Morgunblaðið - 26.10.1986, Síða 3

Morgunblaðið - 26.10.1986, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 3 f, 10% af síldarafla í ! heiminum í söltun 66% síldaraflans hér í fyrra vöru söltuð, 5% í Noregi AÐEINS um 10% af síldarafla í heiminum eru um þessar mundir söltuð. í Noregi nemur sOdarsölt- un um 5% af aflanum og 63% fara i bræðslu. Á síðasta ári fóru 66% aflans hér til söltunar, en takizt engir samninga við Sovét- menn um kaup á saltsOd, munu aðeins um 14% fara til söltunar. Af heildarsíldaraflanum á síðasta ári fóru 30.760 lestir til söltunar eða 66%. Tveir þriðju hlutar saltað- ar sfldar voru þá seldir til Sovétríkj- anna eða um 200.000 tunnur. 34% sfldarinnar fóru í aðra verkun, flök- un, frystingu, beitu og bræðslu. Leyfílegur sfldarafíi á yfirstandandi vertíð er um 70.000 lestir. Þótt samningar um sölu á 200.000 tunn- um af saltsfld næðust nú eins og í fyrra, verða um 40.000 lestir að fara í aðra verkun en söltun. Mögu- leikar á frystingu og sölu eru fremur takmarkaðir nú og því mun Þulum sjónvarpsins sagt upp störfum ÖUum þulum Ríkisútvarpsins-Sjónvarps, fimm að tölu, hefur verið sagt upp störfum frá og með 15. nóvember nk. vegna endurskipulagn- ingar dagskrárkynninga. „Við erum búnar að vita hvað stóð fyrir dyrum síðan í september og erum við alls ekkert sárar með uppsögnina. Við skiljum aðstæður mjög vel. Hinsvegar ætlar engin okkar að sækja um þetta nýja dag- skrárkynningarstarf þar sem það krefst miklu meiri vinnu. Um er að ræða fjórar hálfar stöður og þar sem við erum allar í öðru starfi, getum við ekki sinnt hvoru tveggja," sagði Guðrún Ólafsdóttir. megnið af aflanum fara í bræðslu, en verð á sfld til bræðslu hefur verið gefið ftjálst. Takist engir samningar við Sovétmenn verða hins vegar um 60.000 lestir að fara í aðra verkun en söltun, mest megn- is bræðslu, eða um 86%. Aðeins um 10% sfldarafla í heim- inum er um þessar mundir söltuð og í raun aðeins 5% ef miðað er við sfld sömu stærðar og hér veið- ist. Á síðasta ári nýttu Norðmenn sfldarafla sinn sem hér segin 12% voru seld fersk um borð í sovézk verksmiðjuskip, 19% fóru til fryst- ingar, 5% til söltunar fyrir innlend- an og erlendan markað, 1% til niðursuðu og 63% til bræðslu. Upplýsingar þessar komu fram í ræðu viðskiptaráðherra utan dag- skrár í sameinuðu þingi í þessari viku. INNLENT íslendingar nýta meiri hluta sOdaraflans tíl manneldis. Á Costa del Sol er veturinn eins og besta sumar hér heima og því kjörinn dvalarstaður, þegar myrkrið og kuldinn ráða ríkjum á Fróni. Með hverju ári eykst fjöldi þeirra íslendinga sem dvelja á Costa del Sol í lengri eða skemmri tíma yfir vetrartím- ann. Allir gististaðir Útsýnar eru með upphituðum íbúðum (her- bergjum), notalegir með öllum þægindum og flestir með skemmtiprógramm í gangi. Útsýn býður nú 6—8 vikna ferð- ir á frábæru verði Brottför 4. janúar — 8 vikur 2. mars — 6 vikur EIIMIMIG 17 DAGA JÓLAFERÐ 18. DES. (Ennþá laus sæti) Feróaskrifstofan LÚTSÝNi Austurstræti 17, sími 26611

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.