Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 26.10.1986, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 26. OKTÓBER 1986 Félag Sameinuðu þjóðanna; Ráðstefna um ófrið- ar- og hættusvæði í DAG, Bunnudaginn 26. október, mun Félag Sameinuðu þjóðanna gangast fyrír ráðstefnu á Hótel Sðgu kl. 13.30 til 15.30 um efnið: Krabbameins- f élagið stóð að kömiuninni í BAKSÍÐUFRÉTT í gær var mishermt að Tóbaksvarnarnefnd hefði staðið að könnun á reyking- um unglinga á landsbyggðinni. Hið rétta er að Krabbameins- f élag Reykjavíkur stóð að þessari kðnnun og vann úr gögnum sem Heilsugæslustððvar og héraðs- læknar víðsvegar um landið söfnuðu. Krabbameinsfélag líeykjavíkur hefur allt frá árs- byrjun 1976 unnið að áróðri gegn reykingum í skólum á höfuð- borgarsvæðinu og hefur þessi starfsemi aukist hröðum skref- um á seinni árum. „Óf riðar- og hættusvæði í heim- inum." Stuttar framsöguræður flytja: Gunnar Gunnarsson (Evrópa), Hannes Heimisson (Afríka), Magn- ús Torfi Ólafsson (Asía og Mið- Austurlönd) og Margrét Heinreks- dóttir (Suður-Ameríka). Síðan verða paUborðsumræður. Þátttakendur: Árni Bergmann, Eyj- - ólfur Konráð Jónsson, Guðrún Agnarsdóttir og Þórður Ægir Óskarsson. Ráðstefnustjórí verður Ásgeir Pétursson og pallborðsum- ræðum stjómar Gunnar G. Schram. Ráðstefha þessi er haldin i tilefni af friðarárí Sameinuðu þjóðanna 1986 og er þáttur í kynningu félags- ins á hlutverki og starfsemi Sameinuðu þjóðanna og friðarmál- um almennt. Ráðstefnan verður haldin í A-sal Hótel Sögu (nýbyggingu) veitingar verða í boði félagsins. Áhugafólk um friðarmál og utanríkismál er velkomið. (Fréttatilkynning.) ¦>« Moigunblaöia/Kr.Ben. Þyria Landhelgisgæslunnar fer f loftíð. Lðgreglan varð að vakta þyrluna á meðan flugmaðurinn borðaði svo ekki værí fiktað i viðkvæmum búnaði hennar. Skrapp til Grindavíkur í hádegismat Grindavik. GRINDVÍKINGAR ráku upp stór augu þegar þyrla Landhelgisgæslunnar, TF GRO, lenti við Félagsheimilið Festi i hádeginu í gær, enda fólk óvant þvi að slíkur farkostur sé hér á ferð nema þegar sýndar eru bjðrgunaræfingar á Sjómanna- daginn. Eðlilega héldu margir að orðið hefði alvarlegt slys, en sem betur fer var ekki svo. Skýringin á komu hennar var sú, að flugmaðurinn skrapp f hádegis- mat til Grindavíkur, en þangað var styst að fara. Að hans sögn er hann að flytja vinnuflokk á milli fjallanna á Reykjanesi ofan við Grindavík, vegna kortagerðar og landmælinga. Kr.Ben. Framboðsmál Framsóknar: Sjálf stæðisf lokkur í Reykjaneskjördæmi: Póstskila- frestur til 27. október EINS og fram kom í frétt í blaðinu í gær hefur kjðrgðgn- um vegna skoðanakönnunar Sjálfstæðisflokksins í Reykja- neskjðrdæmi verið dreift. Frestur til að skila kjörbréfi er til kl. 12 fyrsta nóvember, ef gögnum er skilað í Valhðll, en póstskilafrestur er til 27. október eins og komið hefur fram í auglýsingum. Leitað að manni í fýrsta sætið á Vestfjörðum ENN eru framsóknarmenn ekki búnir að finna frambjóðanda sem þeir telja að gætí tekið sætí Steingríms Hermannssonar for- sætísráðherra i Vestfjarðakjör- dæmi. Eru þeir, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ugg- andi um hlut Framsóknarflokks- ins í kjðrdæminu við komandi alþingiskosningar, þar sem fram- boðslistí flokksins verði ekki nægilega sterkur með Ólaf Þ. Þórðarson, sem verið hefur f öðru sæti á listanum, í fyrsta sæti. Hafa ákveðnir menn m.a. leitað til Gunnlaugs Finnssonar fyrrverandi alþingismanns um að gef a kost á sér, en hann hef ur ekki gert upp hug sinn. Þá hafa þeir einnig leitað til Guðmundar G. Þórarinssonar, fyrr- verandi alþingismanns flokksins hér í Reykjavík, en hann hefur þvertek- ið fyrir að fara í framboð, bæði þar og annars staðar. Þetta staðfesti Guðmundur í samtalí við blaðamann Morgunblaðsins og sagðist hafa gefið alveg ákveðin afsvör, bæði í Vestfjarðakjördæmi og annars staðar. „Ég hef ekki leitt hugann að því að fara í framboð og enn hefur ekkert gerst sem hefur breytt þeirri ákvörðun," sagði Guðmund- ur. Þann 22. nóvember nk. verður prófkjör Framsóknarflokksins í Reykjaneskjördæmi, og verður þar kosið um öll sæti á listanum, nema það fyrsta, sem Steingrímur Her- Nóbelsverðlaun í bókmenntum: Hlutverk okkar er að benda á stóra og merka en lítt þekkta höfunda - segir Knut Ahnlund próf essor sem sæti á í sænsku akademíunni NÓBELSTOFNUNIN, sem starf að hefur frá árinu 1901 hefur aðsetur i Stokkhólmi. Verkefni hennar er að safna upplýsingum um rithðfunda og verk þeirra, frá ðllum heimshornum, en árlega berast tillðgur um 200 rithöfunda sem þykja koma til greina sem Nóbelsverðlaunahafar i bókmenntum. Knut Ahlund prófessor, sem sæti á í sænsku akademíunni heldur fyrirlestur i Norræna húsinu í dag um Nóbelsverðlaunin. Hann var spurður um hvern- ig starfí nefndarinnar væri háttað. „í bókasafni Nóbelstofnunar- innar í Stokkhólmi vinna bók- menntafræðingar að rannsók heimsbókmenntanna og er þar að finna gott úrval þeirra bóka sem út hafa komið," sagði Knut. „Á seinni árum hefur safnið að sjálf- sögðu einbeitt sér að nútímabók- menntum, enda er hlutverk þess að leiðbeina þeim átján sem sæti eiga í sænsku akademíunni, um hverjir hljóti verðlaunin hverju sinni." Alfred Nóbel ákvað sjálfur að fræðimenn, prófessorar í bók- menntum og tungumálum um allan heim og talsmenn bók- menntaklúbba viðkomandi landa auk fyrri verðalunahafa hefðu rétt til að tilnefna rithöfunda. Inn- an sænsku akademíunnar starfar sérstök nefnd, Nóbelnefnd sem velur 10 rithöfunda sem álitið er að komi til greina af peim 200 sem eru tilnefndir. „Þá er hafíst handa og safhað saman upplýsingum um hvern rit- höfund og feril hans," sagði Knut. „Okkur til aðstoðar eru milli 20 og 30 bókmenntafræðingar, hverju sinni, úr öllum heimshorn- um. Þeir erú fengnirtil að' segjá álit sitt á þeim verkum sem þeir þekkja best til. Þetta er allt sam- an duglegt og gott fólk sem vinnur fyrir okkur, en við könnum sjálfir bókmenntir frá þeim málsvæðum sem við þekkjum tíl. Mín sérgrein er, og hefur verið undanfarin átj- án ár, spænskar bókmenntir svo að dæmi sé tekið." Á síðasta ári bættist sérfræðingur í kínversk- um bokmenntum í hóp þeirra sem Knut Ahnlund prófessor sænska akademían leitar til, en bókmenntir í þeim heimshluta hafa verið afskiptar til þessa. Knut benti á að Soyinka sem hlaut bókmenntaverðlaunin í ár hafi ekki verið þekktur sem skyldi, þrátt fyrir að hann skrifi bækur sínar á ensku. „Stundum hafa bókmenntaverðlaunin fallið þeim í skaut sem lítt voru þekktir með- al rithöfunda heimsbókmennt- anna. Enda er ekki markmið akademíunnar að verðlauna endi- lega þá sem þegar eru þekktir heldur þá sem skera sig úr á bók- menntasviðinu," sagði Knut. „Bókmenntaverðlaun Nóbels er æðsta viðurkenning sem rithöf- undur getur hlotið. Þeir rithöfund- ar eru til sem segja að verðlaunin hafi valdið þeim erfíðleikum, en öðrum hafa þau orðið mikil upp- örvun. Þess eru og dæmi að verk rithöfunda hafi selst betur eftir að þeir fengu Nóbelsverðlaunin en verðlaunin ein nægja ekki ef lesandanum líkar ekki verkið. Hlutverk sænsku akademíunnar er ekki að benda á verk metsölu- höfunda heldur á stóra og merka höfunda sem annars væri litið fram hjá," sagði Knut. mannsson, formaður Framsóknar- flokksins mun skipa. Það hefur pegar verið ákveðið af Framsóknar- flokknum í Reykjnesi að hann skipi það sæti, og hafa flokksfélagar þar boðið hann velkominn í það, sæti. Níels Árni Lund, ritstjóri Tímans hefur ákveðið að taka þátt í próf- kjörinu á Reykjanesi og sagðist hann í samtali við Morgunblaðið í gær stefna að því að ná öðru sæti á listanum. Jafnframt ætla þau Inga Þyrí Kjartansdóttir, Elín J6- hannsdóttir og Jóhann Einvarðsson að taka þátt í prófkjörinu. Búist er við að fleiri nöfn bætist á listann á næstu dögum. Léttoglag- gott smjör á markað Einnig ný tegund af súrmjólk HJÁ Mjólkurbúi Flóamanna á Selfossi er verið að undirbúa framleiðslu á nýrrí smjðrtegund, sem hlotið hefur nafnið Létt og laggott og er gert ráð f yrir að hún komi á markaðinn f yrir ára- mót. Smjðr þetta er. helmingi fitusnauðara en venjulegt smjðr, bætt með eggjahvítuefni og Veí smyrjanlegt beint úr kæliskáp. I MS-fréttum, nýútkomnu frétta- bréfi Mjólkursamsölunnar í Reykjavík, segir að smjör af þessu tagi fáist f Svíþjóð, og að Island sé annað Norðurlandanna til að hefja framleiðslu á því. I MBF og Mjólkursamlagi KEA á Akureyri er einnig unnið að undir- búningi framleiðslu á nýrri tegund súrmjólkur sem á að vera einkar góð fyrir þá sem eiga við meltingar- truflanir að stríða. Hún er sýrð með sérstakri geriaflóru, svonefiidum acidophilus- og bifidogerlum. Nýja súrmjólkin hefur ekki hlotið íslenskt nafn en í Danmörku heitir hún Cultura.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.