Hrútafirði voru könnuð fyrir nokkru og kom þá í ljós að mjög lítið var um rækju á þessum slóð- um. Á laugardagsmorgun var byrjað að kanna þessi svæði að nýju með aðstoð fjögurra báta af svæðinu. Ingvar Hallgrímsson sagði þá í talstöðvarspjalli við Morgun- blaðið, að þeir væru á Miðfirði og útkoman væri lakari en í fyrri könn- un. Ætlunin væri að kanna Hrúta- fjörðinn á sunnudag og fara síðan yfir niðurstöður. Hann taldi að of- veiði væri ekki orsök þessa, heldur náttúrlegar aðstæður. Hiti væri nú 6 gráður við botninn og væri hann mun hærri en venjulega. Þá væri mikil þorskgengd á þessu svæði og æti þorskurinn óhemju af rækjunni. Ingvar sagði, að ákvörðun um kvótaskerðingu hefði ekki verið tek- in enn, en hagsmunaaðiliar á svæðinu myndu funda um málið í upphafi vikunnar. Þá hefur rækjukvóti í ísafjarðar- djúpi verið skertur, meðal annars vegna fiski- og fiskseiðagengdar. Víða óánægja með veiðar í dragnót ÞAU mistök urðu í birtingu þessarar fréttar í Morgunblaðinu á laug- ardag, að alls staðar i henni var talað um hringnót í stað dragnótar (snurvoðar). Fréttin var lítt skUjanleg þannig og birtist hún því að iiýju, leiðrétt. VAXANDI óánægju gætir nú viða meðal sjómanna vegna veiða stærri báta i dragnót. Óánægjan stafar fyrst og fremst af því, að dragnótabátarnir eru ekki bundnir við 3 mílna mörk frá landi eins og tíl dæmis trollbát- ar. Sjávarútvegsrðauneytinu hafa borizt nokkur mótmæli frá sjómönnum vegna þessa, meðal annars frá suðvestur horni lands- ins. Veiðar f dragnót hafa farið vax- andi að undanförnu og er sjávarút- vegsráðuneytið þeim fylgjandi, meðal annars vegna tiltölulega lítils rekstrarkostnaðar og góðs hráefhis, Þjóðleikhúsið: Framlag ríkisins innan við 50% Skuld leikhússins komin í 80 milljónir um áramót „ENDAR mundu ná saman á þessu leikári ef við létum okkur nægja að æfa fjögur leikrit en sleppa sýningum," sagði Gísli Alfreðsson Þjóðleikhusstióri. Undanfarin ár hefur dregið úr fjár- veitingum ríkisins í rekstur hússins, úr 65 til 70% af rekstrar- kostnaði fyrir hvert leikár í tæplega 50%. Nú er svo komið að eldri skuldir eru 40 milljónir og verða væntanlega komnar í 80 miUjónir um áramót, verði ekkert að gert. Að sögn Gísla Alfreðssonar má meðaltali eru 300 manns á launa- m.a. rekja fjárhagsvanda Þjóð- leikhússins til þess að viðhald á húsinu sem er 50 ára e_r mjög mikið og kostnaðarsamt. Á þessu ári lagði ríkið til 6 milljónir í við- hald, það sem á vantaði var tekið af rekstrarfé. Um 100 manns eru fastráðnir hjá leikhúsinu en að skrá í hverjum mánuði allt eftir því hvað verkefnin eru stór sem verið er að fást við. Gísli benti á að þrátt fyrir að leyfi hafi fengist fyrir íslenska dansflokkinn sem svarar til 12 stöðgilda, hafi ekki komið tií nein aukafjárveiting né hækkun á framlagi ríkisins. „Fjárhagsvandi Þjóðleikhússins er ekki nýr af nálinni," sagði Gísli. „Við höfum alltaf farið fram úr fjárhagsáætlunum á hverju ári en þá hafa komið til aukafjárveit- ingar að hausti allt að 20 milljón- um. En nú hafa engar aukafjár- veitingar verið veittar í tíð þessarar ríkisstjórnar og skuldirn- ar hafa safnast saman til margra ára. Ekkert tillit hefur verið tekið til fjárhagsáætlana sem við höfum lagt fram og án viðvöruna hafa þær verið skornar all verulega niður. Og nú hefur það gerst að sú tala sem sýnir þær tekjur sem við eigum að afla, hefur verið hækkuð til muna, rétt eins og þjóðinni hafí fjölgað um 150 þús- und manns." Gfsli sagði að samsvarandi leik- hús á Norðurlöndum fengju 80 til 95% styrk frá ríkinu. Af því mætti ráða hvað erfiðleikar Þjóðleik- ' hússins væru miklir í sfvaxandi samkeppni við skemmtistaði, sjónvarp, myndbönd o.fl. um frítíma fólks. „Það er ekki þannig að hækkun aðgöngumiða sé besta lausnin. Jafhvel 50 króna hækkun getur valdið því að fólk hættir að sækja leikhús," sagði hann. en um 97% afla í dragnót fara að jafhaði í fyrsta gæðaflokk. Vegna þess mun ekki fyrirhugað f ráðu- neytinu að breyta gildandi reglum um þessar veiðar. Dragnótaveiðar eru stundaðar vfða um land, kolaveiðar í Paxaflóa eru bundnar sérstökum leyfum, veiðar á öðrum fiskitegundum í dragnót eru meðal annars stundað- ar fyrir Suðurlandi, á Breiðafirði og fyrir Norður- og Austurlandi. Sjómönnum á trollbátum eru þessar veiðar nokkur þyrnir f auga, sér- staklega vegna þess, að þeir mega í flestum tilfellum ekki fara nær landi en þrjár mílur, en dragnóta- bátarnir eru ekki bundnir af því marki. Mál þetta hefur verið rætt í sumum fiskideilda Fiskifélagsins og miklar líkur eru á því að það verði til umfjöllunar á komandi fískiþingi um miðjan næsta mánuð. Treg síldveiði SÍLDVEIÐI undanfarna hefur daga. verið treg Lítið hefur veiðzt inni á fjörðum fyrir austan vegna smástreymis, en nokkur veiði var á blandaðri sUd við Hvalbak aðf aranótt Iaugardags- íns. Síldveiðin er nú á milli 4.000 og 5.000 lestir. Á laugardagsmorgun hafði verið saltað f 33.310 tunnur, nær eingöngu á Austfjörðum. Ann- ars staðar á landinu hafði verið saltað í 1.645 tunnur. Á laugardag barst fyrsta síldin til Akraness. Mest hefur verið saltað á Eskifirði, 10.571 tunna, Seyðisfirði, 5.403 tunnur og á Fáskrúðsfirði 5.196. Pólarsíld og Pólarsær á Fáskrúðs- firði hafa saltað í samtals 4.471 tunnu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.